Skessuhorn


Skessuhorn - 06.10.2021, Qupperneq 19

Skessuhorn - 06.10.2021, Qupperneq 19
miðViKuDaGuR 6. oKtóBeR 2021 19 Slysavarnafélagið Landsbjörg hélt landsæfingu björgunarsveita á höf- uðborgarsvæðinu á laugardag- inn. Þar kom björgunarsveitafólk af öllu landinu saman og æfði fjöl- breytt verkefni bæði á landi og á sjó. meðal verkefna voru björgun í fjalllendi, leit að týndu fólki, fyrsta hjálp, sporrakning, sjóbjörgun og köfun. Æfingin var unnin í samstarfi við aðra viðbragsaðila og var meðal annars æft með þyrlu Landhelgis- gæslunnar. um 200 manns komu að æfingunni sem var skipulögð af félögum á suðvesturhorninu, þá gerðu unglingar úr unglingastarfi félagsins og félagar í slysavarna- deildum æfinguna mögulega með því að leika sjúklinga og sáu einnig til þess að allir voru vel nærðir. eftir að hafa leyst verkefni víða á höfuðborgarsvæðinu yfir dag- inn komu allir þátttakendur sam- an og æfðu viðbrögð við stóru hópslysi. Æfingunni lauk svo með grillveislu áður en hóparnir héldu til síns heima eftir ánægjulegan dag. meðfylgjandi eru myndir frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu af landsæfingunni sem fram fór á laugardaginn. vaks Úthlutunarhátíð uppbygging- arsjóðs Vesturlands var haldin á Landnámssetrinu í Borgarnesi síð- astliðinn föstudag. Þar voru veitt- ir 17 styrkir úr uppbyggingarsjóði Vesturlands til atvinnu- og nýsköp- unarverkefna. uppbyggingasjóð- ur Vesturlands hefur það hlutverk að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vestur- landi og úthlutar sjóðurinn styrkj- um tvisvar á ári til atvinnu- og ný- sköpunarverkefna og einu sinni á ári til menningarverkefna. alls bár- ust sjóðnum 25 umsóknir en eins og fyrr segir voru veittir 17 styrk- ir, sem námu rúmlega 17 milljón- um króna. arg Atvinnu- og nýsköpunarstyrkir: Krossvík – Sjólón Kári Viðarsson 3.700.000 Sótt á Þverhausamið Guðmundur Runólfsson hf. 3.000.000 Styrkleikamiðstöð á sunnanverðu Snæfellsnesi Arnaldur Máni Finnsson 1.500.000 Vinnslueldhús, sem framleiðir eftirrétti Lýsudalur slf. 1.000.000 Uppbygging á vistvænni þurrkverksmiðju Félagsbúið Miðhrauni 2 sf. 1.000.000 Valeria kaffibrennsla Kanpo Ísland ehf. 840.000 Innflutning og framleiðsla glugga gardína Sylwester Wasilewski 750.000 Eldborgar Kind Þóra Sif Kópsdóttir 750.000 Jarðeplaræktun Jökull Helgason 750.000 Sund og Sána í Móvík Anna Sigríður Gunnarsdóttir 670.000 All in One Iceland Siðmenning ehf. 500.000 Áfangaheimilið Dunki Berghildur Pálmadóttir 500.000 Saltmey Silkiprentun Signý Gunnarsdóttir 500.000 Laufey Áskell Þórisson 500.000 Flæðilækur upplýsingaskilti Kristjón Sigurðsson 400.000 Hafsjórinn Steinunn Gríma Kristinsdóttir 370.000 Símasögur Glimrandi framleiðsla ehf. 300.000 Styrkir til atvinnu- og nýsköpunarverkefna Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands var haldin síðastliðinn föstudag. Ljósm. SSV Landsæfing björgunarsveita Landsbjargar var um helgina

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.