Feykir - 01.02.2021, Side 8
að vera Kotka klósettpappír frá
Finnlandi. Ég komst að því síðar
að kotka þýðir örn á finnsku,
enda var mynd af erni stimpluð
með bláu á rúllurnar sem
Jóni (eða mömmu hans) þótti
þægilegast að nota.
Suður á vertíð
Tíminn frá sláturtíð og fram
að jólum var rólegasti tíminn
í Hofsós. Lítið um að vera
og sagt var að eini dagurinn
þegar einhver sæist á ferli í
bænum væri á föstudögum,
þegar bókasafnið var opið, til
að ná sér í Kapítólu, Guðrúnu
frá Lundi eða Ingibjörgu Sig.
Eftir jólin fóru svo margir á
vertíð á Suðurlandi til að afla
sér tekna og tóku að tínast
suður fljótlega eftir áramótin.
Þannig var einnig með mig
og í janúar 1964 hélt ég suður,
þá 15 ára, búinn að fá vinnu
í Hraðfrystihúsi Keflavíkur.
Margir Hofsósingar voru þá á
vertíð víða á Suðurnesjum. Ég
var í verbúð við frystihúsið og
með mér í herbergi voru Deddi
á Melum37), Matti í Árbakka38)
og Hjörvar frá Giljum39) í Lýdó.
Þetta var lítið herbergi með
tveim kojum og einu borði
og geymdu menn fötin sín í
tösku undir rúminu. Klósett og
vaskur var sameiginlegt frammi
á gangi og mötuneyti niðri.
Ég man nú ekki alveg hvernig
hreinlætismálunum var hagað
að öðru leyti, með þvotta og
svoleiðis, en þegar mamma
vildi að farið væri með rúmföt
til skiptanna sagði Palli40), „En
mamma, þetta er nú bara ein
vertíð,“ en Palli réri þá á báti frá
Grindavík og ekki fór hann með
rúmföt til skiptanna.
Við unnum á frystitækjunum,
ég, Deddi, Matti og Fiddi frá
Hofi41). Það var oft landburður
af fiski á þessari vertíð og mikið
unnið og kappsamlega. Mest
var pakkað af flökum í 5 punda
pakkningar og marningi í 10
punda fyrir Ameríkumarkað,
en við töluðum alltaf um 5 „lifs“
eða 10 „lifs.“ Þetta var alíslenskt
frystihúsaslangur sem kom
af skammstöfuninni lbs (sem
dregið er af latneska orðinu
libra sem þýðir vog). Við náðum
fljótt góðri tækni við að slá úr
pönnunum og góðum hraða
við bindivélarnar og við að
henda kössunum upp í stæður
í frystiklefanum. „Það er nóg
að gera þó kaupið sé lágt,“ sagði
Matti og hló. Matti átti nokkra
góða. Ef bið var eftir matnum
í mötueytinu sagði Matti:
„Það er frítt fæði og ekkert að
éta.“ Konurnar í salnum voru
í bónus og vagnarnir með
fullum pönnunum bárust fram
í stríðum straumum. Rósa
Gunnars42), mamma Dedda, var
í salnum, alveg sérstaklega rösk
kona, og var hennar borð alltaf
efst í bónusnum. Í frystihúsinu
var hátalarakerfi sem tengt var
við útvarpið í kompunni hjá
Kalla verkstjóra og var hann
alltaf með stillt á Kanann.
Einhverju sinni leit Siggi á
Hofi43) við hjá okkur, leggur
við hlustirnar og spyr hvort við
könnumst við tónlistina sem
verið var að leika í útvarpinu.
Nei, við gerðum það ekki. „Þetta
er ný hljómsveit frá Bretlandi
sem heitir The Beatles,“ segir
Siggi, en lagið var „I Want to
Hold Your Hand.“ Þannig veit
ég upp á hár hvenær og hvar ég
var þegar ég heyrði fyrst Bítlalag
svo að ég vissi til. Í tækjasalnum
í Hraðfrystihúsi Keflavíkur
5. febrúar 1964, en ég sé að
lagið var þá nýkomið á topp
vinsældalistans í Bandríkjunum
og mikið spilað á Kananum.
Þrátt fyrir mikla vinnu var
einstaka sinnum frí á sunnu-
dögum. Þá fórum við stundum
í kaffi til Guðlaugar og Sveins
frá Grundarlandi44) sem þá voru
flutt til Keflavíkur, en Rósa bjó,
held ég, hjá foreldrum sínum.
Oft hefur maður nú borðað
mikið af pönnukökum, en aldrei
held ég eins og þennan vetur hjá
Guðlaugu sem setti kúmen út
í kaffið til tilbreytingar. Þá átti
Matti systur í Sandgerði sem
kaffi var stundum drukkið hjá.
Einnig var stundum farið í bíó.
Þá voru tvö bíóhús í Keflavík
en ég fór helst í Keflavíkurbíó
því þar vísaði Júlía til sætis,
íturvaxin 16 ára snót með falleg
augu. Hún var þó ekki mikið
gefin fyrir saklausa sveitadrengi
að norðan. Aðeins einu sinni
Feðgarnir Einar Jóhanns og Jói Eiríks ásamt mínum gamla félaga, Villa Geirmundar,
með góðan afla. Bátur þeirra feðga, Haraldur Ólafsson, við bryggju.
MYNDIN ER Í EIGU FINNS SIGURBJÖRNSSONAR.
fór ég á ball í Krossinn en á
ekki fallegar minningar þaðan,
þó að Hljómar væru farnir
að spila Bítlalögin. Einhver
rökkurstemning með drykkju-
látum, en enginn bauð upp á
eyjarnar á Skagafirði. Ég stofn-
aði reikning hjá Sparisjóði
Keflavíkur og lagði inn á hverjum
föstudegi. Þar myndaðist sjóður
sem kostaði framhaldsnám
mitt næstu tvö árin og tæmdist
ekki fyrir en vorið 1966 þegar
skólaferðalagið stóð fyrir dyr-
um, en ég sló þá minn fyrsta
víxil, 15.000 kr í sparisjóðnum
heima hjá hérna, hérna, Pétri í
Glæsibæ45). Deddi var ákveðinn
í að nota sína peninga til að
kaupa bíl og í vertíðarlok birtist
græni „voffinn“ K-620, sem
síðar fór með okkur í margar
ævintýraferðir.
Þó að þessi minning sé
um okkur Dedda og Matta á
vertíðinni í Keflavík er þetta
líka hugsað sem óbein lýsing
á ferðum annarra Hofsósinga
á vetrarvertíðina, hvort sem
þeir fóru til Vestmannaeyja,
Grindavíkur, Sandgerðis eða
í Garðinn eða Keflavík eða
hvort þeir voru í móttöku
og aðgerð, á flökunarvélum,
roðflettingarvélum eða frysti-
tækjum eða þá hvort þeir
voru í saltfiskvinnslu eða á
vertíðarbátum. Við vorum það
sem nú er kallað farandverka-
menn. En þegar voraði héldu
menn norður og fóru að huga
að bátum sínum og dytta að
veiðarfærum og kaupfélagið
búið að kaupa inn málninguna,
hvíta og græna (og smá rautt
fyrir Sveina). Og það var ekki
seinna vænna að hafa allt til-
búið, því rauðmaginn var
genginn á Rifið og ekki eftir
neinu að bíða.
- - - - -
Skýringar:
1) Ingibjörg Kristín Jónsdóttir f. 1958,
aðstoðarprófessor við Högskulen på Vest-
landet, Bergen, Noregi.
2) Rifið, klettarani í sjónum framundan
Hofsós þar sem rauðmaginn gekk inn á
vorin.
3) Jónubúð, verslun í eigu Jónínu Hermanns-
dóttur í húsinu Hlíð sem stóð ofan við
Braut í Sneiðingnum. Hlíð er nú horfin.
4) Séra Árni Sigurðsson (1927-2020) Sóknar-
prestur í Hofsós 1955-1962.
5) Þorsteinn Hjálmarsson (1913-1981), sím-
stöðvarstjóri í Hofsós.
6) Þórður Kristjánsson (1926-1988), lengi
verkstjóri við Hraðfrystihúsið Hofsósi.
7) Sigurbergur Sveinn Jóhannsson, (1914-
1972), sjómaður og útgerðarmaður í
Hofsós. Sveinn var að mestu alinn upp í
Ártúni af Halldóru hálfsystur sinni, ömmu
greinarhöfundar.
8) Pála Pálsdóttir (1912-1993), kennari í
Hofsós.
9) Sigmundur Baldvinsson (1900-1983),
sjómaður. Bjó á Þönglabakka og síðar
í Hofsós. Þönglabakki stóð neðan við
Þönglaskála þar sem jörðin Vogar er nú og
voru Sigmundur og fjölskylda hans síðustu
ábúendur þar.
10) Hjalti Gíslason (1930-2011), lengst af sjó-
maður í Hofsós.
11) Þorleifur Anton Þorleifsson (1901-1970),
frá Hvammkoti, sjómaður í Hofsós.
12) Steinn Sigvaldason (1894-1969), fæddur á
Dæli í Fljótum en bjó um tíma á Sviðningi
í Kolbeinsdal, sjómaður í Hofsós.
13) Efemía Jónsdóttir (1904-1976) frá Mann-
skaðahóli. Kona Sigmundar á Þöngla-
bakka.
14) Jóhann Eiríksson (1901-1982). Sjómaður
og útgerðarmaður. Rak verslun og olíu-
afgreiðslu Shell við Suðurbraut í Hofsós.
15) Sigurbjörg Marín Baldvinsdóttir (1888-
1967), Silla á Þönglabakka systir áður-
nefnds Sigmundar. Var til heimilis hjá
honum. Grein um Sillu er að finna í
Skagfirðingabók 32.
16) Pétur Andreas Tavsen (1919-1990), vél-
stjóri, fæddur á Eiði í Færeyjum, bjó í
Hofsós.
17) Húsið við Suðurbraut 19 þar sem fjölskylda
greinarhöfundar bjó.
18) Gunnar Gunnarsson (1896-1979), bjó á
Bakka í Hofsós þar sem Kárastígur endar.
19) Dagbjartur Lárusson (1886-1956), verka-
maður í Hofsós. Áður bóndi í Skemmu,
einum af Kotabæjunum við Höfðavatn.
20) Vernharð Helgi Sigmundsson (1921-2007),
vörubílstjóri, bjó í Árbakka í Hofsós.
21) Gunnar Geir Gunnarsson (1927-2016),
vörubílstjóri, sonur Gunnars og Pálínu á
Bakkanum. Síðast búsettur í Reykjavík.
22) Páll Halldór Sveinsson, f. 1927, bílstjóri,
flutti með foreldrum sínum, Guðlaugu og
Sveini frá Grundarlandi, til Keflavíkur.
23) Páll Árnason (1879-1965), bóndi í Ártúni
við Hofsós. Bjó síðustu árin hjá Pálu dóttur
sinni, móður greinarhöfundar.
24) Steinn Stefánsson (1882-1954), bóndi í
Neðra-Ási í Hjaltadal.
25) Gestur Þorsteinsson f. 1945. Eldri bróðir
greinarhöfundar. Bankastjóri Búnaðar-
bankans á Sauðárkróki sem síðar hét Kaup-
þing og loks Arionbanki. Er búsettur í Tröð
í fyrrum Skarðshreppi.
26) Geirmundur Jónsson (1912-1999). Kaup-
félagsstjóri í Hofsós og síðar bankastjóri
við Samvinnubankann á Sauðárkróki.
27) Helgi Sigmundsson (1884-1970), bóndi og
sjómaður. Bjó á Melum í Hofsós.
28) Þórey Halldóra Jóhannsdóttir (1875-
1957). Húsfreyja í Ártúni við Hofsós og
ljósmóðir í um 50 ár.
29) Hrefna Skagfjörð (1921-2011). Alin upp
hjá Halldóru og Páli í Ártúnum. Bjó lengi
í Braut í Hofsós með seinni manni sínum,
Þórði Kristjánssyni, verkstjóra.
30) Berlín, bær rétt utan við Hofsós.
31) Þorsteinn Kristjánsson (1936-2009), bjó
í Berlín, vann ýmis störf, m.a. lengi sem
verkstjóri við Fiskimjölsverksmiðjuna í
Hofsós. Síðast búsettur í Hofsós.
32) Anna Pála Þorsteinsdóttir, systir greinar-
höfundar, f. 1947. Fv. bankastarfsmaður,
búsett á Sauðárkróki.
33) Valgeir Þorvaldsson, f. 1960, frá Þrastar-
stöðum á Höfðaströnd. Frumkvöðull að
stofnun Vesturfarasetursins í Gamla kaup-
félagshúsinu í Hofsós.
34) Guðmann Helgason (1891-1954) frá
Hringveri í Hjaltadal. Var lengi með járn-
smiðju í Hofsós, oft nefnd Mannasmiðja.
35) Gunnar Baldvinsson (1925-2007). Vöru-
bílstjóri með meiru í Hofsós.
36) Jón Sigurður Ágústsson (1913-1991),
síldarmatsmaður og sjómaður í Hofsós.
Búsettur í Brimnesi sem stendur á ská
neðan við húsið Braut við Sneiðinginn og
bjó þar lengi með móður sinni Salbjörgu.
Jón var fæddur í Hallgrímshúsi í Grafarósi.
37) Stefán Sveinn Gunnarsson, kallaður
Deddi, f. 1946. Alinn upp á Melum á
Hofsósi. Smiður og bifreiðastjóri. Búsettur
í Kópavogi.
38) Marteinn Sigmundsson (1925-2014),
verkamaður og málari í Hofsós.
39) Hjörvar Vestdal Jóhannsson (1945-1999).
Síðast bóndi á Hofi í Lýtingsstaðahreppi.
40) Páll Reynir Þorsteinsson, f. 1941 elsti
bróðir greinarhöfundar, sjómaður og
skipsstjórnandi en endaði starfsferil sinn
sem féhirðir Vegagerðarinnar á Sauðár-
króki og í Reykjavík. Býr í Kópavogi.
41) Friðrik Pétursson (1922-2002) Alinn upp
á Hofi á Höfðaströnd hjá Sigurlínu og Jóni
og bjó þar um hríð. Hann var kvæntur
Jónu Sveinsdóttur, systur Páls og Rósu sem
nefnd eru hér.
42) Rósa Sveinsdóttir (1916-1994), verkakona í
Hofsós, vann lengi í frystihúsinu í Hofsós.
Rósa var gift Gunnari Stefánssyni, trésmið.
43) Sigurður Jón Friðriksson f. 1945. Sonur
áðurnefnds Friðriks Péturssonar og einnig
alinn upp á Hofi. Flutti til Keflavíkur, en
býr nú í Reykjavík.
44) Guðlaug Bjarnadóttir (1893-1969) og
Sveinn Sigmundsson (1882-1971) bændur
á Grundarlandi í Unadal. Foreldrar Rósu
og Páls. Fluttu til Keflavíkur með Páli syni
sínum.
45) Pétur Jóhannsson (1913-1998) frá Glæsibæ
í Sléttuhlíð. Flutti til Þorlákshafnar.
Á myndinn sést frammi á bakkanum fjós, hlaða og hæsnakofi Pálu Páls og hesthús
Bjössa Þórhalls. Ekkert er nú eftir nema botnplatan í hlöðunni. Heimamenn eru ekki
samdóma um hvaða bátur siglir þarna inn til hafnar.
MYNDINA TÓK HJÁLMAR R. BÁRÐARSON OG ER HÚN Í EIGU ÞJÓÐMINJASAFNSINS.
8 05/2021