Morgunblaðið - 22.04.2022, Side 8

Morgunblaðið - 22.04.2022, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2022 Litirnir eru fjölmargir og hægt að fá sérblandaða hjá okkur. HÁGÆÐA VIÐARVÖRN FRÁ SLIPPFÉLAGINU Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is Nú þegar veirufárið hefur gefið mjög eftir og flestir eru farnir að geta sinnt verkefnum sínum eins og fyrr, veldur veiran enn tals- verðum vanda í ein- um stjórnmálaflokki og verður það að telj- ast í senn áhyggju- og rannsóknarefni. Menn minnast þess þegar borgarstjóri Reykjavíkur lét vita af því á Twitter seint í febrúar að borg- arstjóri Vilnius hefði hringt í hann og beð- ið hann að koma með sér til Kænugarðs til að sýna þeim sem þar börðust fyrir landi sínu og lífi sam- stöðu. „Covid kemur í veg fyrir það,“ tísti borgarstjórinn í Reykjavík. - - - Síðan eru liðnir tveir mánuðir og borgarstjóri hefur ekki enn treyst sér til að feta í fótspor kollega síns frá Vilnius. Borgarstjóri Kænu- garðs er þó talinn bíða spenntur og sannfærður um að Dagur birtist um svipað leyti og Biden Bandaríkja- forseti. Sá er, líkt og Dagur, sérfræð- ingur í svefni, þó á annan hátt sé, en þó að þeir séu um margt líkir er ekki vitað til að Biden hafi ætlað að sér- hæfa sig í veirufræðum líkt og borg- arstjóri. - - - Annar forystumaður Samfylking- arinnar sem veiran hefur hindr- að í störfum sínum að undanförnu er formannsframbjóðandinn væntanlegi Kristrún Frostadóttir, en hún hefur upplýst að hafa ekki getað mótmælt bankasölu fyrir fram vegna veiru- pestarinnar. - - - Hún hefur það þó umfram Dag að hafa náð að hrista veiruna nægilega vel af sér til að beita sér fyrir hugsjónum sínum eftir á og er það óneitanlega afskaplega ánægju- legt. Dagur B. Eggertsson Pólitísk veira STAKSTEINAR Kristrún Frostadóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Vegir landsins koma illa undan ein- um erfiðasta vetri í manna minnum og vorverkin verða ærin hjá Vega- gerðinni þetta árið. Reynt er að gera við holur eins fljótt og kostur er og stundum við erfiðar aðstæður. „Við hér á Íslandi erum ekki ein um að berjast við holur þegar vorið kemur með sínum leysingum. Hins vegar erum við illa sett núna eftir mjög þungan vetur,“ segir Birkir Hrafn Jóakimsson, forstöðumaður á mannvirkjasviði Vegagerðarinnar, í myndbandi sem hægt er að skoða á vefsíðu fyrirtækisins. Hann segir að vatn finni sér alltaf leið þar sem veik- leiki er í malbiki. „Þegar vatn frýs eykst rúmmál þess og þegar það þiðnar aftur, er malbikið uppspennt. Ef þungur bíll ekur þar yfir og brýtur það niður getur hola myndast mjög hratt.“ Ingibjörg Albertsdóttir, lögfræð- ingur hjá Vegagerðinni, segir öku- menn geta farið inn á heimasíðu Vegagerðarinnar ef keyrt sé ofan í vegskemmd sem valdi tjóni á öku- tæki þeirra. Hægt er að senda raf- ræna tjónatilkynningu frá vefsvæði Vegagerðarinnar. „Hún fer þá í hefðbundið ferli innanhúss þar sem fram fer mat á því hvort bótaskylda sé fyrir hendi,“ segir Ingibjörg í myndbandi Vegagerðarinnar. Vegir koma slæmir undan vetri - Umhleypingar í veðri, frost og þíða hafa mikil áhrif á holumyndun á vegum Morgunblaðið/Hari Bundið slitlag Miklar viðgerðir eru fram undan hjá Vegagerðinni. Meira líf er óðum að færast yfir Keflavíkurflugvöll eftir Covid-19- faraldurinn og flugferðum um völlinn fjölgar stöðugt. Búast má við að 24 flugfélög muni fljúga um völlinn í sumar, tveimur fleiri en í fyrra. Síð- ustu vikur hefur vel mátt sjá að Ís- lendingar hafa verið ferðaþyrstir eft- ir að draga fór úr umsvifum Covid-19. Þannig fylltust langtímabílastæðin við Leifsstöð um páskana og margir framlengdu fríið fram yfir sumardag- inn fyrsta. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær flaug Play sitt fyrsta flug til Bandaríkjanna sl. miðvikudag, þegar flogið var til Baltimore/Washington International-flugvallarins. Mun Play fljúga daglega til flugvallarins en áfangastöðum félagsins hefur far- ið fjölgandi síðan það fór fyrst í loftið. Kemur Play til með að bæta við fleiri áfangastöðum í Bandaríkjunum á næstu vikum. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir Isavia og okkur sem falið er að starf- rækja Keflavíkurflugvöll. Við fögnum nýjum gestum og tökum vel á móti þeim. Þessi nýja flugtenging Play- flugfélagsins milli Íslands og Banda- ríkjanna er enn ein staðfestingin á því að áform um stækkun og end- urbætur á Keflavíkurflugvelli eru skynsamleg og byggð á vönduðum áætlunum,“ sagði Sveinbjörn Indr- iðason, forstjóri Isavia, við athöfn í Leifsstöð sl. miðvikudag áður en vél Play flaug vestur um haf. Við sama tækifæri sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play, viðtökur við Bandaríkjafluginu „ótrúlega góðar“. „Þeir sem standa utan Play munu seint átta sig á hversu flókið og erfitt það er að koma á flugáætlun til Bandaríkjanna,“ sagði Birgir m.a. 24 flugfélög fljúga til Keflavíkur í sumar - Ferðaþyrstir Íslendingar hafa tekið vel við sér Ljósmynd/Isavia Leifsstöð Birgir Jónsson og Svein- björn Indriðason, forstjóri Isavia.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.