Skessuhorn - 06.10.2021, Qupperneq 24
miðViKuDaGuR 6. oKtóBeR 202124
tilvera körfuknattleiksdeildar
Skallagríms hangir nú á bláþræði.
Starf deildarinnar byggist á sjálf-
boðaliðastarfi og fjárhagslegum
styrkjum!
Nú er svo komið að deildin stend-
ur frammi fyrir þeirri áskorun að ef
ekki tekst að fá liðsauka að sjálf-
boðaliðastarfi og fjáröflun blasir
sú staða við að nauðsynlegt verður
að draga lið Skallagríms úr keppni.
Stjórn körfuknattleiksdeildarinnar
telur mikilvægt að reyna til þraut-
ar að leita allra leiða til að koma í
veg fyrir að grípa þurfi til slíkra úr-
ræða.
Boðað er því til neyðarfundar
með íbúum, stuðningafólki körf-
unnar og öðrum sem með einhverj-
um hætti hafa vilja til að koma að
því að bregðast við þeirri krísu sem
félagið blasir við.
Fundurinn verður haldinn
fimmtudaginn 7. október n.k kl.
20:00 í sal Grunnskóla Borgarness.
Við hvetjum alla til að mæta!
Stjórn KKD Skallagríms.
-fréttatilkynning
Körfuknattleiksdeild Snæfells
sendi út hjálparbeiðni á fésbók-
arsíðu deildarinnar fyrir tæplega
hálfum mánuði þar sem kallað var
eftir fólki í stjórn. Áður hafði ver-
ið leitað eftir fólki í stjórn deildar-
innar þar sem núverandi stjórn ætl-
aði ekki að gefa kost á sér áfram. en
lítið var um framboð og því boð-
aði körfuknattleiksdeildin til opins
fundar sem fram fór síðasta föstu-
dagskvöld í bókasafni Grunnskól-
ans í Stykkishólmi. efni fundarins
var að mynda nýja stjórn og nefndir
til að sinna verkefnum deildarinnar
á komandi keppnistímabili.
mjög góð mæting var á fundin-
um í gærkvöldi, fullt hús og einn-
ig var fólk með á fundinum á raf-
rænan hátt. Viðbrögðin voru til
fyrirmyndar því allir fundarmenn
voru sammála um að leggja hönd á
plóg og halda deildinni áfram. Ný
stjórn var mynduð og í framhaldi
voru ýmsar nefndir stofnaðar inn-
an deildarinnar sem hafa ákveðin
verkefni í sínum höndum.
Nýr formaður er Hjördís Páls-
dóttir og varaformenn eru óskar
Hjartarson og óttar Sigurðsson.
Gjaldkeri er Gyða Steinsdóttir og
einnig var sett á laggirnar fjáröfl-
unarnefnd sem Vera Dögg ant-
onsdóttir kemur til með að stýra.
Snæfell spilar í 1. deild kvenna og í
2. deild karla í körfuboltanum í vet-
ur. vaks
Haukar og Njarðvík koma til með
að lyfta stóru dollunni í lok tímabils
næsta vor ef marka má spá félaganna
í Subway deildinni. Úrvalsdeildir
karla og kvenna munu bera nafnið
Subway í vetur en KKÍ og Subway
hafa gert með sér samstarfssamn-
ing fyrir tímabilið 2021-2022. Þeir
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ,
og Sverrir Berg Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri Subway, undirrituðu
samstarfssamning í gær á kynn-
ingarfundi félaganna fyrir upphaf
deildanna sem hefjast í dag hjá kon-
um og á morgun hjá körlum.
Skallagrími spáð falli
Stúlkurnar í Skallagrími fá fallein-
kunn frá félagsliðum sambands-
ins. Þeim er spáð áttunda og neðsta
sætinu í Subway deildinni og þar
með falli. töluverð hreyfing hef-
ur verið á hóp Skallagríms frá síð-
asta tímabili, bæði á leikmönnum
og þjálfurum. Skallagrímur teflir
fram ungu liði í ár en meðalaldur
leikmanna er 20,5 ára og er helm-
ingur hópsins 15 ára. Fyrsti leikur
Skallagríms verður gegn Keflavík í
kvöld kl. 19:15.
Engum Vesturlands-
liðum spáð topp sæti
Lið Snæfells í fyrstu deild kvenna
er ekki spáð góðu gengi í vetur ef
marka má spá félagsliðanna. Ætlað
er að þær endi í níunda sæti í lok
tímabils sem er þó ekki neðsta sæt-
ið. Lið Vestra frá Ísafirði er spáð
neðsta sætinu og Fjölni B því næst
neðsta. Karla megin er Haukum
spáð efsta sætinu í fyrstu deildinni,
en þeir eru nýliðar í deildinni eft-
ir fall úr úrvalsdeild á síðasta tíma-
bili. Þar næst koma Hattarmenn.
Skallagrími er spáð sjötta sætinu í
vetur en það eru Skagamenn sem fá
fallsætið en þeir þáðu boð í fyrstu
deildina sem Reynir Sandgerði lét
frá sér fyrir leiktíðina sem nú er ný-
hafin.
glh
Ný stjórn mynduð hjá Snæfelli
Biðlað til
Skallagrímsfólks
Úrvalsdeildirnar í körfu-
knattleik fá nýtt nafn
Spár félaganna birtar
Danskennsla er hluti af skólastarf-
inu í Grunnskóla Snæfellsbæjar.
Síðustu þrjár vikur hefur Jón Pét-
ur Úlfljótsson danskennari verið í
skólanum tvo daga í viku og kennt
nemendum í 1. til 10. bekk dans.
Kennt var í íþróttahúsinu, í íþrótta-
tímum þar sem það hentaði en ann-
ars á öðrum tímum. Danskennslan
endaði svo á því að allir nemend-
ur skólans dönsuðu saman. Í dans-
kennslu læra nemendur margt fleira
en dans. Þar má nefna félagsfærni,
að taka tillit til annarra, samvinnu
og vera í takti við umhverfið. Nem-
endur stóðu sig vel eins og alltaf í
dansinum og virkilega gaman að sjá
þau eldri dansa og leiðbeina þeim
yngri. Greinilegt að þarna voru
dansarar framtíðarinnar. Þess má
geta að Jón Pétur kenndi dans á
sama tímabili í leikskólum bæjarins
og var fjörið og gleðin ekki minni
þar.
þa
Framkvæmdir við tvo nýja grjót-
garða vestan Gufuskála hófust í
síðustu viku. Það er Grjótverk ehf.
sem sér um verkið og eru þeir að
leggja slóða þangað sem fyrri garð-
urinn byrjar, um er að ræða 55 og 58
metra langa garða með 55 metrum
á milli. einhverjar tafir hafa verið
á að hægt væri að byrja vegna þess
að garðurinn sem Grjótverk gerði
í ólafsvík tók breytingum á verk-
tíma, sem lengdi verkið. eiga þessir
garðar að verja gömlu verbúðirnar
fyrir ágangi sjávar og er verk þetta
unnið í samvinnu við Þjóðgarðs-
vörð og minjavörð Vesturlands.
þa
Grunnskóli Snæfellsbæjar vinn-
ur samkvæmt eineltisáætlun ol-
weusar gegn einelti og andfélags-
legri hegðun. einn liður í áætlunni
er að hafa svokallaða olweusardaga
þar sem nemendur einbeita sér að
einstökum atriðum sem vinna gegn
einelti og samskiptavanda. olweus-
ardagar eru haldnir nú í vikunni
5.-7. október og var ákveðið að
huga sérstaklega að kurteisi, virð-
ingu og samkennd. Þessi þrjú at-
riði eru nauðsynleg til að geta átt í
góðum samskiptum við aðra og því
mikilvægt að minna á þá og ræða.
Samhliða umræðum um þessa þætti
unnu nemendur hjörtu sem verður
svo farið með á hurðarhúna íbúð-
arhúsa í byggðarkjörnum Snæfells-
bæjar, til að vekja athygli bæjarbúa
á verkefninu.
þa
Í lok danskennslunnar dönsuðu nemendur allir saman.
Danskennsla í Snæfellsbæ
Framkvæmdir við grjótgarða vestan Gufuskála hófust í síðustu viku.
Framkvæmdir byrjaðar við Gufuskála
Olweusardagar standa nú yfir í Grunnskóla Snæfellsbæjar.
Olweusardagar í Grunnskóla Snæfellsbæjar