Feykir


Feykir - 06.01.2021, Side 7

Feykir - 06.01.2021, Side 7
Hvað er sérstakt við mynda- safn Héraðsskjalasafns Skag- firðinga? „Héraðsskjalasafnið varðveitir feiknarstórt safn ljósmynda, sem er eðli málsins samkvæmt stærsta safn skag- firskra ljósmynda sem til er. Hluti af myndasafninu hefur verið skannaður og er aðgengi- legur á atom.skagafjordur.is. Heppilegast er að fara gegnum nýju heimasíðuna, https:// heradsskjalasafn.skagafjordur. is/. Þar eru komnir tenglar á helstu söfnin. Síðan er til gríðarlegt magn mynda sem er ýmist verið að skrá eða eru alveg óskráðar. Við munum til dæmis bráðlega birta ljós- myndir Feykis en við erum að yfirfara skráninguna. Þá erum við byrjuð að vinna með ljósmyndasafn Stefáns Pedersen en það mun taka nokkur misseri að fara yfir það mikla safn. Ekki eru allar ljósmyndirnar aðgengilegar á netinu svo það er um að gera að hafa samband ef ekki finnst það sem leitað er eftir, með tölvupósti, heimsókn eða símtali.“ Á heimasíðu Héraðsskjalasafns Skagfirðinga hafa nýlega verið að poppa upp svokölluð hlað- vörp, eins konar útvarpsþættir sem hægt er að hlusta á á netinu. Hver eru efnistökin? „Efnistökin í hlaðvarpinu verða vonandi mjög fjölbreytt. Við reynum að tengja alla þættina sögu Skagafjarðar og í flestum tilfellum gögnum sem eru til í safninu. Blöndum saman viðtölum, upplestri og spjalli. Það má kannski segja að Sagnaslóð Jóns Ormars sem var á dagskrá RÚV í mörg ár og Vera Illuga séu okkar fyrirmyndir. Við teygjum okkur að vísu ekki mikið út fyrir héraðið en reynum að brydda upp á fjölbreyttu og skemmtilegu efni. Fyrstu þættirnir fjalla um flakkara og förumenn, sem voru mikið á ferð um landið á 19. öldinni og fram á síðustu öld. Sölvi Helgason fær sérstakan sess en 16. ágúst sl. voru liðin 200 ár frá fæðingu hans. Sölvi var stórmerkilegur karakter og margslunginn, enda fór það svo að til urðu þrír þættir sem hver um sig er um klukkutími. Síðan eru heilmargar hugmyndir að efni sem á eftir að vinna úr og rata vonandi á heimasíðuna sem fyrst. Liggur mikil vinna á bak við þáttagerðina? „Bak við þátta- gerðina liggur mikil en stór- skemmtileg vinna. Fyrst er að velja úr ótal hugmyndum, síðan að afla heimilda. Ég hef notað prentaðar heimildir til að fá yfirsýn yfir efnið, en síðan reynt að vinna sem mest úr skjölum í safninu og viðtölum. Handritsgerðin er tímafrekust og ekki síst fyrir það að af nógu er að taka. Þá er að fara vel að góðu fólki í kringum okkur og véla það í upplestur og viðtöl. Þar hafa vinnufélagar við næstu skrifborð reynst vel. Við erum með einfaldan en góðan tækjabúnað sem hægt er að nota innanhúss sem utan.“ Stína segir að upptökurnar séu í sjálfu sér ekki flóknar ef undirbúningur er góður. Klippivinnan sé handavinna sem komist fljótt upp í vana. „Lokapunkturinn er svo að koma efninu inn á svokallaðar hlaðvarpsveitur, búa til huggulegt myndefni (grafík) og koma efninu á framfæri. Við höfum grínast með það að innan skamms verði allir skokkarar landsins, bændur sem eru að keyra heim rúllur og aðrir dyggir hlaðvarpshlustendur komnir með okkur í eyrun,“ segir Stína að lokum. Hvað er hlaðvarp? Ef flett er upp í Wikipediu þá er hlaðvarp útvarps- eða sjónvarpsþáttaröð sem gefin er út á netinu. Hlaðvarp hefur oft svipaða uppbyggingu og útvarpsþættir en er ekki sent út í beinni. Þess í stað hleður hlustandi þeim niður og spilar í síma eða tölvu. Hlaðvarp er svipað streymimiðlun en munurinn er sá að hlaðvarpsforrit notandans sækir sjálfkrafa nýja þætti. Hlaðvarp er vanalega gefið út sem hljóðskrár eða myndbandsskrár. Feykir tekur enga ábyrgð á þessari skilgreiningu fröken Wikipediu. Hlaðvörpin eru af öllum gerðum og lengdum og efnistökin óendanleg. Alls konar rabbþættir eins og til dæmis þættir Sölva Tryggvasonar, margir svala fótboltafíkn sinni með því að hlusta á hlaðvarpið Dr. Football og svo mætti lengi telja. Nú er rifist um það hér á Fróni hvort hlaðvarpsþættir séu fjölmiðlar eða eins konar netblogg. Sólborg Una og Kristín Sigurrós undirbúa myndatöku á gamallri mynd. Eftir breytingar á Safnahúsi Skagfirðinga hefur aðstaðan tekið stakkaskiptum. Nú um áramótin lét Kári Gunnarsson frá Flatatungu af störfum hjá Byggðasögu Skagafjarðar eftir gríðar- mikið framlag til þessa mikla ritverks. Fyrir réttum þrettán árum var Kári ráðinn að hlið Hjalta Pálssonar ritstjóra til vinnu við ritun Byggðasögunnar, utanumhalds við prentun, sölu og dreifingu bókanna og fjömargra annarra verk- efna sem til falla við svo umfangsmikið og flókið verk. Hefur þar nýst vel áhugi Kára á þjóðlegum fróðleik og lagni hans við söfnun upplýsinga hjá þeim sem „gott kveða“ ásamt mikill næmni á umhverfi og náttúru. Dylst engum sem til þekkir það þrekvirki sem Byggðasagan er og ómetanleg heimild um búhætti, sögu og menningu Skagafjarðar um aldir enda hefur verkið verið rúma tvo áratugi í vinnslu og lýkur með útgáfu tíunda og síðasta bindis nú á haustdögum. Við starfslok Kára afhenti Bjarni Maronsson, formaður stjórnar Byggðasögunnar, honum áritaða bók frá útgáfu- stjórninni sem þakklætisvott fyrir framúrskarandi framlag við varðveislu skagfirskarar menningar, frumkvæði og far- sæld í störfum. /GUNNAR RÖGNV. Byggðasaga Skagafjarðar Hlutverki Kára lokið Bjarni Maronsson afhendir Kára Gunnarssyni þakklætisvott fyrir unnin störf. AÐSEND MYND Jóhann Magnússon, knapi í Hestamannafélaginu Þyt, hefur verið kjörinn Íþrótta- maður Ungmennasambands Vestur Húnvetninga 2020. Í frétt á vef USVH segir að Jóhann hafi náð góðum árangri í keppnum árið 2020 Hann er í liði í Meistara- deildinni og þess má geta að í sumar keppti hann í mótaröðinni Skeiðleikar, þar sem fljótustu skeiðhestar landsins etja kappi. Jóhann var tilnefndur sem skeiðknapi ársins af Lands- sambandi hestamannafélaga. Í öðru sæti í valinu varð Helga Una Björnsdóttir, hestaíþróttakona, en í þriðja sæti hafnaði Dagbjört Dögg Karlsdóttir, körfuknattleiks- kona. /ÓAB Ungmennasamband Vestur Húnvetninga Jóhann kjörinn Íþróttamaður USVH Jóhann Magnússon kampakátur með heiðurinn. MYND AF VEF USVH 01/2021 7

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.