Vesturbæjarblaðið - mar. 2022, Síða 15

Vesturbæjarblaðið - mar. 2022, Síða 15
15VesturbæjarblaðiðMARS 2022 BÍLAVIÐGERÐIR GRANDA FISKISLÓÐ 83 - 101 REYKJAVÍK S: 562 5999 S: 669 5999 Alvotech og knattspyrnudeild KR hafa skrifað undir samstarfs- samning til næstu fjögurra ára. Samningurinn nær til allra knattspyrnuflokka KR og felur í sér ýmiss konar samstarf og viðburði. Það voru Jóhann Jóhannsson og Árni Harðarson sem mættu fyrir hönd Alvotech, auk Páls Kristjánssonar, formanns knatt- spyrnudeildar KR og undirrituðu samninginn í KR heimilinu í Frost- askjóli á dögunum. Það er mikilvægt fyrir félag eins og KR að hafa öfluga bakhjarla til að styðja við bakið á starfsemi félagsins. Alvotech tók við af Alvogen sem styrktaraðili árið 2021 en Alvogen hafði styrkt félagið frá 2014 svo um er að ræða framhald af margra ára sam- starfi félaganna við KR. “Stuðningur við íþróttastarf fellur einstaklega vel að hlut- verki Alvotech sem er að bæta lífsgæði fólks. Það er okkur sérstaklega ánægjulegt að styðja með þessum hætti við nærsam- félag okkar í Vesturbænum.” Sagði Jóhann Jóhannsson við undirritun samningsins. KR og Alvotech undirrita 4 ára samning Gómsæti í göngufæri Geirsgata 1 • Sími 511 1888 Fjöldi fólks mætti og tók þátt í þorrablóti KR. Guðmundur Benediktsson var veislustjóri sem hófst með fordrykk klukkan 19. Hópurinn KR konur stóð að viðburðinum og allur ágóði af kvöldinu rennur til yngri flokka starfs KR. Ýmislegt var t i l skemmtunar. Snjólaug Lúðvíksdóttir var með uppistand og Bartónar og kór Kaffibarsins söng. Síðar um kvöldið stigu strákarnir í Björtum sveiflum á svið og léku fyrir dansi til um kl. eitt un nóttina. Selma Björnsdóttir tók nokkra slagara með strákabandinu og stemmningin var góð. Greinilega var kominn tími til að skemmta sér eftir langvarandi samkomubann. Fjöldi fólks á þorrablóti KR Fjöldi fólks mætti á þorrablót KR og gleðin var við völd. Mynd. Erling Ó. Aðalsteinsson. Forráðamenn Alvotech og knattspyrnudeildar KR. Vorið er komið í Blómagallerí. Mikið úrval af fallegum blómum fyrir fermingarnar, páskana og hin ýmsu tilefni.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.