Feykir


Feykir - 01.02.2021, Qupperneq 6

Feykir - 01.02.2021, Qupperneq 6
á Þönglabakka9) var nágranni minn, en Hjalti Gísla10) réri með honum. Oft voru menn tveir saman á trillu og voru til dæmis Toni Þolleifs11) og Steinn Sigvalda12) annað þekkt „par“. Menn voru þreyttir og svangir eftir róðurinn og stundum sagði Sigmundur við mig: „Æ, Steini minn, hlauptu nú heim og biddu Effu13) að færa mér te og smurt.“ Var það auðsótt mál því að ég vissi að Sigmundur myndi launa greiðann með því að senda mig heim með fisk. Aðrir voru einnig gjafmildir, réttu að manni fisk og sögðu kannski, „Hana, farðu með þetta heim til mömmu þinnar.“ Einnig fengu krakkar vinnu við að stokka upp línuna eftir róðurinn. Mest stokkaði ég upp hjá Jóa Eiríks14). Sennilega hefur Silla15) stokkað upp fyrir Sigmund. Mig minnir að þá hafi verið greidd ein króna á stokkinn. Það var ekki lítið og fengust tíu tíuaurastykki fyrir það í Jónubúð, eða kannsi fimm tíuaurastykki og brenni fyrir afganginn. Ýsan var talin góð en einnig rauðsprettan og steinbíturinn, þorskurinn síðri, en lúðan best. Við strákarnir veiddum af bryggjunni á sumrin en það var mest marhnútur og koli og vildu húsmæður ekki sjá þann fisk á sínu heimili og við hræktum upp í marhnútinn og hentum honum aftur í sjóinn með ósk um betri afla. Mér skilst nú að Frakkar veiði marhnút og noti hann í sinn fræga þjóðarrétt „bouillabaisse“. Og fyrir fáum árum, þegar sonarsonur minn kom heim með kola af bryggj- unni í Hofsós, tók ég mig til og hreinsaði hann, krydd- aði og heilsteikti í smjöri á pönnu. Afbragðsmatur. Þannig afsannaðist fyrir mér sú kenning húsmæðra í Hofsós að bryggju- kolinn væri óætur. Lúðuhausarnir lostæti „Af fiskinum er hausinn best- ur,“ sagði pabbi og voru menn almennt sammála um það, en lúðuhausar þóttu sérstakt lostæti. Skýringin á þessu er auðvitað sú að fitan er mest í hausnum og þurfti fólk á henni að halda. Nú til dags er til siðs að taka inn sér til heilsubótar Omega 3 belgi sem keyptir eru dýrum dómum í heilsuvörubúð. Foreldrar okkar vissu ekki hvað Omega 3 var, en sugu beinin í lúðuhausunum af bestu lyst. Seinna á minni ævi, þegar ég starfaði hjá Norræna fjár- festingarbankanum í Helsinki, fór ég alloft til Asíu í viðskipta- erindum, mest til Tokyo og Hongkong, en bæði Japanir og Kínverjar eru miklar fiskveiði- og fiskneysluþjóðir. Einhverju sinni var ég í veislu í Hongkong og var ég þar heiðursgestur vegna ákveðinna viðskipta bankans á verðbréfamarkaðnum þar. Í aðalrétt var ofnbakaður fiskur. Eiginkona gestgjafans skammtaði á diskana og þegar allir höfðu fengið sinn skammt og hausinn einn eftir, ýtti hún fatinu til mín og sagði að í Kína væri það svo að menn teldu að á fiskinum væri hausinn bestur og þar sem ég væri heiðursgesturinn kæmi hausinn í minn hlut. Nokkur eftirvænting var við borðið meðal Kínverjanna sem fylgdust grannt með, en það var víst ekki algengt að erlendir gestir þæðu þetta kostaboð. Ég átti hins vegar ekki í vandræðum með að borða allt af hausnum og sjúga beinin í restina. Var þetta í minnum haft, en álit Kínverjanna á mér jókst mjög við beinsogið og sannaðist þar að gott uppeldi í Hofsós gat orðið manni til framdráttar á hinum alþjóðlega fjármálamarkaði. Dýrasti fiskur í Japan er Fugu. Hann er baneitraður og einungis kokkar með margra ára reynslu og „Fugu-skírteini“ mega matreiða hann. Japanirnir sögðu mér að albest væri ef kokkarnir skildu aðeins eftir af eitrinu í fiskinum og eftir matinn legðu þeir því af stað yfir móðuna miklu, en eitur- skammturinn yrði að vera svo lítill að þeir færu ekki alla leið, heldur kæmu svífandi til baka þegar verkun eitursins dvínaði. Þeir voru ábyggilega að stríða mér þarna, þessir japönsku vinir mínir, en þeir sem kunna að verka svona fisk væru örugglega ekki í vandræðum með að gera gómsætan matrétt úr marhnút. Eins og ég nefndi áðan voru flestir með skepnur, kindur, kýr og hænsni, og var sumarið því einnig heyskapartími. Þetta var áður en kaupfélagið fór að selja mjólk og var hver sjálfum sér næstur með mjólkurafurð- irnar. Því var þorpið umlukið túnblettum á þrjá vegu og hvert heimili með sinn skika. Við vorum með kýr, tvær fyrst en fjölgað var í þrjár með auknum barnafjölda. Túnið okkar var uppi við Móhól ofan við prest- túnið, „suðrogupp“ var það kallað og lá slóði að túninu sunnan við prestbústaðinn. Lóan verpti í Móhólnum og þegar hlé var í heyskapnum voru stundaðar allítarlegar Í upphafi þriðja pistils míns um leiki og tómstundir nefndi ég að við í Hofsós hefðum verið fátækt fólk en nægjusöm og að mestu hamingjusöm. Ingibjörg frá Óslandi1) kom með þá ábendingu að kannski hefði fátækt ekki verið rétt orðaval vegna þess að fátækt ætti í hennar huga við um fólk sem hefði ekki í sig og á, en svo var ekki um okkur í Hofsós á þeim tíma að hennar dómi. Ég er hins vegar ekki sannfærður um að allir, til dæmis foreldrar á barnmörgum heimilum með óvissar tekjur, hafi alltaf gengið södd til hvílu að kveldi. Þetta fékk mig til að leiða hugann að því hvernig fólk fór að því að hafa í sig og á. Það var árviss taktur í lífinu í Hofsós. Á vorin var það rauðmaginn og grásleppan, UMSJÓN Fríða Eyjólfsdóttir Þá er komið að síðasta þætti bernskuminninga Þorsteins Þorsteinssonar sem hann skrásetti og birti á Facebooksíðunni Hofsósingar nær og fjær. Í þessum pistli sem birtist þar 2. febrúar 2018 fjallar Þorsteinn um lífsbaráttu fólksins í þorpinu Hofsósi á þeim árum sem hann var að alast upp, á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. mest sótt þá á prömmum á Rifið2). Rauðmaginn var nýmeti eftir langan vetur, feitur fiskur og þótti herramannsmatur, bæði fiskurinn sjálfur og lifrin. Grásleppan var hert og borðuð síðar. Margir voru með kindur og uppteknir við sauðburðinn á vorin. Einnig voru settar niður kartöflur, en flestir Hofsósingar voru með eigin kartöflugarð, oft með rabarbara í einu horni og má sjá merki eftir þessa garða í bökkunum, eiginlega frá Jónubúð3) og inn undir læknishús. Okkar garður var sunnarlega, fjórði garðurinn sunnan frá að mig minnir. Svo var presturinn með garð neðan við veginn þar sem bílastæðið við sundlaugina er núna og man ég að séra Árni4) var býsna duglegur í kartöfluræktinni. Andi samvinnu og jafnaðar- mennsku ríkti í kartöfluræktinni í Hofsós og stundum fjölmenni við að taka upp á fallegum haustdögum. Þar voru allir jafnir þó að pabbi5) skæri sig aðeins úr, verandi yfirleitt í jakkafötum við niðursetninguna á vorin og upptektina á haustin. „Maðurinn er að stinga upp í sparifötunum,“ sagði einhver krakkinn. Á sumrin réru menn á trillum með línu og voru á færum meðan línan lá í sjó. Einnig voru sumir með kolanet og veiddu rauðsprettu. Farið var eldsnemma á morgnana og komið að landi seinnipart dagsins. Þá var mikið um að vera á bryggjunni við að henda upp aflanum og Þórður Kristjáns6) kom á tíkinni til að draga vagnana með aflanum út á frystihús. Allir tóku svo fisk með sér heim og gáfu með sér. Þannig kom Sveini Jóa7) oft með fisk í soðið til mömmu8). Það gat verið ábatasamt að vera á bryggjunni þegar menn komu að. Sigmundur Hafdísin, trilla þeirra Háaskálabræðra, Braga og Hemma, við gamla kaupfélagið. Hemmi (Hermann Ragnarsson), sem beygði járnkallinn og sagt er frá í síðasta pistli, t.v. og með honum á myndinni er Brói Nílla, Níels Níelsson. Enginn snjór í brekkunni! MYNDIN ER Í EIGU FINNS SIGURBJÖRNSSONAR Þorsteinn Þorsteinsson rifjar upp gamla tíma Til hnífs og skeiðar 6 05/2021

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.