Morgunblaðið - 22.04.2022, Síða 1
BRÚÐKAUP
Siglu!örður eðaComo-vatn?
Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttirog Haukur Smári Hlynsson genguí það heilaga en þurftu að breytaplönum vegna veirunnar
Giftu sig
heima í stofu
Kristín Ýr Gunnarsdóttir ogVíglundur Helgason giftu sigeftir vinnu og voru tvo dagaað skipuleggja brúðkaupið
Í
F Ö S T U D A G U R 2 2. A P R Í L 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 93. tölublað . 110. árgangur .
ALLT UM
DRAUMA-
BRÚÐKAUPIÐ
BRÚÐKAUP 64 SÍÐUR
Kappið bar fegurðina ekki ofurliði í Hafnarfirði í gær, þótt
mikið væri eins og sjá má, þegar árlegu víðavangshlaupi var
hleypt af stað frá Thorsplani upp úr hádegi. Þar var fyrsta
degi sumars fagnað eins og víðar um land, en allir sem hlupu
fengu verðlaunapening. Að hlaupi loknu máttu áhugasamir fá
að prófa langstökk og kúluvarp í boði frjálsíþróttadeildar FH.
Litlir fætur tóku af stað og hlupu fegnir mót nýju sumri
Ljósmynd/Hulda Margrét
_ Svandís Svav-
arsdóttir mat-
vælaráðherra
segir í Morg-
unblaðinu í dag
að hún muni sjá
til þess að 10.000
tonn af þorski
verði í strand-
veiðipottinum á
þessu tímabili.
Með 1.500 tonna
viðbót mun aldrei hafa verið ráð-
stafað stærri hluta af leyfilegum
heildarafla í þorski til strandveiða.
Er það í takti við stefnu VG að festa
strandveiðar enn betur í sessi.
Þá segir hún að horfa þurfi til
þess að innleiða hvata við fisk-
veiðar til þess að hvetja til orku-
skipta. Þegar séu komin verkefni á
Íslandi sem miði að orkuskiptum á
smábátum. Orkuskipti í sjávar-
útvegi eru ekki bara mikilvægt
loftslags- og efnahagsmál heldur
einnig mikilvægt fæðuöryggismál.
»14
Svandís hyggst
styrkja strandveiðar
Svandís
Svavarsdóttir
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Borgaryfirvöld í Maríupol óttast að
Rússar hafi grafið á bilinu 3.000-
9.000 lík í fjöldagröf, sem nýlegar
gervihnattamyndir hafa fundið í
þorpinu Manhush, sem er í nágrenni
borgarinnar og er á valdi Rússa.
Samkvæmt Maxar Technologies,
sem tók myndirnar, birtust grafirn-
ar fyrst á tímabilinu 23.-26. mars og
hefur þeim fjölgað nokkuð síðan.
Petró Andrjústsjenkó, ráðgjafi
borgarstjóra Maríupol, sagði á Face-
book-síðu sinni að myndirnar sýndu
hvernig Rússar væru að reyna að
breiða yfir stríðsglæpi sína.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
lýsti því yfir í gær að Rússar hefðu
náð að „frelsa“ borgina, en setið hef-
ur verið um hana frá fyrsta degi inn-
rásarinnar. Joe Biden Bandaríkja-
forseti sagði hins vegar enn vera
óskýrt hvort að Rússar gætu sagst
ráða yfir borginni, þar sem varnarlið
hennar héldi enn uppi baráttu.
Hefst það nú við í Asovstal-stál-
verksmiðjunni, en þar neðanjarðar
er byrgi, sem ætlað var að standa af
sér kjarnorkustríð. Sagði Pútín
óþarfi fyrir Rússa að reyna áhlaup á
verksmiðjuna, en fyrirskipaði þess í
stað að innsigla hana svo að ekki „ein
fluga“ gæti sloppið þaðan út.
Um 80 flóttamenn fengu hins veg-
ar að yfirgefa borgina í gær, og
héldu þeir til Saporisjía.
Finna fjöldagröf í
nágrenni Maríupol
- Pútín lýsir yfir sigri í umsátrinu um hafnarborgina
MStríð í Evrópu »13
AFP/Rússneska forsetaembættið
Kreml Pútín fundaði með Shoígú
varnarmálaráðherra í gær.
Margrét Hall-
grímsdóttir
þjóðminjavörður
tekur um
mánaðamótin
við starfi skrif-
stofustjóra innri
þjónustu í for-
sætisráðuneyt-
inu. Kveður hún
um leið Þjóð-
minjasafn Ís-
lands, sem hún hefur leitt frá alda-
mótum.
Í samtali við Morgunblaðið segir
hún ánægjulegt að geta skilað
góðu búi til þeirra sem nú taki við
keflinu.
„Þjóðminjasafnið er í dag öflugt
höfuðsafn á sviði menningarminja
með afar fjölþætt hlutverk á sviði
ferðaþjónustu, menningarstarfs,
verndunar, rannsókna og fjöl-
þættrar miðlunar,“ segir Margrét.
Fram undan séu spennandi tímar
með nýjum tækifærum og aukinni
samvinnu í stjórnsýslu. »10
Margrét
Hallgrímsdóttir
Frá Þjóðminjasafni
yfir í Stjórnarráðið