Feykir


Feykir - 27.01.2021, Side 2

Feykir - 27.01.2021, Side 2
Húnahornið segir frá því að lesendur miðilsins hafi valið Valdimar Guðmannsson sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2020. Valdimar hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir kirkjugarðinn á Blönduósi og verið jákvæður og hvetjandi á margan hátt fyrir samfélag sitt. Hann hefur meðal annars staðið fyrir vinsælum kótelettukvöldum á Blönduósi, stutt samfélagsverkefni á svæðinu og verið óþreytandi að tala jákvætt um allt sem húnvetnskt er. Í tilnefningum um Valdimar sagði m.a.: „Hann er ótrúlega duglegur að tala bæinn Blönduós upp, skapa ný og skemmtileg verkefni, minna íbúa á gæði bæjarins og þess að búa þar. Hvetja til nýrra og góðra verka. Sér tækifæri í öllu og hikar ekki við að benda á þau. Hann er bara frábær fyrirmynd og hverju samfélagi nauð- synlegur. Að tala lítið samfélag upp er ofsalega hvetjandi og skapar jákvæðni meðal íbúa.“ „Valli hefur unnið frábært starf, ásamt öðrum, við að laga og fegra kirkjugarðinn okkar. Og svo er hann svo jákvæður og óþreytandi við að tala upp sveitarfélagið okkar.“ „Fyrir óeigingjarnt starf fyrir samfélagið á Blönduósi. Maður sem er tilbúinn að leggja allt á sig hvort sem það tengist félagsstörfum, kótilettukvöldi eða kirkjugarðinum sem margir tala um sem fallegasta og snyrtilegasta kirkjugarð landsins.“ Í frétt Húnahornsins segir að undir eðlilegum kringumstæðum hefði verið tilkynnt um niðurstöðuna í valinu á Blöndublóti – þorrablóti Blönduósinga á laugardagskvöld en vegna kórónuveirufaraldursins var ekkert þorrablót haldið. Valdimar fær þess í stað heimsókn frá Húnahornsmönnum sem afhenda honum viðurkenningarskjöld til staðfestingar valinu og gjöf frá Húnahorninu, líkt og venja er. Fjölmargir aðrir fengu verðskuldaða tilnefn- ingu en langflestar féllu þær Valdimar í skaut. Má þar nefna að í öðru sæti í valinu var Jóhannes Torfason, framkvæmdastjóri Ámundakinnar, og í þriðja sæti hjónin Björn Þór Kristjánsson og Sandra Kaubriene sem eiga og reka veitingastaðinn B&S Restaurant. /ÓAB Undanfarnar vikur höfum við verið minnt á ótrúleg kraftaverk vísindanna á einn og annan hátt. Þróun bóluefnis gegn COVID-19 á undraskömmum tíma er sannkallað afrek, þrátt fyrir tafir og vandræðagang í kringum afgreiðslu þess. Það eru alltaf bjartar hliðar á öllum málum og ágætt að fréttamenn geti haft um eitthvað að spyrja á hinum daglegu upplýsinga- fundum. Bóluefni er eitthvað sem okkur þykir sjálfsagt að sé til en í raun er ekki svo ýkja langt síðan það var fundið upp, eða um miðja 19. öld þegar farið var að þróa þess háttar lyf til að fyrirbyggja sjúkdóma. Síðan hefur tekist að útrýma eða halda fjölda sjúkdóma í skefjum með þessari aðferð sem er í raun svo ofureinföld, það er að segja, þegar búið er að finna upp viðeigandi efni gegn tilteknum sjúkdómi. Annað stórvirki sem mér er ofarlega í huga er ágræðsla tveggja handleggja á hinn ótrúlega Guðmund Felix Grétarsson, 23 árum eftir að hann missti báða handleggina í vinnuslysi. Aðgerðin er sögð sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum og er mikið læknisfræðilegt afrek. Þarna er um að ræða handleggi af öðrum manni en eftir því sem ég kemst næst var það árið 1962 sem heill útlimur var græddur á í fyrsta skiptið en þá var um að ræða eigin útlim þess sem hann missti. Til viðbótar við afrek læknavísindanna finnst mér Guðmundur Felix sjálfur vera ótrúlegur. Að maður sem hefur beðið í áratug eftir aðgerð sem engin leið er að segja fyrir um hvort heppnast skuli ekki missa móðinn er ótrúlegt en vafalaust má þakka það hæfileika Guðmundar til að gera að gamni sínu við hinar ýmsu aðstæður. Það er mikilvægur eiginleiki. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Undur vísindanna Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is | Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 615 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 755 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Austur-Húnavatnssýsla Valdimar Guðmannsson maður ársins Valdimar Guðmannsson, maður ársins í A-Hún MYND: PF AFLATÖLUR | Dagana 18. til 24. janúar 2021 á Norðurlandi vestra Drangey með tæp 279 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SAUÐÁRKRÓKUR Drangey SK 2 Botnvarpa 279.063 Málmey SK 1 Botnvarpa 209.268 Múlaberg SI 22 Botnvarpa 91.522 Alls á Sauðárkróki 579.853 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Landbeitt lína 2.660 Viktoría HU 10 Lína 1.200 Alls á Skagaströnd 3.860 Aðeins tveir bátar lögðu upp á Skagaströnd í síðustu viku og var heildaraflinn 3.860 kg. Á Króknum var landað tæpum 580 tonnum og voru aðeins þrjú skip með þennan afla og var Drangey SK 2 aflahæst. Enginn landaði á Hofsósi eða Hvammstanga í síðustu viku og var heildaraflinn á Norðurlandi vestra 583.713 kg. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra efna til spjalls um landbúnað á Facebooksíðu sinni dagana 1. – 5. febrúar næstkom- andi. Samtökin fá til liðs við sig nokkra viðmælendur sem hafa ýmislegt til málanna að leggja hvað landbúnað varðar og eiga við þá hálftíma spjall um landbúnaðarmálin sem eru íbúum Norður- lands vestra svo mikilvæg. Dagskrána má nálgast á heimasíðu SSNV, ssnv.is. Samtalið hefst kl. 11.30 alla dagana og mun standa í 30 mínútur. /FE SSNV Spjallað um landbúnað á Facebook www.skagafjordur.is Álagningu fasteignagjalda 2021 lokið Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lög- aðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitar- félagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum "Mínar síður". Við álagningu nú í janúar er reiknaður afsláttur á fasteignaskatt til bráðabirgða hjá elli- og örorku- lífeyrisþegum og miðað er við tekjur ársins 2019. Þegar álagning 2021 vegna tekna ársins 2020 liggur fyrir í júní/júlí n.k. verður afslátturinn endanlega reiknaður og getur það leitt til inneignar eða skuldar eftir því sem við á. Allar breytingar verða þá kynntar bréflega hverjum og einum. Ekki er þörf á að sækja sérstaklega um þennan afslátt. Nánari upplýsingar um álagninguna og innheimtu eru veittar á heimasíðu sveitarfélagsins, í síma 455 6000 eða í innheimta@skagafjordur.is 2 04/2021

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.