Skessuhorn


Skessuhorn - 21.07.2021, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 21.07.2021, Blaðsíða 10
MiðviKudAgur 21. Júlí 202110 Frá því í vor hefur verið unnið að því að taka í gegn félagsheimilið Mið- garð í Hvalfjarðarsveit. Skipt hefur verið um klæðningu og glugga að utan og er verið að bíða eftir glugg- um á klósetti til að ljúka við hús- ið að utanverðu. Að sögn Sigrún- ar geirsdóttur, sem er húsvörður í Miðgarði, er einnig búið að yfir- dekkja alla stóla og bæta við ljósum í sal auk þess sem búið er að kaupa sjónvarp sem hægt er að tengja við skjávarpa. vaks viðgerðir á innrahólmskirkju í Hvalfjarðarsveit hafa staðið yfir frá því í vor þar sem gert hefur verið við steypuskemmdir. Þá eru fram- kvæmdir komnar vel á veg við að skipta um þak á kirkjunni en von- ir standa til að viðgerðum ljúki á næsta ári á 130 ára afmæli kirkjunn- ar. Blaðamaður Skessuhorns kom við á innra Hólmi í byrjun vikunn- ar og smellti mynd af henni í brak- andi blíðunni. vaks Þjórsá hefur verið að gefa best lax- veiðiánna hér á landi í sumar en þar á eftir koma Norðurá og Þverá / Kjarará. veiðin byrjaði afar rólega í langá á Mýrum en samkvæmt tíð- indamanni Skessuhorns á staðnum er veiðin nú eitthvað að lagast. í gær komu 80 laxar í gegnum telj- ara og veiðin hefur verið jöfn að undanförnu, en áin hefur gefið 170 laxa. Töluvert er af fiski á nokkr- um stöðum í ánni, en hún er köld og laxinn hefur gengið hægar upp hana af þeim sökum. Norðurá er að komast í 600 laxa og veiðimaður sem var við veiðar í ánni sagði þetta vera þokkalegar aðstæður. vatnið hafi þó minnkað talsvert í ánni síðustu daga. Morgunvaktin í laxá í leirár- sveit gaf 21 lax í byrjun vikunnar og er áin komin vel yfir 200 laxa. „Þetta er jöfn veiði hjá okkur,“ sagði veiðimaður við ána og setti í lax skömmu seinna. vatnasvæði lýsu er að byrja að gefa laxa og ágæt silungsveiði hefur verið þar. veiðimenn voru að landa fiski í Straumfjarðará sem er komin yfir 100 laxa. Haffjarðará er á leið- inni í 350 laxa og mest er veitt á fjórar stangir í henni. gb Svona lítur Miðgarður út í dag. Félagsheimilið í Mið- garði í upplyftingu Viðgerðir á Innrahólmskirkju ganga vel. Innrahólmskirkja að taka á sig mynd Aðalsteinn Pétursson með lax úr Þverá í Borgarfirði. Laxveiðin heldur að glæðast Staðan tekin við Langá á Mýrum en veiðin hefur lagast þar síðustu daga. Bæjarstjórn Akraneskaupstað- ar auglýsir í Skessuhorni í dag til- lögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness. Annars vegar er um að ræða áformaða breytingu þannig að íbúðasvæði íB10, sem er í Jör- undarholti, verði stækkað vegna áforma um byggingu íbúðakjarna fyrir fatlað fólk. í skipulagslýsingunni segir að breytingin sé liður í því að bæta húsnæðisöryggi fatlaðs fólks og auka aðgengi að öruggu og við- eigandi leiguhúsnæði. íbúðir fyr- ir fatlað fólk skulu vera í almennri íbúðabyggð. Það er einn af grunn- þáttum þess að stuðla að fullri að- lögun og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu og bera virðingu fyr- ir mannlegri reisn. Samkvæmt lýs- ingunni hafa nokkrir möguleikar á staðsetningu íbúðarkjarna verið skoðaðir af skipulags- og umhverf- isráði í samvinnu við velferðarráð og ráðgjafa. Ekki hefur reynst unnt að koma fyrir byggingu og nýrri lóð af þeirri stærð, sem stefnt er að, innan núverandi byggðar með góðu móti nema við Jörundarholt. leiksvæði og göngustígur verður endurgert með betri aðstöðu til útivistar. íbúðakjarnanum er ætlaður stað- ur á svæði á milli efra og neðra Jör- undarholts sem í dag er óbyggt en nýtt af íbúum undir útivist, knatt- spyrnuiðkun og fleira. Þar eru gras- flatir, lítið leiksvæði, spennistöð og göngustígur. í skipulagslýsingunni segir að svæðið sem um ræðir sé ekki nýtt á neinn hátt og að þar geti myndast vindstrengir. Jafnframt segir að stefnt sé að því að nýbygg- ing verði á einni hæð og falli vel að núverandi byggð. Bygging og um- hverfisfrágangur við hana muni skýla opna svæðinu sunnan hennar. Hins vegar auglýsir Akranes- kaupstaður breytingu á Aðalskipu- lagi Akraness 2005-2017 þannig að gefinn verði kostur á byggingu hótels innan marka golfvallarins í leyni. Breytingin er gerð að ósk golfklúbbsins leynis í samráði við Akraneskaupstað. Markmið með byggingu hótels á svæðinu er að stuðla að eflingu og uppbyggingu golfvallarins í leyni og styðja við og efla almenna ferðaþjónustu á Akranesi. frg Svæðið milli efra og neðra Jörundarholts þar sem nýr íbúðakjarni fyrir fatlaða á að rísa. Ljósm. frg Akraneskaupstaður auglýsir breytingu aðalskipulags Jörundarholts og golfvallar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.