Skessuhorn


Skessuhorn - 06.10.2021, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 06.10.2021, Blaðsíða 14
miðViKuDaGuR 6. oKtóBeR 202114 Haustþing Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi var haldið í Árbliki í Dölum síðastliðinn miðvikudag. Þar voru m.a. saman komnir full- trúar sveitarfélaganna á Vestur- landi, starfsfólk SSV, Þórdís Kol- brún R. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, Bjarni Júlíusson fyrir hönd iceFu- el (icelandic electrical Fuel), einar mathiesen framkvæmda- stjóri vindorku og jarðvarma- sviðs hjá Landsvirkjun og Gnýr Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Landsneti. Þema fundarins voru orkumál. Haustþing SSV Gnýr Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Landsneti, ávarpaði haustþing SSV en Gnýr stýrir deild sem sér um áætlanagerð fyrir Landsnet hvað varðar innviði sem byggja á upp, en hlutverk Landsnets er að byggja upp og reka flutningskerfi raforku. Áætl- anirnar eru settar fram í kerfisáætl- un Landsnets sem gefin hefur verið út árlega en mun framvegis líklega koma út á tveggja ára fresti. Í erindi sínu fjallaði Gnýr um helstu verkefni og áskoranir í varðandi flutningskerf- in. Gnýr lýsti þeim þremur þáttum sem vega þyngst við gerð kerfisáætl- unar en þeir eru afhendingaröryggi, umhverfi og samfélag og í þriðja lagi verðlagning. Skipulagning verkefna gengur út á að fá sem mest verðmæti út úr sem minnstum tilkostnaði. Því næst fjallaði Gnýr um áætlan- ir Landsnets um uppbyggingu sem er á næstunni. Kerfisáætlun er tví- þætt. annars vegar er tíu ára áætl- un um uppbyggingu meginflutn- ingskerfisins og hins vegar um upp- byggingu landshlutakerfisins. Þá lýsti hann uppbyggingu flutningskerfisins um allt land. Hann sagði frá því að líftími raforkulína er um fimmtíu ár en elsta lína Landsnets er einmitt að verða 50 ára. Landsnet tengir saman helstu virkjanasvæðin á Suður- og Norður- landi með línu sem ber 120 til 130 megavött. Gnýr lýsti þeim áskor- unum sem felast í vondum veðrum meðal annars og muninum á veðurá- lagi á Suður- og Norðurlandi. Hann fjallaði um þær áskoranir sem felast í takmarkaðri flutningsgetu þegar úr- koma er mismunandi milli landshluta en ef flutningsgetan væri meiri skap- aði það tækifæri fyrir Landsvirkjun að flytja orku á milli með hagkvæm- ari hætti og auka með því afkastagetu mannvirkja og orkan rennur hrein- lega út í sjó. Gnýr sagði næst frá því verkefni að byggja yfir tengivirki Landsnets. tengivirki Landsnets eru rúmlega 70 talsins og ennþá eru yfir þrjátíu þeirra óyfirbyggð en þau hafa farið mjög illa í þessum vondu veðrum sem hafa verið að koma. Stefnan er að sögn Gnýs að yfirbyggja öll tengivirki en það þýðir í raun að byggja þarf nýtt tengivirki. Gnýr fór yfir þau tengi- virki sem hafa verið yfirbyggð á Vest- urlandi. Þá fjallaði Gnýr um hvernig Landsnet er í auknum mæli að koma til móts við þá sem áhuga hafa á að setja upp vindorkuver á Vesturlandi. að lokum fjallaði Gnýr um þær áskoranir sem felast í orkuskiptum á Íslandi og hvernig Landsnet þarf að stórauka afkastagetu sína til þess að geta mætt þeirri aukningu í fram- leiðslu orku sem þarf til þess að orku- skipti geti orðið að veruleika á Ís- landi. frg Gnýr Guðmundsson Helstu verkefni og áskoranir varðandi flutningskerfin einar mathiesen framkvæmda- stjóri vindorku og jarðvarmasviðs hjá Landsvirkjun ávarpaði haustþing SSV en í erindi sínu fjallaði ein- ar um þær áskoranir sem við stönd- um frammi fyrir þegar kemur að því að beisla vindinn. Landsvirkj- un hefur byggt níu vatnsaflsstöðv- ar og eina jarðvarmavirkjun á sín- um ferli en Landsvirkjun hóf starf- semi 1965. Búrfellsvirkjun var fyrsta virkjun fyrirtækisins. Þessar virkjanir eru þriggja til 84 ára gamlar og fjöldi vinnslueininga er 42. uppsett afl fyr- irtækisins er 2150 megavött. Vinnslugeta fyrirtækisins er í kringum 14.500 gígavattstundir sem er nokkurn veginn það sem við erum að selja á ári. Landsvirkjun er með sjö starfsstöðvar um land allt og 285 starfsmenn sem skiptist til helminga milli Reykjavíkur og starfsstöðva um land allt. Fyrirtækið er í grunninn vatnsorkufyrirtæki en síðustu árin hefur aukin áhersla verið lögð á jarð- varma og byggt eina jarðvarmavirkj- un, Þeistareyki. Landsvirkjun rek- ur þrjár slíkar stöðvar í dag, Kröflu, Þeistareyki og Gufustöðina í Bjarn- arflagi. Landsvirkjun hefur síðan ver- ið að leggja áherslu á vindinn, „að þróa vindaflið áfram því að það er nú þannig að vindar hafa borið manninn heimsálfa á milli um árþúsundir og lagt grunninn að verslun, kortlagn- ingu heimsins og landnámi. eins og við þekkjum úr sögunni þá hafa vind- myllur malað korn, hamrað járn og veitt vatni á akra í yfir 2000 ár. Þær munu halda áfram að svala orkuþörf mannsins í síauknum mæli með raf- orkuvinnslu,“ sagði einar. Vindurinn þriðja stoðin „Við nefnum vindinn þriðju stoðina, hann kemur til viðbótar við vatnið og jarðvarmann,“ hélt einar áfram. „ sem eftirspurn eftir endurnýjan- legum orkugjöfum hefur stóraukist á heimsvísu er vindorka að mörgu leyti orðinn eftirsóknarverður kost- ur . Hún er hverful og vinnslan fer eðli málsins eftir veðri. Vindorkan vinnur vel með raforkuvinnslu með vatni. Það hafa orðið miklar tækni- framfarir og það er hægt að byggja upp í áföngum. Verktíminn er styttri heldur en í vatnsaflinu og jarðvarm- anum.“ Hvað varðar umhverfismál þá sagði einar: „Raforkuvinnslu úr vindorku fylgir enginn mengandi út- blástur. uppsetning vindmylla hefur sjónræn áhrif á umhverfið og veldur hljóðmengun í næsta nágrenni. Í ein- hverjum tilfellum hefur hún áhrif á fuglalíf. Varanleg umhverfisáhrif eru mjög lítil. Vindmylla sem er tekin niður skilur nánast ekkert eftir sig að afloknum líftíma.“ einar sagði frá því að það var í tengslum við stefnumótunarvinnu innan Landsvirkjunar árið 2010 að það var ákveðið að ráðast í að setja upp tvær vindmyllur til prufu. Hvor vindmylla er 0,9 megavött. Áætluð raforkuvinnsla er 5,4 gígavattstundir á ári. Á síðasta ári var hún 6,7 gíga- vattstundir, gott betur en ráð var fyr- ir gert í upphafi og nýtnin var 42,5%. Það dugar til að sjá um 1500 heim- ilum fyrir rafmagni. Hvað vindorkugarð ofan við Búr- fell sagði einar: „Við skilgreinum þetta sem rannsóknarverkefni fyrir rekstur við séríslenskar aðstæður, ís- ingu, skafrenning, ösku- og sandfok og það verður að segjast eins og er að þær hafa reynst ákaflega vel hvað þessi atriði varðar.“ Því næst fjallaði einar um sam- spil vind- og vatnsorku. „Vatnslónin geta geymt sem nemur 5.000 gíga- vattstundum sem nemur um einum þriðja af heildar framleiðslu Lands- virkjunar. Landsvirkjun er háð því að fá innrennsli yfir vetrarmánuðina, meðal annars frá blota. Vindurinn getur spilað vel með vatninu.“ Þrír vindorkukostir í nýtingarflokki en hvernig gengur okkur að setja verkefnin í vindorku á dagskrá? „Staðan er þannig í dag að það er ekkert vindorkuver starfrækt í land- inu þrátt fyrir að árið 2010 hafi menn séð fyrir sér að nú væri komið eitt slíkt. Nýverið var skilað inn skýrslu verkefnisstjórnar 4. áfanga ramma- áætlunar en hún var lögð fram í apríl- mánuði 2021. Í matinu voru 34 orku- kostir sendir inn en einungis fimm voru teknir til umfjöllunar og aðeins þrír fóru í nýtingarflokk.“ að sögn einars hefur Landsvirkj- un tvo kosti til skoðunar hvað varð- ar vindorku. annars vegar svokall- aðan Búrfellslund sem lenti í bið- flokki, bæði í rammaáætlun 3 og 4. Hins vegar Blöndulund sem komst í nýtingarflokk. Gert er ráð fyrir að Búrfellslundur yrði 120 megavött og Blöndulundur 100 megavött. Ver- ið er að skoða fleiri kosti í nánd við starfsstöðvar Landsvirkjunar en þeir kostir eru skemmra á veg komnir. orkuskipti munu ekki verða nema ráðist verði í umtalsverða orkuöflun. 300 megavött þarf til þess að upp- fylla plön stjórnvalda miðað við þær skuldbindingar sem þau hafa undir- gengist varðandi Parísarsáttmálann sem uppfylla þarf fyrir 2030. 600 megavött þarf til viðbótar til þess að ná fullum orkuskiptum í öllum bíla- flotanum og 1.200 megavött þarf til að ná orkuskiptum í öllum bílum, skipum og flugvélum. Þá er ekki gert ráð fyrir aukinni eftirspurn erlendis frá, t.d. vegna framleiðslu rafelds- neytis. frg Einar Mathiesen Vindmyllur munu svala orkuþörf mannsins í síauknum mæli Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferða- mála, iðnaðar og nýsköpunarráð- herra ræddi um að Sjálfstæðisflokk- urinn hefði sett orkumál sérstaklega á dagskrá í nýafstöðnum kosningum. Henni fannst frískandi hversu mikla umræðu orkumál fengu í kosninga- baráttunni. Sjálfstæðisflokkurinn lagði sérstaka áherslu á tækifæri Ís- lands í grænu orkubyltingunni. „Sú staðreynd að við ætlum að vera kol- efnishlutlaus, við ætlum að hætta að nota olíu og löndin í kringum okkur ætla líka að minnka losun og hætta að nota olíu. Í því liggja bara gríðarleg efnahagsleg tækifæri fyrir Ísland.“ Þórdís benti á að fyrir utan að það er það sem er rétt að gera að í leið- inni aukast loftgæði og við komum kannski í veg fyrir súrnun sjávar og meiriháttar þjóðflutninga í framtíð- inni, þannig að það er sannarlega til mikils að vinna. „Við erum að horfa framan í það að við getum byggt upp nýjan atvinnuveg með framleiðslu á vistvænu eldsneyti og fjölnýtingu auðlindastrauma sem fer þá líka inn í þessa hugmyndafræði um hringrás- arhagkerfi. Það sem í dag er vanda- mál og vesen eins og losun frá stór- iðju verður ef rétt er á málum haldið bara verðmæti.“ Þórdís sagði að óvíða séu fleiri tækifæri að finna í þessu en hér á Vest- urlandi. „Ég trúi því að þetta verði þannig að þessi stóriðjusvæði verði eftirsóknarverður staður til þess að vera með ýmist sprota eða einhvers kona afleidda starfsemi, þar sem að það sem í dag er litið á sem vandamál nýtir þú sem mikilvægt hráefni fyrir næsta fyrirtæki við hliðina.“ Þórdís nefndi að stefna í þessa átt hafi verið mörkuð með langtíma- orkustefnu fyrir Ísland sem tókst að samþykkja í þverpólitískri samvinnu þar sem allir flokkar á þingi áttu full- trúa. „Það var verðmætt fyrir mig að sjá hversu margt það er sem við get- um verið sammála um þegar kem- ur að þessum verkefnum og þessum málaflokki því að þetta er jú mála- flokkur sem hefur valdið miklum deilum. Þar settum við markmið um Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Óvíða fleiri tækifæri en á Vesturlandi að Ísland yrði óháð jarðefnaelds- neyti í síðasta lagi 2050, sem þýðir í raun að við verðum að hætta að nota olíu eins og við gerum í dag og ég hef áður sagt að tímasetningar hvað þetta varðar geta verið fljótar að úr- eldast.“ Ætlum að vera fyrst af því að við getum það „Við getum sett okkur markmið,“ sagði Þórdís og hélt áfram: „ en það eru ytri aðstæður líka sem ráða því hversu vel okkur gengur, þetta er ekki allt í okkar höndum. Það er í raun metnaðarfyllra að segja að við ætlum að verða fyrst í heimi til að verða óháð jarðefnaeldsneyti af því að um leið og það er raunhæft ein- hversstaðar þá eigum við að setja markið hátt og segja: „Við ætlum að vera fyrst,“ af því að við getum það. Þetta er auðvitað risastórt verkefni og það er áætlað að við þurfum um 1.200 mw af nýrri orku til að skipta út allri olíu og bensíni og þá er skipa- flotinn og innanlandsflugið. Það er ekki hægt að gera lítið úr því. Þórdís sagði frá því hvernig Sjálf- stæðisflokkurinn hefur komið að því að styrkja ýmis verkefni er lúta að orkuskiptum. „Við styrktum núna verkefni til að hætta olíunotkun, bæði í iðnaði og þungaflutningum og það er áætlað að þessi verkefni minnki olíunotkun um tvær milljón- ir lítra á ári. Það munar um minna en við þurfum auðvitað að gera betur en það. Þingsályktun um orkuskipti verður endurnýjuð á komandi þingi. Þar verður leiðin mörkuð í samræmi við aðgerðaráætlun orkustefnu. Ég held að okkur sé alveg óhætt að setja markið hærra heldur en við gerðum síðast.“ Þar næst sneri Þórdís sér að vind- orku. „Vindorka er einn af þeim orkugjöfum sem mun leika aukið hlutverk á Íslandi á næstu árum og við á þessu kjörtímabili sögðum í stjórnarsáttmála að við ætluðum að

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.