Skessuhorn


Skessuhorn - 21.07.2021, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 21.07.2021, Blaðsíða 14
MiðviKudAgur 21. Júlí 202114 Eins og fram kom í Skessuhorni fyrir tveimur vikum síðan þá hlaut Eva Björg Ægisdóttir rithöfund- ur frá Akranesi „rýtinginn,“ verð- laun Samtaka breskra glæpasagna- höfunda árið 2021 í flokknum frum- raun ársins fyrir bók sína Marrið í stiganum. En á vormánuðum var hún einnig tilnefnd til verðlauna á CrimeFest bókahátíðinni fyrir Marrið í stiganum. Þetta er virt há- tíð glæpasagnahöfunda sem fram fer í Bristol á Englandi. var Eva Björg tilnefnd í hópi fimm annarra höf- unda sem voru að gefa út sína fyrstu bók. Á heimasíðu hátíðarinnar er rætt við Evu Björg um bókina og um Akranes sem er vettvangur sögun- nar. í byrjun júní var tilkynnt að bre- ski höfundurinn Trevor Wood hefði hreppt verðlaunin að þessu sinni fy- rir bók sína The man on the Street, en samt er frábært hjá Evu Björg að komast í þennan hóp. „Það er auðvitað heiður að komast í þetta lokaúttak á Crime- Fest hátíðinni sem var nú í ár var að veita verðlaun í fjórtánda sinn,“ sagði Eva Björg þegar við heyrðum í henni. „En ég er nú nýlega kominn heim aftur eftir að mér var boðið á Quais du polar glæpasagnahátíðina í lyon í Frakklandi, þar sem 60.000 gestir voru viðstaddir. Bókin, Mar- rið í stiganum, er nú komin í almen- na sölu í Frakklandi og gengur vel.“ Eva Björg sagði að á bókahátíðin- ni í lyon hefði dagskráin verið mjög strembin og hefði hún verið ásamt umboðsmanni sínum og frönsku útgefendunum í kynningum frá morgni og langt fram á kvöld. Mest í viðtölum, myndatökum og áritu- num. Þá hefði bókin í fyrstu verið gefin út í tíu þúsund eintökum í sér- stökum bókaklúbbi fyrir bókahátíði- na og seldist hún upp þar. loks sagði Eva Björg í samtali við Skes- suhorn að að hún væri nú að senda frá sér handritið af nýjustu og fjórðu bók sinni, sem kemur væntanlega út í október í haust. se laugardaginn 24. júlí kl. 13 flyt- ur Ástráður Eysteinsson, pró- fessor í bókmenntafræði við Há- skóla íslands, fyrirlestur í Bók- hlöðu Snorrastofu um ljóðskáld- ið Þorstein frá Hamri. ljóð hans, draumljóð, verður einnig við- fangsefni tónskáldins ingibjarg- ar Ýrar Skarphéðinsdóttur á sjálfri tónlistarhátínni í reykholtskirkju sunnudaginn 25. júlí. Fyrirlestur- inn er öllum opinn og er aðgang- ur ókeypis. Þorsteinn frá Hamri er með- al fremstu nútímaskálda íslenskr- ar tungu. Þegar hann steig fram á bókmenntasviðið fyrir ríflega sex áratugum, þótti sumum ungskáld- ið úr uppsveitum Borgarfjarðar að vísu nokkuð fornt í lund, komið til borgarinnar með sjónarsvið og orðlistararf fyrri alda. Svar Þor- steins birtist í heiti annarrar ljóða- bókar hans: Tannfé handa nýjum heimi (1960), en það má teljast vís- un til bernskubrölts nútímans, sem skáldið á brýnt erindi við. Hann undirstrikaði það með heiti síðustu bókarinnar sem hann gekk frá. Hún heitir Núna (2016). Þorsteinn frá Hamri sækir um- boð sitt og viðfangsefni í senn til sögunnar og samtímans. Æviskeið skáldsins er samofið hvoru tveggja á hugkvæman og djarfan hátt í ljóð- um þar sem mælandi finnur sér stað er lesanda býðst að deila með hon- um. Ástráður Eysteinsson er uppvax- inn í Borgarnesi, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð (1976) og BA-prófi í þýsku og ensku við Háskóla íslands (1979). Hann stundaði síðan framhalds- nám í bókmenntafræði og þýðinga- fræði við háskóla í Englandi, Þýska- landi og Bandaríkjunum, þar sem hann lauk doktorsprófi við uni- versity of iowa 1987. Kennsluferill hans hófst í Breiðholtsskóla 1977 og meðfram háskólanámi kenndi hann við grunnskóla, menntaskóla og háskóla. Hann hóf að kenna við Háskóla íslands 1987 og hefur ver- ið þar prófessor í almennri bók- menntafræði frá 1994. Ástráður hefur sinnt fræðaverkum sínum – fræðilegri ritstjórn, samningu nokk- urra bóka og fjölda greina – jöfnum höndum á íslensku og ensku. Hann hefur fengist við stefnur og strauma í nútímabókmenntum vesturlanda, með áherslu á bókmenntir inn- an málsvæða ensku, þýsku og ís- lensku. rannsóknir Ástráðs hafa einnig beinst að þýðingum og hann var brautryðjandi í þýðinga- fræði í íslensku samhengi, auk þess sem hann hefur verið virkur bók- menntaþýðandi. Hann hefur einnig sinnt margskonar stjórnunarstörf- um við Háskóla íslands og var m.a. forseti Hugvísindasviðs skólans frá 2008 til 2015. -fréttatilkynning Fyrirlestrar í héraði á Reykholtshátíð: Lífríki spora - Um fótfestu í ljóðum Þorsteins frá Hamri Ástráður Eysteinsson. Eva Björg Ægisdóttir. Ljósm. af heimasíðu Quais du polar glæpasagnahátíðinni í Lyon í Frakklandi. Fjórða bókin væntanleg frá Evu Björg í haust Söngvaratvíeykið og góðvinirnir Friðrik Ómar Hjörleifsson og Jógv- an Hansen hafa verið á heljarinnar tónleikaferðalagi hringinn í kring- um landið síðustu vikurnar. Tón- leikaröðin ber yfirskriftina Sveita- líf og verða tónleikarnir alls 30 tals- ins þegar ferðalagi þeirra félaga lýk- ur í ágúst. Þeir hafa flutt um borð í húsbíl á meðan ferðalaginu stendur og segja bæði ferðalagið og búskap- inn hafa gengið nokkuð snurðulaust fyrir sig. „Það hefur gengið á ýmsu en engin stór áföll. Friðrik prófaði að keyra húsbílinn og innan við mín- útu náði hann að keyra á kyrrstæð- an bíl og tók stuðarann af honum í þokkabót,“ segir Jógvan Hansen um vin sinn. „Annars hefur búskapurinn í bílnum gengið vel.“ Kom í veg fyrir hræðilegt tískuslys Félagarnir segja tónleikana hafa ver- ið vel sótta í sumar og nokkurn veg- inn á pari við væntingar sínar. „við erum að spila í þannig húsum að fjöldinn er frá 100-200 manns. Okk- ar skemmtun felst í vissri nálægð við áheyrendur. við viljum ekki spila í stærri húsum en hinum týp- ísku félagsheimilum,“ útskýrir Frið- rik Ómar. Ferðalag sem þetta kallar á mikla og nána samveru, bæði upp á sviði og utan þess. „við fáum ekki leið á hvor öðrum þó Jógvan geti verið óþol- andi,“ svarar Friðrik Ómar kíminn. „við höfum verið svo mikið sam- an síðastliðin ár að ég held að það sé fátt sem komi okkur á óvart í fari hvors annars. Það var kannski eitt at- vik á dögunum sem hefði getað end- að okkar vinskap. Þá rétt náði ég að stoppa Jógvan að fara út úr bílnum í klossum, svörtum sokkum, stutt- buxum og Hawaii skyrtu. Það hefði verið hræðilegasta tískuslys sem við- staddir hefðu séð á ævi sinni,“ bætir hann við. „Íslendingar eru stoltir sveitalubbar“ Friðrik Ómar og Jógvan hafa verið á ferðinni um hringveginn síðustu vikurnar og nálgast nú seinni hluta tónleikaferðalagsins. Hvaða staður hefur staðið upp úr til þessa? „Það var rosalega gaman að halda tón- leika í grímsey. Þar eiga áhyggj- urnar ekki heima. Svo nutum við þess að skoða fuglalífið og drekka landa,“ svara vinirnir sem passa sig jafnframt að hvíla sig vel á milli tónleika til að safna kröftum. „við pössum upp á það að hvíla okkur. Svo tölum við mikið um að hreyfa okkur, það hefur hjálpað rosalega mikið,“ bæta þeir við og hlæja. Söngvararnir eru á vestur- landi í þessari viku, voru í Búðar- dal síðastliðinn sunnudag, verða í Stykkishólmi í kvöld, miðvikudag, fimmtudag í grundarfirði, föstu- dag í Borgarnesi og loks á laugar- daginn á Akranesi. En hvers mega vestlendingar vænta sem mæta á Sveitalíf? „Þeir munu sjá tvo vini sem ætla að gera sitt besta til að skemmta góðu fólki. Það var dásamlegt að koma í fyrra og okkur hlakkar mikið til að koma,“ svara félagarnir. um er að ræða nokkurn veginn nýtt pró- gramm frá tónleikaröðinni í fyrra sem bar sama nafn, Sveitalíf. „við gerðum boli þetta árið sem á stend- ur „Ég Er SvEiTAluBBi“. Þeir fást aðeins á tónleikunum en það er skemmst frá því að segja að þeir rjúka út. íslendingar eru stolt- ir sveitalubbar. Það er ljóst,“ segja Friðrik Ómar og Jógvan að end- ingu. glh Vinir og söngvarar. Jógvan Hansen og Friðrik Ómar í góðu yfirlæti á tónleikaferðalagi um landið. Ljósm. aðsend. Tónleikaröðin Sveitalíf er á ferð um Vesturland

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.