Skessuhorn - 06.10.2021, Blaðsíða 26
miðViKuDaGuR 6. oKtóBeR 202126
Pennagrein Pennagrein
Pennagrein
Niðurstaða kosninganna varð okkur
í miðflokknum heldur mótdræg, en
svona gengur þetta fyrir sig í póli-
tíkinni. miðflokkurinn sem fékk
svo glæsilega kosningu fyrir fjór-
um árum átti á brattann að sækja í
þetta skiptið, en heldur þó þriggja
manna þingflokki, sem er staða sem
aðrir flokkar hafa áður fundið sig í
og komið sterkari til baka.
athyglisvert er að miðflokkur-
inn er með flest atkvæði allra flokka
á bak við hvern þingmann. 3626
á meðan Framsókn er með 2653,
Sjálfstæðisflokkur 3044 og Píratar
2876. Það eru sem sagt 26% fleiri
atkvæði á bak við hvern þingmann
miðflokksins en Pírata.
Ég vil þakka öllum þeim sem
studdu mig og framboðið í Norð-
vesturkjördæmi. Það var ómetan-
legt að finna velviljann og kraftinn
í miðflokksfólki í baráttunni um
land allt og ég veit að sá öflugi hóp-
ur mun ekki láta deigan síga.
Kjörtímabilið sem nú er liðið hef-
ur verið sérstakt, mjög sérstakt. Nú
skiptir mestu máli að tryggt verði
að atvinnulífið geti skapað þá við-
spyrnu og þau verðmæti sem nauð-
synleg eru, til að land og þjóð geti
rétt úr kútnum eftir það áfall sem
þjóðarbúið varð fyrir.
að endingu vil ég óska nýkjörn-
um þingmönnum til hamingju með
kjörið, um leið og ég þakka þeim
sem hverfa af þingi fyrir samstarf-
ið. Það eru áhugaverðir tímar fram
undan.
Bergþór Ólason
Höf. er þingmaður Miðflokksins í
NV kjördæmi
að hlusta á umræður formanna
þeirra flokka sem sæti eiga á al-
þingi var að mörgu leyti undar-
Í dag höldum við upp á 40 ára af-
mæli Grundaskóla en hann var fyrst
settur 6. október 1981. Við fögnum
farsælu skólastarfi þar sem stofnun-
in hefur vakið athygli fyrir frum-
kvæði, metnað og góðan árangur.
Skólinn er öflug menntastofnun
sem hefur notið mikillar velgengni
öll starfsár sín. Þá velgengni má
helst þakka samstarfi allra þeirra
sem koma að skólastarfinu: Nem-
endum, foreldrum, starfsmönnum
og stuðning akraneskaupstaðar.
Á níunda áratug síðustu aldar
var mikil skólamálaumræða um að
nauðsynlegt væri að gera gagnger-
ar breytingar á skólum og breyta
kennsluháttum. Grundaskóli var
í upphafi stofnaður í anda nýrra
hugmynda og strax á fyrsta ári
varð skólinn þekktur fyrir að fara
ótroðnar slóðir í kennslumálum.
Skólinn var oft kenndur við um-
ræðu um svokallað opið skólastarf
en slíkir skólar voru þekktir fyrir
að brjóta upp bekkjarstarf og halda
teymisvinnu á lofti.
Á fyrstu starfsárum Grundaskóla
voru ekki allir bæjarbúar sammála
um hugmyndafræði og starfshætti
skólans og í eitt skipti var skólanum
lýst sem allsherjar lausagöngufjósi.
Þessi lýsing hefur oft verið tekin
upp og rædd innan og utan skólans
en í stað þess að líta á þessa lýsingu
sem neikvæða hafa menn séð þessa
umsögn sem hin bestu meðmæli.
Skólinn á að vera lifandi vinnustað-
ur sem kemur til móts við ólíkar
þarfir og hæfileika nemenda.
Frá fyrsta degi hefur skólastarf-
ið verið byggt á ákveðnum grunn-
gildum sem eru samvinna, traust og
virðing. Áhersla er lögð á að hafa
trú á nemendum og byggja á styrk-
leika þeirra. allir geta gert eitthvað
en enginn allt. Hagsmunir nem-
enda hafa ávallt verið í fyrirrúmi öll
þessi fjörutíu ár.
Grundaskóli er góður skóli af því
að þar eru frábærir nemendur, öfl-
ugur foreldrahópur og góðir starfs-
menn. Lengst af fór Guðbjartur
Hannesson (Gutti) fyrir skólastarf-
inu og hugmyndafræði hans og
áherslur lifa enn í dag. annar skóla-
stjóri skólans var Hrönn Ríkharðs-
dóttir en hún hætti störfum sem
skólastjóri við skólann árið 2016
eftir farsælan feril sem kennari og
stjórnandi í skólastofnunum akra-
neskaupstaðar.
Í dag starfa um eitt hundrað og
tuttugu starfsmenn við skólann
og nemendur eru tæplega 680.
Grundaskóli er orðinn einn af fjöl-
mennustu skólum landsins en þrátt
fyrir það er enn sama hugsun við
líði og á fyrstu starfsdögunum.
mikill metnaður fyrir skólastarfinu
og skólasamfélagið samstillt í að
sækja fram og gera ávallt sitt besta.
Grundaskóli nýtur þess á marg-
víslegan hátt að á bak við skólastarf-
ið stendur samstilltur hópur sem er
reiðubúinn til að leggja hönd á plóg
þegar á þarf að halda. Hollusta við
skólann er kannski besta umsögnin
um gott skólastarf. er skólinn hlaut
árið 2005 fyrstur grunnskóla ís-
lensku menntaverðlaunin var eftir-
farandi umsögn höfð eftir nemend-
um. „Við útskrifumst úr Grunda-
skóla en við yfirgefum skólann
aldrei.“
Fjölmargir af núverandi starfs-
mönnum skólans eru fyrrverandi
nemendur. Í dag er hlutfallið 35%
og fer hækkandi með hverju árinu.
Hér er gott að nema og hér er gott
að starfa. Grundaskóli er fyrir-
myndar vinnustaður og hefur hlot-
ið margvísleg verðlaun og viður-
kenningar fyrir framsækið skóla-
starf og farsælt starfsmannahald.
til marks um gæði vinnustaðarins
má geta að margar umsóknir ber-
ast um hvert auglýst starf og fag-
fólk skipar hverja kennarastöðu og
menntunarstig er hátt.
Þegar 40 ára starfsafmæli Grunda-
skóla er fagnað ber að þakka öllum
þeim sem lagt hafa skólanum lið á
þessum árum og óska þess að fram-
tíðin verði jafn farsæl og hingað til.
Það er ekki sjálfgefið fyrir akranes-
kaupstað að eiga svo öfluga skóla-
stofnun. Við sem nú störfum við
skólann heitum því að halda merki
Grundaskóla hátt á lofti og leggja
okkur öll fram við að reka fyrir-
myndarstofnun á allan hátt.
Grundaskóli stendur á tímamót-
um á þessu afmælisári. Fram undan
er gríðarleg uppbygging og endur-
bætur á skólahúsnæði stofnunar-
innar. allar þessar endurbætur taka
mið af upphaflegum hugmyndum
um skólastarf. Hugsjón og leið-
arljós forvígismanna mun áfram
blómstra í starfinu. Nýtt skólahús-
næði mun taka mið af nýjum kröf-
um og tækniþróun til framtíðar og
uppbyggingaráform einkennast af
miklum metnaði og skarpri skóla-
sýn. Framtíð skólans er björt og
hér mun áfram unnið um ókomin
ár að þróttmiklu og árangursríku
skólastarfi til heilla fyrir nemendur
okkar og bæjarfélag.
Ég óska nemendum, starfsfólki
og akurnesingum öllum til ham-
ingju með 40 ára afmæli Grunda-
skóla.
Sigurður Arnar Sigurðsson, skóla-
stjóri Grundaskóla
Grundaskóli á 40
ára starfsafmæli
Þakkir og
hamingju-
óskir á
tímamótum
Að loknum
kosningum
umsjónarmanns eigna hjá Dalabyggð
Dagur í lífi...
Nafn: Viðar Þór ólafsson
Fjölskylduhagir/búseta: Giftur
Fanneyju Þóru Gísladóttur og við
eigum 3 börn og búum í Búðardal.
Starfsheiti/fyrirtæki: umsjónar-
maður eigna hjá Dalabyggð.
Áhugamál: Hestar og útivera.
Dagurinn: Fimmtudagurinn 30.
september 2021.
Klukkan hvað vaknaðirðu og
hvað var það fyrsta sem þú gerð-
ir? Vaknaði klukkan 7:30 og fékk
mér kaffi.
Hvað borðaðirðu í morgunmat?
ekkert.
Hvenær fórstu til vinnu og
hvernig? Klukkan 8:00 og fór
keyrandi.
Fyrstu verk í vinnunni? und-
irbúningur á kerru og bíl vegna
flutnings á dýrahræjum í Fífl-
holt.
Hvað varstu að gera klukkan 10?
Var að safna efni í kerruna.
Hvað gerðirðu í hádeginu? Borð-
aði í Hyrnunni í Borgarnesi.
Hvað varstu að gera klukkan 14?
Keyra heim úr Fíflholti.
Hvenær hætt og það síðasta
sem þú gerðir í vinnunni? Hætti
klukkan 17:00 og endaði daginn á
smá lagfæringum á Dvalarheim-
ilinu Silfurtúni.
Hvað gerðirðu eftir vinnu? Sótti
hesta, setti þá inn í hús og járnaði
fyrir helgina.
Hvað var í kvöldmat og hver eld-
aði? SS pulsur og konan eldaði.
Hvernig var kvöldið? Bara rólegt
í hesthúsinu og endaði á að horfa
á Block.
Hvenær fórstu að sofa? 24:56.
Hvað var það síðasta sem þú
gerðir áður en þú fórst að hátta?
Burstaði tennurnar.
Hvað stendur upp úr eftir dag-
inn? Betri veðurspá fyrir helgina.
Eitthvað að lokum? munum hvað
lífið er æðislegt og verum jákvæð,
það kemur okkur langt. og svo er
stutt til jóla.
legt. allir, utan einn, töluðu þeir
um að þetta og hitt þyrfti að gera,
án þess að upplýsa eða útskýra og
færa rök fyrir því hvernig það skuli
gert. Svona málskrúð er þjóðin
hætt að hlusta á. Þessi eini sem litla
eða engan þátt tók í loforðaræðum
þessum var formaður Sjálfstæð-
isflokksins og fjármálaráðherra,
Bjarni Benediktsson, því hann
vildi bara hafa stöðugleika í stjórn
landsmála í framtíðinni. Þetta
orð; „stöðugleiki“ þýðir í reynd að
engu, eða litlu skuli breyta í stjórn
þjóðmála og halda óbreyttri stefnu
í stjórn þjóðmála, íhaldsstefnu.
enginn af ræðumönnum utan rík-
isstjórnarflokkanna hafði rænu á
því að benda áheyrendum á hvað
þessi yfirlýsing Bjarna þýddi. Hún
þýddi t.d. það að 80% öryrkja, sem
erfitt eiga með að ná endum sam-
an í framfærslu fengju enga lagfær-
ingu. Skattar á hátekjufólk yrðu
ekki snertir. Stórútgerðarmenn
fengju að arðræna þjóðina og skip-
verja sína áfram. Skattsvik fengju
að grassera áfram meðal hátekju-
fólks t.d. þeirra sem reka ábatasöm
fyrirtæki og gefa upp lágar launa-
tekjur, þar sem skattar á hagnað
eru lægri en skattar á há laun. Sjálf-
tökufólk um starf sitt, t.d. lögfræð-
ingar og aðrir einyrkjar.
Hafsteinn Sigurbjörnsson