Fréttablaðið - 02.08.2022, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 02.08.2022, Blaðsíða 30
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Fyrir Íslending sem hafði bara lesið nokk- ur Spiderman-blöð árið 1987 var þetta algjör draumur! Ragnar Eyþórsson leitar að hinni týndu íslensku útgáfu af teiknimyndasögunum um Hefnendurna og leyndu stríðin, sem gefnar voru út með Kóngulóarmanninum á áttunda áratugnum. Sagan tendraði teiknimyndaáhuga Ragnars í æsku. odduraevar@frettabladid.is „Ég leita að þessu í hverri skran- sölu og flóamarkaði en finn aldrei,“ segir Ragnar Eyþórsson um Aven- gers: Secret Wars-myndasögurnar í íslenskri útgáfu Siglufjarðarprents frá 1987. Ragnar er nýkominn úr hringferð um landið þar sem fannst hvorki tangur né tetur af myndasögunni. „Það dúkkuðu upp mikið af Tomma og Jenna-blöðum og Superman- blöðum en engin Spiderman-blöð, þótt víða væri leitað.“ Tilefni þess að Ragnar rifjar þetta upp er tilkynning Marvel-kvik- myndarisans sem hyggst ljúka stigi 6 í kvikmyndaheimi Marvel-ofur- hetjanna með stórmyndinni Aven- gers: Secret Wars, sem byggir á sam- nefndu myndasögunni. „Þarna blandast saman X-Men, Avengers og Fantastic Four. Fyrir Íslending sem hafði bara lesið nokkur Spiderman-blöð árið 1987 var þetta algjör draumur! Að fá allt í einu tuttugu ofurhetjur í einu tíma- riti,“ segir Ragnar, sem var tíu ára þegar hann las blöð Siglufjarðar- prentsins. Ólíkt öllu „Þetta var svo ólíkt öllu öðru sem var í boði á þessum tíma. Bróðir minn var meira í Tarzan en í Spi- derman og fannst hann miklu áhugaverðari persóna. Svo allt í einu í þessari sögu er hann kominn upp í geiminn ásamt einhverjum tuttugu öðrum,“ útskýrir Ragnar. Sagan var gefin út í tólf tölu- blöðum af Kóngulóarmanninum af Siglufjarðarprenti. „Maður var náttúrulega ekkert áskrifandi, heldur bara að lesa Spiderman og svo allt í einu er hann kominn upp í geim í miðri sögu og allir að berjast og svo var ég alltaf að reyna að finna restina af tímaritunum en náði aldr- Ragnar leitar að hinum íslenska Marvel-kaleik Ragnar biðlar til lesenda um aðstoð við leitina að íslensku Secret Wars-myndasögunni. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR ei að finna allar tólf þýðingarnar á íslensku,“ segir Ragnar. Ragnar hefur síðan fundið sög- urnar á ensku en segist sólginn í sagnagildið í því að finna íslenskar þýðingar á ofurhetjunum frægu frá 1987. „Ég er ekki búinn að lesa þetta í einhver 25 ár og langar svo að vita hvort þeir hafi þýtt nöfnin á öllum ofurhetjunum. Ég man að það var Ameríkukapteinn og Spiderman og Hulk oftast kallaður Hulk. Ætli þeir hafi þýtt alla hina? Wolverine kannski kallaður Úlfynjan? Það er heilmikið sagnagildi í því að sjá hvernig þeir þýddu nöfnin þarna árið 1987.“ Ekki leiður Avengers: Secret Wars kemur í bíó árið 2025. Ragnar segist treysta Marvel-stúdíóinu fyrir sinni uppá- haldssögu. „Þeir virðast ætla að fylgja mynstrinu í Infinity-tví- leiknum,“ segir Ragnar og vísar í Avengers: Infinity War og Avengers: End Game þar sem Thanos gerði Hefnendunum lífið leitt. „Með kaupunum á Fox-kvik- myndaverinu geta Marvel loksins kynnt X-Mennina til leiks og Fan- tastic Four sem er það síðasta sem þeir þurftu til að blása lífi í Secret Wars-söguna sem þeir hafa metið sem svo að sé það eina sem geti hugsanlega toppað Infinity War.“ Ragnar kveðst alls ekki leiður á Marvel-myndunum. „Maður veit auðvitað að hið góða sigrar hið illa en þetta er allavega fjölbreyttara en íþróttaleikur þar sem eru alltaf bara sömu reglurnar! Ég held það sé aldrei komið nóg af ofurhetju- myndum.“ n 18 Lífið 2. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 PÓSTLISTASKRÁNING Viltu skrá þig á póstlista? Skannaðu QR kóðann. TAX FREE LÝKUR 7. ÁGÚST AF ÖLLUM VÖRUM* * Taxfree tilboðið gildir af öllum vörum nema Iittala, Skovby, Rut Kára mottum og sérpöntunum. Afsláttur jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. www.husgagnahollin.is V E F V E R S L U N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.