Fréttablaðið - 02.08.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.08.2022, Blaðsíða 6
gar@frettabladid.is DALABYGGÐ Bjóða á félagsheimilið á Staðarfelli til sölu. Hvorki Dala- byggð né kvenfélagið Hvöt og ung- mennafélagið Dögun, sem eiga samtals 35 prósent í húsinu á móti sveitarfélaginu, geta eða vilja leggja fé í nauðsynlegt viðhald. Forystumenn Dalabyggðar fund- uðu með fulltrúum félaganna um miðjan júlí. „Ljóst er að félagsheim- ilið þarf á umtalsverðu viðhaldi að halda og ekki eru forsendur fyrir rekstri þess,“ er bókað um málið í fundargerð byggðarráðs Dalabyggð- ar. „Fram kom að félögin gætu ekki tekið húsið yfir. Var það samhljóða niðurstaða fundarins að skásti val- kosturinn væri að selja húsið.“ n Félagsheimilið á Staðarfelli til sölu gar@frettabladid.is BORGARBYGGÐ Byggðarráð Borgar- byggðar hefur þegið boð Fasteigna- þróunarfélagsins Festis og JVST arkitekta um að þessir aðilar leiði vinnu við heildarskipulag í Brák- arey í Borgarnesi. Verður það gert í samstarfi við bæjaryfirvöld. „Lögð verði áhersla á samráð við íbúa og hagsmunaaðila í skipulags- og hugmyndavinnu. Byggðarráð hefur væntingar til þess að nýtt rammaskipulag muni taka mið af því að í Brákarey verði blönduð byggð og starfsemi sem muni laða að sér mannlíf og auka lífsgæði íbúa,“ segir byggðarráðið í sam- þykkt sinni um málið. n Nýtt skipulag færi líf út í Brákarey Brákarey í Borgarnesi. olafur@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Nú styttist óðum í að heilbrigðisráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið flytji í ný húsakynni við Síðumúla í Reykjavík. Stórhýsið við Síðumúla 24 hýsti áður Tryggingamiðstöðina, en á árunum fyrir hrunið voru þar höfuð- stöðvar FL-Group, fjárfestingafélags sem meðal annars var móðurfélag Icelandair. Ráðuneytin tvö hafa á undan- förnum árum lent í heilmiklum húsnæðishrakningum, meðal ann- ars vegna þess að rakaskemmdir og mygla virðast hafa elt þau á röndum. Vonandi rætist úr þegar þau kom- ast í ný heimkynni í Síðumúlanum, sem á árum áður var stundum nefnd- ur Blað-Síðumúli í gamni vegna þess hve mörg dagblöð höfðu þar ritstjórnarskrifstofur sínar, meðal annars Vísir og Dagblaðið sem síðar sameinuðust undir merki DV. Í síðu- múlanum voru líka Tíminn (síðar NT) og Þjóðviljinn og raunar flest, ef ekki öll dagblöð landsins, önnur en Morgunblaðið, sem var í Aðalstræti þar til blaðið flutti í Kringluna og loks upp að Rauðavatni. Húsnæðið í Síðumúla er hugsað sem lausn til bráðabirgða þar til búið verður að gera upp húsnæði fyrir ráðuneytin við Skúlagötu 4, í Sjávarútvegshúsinu sem nú er verið að gera gagngert upp. Upphaflega áttu ráðuneytin að f lytja í Síðumúlann í maí síðast- liðnum. Húsnæðið var sagt henta starfsemi þeirra vel og ekki þyrfti að gera miklar breytingar. Þetta hefur dregist nú í um þrjá mánuði og enn standa yfir framkvæmdir í húsinu. Slíkar tafir eru ekki með öllu óþekkt- ar þegar kemur að framkvæmdum á vegum ríkisins. Nú er í öllu falli búið að merkja húsið vel og vandlega Stjórnarráðinu og ráðuneytunum þótt enn sé pappír fyrir gluggum. n Ráðuneyti flytja til bráðabirgða í Síðumúlann Búið er að merkja fyrrum höfuð- stöðvar TM og FL-Group Stjórnarráði Íslands þótt enn virðist nokkuð í að framkvæmdum ljúki innandyra. Hjónin Halldóra Árnadóttir og Karl B. Örvarsson voru í gær að leggja lokahönd á brotthvarf sitt frá Reykjum í Hrútafirði þar sem þau hafa rekið skólabúðir um langt árabil. gar@frettabladid.is DALABYGGÐ „Við hyggjumst fyrst og fremst reka ferðaþjónustu á Laugum,“ segir Karl B. Örvarsson, sem ásamt konu sinni Halldóru Árnadóttur er að hverfa úr Hrúta- firði eftir að hafa rekið þar vinsælar skólabúðir í tvo áratugi. Karl og Halldóra hafa nú ásamt fleirum gert samning við Dalabyggð um kaupleigu á byggingum gamla skólans á Laugum í Sælingsdal. Neyti þau forkaupsréttar að tveim- ur árum loknum eignast þau allar byggingarnar og land þar í kring fyrir samtals 270 milljónir króna. Karl segir að þau Halldóra eigi í viðræðum við Húnaþing vestra um uppgjör vegna Reykja. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í janúar á þessu ári sögðu hjónin það hafa komið þeim í opna skjöldu að ekki ætti að framlengja samstarfið við þau heldur fara í viðræður við UMFÍ um rekstur skólabúða á Reykjum frá og með í haust. „Þetta kemur sér eins illa fyrir okkur og frekast getur verið,“ sagði Karl þá. Samkvæmt svari frá UMFÍ er búist við að gerð samkomulags um Reyki ljúki á næstu dögum Aðspurður hvort ætlunin sé að reka skólabúðir á Laugum líkt og gert hafi verið á Reykjum bendir hann á að þar sé þegar rekið hótel að sumarlagi. Áformin snúi að því að byggja upp frekari ferðaþjónustu. Þó sé ekki útilokað að skólabúðir verði á Laugum á veturna. „Við eigum eftir að skoða þetta allt betur,“ segir Karl. Þau muni fá aðgang að staðnum í október og eignirnar síðan afhentar um ára- mótin. Mannvirkin sem tekin verða á kaupleigu eru hótel. skólahús, þrjú einbýlishús, íþróttahús, sundlaug og tjaldstæði með þjónustuhúsi. „Stað- urinn er mjög spennandi og hér eru alls kyns möguleikar,“ segir Karl. Auk mannvirkjanna fylgir með 13,1 hektari lands og allt lausafé í húsunum að undanskildum lista- verkum úr eigu Dalabyggðar. Skúlptúr eftir Ásmund Sveinsson er sérstaklega nefndur í kaupsamn- ingnum og kveðið á um að hann sé í eigu sveitarfélagsins en verði ekki fjarlægður strax. Að sögn Karls fer hann fyrir ónefndu félagi þeirra Halldóru og fleiri aðila. „Þetta er of stór biti fyrir bara okkur tvö,“ útskýrir hann. n Hjónin úr skólabúðum í Hrútafirði í ferðaþjónustu á Laugum í Sælingsdal Stór sundlaug og pottar eru á Laugum í Sælingsdal enda nægur jarðhiti þar á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR Hjónin Karl B. Örvarsson og Halldóra Árnadóttir. MYND/AÐSEND gar@frettabladid.is FJALLGÖNGUR Vinsældir fjallsins K2 fara ört vaxandi meðal fjallgöngu- manna. Áður beindu þeir f lestir sjónum sínum að Everest að sögn spænska blaðsins El País en nú hefur orðið breyting á. Er rakið í El País að fram til febrúar í fyrra hefði Everest verið klifið 10.658 sinnum en K2 aðeins 377 sinnum. Í sumar hafi fjalla- garpar nánast staðið í röð við hinn alræmda Flöskuháls í K2 til að kom- ast upp þetta næsthæsta fjall jarðar með sína 8.611 metra en síður en svo minni áskorun en Everest sem er 8.848 metrar. Þann 22. júlí síðast- liðinn náðu 145 manns á topp K2 á einum og sama deginum. Miklar hættur af ís- og snjóskr- iðum steðja að fólki í Flöskuháls- inum og það er því afleitur staður fyrir mannsöfnuð. n Nánast öngþveiti í Flöskuhálsi K2 Fjallgöngukona við K2 árið 2017. thorgrimur@frettabladid.is ÚKRAÍNA Fyrsta kornflutningaskipið sigldi úr höfn frá Odesa í gærmorgun eftir að Rússar og Úkraínumenn gerðu með sér samkomulag um öruggar siglingar með hveiti og korn- meti um Svartahaf. Búist er við því að flutningaskipið M/V Razoni komi til Bosporussunds í Tyrklandi í dag. Vonir standa til þess að samkomu- lagið muni létta á verðbólgu og mat- vælaskorti í löndum sem reiða sig á innflutt korn. Innrás Rússa hefur stuðlað að alþjóðlegri matvæla- kreppu vegna truflana á kornút- flutningi bæði frá Úkraínu og Rúss- landi og hefur valdið áhyggjum af mögulegum hungursneyðum í lönd- um sem talin eru í áhættuhópum. Samningurinn var gerður þann 22. júlí síðastliðinn en efasemdir komu fljótt fram um framkvæmd hans þegar Rússar gerðu árás á Odesa nánast um leið og hann hafði verið undirritaður. Verði samningnum framfylgt þykir það framfaraspor í því að sporna við afleiðingum stríðs- ins í Úkraínu á heimsbyggðina. António Guterres, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, sagði skipið bera milljónum fólks von og kallaði brott- för þess „gríðarmikið sameiginlegt afrek.“ n Fyrsti kornfarmurinn lagður af stað frá Úkraínu Kaupskipið Razoni á leið frá Odesa með farm af korni innanborðs. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 6 Fréttir 2. ágúst 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.