Morgunblaðið - 22.04.2022, Side 13

Morgunblaðið - 22.04.2022, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2022 Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir í gær að herlið Rússa hefði „frelsað“ borgina Maríupol, en Rússar hafa setið um hana frá fyrsta degi innrásarinnar. Yfirlýsing Pút- íns kom þrátt fyrir að varnarlið borgarinnar væri enn að berjast, en það er nú bundið við Asovstal-stál- verksmiðjuna. Sergei Shoígú, varnarmálaráð- herra Rússlands, sagði á fundi með Pútín, sem var sýndur í beinni sjón- varpsútsendingu, að um 2.000 úkra- ínskir hermenn væru nú innan verk- smiðjunnar, en einnig er áætlað að um 2.000 óbreyttir borgarar hafi leitað sér skjóls þar. Fyrirskipaði Pútín að ekki yrði gert áhlaup á verksmiðjuna, heldur að þess í stað yrði hún „innsigluð“ þannig að „ekki einu sinni fluga kæmist út“. Þykir það skárri kostur í ljósi þess að undir verksmiðjunni eru langir gangar og neðanjarðar- byrgi, sem hannað var á tímum Sov- étríkjanna til að verja starfsmenn verksmiðjunnar fyrir kjarnorku- árás. Hart hefur verið barist um Mar- íupol, þar sem hún er mikilvæg sam- göngumiðstöð á milli Krímskagans og Donbass-héraðanna í austri, og lykillinn að því að Rússar geti mynd- að svonefnda „landbrú“ á milli Krím- skaga og Rússlands. Báðu Úkraínumenn í gær um vopnahlé og leyfi til að flytja óbreytta borgara og særða hermenn frá stálverksmiðjunni til Saporisjía. „Þeir hafa nær engan mat, vatn eða nauðsynleg lyf,“ sagði í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Þrjár rútur með 79 flóttamönnum frá Maríupol komu til Saporisjía í gær, mest- megnis konur og börn. Sækja hart að Donbass Olexí Arestovitsj, ráðgjafi Volo- dimírs Selenskí Úkraínuforseta, sagði að Rússar hefðu í raun við- urkennt uppgjöf í umsátrinu til þess að þeir gætu sent herlið sitt norður á bóginn, en þar reyna Rússar nú að hertaka Donbass-héruðin tvö, Do- netsk og Lúhansk. Serhí Haídaí, héraðsstjóri Lúh- ansk, sagði í gær að Rússar réðu nú um 80% af héraðinu, og að barist væri um borgirnar Rubisjne og Po- pasna. Sagðist Haídaí vona að boðað yrði til vopnahlés um helgina, þegar rétttrúnaðarkirkjan heldur sína páska, svo hægt yrði að flytja óbreytta borgara frá héraðinu. Sendir enn meiri aðstoð Joe Biden Bandaríkjaforseti til- kynnti í gær að Bandaríkjastjórn hygðist veita Úkraínuher hergögn að verðmæti um 800 milljónir banda- ríkjadala. Bætist sú fjárhæð við aðr- ar 800 milljónir dala sem Banda- ríkjastjórn hefur sent til landsins í formi vígbúnaðar síðustu daga. Ætl- ar Bandaríkjastjórn nú meðal ann- ars að senda svonefndar hábyssur (e. Howitzer) og stríðsdróna. Sagði Biden að Pútín myndi ekki ná markmiðum sínum í Úkraínu. „Samstaða okkar heima fyrir með bandamönnum okkar og félögum, og samstaða okkar með úkraínskri þjóð, sendir óumdeild skilaboð til Pútíns. Hann mun aldrei ná að yf- irbuga og hertaka alla Úkraínu,“ sagði Biden. Þýsk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hefðu komist að samkomulagi við nokkur bandalagsríki sín í Aust- ur-Evrópu um að Þjóðverjar myndu selja þeim vopn, svo þau ríki gætu í staðinn sent skrið- og bryndreka sína frá tímum Sovétríkjanna til Úkraínu. Christine Lambrecht, varnar- málaráðherra Þýskalands, sagði að þungavopnin myndu berast til Úkra- ínumanna á allra næstu dögum. „Þetta snýst um skriðdreka, bryn- varða bíla, eða aðra valkosti sem ein- stök ríki geta látið af hendi,“ sagði Lambrecht, en Þjóðverjar hafa verið gagnrýndir harðlega á síðustu dög- um fyrir að senda ekki þungavopn til Úkraínu, á sama tíma og önnur vest- ræn ríki hafa bætt í þá hernaðar- aðstoð sem þau eru að senda til landsins. Hryllir við voðaverkunum Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, og Mette Fredriksen, for- sætisráðherra Danmerkur, heim- sóttu í gær Kænugarð, og hétu þau bæði því að ríki sín myndu senda frekari hernaðaraðstoð til Úkraínu. Tilkynntu spænsk stjórnvöld að þau myndu senda „200 tonn“ af vígbún- aði til Úkraínu, en þar á meðal yrðu bryndrekar fyrir fótgöngulið og skotfæri. Sanchez kynnti sér aðstæður í Bo- rodíanka, en þar fundust níu fórn- arlömb stríðsglæpa Rússa í gær. Hafa nú rúmlega þúsund lík fundist í nágrenni Kænugarðs eftir að Rúss- ar lögðu á flótta þaðan í byrjun mán- aðarins, og á enn eftir að bera kennsl á um fjórðung þeirra. Sanchez sagði að hann væri í áfalli eftir að hann hefði séð „hryllinginn og voðaverk- in“ sem fylgdu „stríði Pútíns“. Pútín segir Maríupol „frelsaða“ - Fyrirskipar hernum að loka Asovstal-verksmiðjuna af - Bandaríkjastjórn bætir enn í vopnasend- ingar til Úkraínu - Þjóðverjar semja við ríki Austur-Evrópu um sendingar á þungavopnum AFP/Borgarráð Maríupol Maríupol Reykur stígur upp yfir Asovstal-verksmiðjunum í Maríupol. Þar hafast síðustu verjendur borgarinnar við. Rússnesk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hefðu sett ferðabann á 29 Bandaríkjamenn og 61 Kanadamann til að svara fyrir þær refsiaðgerðir sem ríkin hafa sett á Rússland. Nær bannið meðal annars til Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, og Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook. Mun bannið á ferðalögum þeirra til Rússlands vara til lífstíðar samkvæmt rússneska utanríkisráðuneytinu. Ned Price, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneyt- isins og einn þeirra sem settur var á listann, sagði það vera heiður að vera settur á hann, og að hann hefði ekki haft nein áform um ferðalög til Rússlands. John Kirby, tals- maður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, er einnig á listanum, sem og George Stephanopoulus, fréttamaður ABC-sjónvarpsstöðvarinnar og David Ignatius, dálkahöfundur á Washington Post. Þá var Cameron Ah- mad, samskiptastjóri kanadíska forsætisráðuneytisins, einnig á listan- um. Harris og Zuckerberg á lista GAGNAÐGERÐIR RÚSSA Kamala Harris ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.