Morgunblaðið - 22.04.2022, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2022
✝
Elín Pálma-
dóttir fæddist
í Reykjavík 31.
janúar 1927. Hún
lést á hjúkr-
unarheimili Hrafn-
istu við Brúnaveg
2. apríl 2022.
Elín var dóttir
hjónanna Tóm-
asínu Kristínar
Árnadóttur, f.
17.5. 1899, d. 10.4.
1953 og Pálma Hannesar Jóns-
sonar, skrifstofustjóra hjá
Kveldúlfi, f. 10.10. 1902, d.
3.10. 1992.
Systkini Elínar eru Sólveig,
fv. skrifstofustjóri á Landspít-
ala, f. 25.2. 1929, Árni Jón,
sérkennari við Fellaskóla, f.
4.4. 1931, d. 10.1. 1993 og
Helga, fv. sviðsstjóri á sjón-
varpi RÚV, f. 4.7. 1936. Hálf-
bróðir samfeðra var Pétur við-
skiptafræðingur, f. 24.9. 1922,
d. 11.4. 1998, móðir hans var
Þórunn Einarsdóttir, f. 19.8.
1897, d. 24.3. 1976.
Að loknu stúdentsprófi og
námi við Háskóla Íslands hóf
Elín störf fyrir utanríkisráðu-
neytið árið 1948 og starfaði
hjá Sameinuðu þjóðunum í
New York og sendiráðinu í
París. Elín sneri sér að blaða-
mennsku árið 1952, vann fyrst
hjá Vikunni en hóf störf hjá
umhverfismál mjög til sín
taka, var formaður Nátt-
úruverndarnefndar og Um-
hverfisráðs, stjórnarformaður
Bláfjallafólkvangs frá stofnun
1973-1986, stjórnarformaður
Reykjanesfólkvangs frá stofn-
un 1975-1986 og átti sæti í
Náttúruverndarráði um langt
skeið. Elín var stjórn-
arformaður Borgar-
bókasafnsins um skeið sem og
stjórnarformaður Kjarvals-
stofu í París. Hún tók virkan
þátt í starfi Zonta-samtak-
anna.
Elínu hlotnaðist marg-
víslegur heiður fyrir störf sín.
Forseti Íslands veitti henni
riddarakross hinnar íslensku
fálkaorðu árið 1997. Forseti
Frakklands sæmdi hana Che-
valier de l’Ordre National du
Mérite árið 1999 og orðu
frönsku heiðursfylkingarinnar
Ordre National de la Légion
d’Honneur árið 2015, æðstu
orðu sem veitt er þar í landi.
Árið 2002 var Elín heiðruð
með gullmerki Ferðafélags Ís-
lands og af öllum helstu nátt-
úruverndarsamtökum landsins
fyrir einstakt framlag til nátt-
úru- og umhverfisverndarmála
árið 2004. Þá voru henni jafn-
framt veittar heiðursvið-
urkenningar frá hinu Íslenska
Náttúrufræðifélagi og Blaða-
mannafélagi Íslands.
Elín verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í dag, 22. apríl
2022, klukkan 13.
Morgunblaðinu
1958. Þar starfaði
hún í hartnær 40
ár og lét af störf-
um fyrir aldurs
sakir 1997. Hún
hélt þó ótrauð
áfram greinaskrif-
um. Elín einbeitti
sér að skrifum um
náttúru og nátt-
úruvernd, elds-
umbrot og jökla-
rannsóknir og var með þeim
fyrstu sem fóru til Vest-
mannaeyja nóttina sem gosið
hófst. Hún skrifaði einnig ít-
arlega um hlutskipti fólks á
átakasvæðum sem hún heim-
sótti í Asíu, Afríku og á Balk-
anskaga.
Eftir Elínu liggur bókin
Fransí biskví sem kom út árið
1989 og fjallar um þriggja
alda sögu frönsku Íslands-
sjómannanna en hún var til-
nefnd til Íslensku bókmennta-
verðlaunanna árið 1990. Aðrar
bækur Elínar eru Gerður, ævi-
saga Gerðar Helgadóttur
myndhöggvara (1985), Með
fortíðina í farteskinu (1996) og
Eins og ég man það (2003).
Elín tók þátt í stjórnmálum,
var m.a. borgarfulltrúi og
varaborgarfulltrúi fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn á árunum 1970-
1982. Á þeim vettvangi lét hún
Elínu Pálmadóttur móðursyst-
ur minni hefur sennilega tekist að
gera flest af því sem hún ætlaði
sér í lífinu. Og það var ófátt. Hún
var hugmyndarík, áræðin og
sannkallaður orkubolti. Áhuga-
svið hennar var breitt – menning
ólíkra landa; íslensk náttúra; líf í
ríkjum Asíu, Afríku og Balkan-
skaga eftir ógnir og stríð; saga
franskra sjómanna; listir; nýir
möguleikar almennings til útivist-
ar og skíðaiðkunar; miðlun um vís-
indi og náttúruvernd. Þá er fátt
eitt talið.
Elín hefur fylgt mér alla ævi.
Kveðjustundin er því þrungin en
um leið uppspretta ljúfra minn-
inga. Ég man ferð okkar um land-
ið á Volkswagen-bjöllunni hennar
þegar ég var 11 ára með viðkomu í
Jökulheimum þar sem saman
voru komnir jarðvísindamenn og
jöklavinir. Ég man þegar ég bjó
hjá henni 17 ára á Kleppsvegi þeg-
ar fjölskylda mín var í Bandaríkj-
unum. Hún eldaði þar allan mat á
forláta rafmagnspönnu, uppáhald-
ið ýsa með púrrulauk og sítrónu.
Minnisstæðar eru heimsóknir
Gerðar Helgadóttur myndhöggv-
ara og annarra skemmtilegra
vina. Ég man heimsóknir á Mogg-
ann í Aðalstræti eftir skóladag í
MR og eftirminnilega blaðamenn,
ritstjóra og ljósmyndara og þá
sérstöku stemningu sem ríkti í
byggingunni þegar Elín var á
kvöldvakt. Ég man ótal listvið-
burði sem hún bauð mér á – Rost-
ropovich, Pavarotti, du Pré, Me-
nuhin, Helgi Tómasson. Allt hafði
þetta áhrif og í raun meiri en ég
hef áður áttað mig á.
Elín eignaðist ekki börn en
þótti mikið til okkar systkina-
barna sinna koma. Hún dró hvergi
af sér við að hrósa mannkostum
okkar hvar sem hún kom og þótti
mörgum nóg um. Okkur varð aldr-
ei sundurorða utan einu sinni þeg-
ar ég á fimmtugsaldri keypti mér
nýjan svefnpoka. Það þótti henni
bruðl og minnti, augljóslega særð,
á kanadíska dúnpokann sem hún
hafði gefið mér í fermingargjöf.
Hann hlyti að vera nógu góður.
Sjálf var hún fram úr hófi nýtin og
nægjusöm á allan hátt en sérlega
gjafmild í garð annarra, gjafirnar
vandaðar og smekklegar. Og örlát
var hún svo sannarlega á tíma
sinn öllum þeim fjölmörgu sem
leituðu ásjár hennar.
Elín flutti sextug á Grandaveg
og gerði strax ráðstafanir til að
geta búið þar sjálfstæðu lífi fram
eftir aldri. Þegar henni var ráðlagt
að þjálfa betur vöðva í fótleggjum,
þá komin fast að níræðu, tók hún
sig til og gekk á hverjum morgni
upp sjö hæðir í húsinu. Heimilið
var stílhreint með útsýni til norð-
urs yfir Faxaflóann og þar naut
hún sín umkringd bókum og list-
munum hvaðanæva úr heiminum.
Elín fór ung til starfa við sendi-
ráð Íslands í París og tók ástfóstri
við Frakkland. Starfa minna
vegna lá leiðin til Parísar skömmu
eftir andlát hennar. Þar var gott
að feta gamlar slóðir hennar og sjá
hana fyrir sér rúmlega tvítuga
með allt lífið fram undan. Ég verð
ævinlega þakklát fyrir að hafa
fengið að eiga hlutdeild í þeirri
vegferð. Hún sýndi mér og mínu
fólki mikinn kærleik, óbifandi
stuðning og einlægan áhuga á öll-
um okkar viðfangsefnum.
Elín var náttúruafl allt til
hinstu stundar. Megi hún nú hvíla
í friði með þakklæti fyrir allt og
allt.
Kristín Ingólfsdóttir.
Elín Pálmadóttir var þátttak-
andi í öllum stórum stundum í lífi
mínu og ótal hversdagsaugnablik-
um frá því ég kynntist systurdótt-
ur hennar. Elín, sem margir
þekktu sem Ellu Pálma, var
landsþekktur blaðamaður á
Morgunblaðinu. Fyrir norðanpilt,
sem varla hafði séð út fyrir fjalla-
hring fjarðanna þar, voru kynni
við Ellu eins og rafmögnuð
skynditenging við fjarlægustu
heimshorn – Asíu, Afríku og Am-
eríku. Hún hafði alls staðar verið,
alla hitt og allt reynt.
Elín var ástríðublaðamaður og
trúði því staðfastlega að það
myndi leiða til góðs fengi fólk upp-
lýsingar og skoðaði öll mál frá sem
flestum hliðum. Hún hafði líka lag
á að leiða þessar upplýsingar fram
í gegnum viðmælendur, sem allir
urðu betri sagnamenn en ella
vegna þess hve þeir höfðu áhuga-
saman skrásetjara. Einstaka sinn-
um varð hún þátttakandi í sögunni
sem hún taldi sig þurfa að segja og
gat þá legið mikið á hjarta. Hún
var mjög einlægur náttúruvernd-
arsinni og um það vitnar aragrúi
viðtala og greina sem hún ritaði
um náttúru, náttúruhamfarir og
náttúruauðlindir. Hún gat þá
stundum ekki beðið útkomu blaðs-
ins heldur rakti ítarlega fyrir þeim
sem heyra vildu efni sögunnar
sem hún var með í höfðinu og beið
þess að komast í Moggann. Svo
flutu með upplýsingar sem voru á
leið í bækur á borð við stórvirkið
„Fransí biskví“ eða endurminn-
ingabókina „Eins og ég man það“.
Elín vann í fjóra áratugi á Mogg-
anum og það má segja að fé-
lagarnir þar hafi orðið hennar
önnur fjölskylda.
Í pólitík var Elín að segja má
fædd inn í Sjálfstæðisflokkinn.
Pálmi faðir hennar var einn af
stofnendum Heimdalls. En þó að
heiðblár íhaldshiminn hvelfdist yf-
ir öllu hennar umhverfi var af-
staða hennar til manna og málefna
fyrst og fremst byggð á mann-
skilningi og velvild. Hún lokaði sig
aldrei af í neinum skilningi og alls
ekki í pólitík. Hún fylgdi ekki
trúarsetningum eða kreddum.
Hún hafði of víða verið, of marga
hitt, of margt séð og engu gleymt.
Elín bjó ein, en hún var aldrei
ein. Hún var afar frændrækin, en
ég varð líka vitni að því hve hún
var hjálpsöm og vinmörg, greið-
vikin og örlát langt út fyrir fjöl-
skyldu- og flokkabönd. Það gaf
mér enginn jafn hagnýtar jóla-
gjafir og Ella. Þær miðuðu gjarn-
an við aðstæður sem hún hafði
sjálf upplifað á ferðum í fjarlæg-
um löndum og stríðshrjáðum. Þar
á meðal er græja til að sjóða vatn
þar sem ómengað neysluvatn er
ófáanlegt. Líka fjölnota vasahníf-
ur til lífsbjargar í frumskógi. Svo
fylgdi reyndar einhvern tíma
áburður gegn hárþynningu, sem
hún taldi fráleitt að ég léti yfir mig
ganga. Það reyndist tapað stríð.
Stærsta gjöfin sem hún gaf mér
og öllu samferðafólki var velvild
og lífsgleði sem geislaði af henni.
Það er gott að muna Ellu
Pálma. Það er gott að muna góð-
mennsku sem engan greinarmun
gerði á fólki, brennandi áhuga á
hlutskipti fólks og þessa óbælandi
þörf fyrir að miðla til annarra.
Hvort heldur ég rifja upp stóru
stundirnar eða hversdagsaugna-
blikin sem við áttum saman er allt-
af bjart yfir minningunum. Henn-
ar lífi var vel lifað.
Einar Sigurðsson.
Nú er hún Elín Pálmadóttir
blaðamaður látin, 95 ára að aldri.
Mig langar til að minnast stóru
systur minnar með nokkrum orð-
um.
Þar sem ég ólst upp á Siglufirði
hjá fósturforeldrum mínum var
samband okkar ekki mikið fyrstu
árin. Mæður mínar, systurnar,
voru þó alltaf í miklum samskipt-
um en móðir okkar fékk lömunar-
sjúkdóm og lést langt um aldur
fram.
Þegar ég fór að geta ferðast ein
var ég send til Hjalteyrar að
sumri til en þar dvaldi faðir okkar
með alla fjölskylduna á meðan
síldveiðarnar voru í gangi og
starfaði fyrir Kveldúlf. Ella fékk
þá vinnu á rannsóknarstofu Síld-
arverksmiðjunnar við að mæla
fitu síldarinnar m.a. Þarna var
mikið fjör og hafði Ella orð á því
seinna hve gaman hefði verið á
Hjalteyri.
Þegar Ella vann í sendiráðinu í
París heillaðist hún af franskri
menningu og öllu sem franskt var.
Hún umgekkst þar marga ís-
lenska listamenn, m.a. Gerði
Helgadóttur, og þær urðu miklar
vinkonur. Seinna skrifaði Ella bók
um ævi hennar.
Áður en Ella fór til Parísar
hafði hún verið nemi hjá hinum
nýstofnuðu Sameinuðu þjóðum í
New York og upplifði þar margt
áhugavert. Hún sagði mér meðal
annars frá Eleanor Roosevelt
fyrrum forsetafrú sem hafði oft
samband við erlendu nemana,
bauð þeim heim og sagði þeim frá
hugsjónum sínum og vonum um
frið og mannréttindi.
Á fyrsta ári mínu í menntaskóla
bjó ég hjá Ellu og Pálma föður
okkar á Öldugötu 3. Þá kynntumst
við Ella afskaplega vel og ævilöng
vinátta myndaðist. Ég var alin
upp við mikinn bóklestur en var
ekki komin að Laxness á þessum
tíma. Systir mín bætti snarlega úr
því, lánaði mér Barn náttúrunnar
og Sölku Völku svo ekki varð aftur
snúið. Halldór Laxness varð minn
maður. Hún vakti líka athygli
mína á frönskum bókmenntum.
Ella hóf sinn blaðamannsferil
hjá Vikunni. Því fylgdu fríðindi og
fékk Ella oft miða á frumsýningar
leikhúsa og á opnanir listsýninga.
Tók hún mig þá með sér, mér til
ómældrar ánægju.
Ella var ósínk á að lána mér fal-
legu Parísarfötin sín. Einu sinni
kom babb í bátinn. Ég var að fara
á frumsýningu hjá Menntaskólan-
um en Ella að skrifa um sýn-
inguna fyrir Vikuna. Hún var í
mestu vandræðum með að finna
viðeigandi föt á sig því ég hafði
sýnt mig í þeim öllum í skólanum.
Seinna var það gæðingurinn
Sokki sem tengdi okkur nánum
böndum. Pálmi faðir okkar var
forfallinn hestamaður og hélt
hesta í Reykjavík. Hann lánaði
okkur Ellu gæðinginn Sokka sem
við höfðum í hesthúsunum inn við
Elliðaár. Á þessum tíma vann ég
sem flugfreyja hjá Loftleiðum.
Það hentaði vel, Ella hafði Sokka
fyrir sig þegar ég var að fljúga en
milli ferða hafði ég hann. Svo önn-
uðumst við hann saman.
Ég varð auðvitað fyrir áhrifum
af áhuga Ellu á verndun náttúr-
unnar og jafnréttismálum. Hún
átti langan feril hjá Morgun-
blaðinu og gekk þar í öll störf til
jafns við strákana sem ekki var
sjálfgefið. Ella minnti mig á að
konur gætu allt ef viljinn væri fyr-
ir hendi. Það var uppörvandi.
Mínum börnum var Ella ynd-
isleg móðursystir og barnabörnin
dáðust að henni, einkum þegar
þau áttuðu sig á að hún var blaða-
maður og heimshornaflakkari eins
og Tinni.
Hvíl í friði.
Helga.
Ungum nýráðnum þingfrétta-
ritara var vísað af liprum sam-
starfsmönnum Morgunblaðsins
inn í myndarlegt glerbúr sem upp-
lagt væri að hann legði undir sig og
þingskrifarastörfin. Þóttist ný-
græðingurinn heppinn og ham-
ingjusamur og tók að koma sér fyr-
ir í þessari líka prýðilegu aðstöðu.
Svo sem hálfri stund síðar var
hurðinni að dásemdinni hrundið
upp af alkunnum dugnaði þess sem
átti í hlut.
Þar var Elín Pálmadóttir. Hvað
vildi þessi spraðurbassi upp á
dekk? Varnir um að viðkomandi
hefði verið vísað á þann stað af
þeim sem bestu þekktu til, þeim
sömu sem reyndar virtust hafa
framlengt kaffipásu sína til að sjá
lokin á brandara sínum.
Þessi fyrsti dagur á Mogganum
byrjaði ekki sem best. En skálkar,
sem gerðu sér dagamun, vísuðu
nýja manninum út í sitt horn. Það
var ekkert stúkusæti. En þing-
fréttaritari hafði ágæta aðstöðu í
þinginu og náði að ljúka drjúgum
hluta sinna verkefna þar. Kynni
okkar Elínar gátu frá fyrstu
stundu ekki átt neitt eftir nema að
batna. Ég þekkti hana af afspurn.
Fjöldi manna hafði á henni mikið
álit. Dugnaður hennar var með ein-
dæmum. Hún baðst sjaldan undan
verki og aldrei af þeirri ástæðu að
það væri nær óvinnanlegt eða bein-
línis hættulegt. Þeir eiginleikar
ýttu undir ákafa Elínar að fá að
fást við það. Hvort sem hún lenti á
fljótandi borgarísjaka eða austur í
Víetnam við vafasamar aðstæður,
sem stundum voru ekki ýkjur að
teldust lífshættulegar.
Elín Pálmadóttir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Orðuveiting Elín var heiðruð af franska ríkinu í tvígang. Hér fær hún orðuna Ordre National
de la Légion d’Honneur árið 2015, en það er æðsti heiður sem veittur er í Frakklandi.
Borgarstjórn Elín var borgarfulltrúi og varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum
1970-1982. Hér situr hún við hlið Birgis Ísleifs Gunnarssonar, oddvita flokksins í borgarstjórn.