Vesturbæjarblaðið - mar. 2022, Side 6

Vesturbæjarblaðið - mar. 2022, Side 6
6 Vesturbæjarblaðið MARS 2022 Ný hverfastöð borgarinnar við Fiskislóð 37c hefur hlotið hönnunarvottun samkvæmt alþjóðlega viðurkennda vottunarkerfinu BREEAM. Hönnunarvottunin er staðfesting á því að hönnun byggingarinnar uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru í BREEAM vottunarkerfinu um vistvæna hönnun. Hlaut byggingin einkunnina „Very Good“ eða 65,5%. Þar með eru uppfylltar þær kröfur sem gerðar eru um vistvæn mannvirki í Græna planinu hjá Reykjavíkurborg og fellur fjárfestingin því undir fjármögnun með grænum skuldabréfum. Nú er unnið að því að ljúka fullnaðarvottun byggingarinnar. Hverfastöðin Fiskislóð hlýtur BREEAM hönnunarvottun Hverfastöðin við Fiskislóð. Gamla Osta- og smjörsalan verður íbúðabyggð Lagt hefur verið fram erindi frá afgreiðslufundi byggingar­ fulltrúa frá 8. mars 2022 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja fjölbýlishús á þremur hæðum auk kjallara fyrir alls 41 íbúð, á lóð nr. 54 við Snorrabraut sem er gamla Osta og smjör­ salan. Það er félagið Snorra­ braut 54 fjölbýlishús sem óskar eftir byggingarleyfi. Húsið var reist 1929, hannað og teiknað af Einari Erlendssyni húsameistari sem á starfsævi sinni teiknaði mörg þekkt hús í borginni, til dæmis Þingholts­ stræti 29 sem hýsti Borgar­ bókasafnið, Fríkirkjuveg 11 og hús Hjálpræðishersins í miðborginni. Lengi var starf­ semi tengd mjólkurvinnslu i húsinu eins og nafnið bendir til. Ýmis starfsemi gefur verið í húsinu á umliðnum árum eða frá því mjólkurvinnsla var flutt burt. Má þar nefnd að Bylgjan fyrsta einknarekna útvarpsstöðin hóf starfsemi sína þar. Þar hóf morgunútvarp Sigurðar G. Tómassonar og Reykjavík síð­ degis Hallgríms Thorsteinssonar göngur sínar. Útvarpsþættir sem nutu mikillar athygli og vinsælda enda um margt ólíkir því sen fólk átti að venjast í íslensku útvarpi. Þarna hafði flugfélagið Arnarflug aðstöðu um tíma Einnig kynning­ arfyrirtæki OZ og Söngskólinn. Húsnæðið hefur lítið verið notað að undanförnu enda staðið til að efna til íbúðabygginga á svæðinu enda stór lóð að baki gömlu Osta og smjörsölunnar. Gamla Osta- og smjörsalan við Snorrabraut. Haldið áfram við Tryggvagötu Framkvæmdir eru hafnar á ný við Tryggvagötu en nú er komið að gatnamótum Grófarinnar að fá nýtt og fallegt yfirbragð. Um er að ræða þriðja og síðasta verkáfangann í endurgerð Tryggvagötu þar sem endurnýja á lagnir ásamt jarðvegsskiptum og endurnýjun yfirborðs. Þessar framkvæmdir eru hluti af því að gera borgina betri, mann­ vænni, fallegri og aðgengilegri fyrir virka ferðamáta. Framkvæmdasvæðið takmarkast við Grófina sem heild, við gatnamót Vesturgötu og Tryggvagötu. Með því verður Tryggvagata tímabundið að botngötu bæði með aðkomu frá Geirsgötu og frá Kalkofnsvegi. Áhersla er lögð á greitt að gengi gangandi og hjólandi sem verður tryggt með hjáleiðum sem verða vel merktar. Tvö stæði fyrir hreyfi­ hamlaða flytjast til vegna framkvæmdanna og verða fyrir aftan Listasafn Reykjavíkur. Einnig eru þrjú stæði fyrir hreyfi­ hamlaða þar sem framkvæmdum er lokið í Tryggvagötu. Áætlað er að framkvæmdum í Grófinni ljúki fyrripart sumars. Hafnarhúsið við Tryggvagötu aðsetur Listasafns Reykjavíkur. BÓKIN HEIM HEIMSENDING BORGARBÓKASAFNSINS Þjónusta ætluð öldruðum og öðrum sem vegna veikinda eða annarra ástæðna, til dæmis félagslegra, eiga ekki heimangengt á bókasafnið. Persónuleg þjónusta sniðin að þörfum hvers og eins. Sendið tölvupóst eða hringið 411 6100 borgarbokasafn@reykjavik.is borgarbokasafn.is BB S 2 0 2 2 匀欀漀爀爀椀 攀栀昀 ∠ 䈀氀搀猀栀昀椀 ㄀㈀ ∠ ㄀㄀  刀瘀欀 ∠ 㔀㜀㜀ⴀ㄀㔀㄀㔀 ∠ 眀眀眀⸀猀欀漀爀爀椀⸀椀猀

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.