Vesturbæjarblaðið - Mar 2022, Page 13

Vesturbæjarblaðið - Mar 2022, Page 13
Yngri börn komast nú inn í leikskóla borgarinnar. Síðastliðið haust fengu öll börn sem náð höfðu 18 mánaða aldri boð í leik- skóla í Reykjavík þar sem áður var miðað við 24 mánaða aldur. Í haust verður byrjað að taka á móti 12 mánaða börnum í leikskóla borgarinnar. Yfir 800 ný leik- skólarými verða tekin í notkun á þessu ári í borginni. Yfir 90 prósent barna í borginni komast í leikskóla í sínu hverfi. Þetta er afrakstur kraftmikillar uppbyggingar á leikskólum í Reykjavík sem var samþykkt í árslok 2018 af Samfylkingunni og samstarfsflokkum í borgarstjórn, samkvæmt áætluninni Brúum bilið. Vegna barnafjölgunar er framundan mikil uppbygging leikskóla í hverfinu og borginni allri. Gullborg, Hagaborg og Sæborg stækka Í janúar síðastliðnum lauk fram- kvæmdum við leikskólann Gullborg við Rekagranda sem getur þá tekið á móti 27 börnum til viðbótar. Leikskólinn Hagaborg, í nábýli við Melaskóla og Hagaskóla, mun sömuleiðis stækka með tveimur nýjum leikskóladeildum sem munu nýtast rúmlega 30 börnum. Stefnt er að opnun þessara deilda strax í haust. Þá er ráðgert að stækka leikskólann Sæborg við Starhaga með viðbyggingu sem mun rúma um 48 börn til viðbótar. Sæborg er staðsettur á fallegri lóð við sjávar- síðuna og þar verður reist viðbygg- ing sem verður tilbúin til notkunar innan þriggja ára. Ævintýraborg opnar við Eggertsgötu Nýr leikskóli opnaði þann 1. mars á horni Eggertsgötu og Njarðargötu sem er hluti af þeirri lausn sem kallast Ævintýraborgir. Þar verður hægt að bjóða 85 börn velkomin í áföngum og mæta brýnni þörf fyrir leikskólarými í hverfinu. Ævintýraborg við Eggertsgötu brúar bilið þar til nýr og veglegur leikskóli opnar í Skerjafirði um eða upp úr miðjum áratug. Mikil íbúafjölgun í Reykjavík Íbúum Reykjavíkur hefur fjölgað um 10 þúsund frá 2017. Þá hefur orðið mikil fjölgun fæðinga undan- farin 2 ár, sem gerir það að verkum að þörfin fyrir ný leikskólapláss verður enn meiri en áður var talið. Við bregðumst við þessari þróun með því að fjölga plássum tvöfalt meira en áformað var 2018. Framundan er mesta uppbygging sem sést hefur í leikskólamálum á þessari öld og er stefnan að rúmlega 800 ný leikskólarými verði tekin í notkun í borginni á þessu ári. Þar með verður hægt að byrja að taka á móti 12 mánaða börnum í haust, þ.e. börnum sem verða 12 mánaða og eldri í byrjun september. Inntökualdur barna yfir vetrarmánuðina verður áfram hærri að meðaltali en fer þó hratt lækkandi á komandi árum með fjölgun plássa. Alls fjölgar plássum um 1680 á næstu 4 árum. Arfleifð Reykjavíkurlistans Sjálfstæðisflokkurinn byggði upp leikskólakerfi í Reykjavík á 60 ára valdatíð sinni sem einkenndist af skorti og mismunun gagnvart foreldrum. Foreldrar í sambúð gátu ekki fengið leikskólapláss nema hálfan daginn og mörg börn komust aldrei í leikskóla, þar á meðal undirritaður! Með tilkomu Reykjavíkurlistans undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra varð leik- skóli að heils- dagsúrræði fyrir flest börn og með lögum frá 2008 var staðfest að leikskólinn væri mennta- stofnun, fyrsta skólastigið í íslensku menntakerfi. Nú er svo komið að tæp 90 prósent 1 til 5 ára barna ganga í leikskóla og yfir 90 prósent barna í Reykjavík njóta þess að sækja leikskóla í sínu borgarhverfi. Mikil uppbygging um alla borg Samfylkingin hefur leitt vinnu við að fjölga leikskólaplássum með samstarfsflokkum í borgarstjórn, til að geta boðið yngri börnum í leikskóla. Sem dæmi höfum við opnað rúmlega 30 ungbarnadeildir, bara á þessu kjörtímabili, þar sem boðin eru velkomin börn allt niður í 15 mánaða og jafnvel yngri. Á þessu ári stefnir í að leikskólum fjölgi um 8 í Reykjavík, með 4 Ævintýraborgum með alls 345 plássum, nýjum ungbarnaleikskóla við Bríetartún og nýjum leikskólum við Kleppsveg, Safamýri og Ármúla. Þá verður fjölgað leikskóladeildum við að minnsta kosti fimm leikskóla víðs vegar um borgina, svo sem í Grafarvogi og Breiðholti og ekki síst í Vesturbæ eins og áður segir. Lægstu leikskólagjöldin meðal stærstu sveitarfélaganna Loks hefur verið sérstakt metnaðarmál Samfylkingarinnar og samstarfsflokka í meirihlutanum að bjóða upp á lág leikskólagjöld og því eru almenn leikskólagjöld þau lægstu í Reykjavík af 15 stærstu sveitarfélögum landsins. Því til viðbótar hafa systkina- afslættir hækkað verulega og fóru árið 2021 upp í 100 prósent afslátt af leikskólagjöldum frá og með öðru barni. Betri starfsaðstæður í leikskólum Reykjavíkurborg hefur einnig fjárfest ríkulega í bættum starfs- aðstæðum leikskólakennara og annars starfsfólks leikskóla borgar- innar og varið til þess rúmlega 4 milljörðum króna á kjörtímabilinu. Við höfum fjölgað starfsfólki á elstu deildum, fækkað börnum á hvern starfsmann, aukið undirbúnings- tíma og fjármagn til faglegs starfs, þrefaldað fjármagn í viðhald húsnæðis og svo framvegis. Það á sinn þátt í því að starfsánægja hefur vaxið samkvæmt viðhorfs- könnunum, þó álag hafi vissulega aukist undanfarin misseri, ekki síst vegna afleiðinga COVID- faraldursins. Ráðningarmálin eru krefjandi verkefni en við höfum aukið stuðning við stjórnendur til að létta róðurinn í þeim efnum og hafa verður í huga að starfsfólki leikskóla hefur fjölgað verulega á kjörtímabilinu eða um 350 stöðu- gildi. Við munum halda áfram að bæta starfsaðstæður í leikskólum borgarinnar og leggja þar með okkar að mörkum við að fjölga leikskólakennurum, sem er eitt stærsta hagsmunamál leikskólanna um þessar mundir. Skúli Helgason er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og gallharður Vesturbæingur. 13VesturbæjarblaðiðMARS 2022 Skúli Helgason. Yngri börn komast í leikskóla í Vesturbæ - Nýr leikskóli við Eggertsgötu og þrír leikskólar í hverfinu stækka Afgreiðslutími: Mán: 11-16 Þri-fös: 11-18 Lau: 11-16 ÓÐINSGÖTU 1, REYKJAVÍK systrasamlagid.is @systrasamlagid Sími: 511 6367 TÍMAMÓT Kristalsvatnsflöskur með mánaðarsteini Inu drykkjarflöskurnar má opna og bæta við sínum eigin kristal. Mánðarsteinn fylgir með hverri flösku. Einstök ítölsk kerti Gefðu veislunni annan blæ og veldu þessi ómótstæðilegu kerti. Jógadýnan sem jógakennarinn velur Manduka PRO 6mm er af flestum viðurkennd sem besta fjárfestingin. Hún fylgir þér að eilífu. Frábær gjöf. Jafnvel fermingargjöf. Mandöluhálsmen Eru einstök gjöf fyrir fermingarfólk, þig og aðra. Falleg orð eru besta veganestið út í lífið. Skírdagur Fermingarmessa klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson og séra Elínborg Sturludóttir. Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. Messa kl. 20.00. Séra Elínborg Sturludóttir og séra Sveinn Valgeirsson. Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. Getsemanestund, andakt meðan altari er afskrýtt. Föstudagurinn langi Guðþjónusta kl. 11.00. séra Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. Páskadagur Hátíðarmessa kl. 8.00. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og dómkirkjuprestar þjóna fyrir altari. Dómkórinn og Kári Þormar. Hátíðarmessa kl. 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórinn og Kári Þormar. Annar í páskum Prestsvígsla kl. 11.00. Biskup íslands Agnes M. Sigurðardóttir vígir og séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórinn og Kári Þormar dómorganisti. Dómkirkjan um páskana   Minnum á síðdegistónleika, tíðasöng, örpílagrímagöngur og kyrrðarstundir. Sjá nánar á fésbókinni og domkirkjan.is Gleðilega páska!

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.