Skessuhorn - 06.10.2021, Page 2
miðViKuDaGuR 6. oKtóBeR 20212
Veðrið er uppáhalds umræðuefni
margra Íslendinga. Kannski seg-
ir það okkur eitthvað en til dæm-
is eru til yfir hundrað íslensk orð
yfir vind. Þar má nefna orð eins og
áhlaup, bálviðri, derringur, garri,
hundaveður, næpingur, ókjör,
rembingur, skakviðri og tíkar-
gjóla. Síðustu daga höfum við að-
eins fengið að finna fyrir vindin-
um í fangið eða þá beint í andlitið
og frítt með því smá kuldagjóstur.
Því er um að gera að fara að kíkja
eftir kuldavettlingunum, henda á
sig húfu og kannski trefil líka áður
en maður skellir sér út í göngu svo
kuldabolinn stingi ekki of fast.
Á fimmtudag verður austan 15-23
og víða talsverð rigning, hiti 4 til
10 stig. Á föstudag og laugardag
má búast við suðaustan og aust-
an 5-13 og rigning eða skúrir en
yfirleitt þurrt og bjart um landið
norðaustanvert. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag er gert ráð fyrir norð-
lægri átt og heldur kólnandi. Rign-
ing eða slydda með köflum fram
eftir degi norðan og austanlands,
annars úrkomulítið.
Í síðustu viku var spurt á vef
Skessuhorns: „Hversu oft ferðu í
klippingu á ári?“ 29% svarenda
sögðu „5-7 sinnum“ 26% sögðu
„8-11 sinnum“ 23% sögðu „1-4
sinnum“ 15% sögðu „Fer aldrei í
klippingu“ og 7% sögðu „12 sinn-
um eða oftar.“
Í næstu viku er spurt:
Kitlar þig auðveldlega?
Borgfirðingurinn Kristín Þórhalls-
dóttir gerði sér lítið fyrir og nældi
í bronsverðlaun á HM í klassískum
kraftlyftingum í Svíþjóð um síðustu
helgi. Nokkrum dögum áður settu
Skagamennirnir Alexander Örn
Kárason og Helgi Arnar Jónsson
alls sjö Íslandsmet og Alexander
fékk silfur í bekkpressu á HM ung-
linga í klassískum kraftlyftingum.
Þau eru Vestlendingar vikunnar að
þessu sinni.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Veðurhorfur
Nýr varamaður
Framsóknar og
frjálsra
AKRANES: Á fundi bæjar-
stjórnar akraness í síðustu viku
var skipaður nýr varamaður
Framsóknar og frjálsra í vel-
ferðar- og mannréttindaráð,
vegna flutninga Ölmu Dagg-
ar Sigurvinsdóttur úr sveitarfé-
laginu. Samþykkt var að skipa
Liv Åse Skarstad sem varamann
í stað Ölmu Daggar. -vaks
Peningaflækja í
hraðbanka
BORGARNES: Hraðbankinn
í anddyri arion Banka í Borgar-
nesi við Digranesgötu 2 er kom-
inn í gagnið eftir að hafa legið
niðri í smá tíma. Kom í ljós að
viðskiptavinur sem ætlaði sér að
notafæra hraðbankann fór ekki
eftir settum leiðbeiningum til
að leggja inn pening. Úr varð
einhverskonar peningaflækja
sem olli því að hraðbankinn
hreinlega lokaðist. Þurfti utan-
aðkomandi aðila til að laga vél-
ina sem er nú komin í gagnið á
nýjan leik. -glh
Lenti á skilti
SNÆFELLSNES: Á mánu-
dag, stuttu eftir hádegi á Útnes-
vegi í átt að Hellissandi missti
ökumaður stjórn á bíl sínum
með þeim afleiðingum að öku-
tækið lenti utan vegar og tók
vegaskilti niður í leiðinni. eng-
in slys urðu á fólki en í bílnum
voru tveir erlendir ferðamenn,
báðir í belti, á bílaleigubíl. Bíll-
inn var óökuhæfur eftir skellinn
og kom bílaleigan öðrum bíl
til ferðamannanna sem héldu
ferðalagi sínu áfram um Snæ-
fellsnes. -glh
Hafrannsóknastofnun leggur til, í
samræmi við aflareglu strandríkja,
að loðnuafli fiskveiðiárið 2021/2022
verði allt að 904.200 tonn. Ráðgjöf-
in verður svo endurmetin í kjöl-
far mælinga á stærð veiðistofnsins
í byrjun næsta árs. Á síðasta fisk-
eigendur fiskvinnslu- og útgerðar-
fyrirtækisins Valafells ehf. í ólafs-
vík hafa komist að samkomulagi
við KG Fiskverkun ehf. í Rifi um
kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé
í Valafelli. Samningar aðila eru
gerðir með fyrirvara um samþykki
Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynn-
ingu vegna kaupanna kemur fram
að fyrirætlanir nýrra eigenda séu að
efla enn frekar starfsemi sína í Snæ-
fellsbæ.
Valafell ehf. er rótgróið útgerð-
ar- og fiskvinnslufyrirtæki í Snæ-
fellsbæ sem rekur sögu sína allt til
ársins 1961. Fyrirtækið gerir út
ólaf Bjarnason SH 137, sem er 112
lesta bátur, smíðaður á akranesi
árið 1973 og er gerður út á dragnót
og net. Árið 1990 tók fyrirtækið í
notkun nýtt fiskvinnsluhús og rak
þar saltfiskvinnslu til ársins 2011 en
þá var vinnslan flutt í stærra hús-
næði eftir miklar endurbætur og
ný tæki keypt til fiskvinnslu. Björn
erlingur Jónasson og Kristín Vig-
fúsdóttir segja um sölu á fyrirtæki
þeirra: „Við erum mjög ánægð
með að samningar hafi tekist við
KG Fiskverkun og þannig tryggt
að starfsemin verði áfram í heima-
byggð og bindum miklar vonir við
að hún verði efld enn frekar.“
KG Fiskverkun ehf. er eins og
kunnugt er öflugt útgerðarfélag,
sem gerir út skipið tjald SH 270
með heimahöfn í Rifi. Þá rekur
félagið einnig fiskvinnslu í Snæ-
fellsbæ. Daði Hjálmarsson fram-
kvæmdastjóri KG Fiskverkunar
fagnar kaupunum og segir í til-
kynningu: „Við erum mjög þakk-
lát fyrir það traust sem þau Kristín
og Björn erlingur hafa sýnt okkur
og hlökkum til að takast á við nýjar
áskoranir.“
mm
Gott útlit með loðnukvóta fyrir næstu vertíð
veiðiári veiddust 128.600 tonn af
loðnu við Íslandsstrendur og fóru
veiðarnar fram í janúar til mars.
Þær veiðar voru með minnsta móti
í sögulegu samhengi ef undan eru
skilin tvö ár án veiða. ungloðnu-
vísitala sem mældist nú í haust er
sú þriðja hæsta frá upphafi. Sér-
fræðingar hjá Hafrannsóknastofn-
un telja ótvírætt að loðnustofninn
sé nú að taka hraustlega við sér.
mm/ Ljósm. Friðþjófur Helgason
Ólafur Bjarnason SH-137.
KG fiskverkun kaupir
Valafell í Ólafsvík
Valafell ehf. í Ólafsvík er til húsa á Snoppuvegi 4.
skál!
Frystihúsið | Kirkjubraut 2 | 300 Akranes | s: 419 0770
BREIÐIN KR OSSVÍK
BYRJAÐU DAGIN N RÉTT