Fréttablaðið - 02.08.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.08.2022, Blaðsíða 28
Versló er lokið og má þá ekki fara að tala um haustið? Hvað sem því líður eru næstu mánuðir ógnarstórir og verða risa- stórar sjónvarpsþáttaserí- ur gefnar út á sístækkandi streymisveitumarkaði. Fréttablaðið tók þær stærstu saman. odduraevar@frettabladid.is Svona verður sjónvarpshaustið 2022 I AM GROOT (Disney+) 10. ágúst: Litli skógarmaðurinn lærir á heiminn ásamt teyminu í Guardians of the Galaxy frá Marvel. Crown (Netflix) nóvember: Elísabet Bretlandsdrottning mætir í fimmtu seríunni af einni vinsælustu sjónvarpsþáttaserí- unni úr smiðju Netflix. Glænýir leikarar fara með hlutverk aðalpersónanna. Imelda Staunton, sem flestir þekkja sem Dolores Umbridge úr Harry Potter, leikur Elísabetu í stað Oliviu Coleman og Jonathan Pryce kemur inn sem Filippus í stað Tobias Menzies. She-Hulk: Attorney at law (Disney+) 17. ágúst: Jennifer Walters er lög- fræðingur á fertugsaldri sem skyndilega verður að Hulk, úr Marvel-heimum. House of the Dragon (HBO) 21. ágúst: Fantasíuþættir úr veröld Game of Thrones sem gerast hundrað árum á undan. Targaryen fjöl- skyldan heyr borgarastyrjöld og kona reynir í fyrsta sinn að setjast í járnhásætið. Star Wars: Andor (Disney+) 31. ágúst: Diego Luna bregður sér í hlut- verk Cassian Andor að nýju. Þættirnir fjalla um upphaf uppreisnarinnar gegn hinu illa keisaraveldi Svarthöfða. Lord of the Rings: The Rings of Power (Amazon Prime) 2. september: Dýrasta þáttaröð allra tíma verður um uppruna máttarbauganna og hins eina hrings sem allt snerist jú um í Hringadróttinssögu J.R.R. Tol- kien. Hver þáttur kostar laufléttar 58 milljónir dollara í framleiðslu, eða því sem nemur lauf- léttum átta milljörðum íslenskra króna. Rick and Morty sería 6 (Adult Swim) 4. september: Vinsælustu teiknimyndaþættir samtímans um vísindamanninn Rick og barnabarnið hans Morty, mæta í sjötta sinn í september á skjáinn. Fjórar þáttaraðir eru á Netflix en sú fimmta skil- aði sér aldrei og því gætu Íslendingar setið eftir með sárt ennið þegar sjötta serían kemur út. Bachelor in Paradise (Sjónvarp Símans) 27. september: Allar árstíðir verða betri með góðu raunveru- leikasjónvarpi. Fyrrverandi keppendur úr Bach elor og Bachelorette mæta til Mexíkó og fá annað tækifæri til þess að finna ástina. Willow (Disney+) 30. nóvember: Disney hefur dustað rykið af öllum seríum sem fyrirtækið á og Willow er þar engin und- antekning. Ævintýramynd Lu- casfilm með Warwick Davis og Val Kilmer frá 1988 verður brátt að sjónvarpsseríu. The Witcher: Blood Origin (Netflix) engin dagsetning: Stuttir þættir sem eiga að gerast á undan Witc- her- þáttum Netflix, þar sem Henry Cavill fer með hlutverk tölvuleikjapersónunnar Geralt of Rivia. Grey’s Anatomy – sería 19 (Stöð 2) 6. október: Læknadramaþættirnir um Meredith Grey og félaga hófu göngu sína árið 2005. Nítj- ánda serían mun hefja göngu sína í haust og Ellen Pompeo verður að sjálfsögðu á sínum stað. ABC virðist aldrei ætla að hætta framleiðslu þessara þátta, enda vinsælir. 16 Lífið 2. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 2. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.