Morgunblaðið - 22.04.2022, Page 17

Morgunblaðið - 22.04.2022, Page 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2022 ✝ Kristjana Em- ilía Guðmunds- dóttir fæddist 23. apríl 1939 í Stykk- ishólmi. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, 11. apríl 2022. For- eldrar hennar voru Guðmundur Ólafs- son, bóndi og land- póstur, f. 15.12. 1907, d. 24.7. 1999, og Valborg Vestfjörð Emilsdóttir ljósmóðir, f. 22.1. 1916, d. 6.4. 2007. Systkini hennar eru Ólafur Kristinn, f. 1936, Unnsteinn, f. ur Hjartarson, börn þeirra eru Andrea Hlín og Björgvin. 3) Val- borg, f. 15. ágúst 1961, maki Magni Rúnar Þorvaldsson, börn þeirra eru Elínborg, Erna Rún og Guðjón. 4) Sævar, f. 3. nóv- ember 1967, maki Gerður Helga Helgadóttir, synir þeirra eru Emil Kristmann og Jón Helgi. 5) Sjöfn, f. 3. nóvember, maki Kristján Eysteinn Harðarson, börn þeirra eru Linda Dögg, Ey- steinn Már og Magnús Þór. 6) Guðmundur Hilberg f. 6. októ- ber 1969, maki Karólína Ein- arsdóttir, dóttir þeirra er Guð- rún Emilía, synir hans úr fyrra sambandi eru Friðgeir Nökkvi, Sebastian Blær og Mikael Máni. Langömmubörnin eru 15. Útförin fer fram frá Akra- neskirkju í dag, 22. apríl 2022, klukkan 13. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat 1945, Rósa Vest- fjörð, f. 1947, og Kristín Björk, f. 1953. Kristjana Emilía ólst upp á Dröngum á Skógarströnd. Hún giftist Jóni Hil- berg Sigurðssyni, f. 17. apríl 1933, hinn 10. júlí 1957. Börn þeirra eru: 1) Steinar, f. 13. apr- íl 1958, maki Ragnheiður Júlía Wium Hilmarsdóttir. Börn hans frá fyrra hjónabandi eru Stein- unn Ósk og Sigurður Atli. 2) El- ín, f. 15. ágúst 1961, maki Hörð- Móðir mín Man ég þig móðir mild þín gætti hönd mín um æskudaga flutti minn hug um fjarlægustu lönd söngur þinn og saga blíðlega ætíð þú bættir öll mín sár brosin þín ljóma um mín æskuár ást þín mér yljar alla ævidaga. (KEG) Fyrir hönd barna, tengda- barna, barnabarna og barna- barnabarna, Sævar Jónsson. Elsku systir hefur nú kvatt þessa jarðvist. Margs er að minnast og margs er að sakna. Við systkinin ólumst upp á Dröngum á Skógarströnd á kærleiksríku heimili sem tengdi okkur saman systkinaböndum. Kristjana Emilía Guðmunds- dóttir, Emma okkar, var næst- elst okkar systkina. Hún var ung farin að bera ábyrgð á heimilinu þegar mamma fór í ljósmóðurstörfin. Emma tók landspróf í Stykkishólmi og kenndi einn vetur í farskólanum á Skógarströnd. Eiginmannin- um Jóni Hilberg Sigurðssyni kynntist hún í Stykkishólmi og hófu þau búskap á Dröngum 1957, fljótlega var búið gert að tvíbýli og bjuggu Emma og Nonni þar í félagsbúi með for- eldrum okkar. Þau eignuðust sex börn, tvennir tvíburar eru í þeim hópi. Emma hafði alltaf mikinn áhuga á menntun og var í skólanefnd Skógarstrandar- hrepps þegar Laugargerðisskóli var stofnaður. Árið 1968 hættu þau búskap á Dröngum ásamt foreldrum okkar, faðir okkar gat ekki stundað bústörfin leng- ur og Nonni hneigðist meira í aðra verklega vinnu. Allur hóp- urinn fluttist í þriggja her- bergja íbúð í Kópavoginum. Ungu hjónin keyptu nýja íbúð í Lundarbrekkunni. Það var nóg að gera á heimili með sex börn en Emma sagði að þá væri besta vinnan að passa fleiri börn. Heima í Lundarbrekkunni var oft fullt hús af börnum. Á þess- um tíma var líka pláss fyrir öld- unginn; fyrst bjó hjá þeim Gísli Sigurðsson sem var einstæðing- ur og bjó hjá okkur á Dröngum, síðan bjó faðir Nonna, Sigurður Lárusson, heima hjá þeim. Tengslin við ættjörðina héldust áfram því við systkinin áttum saman landspildu í Drangaskógi þar sem byggð voru sumarhús. Þessi reitur hefur verið sam- verustaður okkar systkinanna og Þrastarkotið var Emmu afar dýrmætt. Þegar Emma var búin að koma öllum börnunum til mennta tók hún sig til og fór í Iðnskólann og stundaði nám í bókbandi á sama tíma og hennar yngsti sonur stundaði nám þar. Eftir námið fór hún í vinnu á Bókasafn Kópavogs, þar vann hún við bókband og ýmis önnur störf. Emma og Nonni keyptu síðar Borgarholtsbraut 27 á móti foreldrum okkar, þar átti fjölskyldan saman mörg góð ár. Emma var mjög félagslynd, elskaði alla tíð uppeldisstaðinn sinn og vildi halda í tengslin við Snæfellsnesið og var formaður Snæfellingafélagsins í nokkur ár. Hún elskaði dýr, þó hestana mest og lét draum sinn rætast og stundaði útreiðar milli sex- tugs og sjötugs. Emma var góð- ur penni og hafði mikinn áhuga ljóðlist, hún gaf út fimm ljóða- bækur og auk þess á hún ljóð í mörgum safnritum. Ást hennar á æskustöðvunum, náttúrunni, börnunum og fjölskyldunni má lesa úr ljóðunum hennar. Árið 2007 ákváðu Emma og Nonni að flytja sig um set og fluttu á Akranes og áttu þar góð ár á Leynisbrautinni. Emma tók virkan þátt í félagsstarfi eldri borgara, kenndi þar bókband og var formaður menningarnefnd- ar, einnig söng hún í kór félags- ins meðan hún hafði heilsu til. Við kveðjum nú góða konu sem umvafði alla ást og kærleika. Þótt hún hafi farið á fjarlægari stað er hún enn að gefa af sér með uppbyggjandi orðum sem lifa í ljóðunum hennar. Ólafur, Rósa, Björk og fjölskyldur. Líf okkar er ganga í sandi fætur okkar marka spor í flæðarmálinu slóð okkar máist út með næsta broti þá koma aðrir og marka nýja slóð í sandinn. (KEG) Hún Emma okkar hefur lokið göngu sinni. Við Unnsteinn hófum okkar sambúð við hlið Emmu og Nonna, á Skógarströndinni, á Dröngum, þeim fallega stað þar sem sólarlagið er öllu öðru feg- urra. Áttum ómetanlegan tíma saman þennan vetur, á gest- kvæmu lifandi heimili. Þarna urðu til þau tengsl sem aldrei rofnuðu. Emma og Nonni ásamt Val- borgu og Guðmundi fluttu sig um set í Kópavoginn, þar sem áfram var ræktað gott mannlíf. Haldið þétt og fallega utan um stóra fjölskyldu. Í „rauða hús- inu“ á Borgarholtsbrautinni varð miðstöð fjölskyldunnar, í þess orðs fyllstu merkingu. Blómstrandi gróðurparadís úti og inni, menningarheimili af bestu gerð þar sem ætíð ríkti glaðværð og gestrisni, sem margir munu minnast. Systkinin byggðu sumarbú- staði í fallegum reit í Dranga- skóginum og dvöldu þar mikið á sumrin með barnahópana sína. Enn ómar skógurinn af glöðum krakkaröddum. Emma var alla tíð mikið nátt- úrubarn, eins og ljóðin hennar sýna: Þegar vorar þá ég finn þessa löngun til að mega heim í skóginn hverfa minn höfgan ilminn teyga. Lóan kveður ljúft í mó lifna grös og blóm í haga vorsins kliður vist í ró vekur gamla daga. Þú sem einatt þráir frið þú skalt ekki framar leita hlustaðu’ á vorsins hljómaklið hann mun gleði veita. (KEG) Drangasystkinin voru sam- heldinn hópur og öll tækifæri notuð til samveru. Gat það verið af ýmsu tagi; leikhúsferðir, tón- leikar, Vestfjarðaferðin, þorra- blótin í skóginum, jeppaferðin um hálendið, afmælishátíðir með lamb á teini. Ferming á Hornafirði, allir koma, fyllt rúta, svo gengið „fyrir Horn“. Sæludagar í Toskana, margt skoðað og upplifað. Stórafmæli Emmu haldið í Búdapest, frúin og föruneyti borða hátíðarverð siglandi á Dóná við lifandi sí- gaunatónlist. Emma elskaði að ferðast. Þau hjón fóru bakpoka- ferð með vinum niður alla Evr- ópu, m.a. til Grikklands. Urðu þar til mörg falleg ljóðin: Þarna ber þig við bláan himin mikli Akropolis gamli virðulegi, gráhærði öldungur ilmur af blómstrandi neríum fyllir loftið fótspor liðinna heimspekinga liggja í slitnum þrepum þínum ég dreg skóna af fótum mér feta upp heitan gljáandi marmarann á fund þinn mikli höfðingi. (KEG) Hún Emma mín var lífskúnst- ner, í þess orðs bestu merkingu, og Nonni alltaf til staðar. Saman dönsuðu þau lífsdansinn og gæddu lífið lit. Þráðinn minn ég dreg í vefinn varlega því líf mitt hangir í þessum þræði hvern dag bæti ég þætti í vefinn minn glitrandi þræði í lífsins vef. Einhverntíma einhvern daginn slitnar þráðurinn. (KEG) Við fjölskyldan okkar sendum aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur og þökkum elsku Emmu samfylgdina. Hildigerður (Gerða) og Unnsteinn. Í dag verður Emma frá Dröngum jarðsungin frá Akra- neskirkju. Við félagar hennar í Fífunni, bókmenntaklúbbi FEBAN, minnumst hennar með söknuði og þökkum fyrir ein- staklega góða og gefandi sam- veru í starfi eldri borgara á Akranesi. Emma var einn af stofnendum Fífunnar haustið 2009, en fyrsta lestrarstundin var haldin 16. september það ár og enn eru nokkrir af stofnend- um með okkur á lestrarstundum Fífunnar. Í fundargerð þessa fundar segir meðal annars að Emilía hafi lesið upp ljóðið Drottning mýranna eftir Erlu skáldkonu (Guðfinnu Þorsteins- dóttur) en þar er þetta erindi: Hvað heita þessi sívölu, stóru, grænu strá, svo stinn og bein á velli, með kolli hærðum á? Hvað kollurinn er mjúkur, og hárið hvítt og þétt, er hægur morgunblærinn það greiddi áðan slétt. Svo var ákveðið að klúbbur- inn yrði látinn heita Fífan. Lík- ingin við gráhvíta kolla er aug- ljós. Emma var vönduð kona, vel greind og dugleg, hugmyndarík og skemmtileg. Henni var lagið að drífa aðra áfram með sér. Mig spurði hún um haustið 2014, hvort ég myndi ekki vilja lesa með þeim, þetta væri bara tvisv- ar í mánuði, og ég féllst á það. Áður en ég vissi af voru þær Gréta búnar að gera mig að for- manni nefndarinnar. „Þetta verður allt í lagi, ég skal hjálpa þér.“ Hún stóð svo sannarlega við það, hún Emma, og dró ekki af sér að upplýsa um undirbún- ing funda, leikhúsferða og vor- ferða og brýna fyrir mér vand- virkni og trúnað við félagana. Ég þakka henni hér með af heil- um hug því starfið hefur verið gefandi og skemmtilegt með góðu samstarfsfólki. Emma var ágætlega skáld- mælt og gaf út nokkrar ljóða- bækur, fimm af þeim eru í minni eigu. Hún las stundum fyrir okkur valin ljóð eftir sig og um tíma orkti hún hækur og setti á Facebook, eina á dag. Það var gaman að lesa þær. Emma hafði lært bókband og sýndi okkur fallega innbundnar bækur, sem báru vitni um vandað hand- bragð og smekkvísi. Hún kenndi bókband á fyrstu árum sínum í FEBAN, en kennslunni hefur ekki verið haldið áfram síðustu árin. Ljóðin hennar Emmu eru bæði hefðbundin með rími og stuðlum og órímuð. Hún var í senn heimskona og sveitastúlka í nánum tengslum við náttúru og dýralíf eins og skilja má af ljóðum hennar. Eitt sinn er ég kom til hennar lagði hún fingur á vör og leiddi mig að einum glugganum heima hjá sér og sýndi mér hreiður undir þak- brúninni. Mig minnir að það hafi verið maríuerla sem hún var að fylgjast með og passa að ónáða ekki. Blessuð sé minning Kristjönu Emilíu og samúðarkveðjur til Jóns Hilbergs og fjölskyldunnar allrar. Kristín Sesselja Einarsdóttir. Kristjana Emilía Guðmundsdóttir ✝ Aðalheiður Sig- urjónsdóttir fæddist á Brunnhóli á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu 8. júlí 1928. Hún and- aðist á hjúkrunar- heimilinu Skjól- garði á Hornafirði 13. apríl 2022. For- eldrar hennar voru Sigurjón Einarsson og Þorbjörg Bene- diktsdóttir. Aðalheiður var fimmta í röð sjö systkina, af þeim eru tvö á lífi. Aðalheiður giftist árið 1947 Guðmundi Sæmundssyni frá Stóra-Bóli, f. 17. janúar 1921, d. 24. apríl 2005. Börn þeirra eru: 1) Gunnar Þór, f. 13.12. 1947, maki Ragnheiður Ás- geirsdóttir, f. 19.7. 1951. 2) Páll, f. 8.9. 1950, maki Dagný Rögnvaldsdóttir, f. 31.1. 1957. 3) Guð- ríður, f. 27.8. 1952, maki Þór R. Björns- son, f. 4.9. 1955. 4) Ingunn, f. 30.1. 1958, maki Björn Gunnlaugsson, f. 19.12. 1952. 5) Ár- mann Karl, f. 21.1. 1965, maki Hólmfríður Guðlaugsdóttir, f. 13.1. 1963. Barnabörnin eru 14, barnabarnabörnin 25 og barna- barnabarnabörnin 5. Aðalheiður ólst upp við al- menn sveitastörf á heimili for- eldra sinna og fjölskyldu, fyrst á Brunnhóli en síðar á nýbýlinu Árbæ. Hún stundaði nám við barnaskólann á Mýrum en fór ung að árum í vist á Höfn í Hornafirði, meðal annars til læknishjónanna í Garði. Að- alheiður og Guðmundur hófu sína sambúð á Höfn en árið 1952 keyptu þau jörðina Rauðaberg á Mýrum og hófu þar búskap ásamt systur Guðmundar, Sig- urbjörgu Sæmundsdóttur, og manni hennar, Jóni Sigurðssyni. Tveimur árum síðar byggðu þau nýbýlið Hlíðarberg og bjuggu þar til ársins 1972 er þau fluttu aftur til Hafnar. Á Höfn sinnti Aðalheiður ýmsum störfum, meðal annars við fiskverkun og í brauðgerð Kaupfélags A- Skaftfellinga. Útför Aðalheiðar verður gerð frá Hafnarkirkju í dag, 22. apríl 2022, og hefst athöfnin klukkan 14. Streymt verður frá athöfn- inni á www.hafnarkirkja.is. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat Í dag er borin til grafar amma mín, Aðalheiður Sigurjónsdóttir. Amma Alla var svo góðhjörtuð og hlý, skemmtileg og hress. Hún svaraði alltaf svo hress í símann þegar hún hringdi eða maður hringdi í hana, en hún sagði alltaf „komdu sæl“ mjög hress og kát. Hún og afi Mundi pössuðu mig stundum á Höfn þegar ég var lítil og hún skipti aldrei skapi og vildi allt fyrir mann gera. Ég var með sítt og þykkt hár sem barn en var ekki mikið fyrir að greiða á mér hárið eða láta greiða mér, amma sagði við mig að ef ég færi ógreidd út þá myndi sólin hlæja að mér. Ég trúði henni auðvitað og fékkst því til að láta hana greiða á mér hárið. Ég hugsa oft til þessara orða enn í dag, og passa mig að sjálfsögðu á að fara ekki út ógreidd svo sólin fari nú ekki að hlæja að mér. Það var alltaf gaman að fara í heimsókn til ömmu, hún var mikill gestgjafi og tók alltaf á móti manni með fullu borði af veitingum þótt mað- ur kæmi bara einn í heimsókn til hennar. Hún gerði bestu kleinur sem ég hef smakkað sem voru geymdar í stóru boxi inni í skáp og var ég fljót að taka boxið fram þegar ég kom til hennar sem barn. Amma var mikil handa- vinnukona og þykir mér mjög vænt um þau handverk sem hún hefur gefið mér og mínum. Þar má helst nefna heklað rúmteppi sem ég fékk í fermingargjöf, ung- barnateppi sem hún gaf mér þeg- ar Bjarki Þór frumburðurinn okkar Brynjars fæddist, prjónað- an kjól og saumaða mynd af meri með folaldi sem ég fékk í inn- flutningsgjöf þegar við Brynjar keyptum okkar fyrstu íbúð. Ég fór oft í heimsókn til ömmu þegar ég var í skóla á Höfn í þrjú ár. Afi Lulli sem bjó á hæðinni fyrir ofan ömmu kom þá iðulega niður til okkar og við tókum í spil saman og spjölluðum. Þegar ég flutti suður hitti ég ömmu ekki eins oft en nýtti þó hvert tækifæri sem gafst og ég er mjög þakklát fyrir að allir strákarnir mínir hafi fengið að kynnast henni. Elsku amma, ég er þakklát fyrir öll árin með þér og sakna þín mikið og ég veit að afi Mundi tekur vel á móti þér. Það er mér mikill heiður að fá að fylgja þér síðasta spölinn á þessari jörð. Ingibjörg Ester Ármannsdóttir. Aðalheiður Sigurjónsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍNBORG KARLSDÓTTIR húsmóðir, Stykkishólmi, lést á St. Fransiskus-spítalanum í Stykkishólmi 18. apríl. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 23. apríl klukkan 14. Eiríkur Helgason Unnur M. Rafnsdóttir Þórdís Helgadóttir Friðrik S. Kristinsson Karl Matthías Helgason Íris Björg Eggertsdóttir Steinunn Helgadóttir Sæþór H. Þorbergsson Helgi, Borghildur, Þóra Sif, Elínborg, Þorbergur Helgi, Aníta Rún, Aron Ernir, Dísella Helga, Lúkas Eggert og langömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR frá Mávahlíð, lést sunnudaginn 17. apríl á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útför verður auglýst síðar. Ágúst Guðmundsson Hafdís Viggósdóttir Þorsteinn Guðmundsson Björk Birgisdóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.