Feykir - 01.02.2021, Síða 9
Á síðustu tíu árum hafa vel á
annað hundrað manns tjáð
lesendum Feykis frá tón-lyst
sinni. Þeir sem svara eru að
sjálfsögðu eitthvað viðriðnir
tónlist, ýmist að atvinnu eða
áhuga, en eina prinsippið
er að viðfangsefnin þurfa
að hafa einhverja tengingu
við Norðurland vestra.
Þegar umsjónarmaður Tón-
lystarinnar fór á frábæra
tónleika með Svavari Knúti og
Kristjönu Stefáns í Gránu sl.
sumar barst honum til eyrna
að Kristjana væri ættuð úr
Fljótunum. Það var því ekki
annað í stöðunni en að reyna
að plata hana til að fræða
lesendur um tón-lyst hennar.
Kristjana, sem starfar við
tónlist og er m.a. aðjúnkt við
Listasháskóla Íslands, býr nú í
Vesturbæ Reykjavíkur en hún bjó
fyrstu sjö ár ævinnar í Reykjavík
en flutti síðan á Selfoss og kláraði
þar stúdentspróf 1989. „Þannig að
Selfoss er uppvaxtarbærinn minn.
Flutti svo suður í frekara nám við
Söngskólann í Reykjavík, þaðan
til Hollands í jazz-nám og svo til
Englands í einkatíma,“ segir hún
en Kristjana hefur búið á Íslandi
síðan 2002. „Tenging mín við
Skagafjörð er að föðuramma
mín, Sæunn Friðjónsdóttir, var
fædd í Langhúsum í Fljótum. Hún
var sett í fóstur á Svaðastöðum
í Skagafirði aðeins 11 ára til 15
ára. Mamma hennar (langamma
mín) hét Ólína Jónsdottir og hún
átti bróður sem hét Guðmundur
sem var pabbi Stefáns Íslandi
tenórsöngvara.“
Kristjana er sennilega best
þekkt sem söngkona en hún spilar
að auki á píanó eða Wurlitzer,
ukulele og tambórínu. Hún segist
aðallega semja tónlist á píanó,
einstaka sinnum á ukulele, og
gerir öll sín demó í GarageBand.
Spurð út í helstu afrekin á
tónlistarsviðinu segir hún: „Ég
útskrifaðist frá Konunglega
Listaháskólanum í Haag í Hol-
landi árið 2000 og er því fyrsti
íslenski söngvarinn með háskóla-
gráðu í jazzsöng. Svo er ég afar
stolt að hafa unnið Íslensku sviðs-
listaverðlaunin – Grímuna fyrir
tónlistina mína í söngleiknum
Blái hnötturinn árið 2018.“ En
áfram með smérið...
Hvaða lag varstu að hlusta á?
River Man eftir Nick Drake í
flutningi Lizz Wright. Hún er ein
af mínum uppáhalds söngkonum
í dag, stórkostleg rödd.
Uppáhalds tónlistartímabil? Get
toppurinn
Lagalisti Kristjönu:
Appetite
PREFAB SPROUT
Wichita Lineman
GLEN CAMPELL
I had a King
JONI MITCHELL
Dreams
FLEETWOOD MAC
The Kiss
JUDEE SILL
Waft Her, Angels,
Through the Skies
RICHARD CROFT
Kristjana Stefánsdóttir | rödd, píanó/Wurlitzer, ukulele og tambórína
Keypti sér Arrival með ABBA
strax daginn eftir níu ára afmælið
( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is
ekki gert upp á milli. Ég hlusta á
svo fjölbreytta tónlist. Ef ég skoða
hlustunarlistana mína þá er mikið
Barokk sem er 1600-1750, jazz
sem er 1930 til dagsins í dag, smá
80’s tónlist og svo á ég son sem er
á kafi í tónlist og er ég að kynnast
mikið af nýrri tónlist í gegnum
hann.
Hvaða tónlist fær þig til að
sperra eyrun þessa dagana? Tek
reglulega barokk æði, er á einu
svoleiðis skeiði núna. Ég er með
kontratenóra-blæti á háu stigi og
nýjasti uppáhalds er frá Póllandi
og heitir Jakub Jósef Orlinski. Ég
staldra alltaf við ef ég heyri há-
leita fegurð í tónlist. Auðvitað er
það algjört smekksatriði hvað það
þýðir fyrir hvern og einn. Í mínu
tilfelli er það oftast fagrar laglín-
ur eða spennandi hljómagangar
og svo mikil raddfegurð. Sonur
minn spilar mikið af gítarhlaðinni
tónlist og ég hef uppgötvað fullt
af frábærum, nýjum böndum í
gegnum hann.
Hver var fyrsta platan/diskur-
inn/kasettan/niðurhalið sem
þú keyptir þér? Mamma vann
í Hljóðfærahúsinu á Laugar-
veginum áður en við flytjum
á Selfoss þannig að ég er alin
upp við að hlusta á plötur og fá
reglulega geggjaðar plötur heim
frá því að ég man eftir mér. En
fyrsta platan LP sem ég keypti
mér fyrir minn eigin pening
var Arrival með ABBA. Það var
daginn eftir níu ára afmælið mitt,
að morgni 26. maí 1977, ég var
svo spennt að ég varð að fara um
leið og búðin opnaði.
Hvers konar tónlist var hlustað
á á þínu heimili? Sem barn þá
var það allt milli himins og jarðar.
Eins og áður hefur komið fram þá
var mamma að vinna í plötubúð
og því var plötusafn heimilisins
algjör kokteill. En ef ég á að
nefna einhverja stólpa þá eru
það klassísk píanótónlist og sin-
fóníur, ABBA, Bítlarnir, Billie Joel,
kórar og jazz. Svo var það 80’s
tónlist á unglingsárunum ásamt
iðnaðarrokki frá bróður mínum,
smá pönktímabil og svo hvarf ég
inn í klassískar og jazz-pælingar
á námsárunum.
Hvaða græjur varstu þá með? Ég
man ekki fyrir mitt litla líf af hvaða
tegund plötuspilarinn okkar var
þrátt fyrir að við slógumst um
að fá að spila okkar plötur ég og
bróðir minn sem er þremur árum
eldri. Ég man að ég fékk Crown
kassettutæki í fermingargjöf 1983
frá pabba og ég sat við tækið á
þriðjudagskvöldum og tók upp
Lög unga fólksins.
Hvert var fyrsta lagið sem þú
manst eftir að hafa fílað í botn?
Penny Lane með Bítlunum þegar
ég var um fimm ára gömul og
Crockodile Rock með Elton John
kom strax í kjölfarið.
Hvaða lag getur eyðilagt fyrir
þér daginn eða fer óstjórnlega í
taugarnar á þér? Það eyðileggur
ekkert lag fyrir mér daginn en ég
Kristjana Stefáns.
AÐSEND MYND
fæ stundum laglínur eða frasa á
heilann sem verða pirrandi eftir
smá tíma, t.d. eins og Gangnam
Style, Magarena eða svipað stöff.
Þá er bara trikkið að blasta ein-
hverju öðru og losa pirringinn.
Þú heldur dúndurpartí í kvöld,
hvað læturðu hljóma í græj-
unum til að koma öllum í
stuð? Talking Heads, Prince,
Tame Impala, Foreigner, Prefab
Sprout, Talk Talk, Peter Gabriel,
Pure Bathing Culture, Unknown
Mortal Orchestra, Toto, George
Harrison… ég get haldið enda-
laust áfram.
Þú vaknar í rólegheitum á sunnu-
dagsmorgni, hvað viltu helst
heyra? Ella Fitzgerald er alltaf
mín go to kona. Einnig er Ahmads
Blues platan með Ahmad Jamal
tríóinu vinsæl svo og Bill Evans
tríóið. En uppáhalds platan mín
og hljómsveit allra tíma er Steve
McQueen platan með Prefab
Sprout. Get hlustað á hana alltaf,
við öll tækifæri.
Þú átt þess kost að fara hvert
sem er í heiminum og skella
þér á tónleika. Hvert færirðu, á
hvaða tónleika og hvern tæk-
irðu með þér? Ég væri til í að
vera einhversstaðar á Ítalíu að
hlusta á kontratenórinn Jakub
Jósef Orlinski þar sem að Maxim
Emelyanychev myndi stjórna
hljómsveitinni og þá myndi ég
taka með mér Gísla stóra bróður
og Þórhildi Örvars tónlistarkonu
og vinkonu mína. Ef ég mætti
fara aftur í tímann þá myndi ég
vilja fara til Þýskalands á Berlínar
konsertinn með Ellu Fitzgerald
árið 1960 með Birgittu Lyregaard
vinkonu minni sem var með mér í
náminu í Hollandi.
Hvað músík var helst blastað í
bílnum þegar þú varst nýkominn
með bílpróf? Eurythmics, Witney
Houston, Prefab Sprout, Talk
Talk, Kate Bush, Phil Collins,
Big Country,U2, Simple Minds,
Mr.Mister og bara allt þetta vin-
sælasta 80’s stöff.
Hvaða tónlistarmaður hefur þig
dreymt um að vera? Ella Fitz-
gerald sem söngkona, Ahmad
Jamal sem píanisti og Paddy
McAloon (Prefab Sprout) sem
lagahöfundur.
Hver er að þínu mati besta
plata sem gefin hefur verið út
eða sú sem skiptir þig mestu
máli? Steve McQueen platan
með Prefab Sprout er sú sem ég
leita alltaf í og tengist einhverri
djúpri hjartatengingu. Frábærar
lagasmíðar Paddy McAloon og
brilljant pródúsjón Tomas Dolby.
Svo verð ég að nefna Rumours
plötu Fleetwood Mac líka. En er
það ekki eins með okkur öll að
platan sem bjargaði okkur frá
angist unglingsárana er sú sem
okkur þykir vænst um?
05/2021 9