Morgunblaðið - 22.04.2022, Side 16

Morgunblaðið - 22.04.2022, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2022 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi Ársalir ehf fasteignamiðlun, s. 533 4200, Engjateigi 5, 105 Rvk. Bjart og vel innréttað 200 fm skrifstofu- húsnæði á 2. hæð, með sérinngangi. Hæðinni er skipt í rúmgott anddyri, 8 herbergi með parketi á gólfum, auk eldhúsaðstöðu og tveimur snyrtingum. Húsnæðið er laust til afhendingar strax. Áhugasamir sem vilja bóka skoðun, sendið línu á: arsalir@arsalir.is Tangarhöfði 6 - 2. hæð - 110 RVK ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 Í grein minni „Fyr- irlestur í anda léttu borgarlínunnar“, sem birtist hér í Mbl. 12. apríl sl., fjallaði ég um ráðleggingar Jarretts Walkers (JW) varð- andi borgarlínuna. Hann sagði í Kastljósi síðla árs 2015 að fyrst ætti að auka ferðatíðni á stofnleiðum strætó og fjölga þannig farþegum. Eftir því sem farþegum fjölgaði mætti bæta þjónustuna og fjölga sérakreinum fyrir strætó. Í fyrirlestri í Salnum í september 2015 lagði hann áherslu á að hagkvæmasta almennings- samgöngukerfið yrði valið. Því mið- ur er ekki ætlun samgönguyfirvalda að fara að þessum ráðum JW, þrátt fyrir að SSH hafi fengið hann til að- stoðar við undirbúning að útfærslu borgarlínunnar. Fyrsti áfangi borgarlínu Ef farið hefði verið að ráðum JW hefðu við hönnun 1. áfanga borg- arlínu verið skoðaðir fleiri valkostir fyrir tegundir og umfang sérrýma og gerður hagkvæmnissamanburður á þeim. Þess í stað var ákveðið fyrir fram að hraðvagnaleiðin (e. Bus Ra- pid Transit, BRT) yrði BRT-Gold, þ.e. í hæsta gæðaflokki eins og al- þjóðastofnunin ITDP (Institute for Transport and Development Policy) metur hraðvagnaleiðir. Aðrir gæða- flokkar eru Silver, Bronze og Basic. Víða um heim hafa verið byggðar (eða er áætlað að byggja) hrað- vagnaleiðir sem ITDP viðurkennir ekki sem slíkar, en viðkomandi rekstraraðilar kalla engu að síður BRT-leiðir. Stundum eru slíkar leið- ir kallaðar BRT-Lite. Skilgreining ITDP á hraðvagnaleið er mjög ströng. T.d. viðurkennir stofnunin engar af þeim hraðvagnaleiðum sem hún hefur gert úttekt á í Svíþjóð. Þetta má sannreyna á vefsíðu Global BRT Data: https://brtdata.org/ location/europe/sweden þar sem hraðvagnaleið- irnar í Svíþjóð fá ein- kunnina „not BRT“. Til að uppfylla kröfur ITDP þarf sér- rými yfirleitt að vera annaðhvort miðjusett í götuþversniði eða sér- gata. Hvort tveggja er mjög dýrt, mun dýrara en hin hefðbundna lausn fyrir almenningsvagna sem er sérakreinar hægra megin í götu- þversniði. Cowi og Mannvit gerðu svokall- aða félagslega ábatagreiningu fyrir 1. áfanga borgarlínu. Það var aðeins gert fyrir útfærslu sem reiknað er með að ITDP viðurkenni. Í sam- ræmi við ráð Jarretts Walkers hefði verið rétt að gera einnig slíka grein- ingu fyrir BRT-Lite-útfærslu og velja hana, ef niðurstaðan hefði orð- ið sú að hún væri hagkvæmari kost- ur. Við hjá samtökunum Samgöngur fyrir alla (SFA) höfum ítrekað bent aðstandendum borgarlínu á þetta. Eina svarið sem við höfum fengið er að létta borgarlínan sé ekki hágæða- almenningssamgöngur og komi því ekki til greina. Það er auðvitað hrein firra. Dæmi frá Kanada um hag- kvæma létta borgarlínu Í borginni Saskatoon í Kanada er áætlað að taka í notkun á árinu 2026 um 38 km af hraðvagnakerfi þar sem aðeins um 3 km eru í sérrými. Það uppfyllir því engan veginn kröf- ur ITDP, en borgaryfirvöld kalla það engu að síður BRT og lýsa því sem nútímalegu hryggjarstykki al- menningssamgangna í borginni. Áætlaður framkvæmdakostnaður er aðeins 12,5 milljarðar kr., eða um 330 milljón kr. á hvern km. Talið er að núvirtur félagslegur ábati af hraðvagnakerfinu verði á bilinu 1,7-2,5 sinnum hærri en kostnaður miðað við að reiknivextir séu á bilinu 3-8%, sem telst góð hag- kvæmni. Hér er krækja á ábata- greininguna: https://www.tac-atc.ca/sites/ default/files/conf_papers/schulzc- saskatoon_brt.pdf Íbúafjöldi Saskatoon-svæðisins er tæplega 340.000 og reiknað með að hann verði um hálf milljón eftir 25- 40 ár. Af kanadískum borgum vex Saskatoon einna hraðast, enda að- dráttarafl hennar mikið. Borgin er efnahagsleg og menningarleg mið- stöð í ríkinu Saskatschewan. Borg- aryfirvöld telja nauðsynlegt að auka hlut almenningssamgangna til þess að bregðast við væntanlegri aukn- ingu á bílaumferð. Markmiðið er að hlutur almenningssamgangna í Sas- katoon vaxi úr 4% upp í 8% á næstu 30 árum. Veljum hagkvæmasta hraðvagnakerfið Eftir Þórarin Hjaltason »Eina svarið sem við höfum fengið er að létta borgarlínan sé ekki hágæðaalmennings- samgöngur og komi því ekki til greina. Það er auðvitað hrein firra. Þórarinn Hjaltason Höfundur er samgöngu- verkfræðingur. thjaltason@gmail.com Albert Jónsson, fyrrverandi sendi- herra og sérfræð- ingur í utanríkis- og varnarmálum, segir að ekki sé þörf á her með fasta setu á Ís- landi (sjá greinina: Ekki þörf á her með fasta setu á Íslandi – RÚV (ruv.is)). Það er ef til vill rétt mat að núverandi fyr- irkomulag nægir í bili a.m.k. Albert segir enn fremur: „… ekki þörf á herliði með fasta við- veru hér á landi í núverandi stöðu heimsmála. Ísland sé aðili að Atlantshafsbandalaginu og Íslend- ingar eigi sameiginlega hagsmuni með Bandaríkjunum, sem sæju hag í að verja Ísland, ef til þess kæmi að átökin í Úkraínu yrðu kveikjan að heimsstyrjöld.“ Albert segir að hún sé ekki á leiðinni. Engin hernaðarleg ógn fyrir Ísland, nema … „Það er engin hernaðarleg ógn sem steðjar að Íslandi fyrr en til stórveldastyrjaldar kæmi, sem þá næði til norðurhafa því Keflavík- urflugvöllur myndi hafa stuðnings- hlutverk við sóknaraðgerðir gegn Rússlandi í norðurhöfum og auð- vitað yrði Keflavíkurflugvöllur skotmark í því samhengi. En eins og ég segi, þetta er eina ógnin og eina hernaðarhlutverkið sem Ís- land myndi hafa í slíkum átökum.“ Með öðrum orðum yrði Ísland skotmark í þriðju heimsstyrjöld- inni, sem er kannski byrjuð en við vitum ekki af því. En landið yrði ekki bara skotmark, heldur ber- skjaldað fyrir innrás og hemd- arverkaárásum. Albert má ekki gleyma því. Rússar beittu þeirri aðferð við töku Krímskaga og Donbass- svæðanna tveggja að læða inn flugumönnum og sérstökum skemmdarverkasveitum fyrir inn- rás. Sama er upp á teningnum þegar þeir eru nú að reyna að taka alla Úkraínu; þeir sendu inn morð- og skemmdarverkasveitir á undan innrásarliðinu. Íslendingar þurfa því nauðsyn- lega að ráða yfir öryggissveitum (eða hvað við köllum þetta; heima- varnarlið eða aðrar vopnaðar sér- sveitir) til að ráða við fyrstu bylgju árásar sem er þá í formi skemmd- arverka og árása á ráðamenn þjóð- arinnar. Reynt yrði að taka yfir út- varpsstöðvar, flugvelli, lögreglustöðvar, klippa á sæstrengi og ráðast á aðra mik- ilvæga innviði. Hér kæmu íslenskar varn- arsveitir til sögunnar. Við þurfum ef til vill ekki á fastaher að halda, en örugglega vopnuðum sveitum sem geta tekist á við almenna hryðjuverka- menn eða sérsveitir erlendra herja sem kynnu að vilja að ráð- ast inn í landið. Viðbrögðin fyrstu klukkustundir og daga skipta máli eins og sjá mátti af innrásinni í Úkraínu. Ekki má gleyma því að ef til þriðju heimsstyrjaldar kemur verður Ísland út undan og líklegt að Bandaríkjaher hafi hreinlega ekki tíma eða mannskap til að sinna vörnum á Íslandi. Hann hafði ekki mannskap 2006 þegar hann barðist í tveimur stríðum og dró einhliða herlið sitt frá Íslandi við kröftug mótmæli Íslendinga. Bandaríkjamenn gætu því misst landið úr höndum sér og þurft að endurheimta það með vopnavaldi, sem væri geysilegur skaði fyrir Íslendinga. Einnig er betra að við Íslend- ingar, sem eigum allt undir, og ekki Bandaríkjaher sjái um fyrstu viðbrögð. Bandarískur her kemur inn á eigin forsendum, ekki á for- sendum Íslendinga. Það er öruggt. Breskur og síðar banda- rískur herafli á stríðsárunum var hér á eigin forsendum. Enginn, jafnvel ekki hern- aðarsérfræðingurinn Albert Jóns- son, getur séð fyrir framtíðina og hvaða leiðir átök kunna að fara. Betra væri að vera undirbúinn eins og Agnar K. Hansen lög- reglustjóri á stríðsárunum, sem var byrjaður að þjálfa íslensku lögregluna í vopnaburði þegar Bretaher kom í „heimsókn“. Und- irbúningur hans skipti sköpum þegar lögreglan þurfti allt í einu að eiga við erlendan her og her- setu. Hún leysti hlutverk sitt af hendi af fagmennsku. Ef til vill væri fyrsta skrefið í átt að „sjálfbærni“ í varnarmálum þjóðarinnar að endurreisa Varnarmálastofnun með sína hernaðarsérfræðinga og hún sæi um umsjón varnarmála landsins og faglegs mats, en ég viðraði þessa hugmynd 2005 hér í Morg- unblaðinu. Einhver virðist hafa hlustað, því hún var stofnuð nokkrum árum síðar en aflögð illu heilli af vinstrimönnum án faglegs rökstuðnings. Á friðartímum gætum við sinnt daglegu eftirliti með loft- og land- helgi landsins, t.d. rekið kafbáta- leitarflugsveit, en nú þegar rekum við sjálf ratsjárvarnarkerfi lands- ins við góðan orðstír. Fyrir ykkur sem viljið fræðast meira, þá er ég með Morg- unblaðsblogg sem ber heitið Sam- félag og saga. Þar skrifa ég mikið um hermál en einnig um dæg- urmál. Ekki þörf á her með fasta setu á Íslandi? Eftir Birgi Loftsson Birgir Loftsson » Íslendingar þurfa að hugsa upp varn- armál landsins á ný; gera sjálfstætt varn- armat og taka varnirnar meira í eigin hendur. Fyrsta skrefið er end- urreisn Varnarmála- stofnunar. Höfundur er sagnfræðingur. Nú er farið að styttast í borgar- stjórnarkosningar. Erum við Reyk- víkingar ekki búnir að fá nóg af óstöðvandi skuldasöfnun hjá vinstri meirihlutanum? Erum við ekki búin að fá nóg af óreiðu í stjórnsýslu borgarinnar? Erum við ekki búin að fá nóg af óþrifnaði í borgarlandinu? Svona mætti lengi telja. Gefum Sjálfstæðisflokki tækifæri til að taka til hendinni í borginni eftir kosning- arnar 14. maí. Ekki er vanþörf á því. Viljum við að borgarstjóri stýri borginni okkar í gjaldþrot? Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Vöndum valið Órækt Umhirðu og grasslætti í borgarlandinu hefur verið verulega ábóta- vant á undanförnum árum að margra mati. Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.