Morgunblaðið - 22.04.2022, Síða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2022
Skoðið fleiri innréttingar á
innlifun.is
Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700
Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga. innlifun.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Söfn eiga að fylgja þróun sam-
félagsins á hverjum tíma með
spennandi miðlun, þekkingarleit og
virku samtali. Með fjölbreyttri
starfsemi er unnt að vekja áhuga á
mismunandi þáttum sögunnar, að-
stæðum fólks í gegnum tíðina og
hvernig líf fólks og náttúra tvinnast
saman,“ segir Margrét Hallgríms-
dóttir þjóðminjavörður.
„Lífsbarátta genginna kynslóða á
sér óteljandi birtingarmyndir. Mik-
ilvægt er að segja sögu fólks al-
mennt, frá mismunandi aðstæðum
og auðvitað frá fjölbreyttum og
ólíkum sjónarhornum. Safnkostur
Þjóðminjasafns, munir, forngripir,
þjóðháttalýsingar, myndir og hús
eru frumheimildir sem vitna um líf
landsmanna sem má rannsaka á
ýmsa vegu. Þetta er einstakur
brunnur heimilda sem dýpkar eftir
því sem sótt er í hann.“
Mikilvægir áfangar náðst
Nú um mánaðamótin tekur Mar-
grét – menntuð í menningarsögu og
stjórnsýslufræðum og með mikla
stjórnunarreynslu – við starfi skrif-
stofustjóra innri þjónustu í forsæt-
isráðuneytinu. Þjóðminjasafni Ís-
lands hefur hún veitt forstöðu sl. 22
ár og áður Minjasafni Reykjavíkur,
nú Borgarsögusafni, í áratug.
„Mér finnst spennandi að breyta
til enda hreyfanleiki í stjórnsýslu
æskilegur. Mikilvægir áfangar hafa
náðst í starfi á Þjóðminjasafninu og
framundan eru spennandi tímar
með nýjum tækifærum á tímum
stafrænnar þróunar og aukinnar
samvinnu í opinberri stjórnsýslu.
Ný stefnumótun mun marka þá
leið,“ segir Margrét.
„Þjóðminjasafnið er í dag öflugt
höfuðsafn á sviði menningarminja
með afar fjölþætt hlutverk á sviði
ferðaþjónustu, menningarstarfs,
verndunar, rannsókna og fjölþættr-
ar miðlunar. Mér finnst ánægjulegt
er að geta skilað góðu búi til þeirra
sem taka við keflinu nú. Sjálf hverf
ég til nýrra og áhugaverðra verk-
efna hjá Stjórnarráðinu eftir góðan
tíma með frábæru samstarfsfólki.“
Ný og spennandi
menningarstarfsemi
Að skapa Þjóðminjasafni Íslands
leiðandi hlutverk á landsvísu og
styrkja tengsl þess við samstarfs-
aðila um allt land með stefnumótun
og endurskipulagningu. Þetta voru
markmið og forgangsmál þegar
Margrét Hallgrímsdóttir tók við
starfi þjóðminjavarðar árið 2000. Á
þeim tíma var safnhúsið við Suður-
götu í Reykjavík lokað vegna end-
urbyggingar sem tók alls sex ár.
Var svo enduropnað með nýrri sýn-
ingu árið 2004 eftir undirbúning
sem fjölmargir komu að. Margrét
segir að þar og þá hafi í raun hafist
nýr kafli í sögu safnsins með nýrri
og spennandi menningarstarfsemi.
Jafnhliða og síðar var faglegt safna-
starf eflt, svo sem rannsóknir og út-
gáfa. Einnig unnið að því að koma
safnkosti fyrir í öruggum aðstæðum
í nýrri varðveislu- og rannsókna-
miðstöð í Hafnarfirði. Þá sé enda-
laust verkefni að gæta að og gera til
góða við byggingarnar í húsasafni
Þjóðminjasafnsins. Þær eru um allt
land, alls um 70; byggðar úr torfi,
viði og steini og því viðkvæmar.
„Tímar líða og viðhorf breytist.
Hvernig samfélag mótaðist á Ís-
landi eftir landnám er stefið í
grunnsýningunni sem alltaf var ætl-
að að standa til langs tíma. Við viss-
um og vildum auðvitað að sýningin
mótaðist og og þróaðist með tíma
og nýrri tækni. Fornminjar og grip-
ir eiga auðvitað alltaf að vera undir-
staðan í upplifun gesta. Ávallt þarf
að vera rými til endurskoðunar og
gera áherslubreytingar ef ný þekk-
ing kemur og söguskoðanir verða
aðrar en nú. Þó hefur litlu þurft að
breyta enn sem komið er,“ segir
Margrét um grunnsýninguna. Fyrir
hana fékk Þjóðminjasafn Íslands
evrópsku viðurkenninguna Euro-
pean Museum Forum 2006, það er
fyrir enduropnun á safni. Það segir
Margrét að hafi verið kærkomin
hvatning á tímamótum.
Vísindi í háskólastofnun
„Að safnið væri rannsóknar- og
vísindastofun var alltaf markmið
mitt. Þegar ákveðið var við lýðveld-
isstofnun árið 1944 að byggja nýtt
hús yfir Þjóðminjasafnið var því
valinn staður í nágrenni bygginga
Háskóla Íslands. Efalítið var slíkt
líka gert í því skyni að þessar tvær
stofnanir gætu þróast hönd í hönd.
Samningur við HÍ sem gerður var
árið 2003 skerpti á þessu samstarfi,
svo stofnað var til kennslu í forn-
leifafræði, safnafræði og menning-
armiðlun. Þjóðminjasafnið hefur
verið í þéttu samstarfi við HÍ á liðn-
um áratugum og verið skilgreint
sem háskólastofnun frá 2013. Þjóð-
minjasafnið hefur einnig verið í
samstarfi við aðra háskóla og fyrir
þau sem taka við verður spennandi
að þróa þessa starfsemi enn frekar
á næstu árum,“ segir Margrét.
„Söguna þarf líka að skrá á raun-
tíma eins og við gerðum til dæmis á
Covid-tímanum, en þá fóru ljós-
myndararnir Heiða Helgadóttir,
Pétur Thomsen og Ragnar Axels-
son um landið á vegum safnsins og
tóku myndir sem sýndu lífið með
kórónuveirunni. Væntanlega verða
þessar myndir efni í sýningar í ná-
inni framtíð. Við þurfum að fylgjast
vel með þróuninni. Varðveita minjar
og myndir frá hverjum tíma sem á
einhvern hátt verða heimildir.“
Stuðla að samhug
og betra mannlífi
Söfn og sýningar eiga, segir Mar-
grét Hallgrímsdóttir, að vekja fólk
til umhugsunar um áleitin efni í nú-
tímanum. Miklu skipti líka að fólk
þekki uppruna sinn og sögu sam-
félagsins. Slíkt sé jafnan mikilvæg
undirstaða að byggja á. „Í mörg ár
var ég í stjórn UNICEF á Íslandi
þannig kynntist ég Harry Bela-
fonte, söngvaranum góðkunna, sem
var erindreki samtakanna og kom
sem slíkur hingað til lands. Í áhuga-
verðu samtali sem ég átti við hann
vék hann að því að listafólk og söfn
ættu sér sameiginlegt tungumál –
án orða. Hlutverk beggja væri að
stuðla að friði og mannréttindum,
betra mannlífi og samhug. Um
þetta vorum við sammála og þetta
hefur verið okkur leiðarljós,“ segir
Margrét og enn fremur:
„Menningararfurinn tengir fólk
alltaf saman og skapar samfélag
svo úr verður þjóð. Úr stríðinu
austur í Úkraínu höfum við að und-
anförnu heyrt og lesið fréttir um að
Rússar ráðast skipulega á
menningarminjar þar í landi í því
skyni að brjóta niður baráttuanda
og viðspyrnu íbúa í landinu. Slíkt er
velþekkt og er alltaf gert í stríðs-
rekstri, hvar sem er í veröldinni.
Þetta sýnir líka vel hve miklu máli
menningarsagan skiptir alltaf.
Þetta þurfa Íslendingar, eins og
aðrir, að hafa vel í huga og læra af
eins og þarf að vera.“
Sagan og fjölbreytt sjónarhorn
- Margrét Hallgrímsdóttir kveður eftir 22 ár sem þjóðminjavörður - Söfn verða að fylgja þróun
samfélags - Brunnur heimilda dýpkar - Skrá þarf söguna á rauntíma - Arfleifð tengir fólk saman
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þjóðminjavörður Frá Úkraínu heyrum við fréttir um að Rússar ráðast skipulega á menningarminjar þar í landi í
því skyni að brjóta niður anda og viðspyrnu. Svona nokkuð er alltaf gert í stríði, segir Margrét hér í viðtalinu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Húsasafn Byggingar Þjóðminjasafns út um land skipta tugum. Til vinstri er Arngrímsstofa í Svarfaðardal. Til
hægri Litlibær í Djúpi þar sem Friðfinnur Kjaran Elísson og Guðrún Fjóla Kristjánsdóttir reka kaffisölu á sumrin.
Rebekka Karls-
dóttir var í vik-
unni kjörin nýr
forseti Stúd-
entaráðs Háskóla
Íslands (SHÍ).
Kosningin fór
fram á sér-
stökum kjörfundi
ráðsins en rétt-
indaskrifstofa og
nýkjörið Stúd-
entaráð munu formlega taka til
starfa undir lok maí.
Rebekka mun útskrifast með BA-
gráðu í lögfræði frá HÍ í júní nk.
Samhliða námi hefur hún starfað
sem laganemi hjá BBA//Fjeldco og
þar áður sem landvörður hjá
Vatnajökulsþjóðgarði. Hún varð
stúdent frá Menntaskólanum á Eg-
ilsstöðum árið 2016. Á kjörfundi
voru einnig kjörnir fulltrúar á rétt-
indaskrifstofu Stúdentaráðs: Gréta
Dögg Þórisdóttir varaforseti, Katr-
ín Björk Kristjánsdóttir hagsmuna-
fulltrúi og María Sól Antonsdóttir
lánasjóðsfulltrúi.
Rebekka nýr forseti
Stúdentaráðs HÍ
Rebekka
Karlsdóttir