Morgunblaðið - 22.04.2022, Síða 19

Morgunblaðið - 22.04.2022, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2022 Þótt þessi hálfa öld okkar kynna hefði farið svolítið stirðlega af stað, eins og var markmið hönn- uðanna, þá breyttust þau fljótt og örugglega í trausta vináttu. Við áttum góða samleið á næsta vett- vangi, í borgarstjórnarpólitíkinni. Sjónarmiðum okkar svipaði sam- an, þótt blæbrigðamunur gæti orðið. Elín var kraftmikil, fjarri því sérhlífin, hafsjór af fróðleik og skipti þá sjaldnast máli hvert litið var um upplýsingar eða frétt. Hún var ýtin mjög þegar hún vildi, en það er eiginleiki sem er óborgan- legur fyrir góðan blaðamann. En aldrei þó þannig að það skemmdi fyrir málstaðnum í neinu. Á löngum ferli hafði hún spunnið margvíslegar tengingar innan lands sem utan. Allt þetta lagðist á eitt. Forvitni í þágu fréttar eða greinar, vinnuþrek, tilfinning fyrir hvert væri inntakið sem mest gildi hefði fyrir verkefnið sem lá á að ljúka í tíma og þannig að sómi yrði að og öguð vinnubrögð sem tryggðu að ekki yrði settur punkt- ur þar til allt sem mestu skipti væri komið í hús. Og ekki má gleyma mikilli og eðlislægri hlýju í garð þeirra sem áttu undir högg að sækja. Í borgarstjórnarslagnum hlífði hún sér aldrei eða kom sér undan verki. Hún gaf sig alla í verkefni með félögum sínum og ekki síst þeim sem henni var falið forræði fyrir, svo sem þeim sem tengdust umhverfismálum eða stuðningi við Borgarbókasafn og svo margt annað sem nefna mætti. Móðir mín var í góðri vináttu við Pálma skrifstofustjóra, föður Elínar, og mat hann mikils eins og allir sem kynntust honum, en Ágústa Júlíusar, síðari kona hans, var í hópi innilegustu vinkvenna hennar. Davíð Oddsson. Það var auðvelt að líta upp til Elínar Pálmadóttur fyrir ungan blaðamann á Morgunblaðinu í upphafi níunda áratugarins. Elín var frumkvöðull í íslenskri blaða- mennsku og vílaði ekki fyrir sér að ganga í þau verkefni, sem fyrir lágu, hvort sem það var að fara til Heimaeyjar í upphafi goss eða fara til Indónesíu þegar Íslending- ar höfðu ákveðið að taka á móti flóttafólki frá Víetnam á áttunda áratugnum. Síðar átti Elín eftir að heimsækja vígvelli Bosníustríðs- ins og fara til Sierra Leone eftir að þar hafði geisað 10 ára blóðug borgarastyrjöld. Sagt er að þegar tækifæri bauðst til að senda blaða- mann til Bosníu hafi hafi hún ekki hugsað sig um tvisvar að stökkva til meðan vöflur komu á aðra blaðamenn á ritstjórninni. Elín var ein af þeim sem ruddu brautina fyrir konur í blaða- mennsku, en hún fékk engan af- slátt út á það (gerði beinlínis um það skilyrði), hefur örugglega oft þurft að hafa meira fyrir hlutun- um en karlkyns kollegar og var einfaldlega í fremstu röð íslenskra blaðamanna, galvösk og ákveðin. Skrif Elínar settu mikinn svip á síður Morgunblaðsins og átti hún þátt í uppgangi þess og útbreiðslu. Elín var góður blaðamaður og góður penni og veitti lesandanum afbragðs innsýn í þau mál, sem hún fjallaði um. Hún gat skrifað um hvað sem er, þótt frekar kysi hún hörðu málin en þau mjúku. Hún átti sér líka hugðarefni, sem glöggt mátti sjá á síðum blaðsins. Ber þar ekki síst að nefna ást hennar á Frakk- landi og áhuga á samskiptum Ís- lands og Frakklands, sem hún vann Grettistak í að skrásetja. Ég kynntist Elínu best eftir að ég tók við Sunnudagsblaði Morg- unblaðsins um aldamótin. Hún skrifaði iðulega í blaðið þótt hún væri hætt störfum og þá áttum við oft löng samtöl, skemmtileg og innihaldsrík. Það var heiður að fá að kynnast og vinna með Elínu Pálmadóttur. Morgunblaðið kveð- ur hana með þakklæti og söknuði og sendir fjölskyldu hennar sam- úðarkveðjur. Karl Blöndal aðstoðarritstjóri. Kveðja frá Blaðamanna- félagi Íslands Það týnir nú óðum tölunni fólk- ið sem breytti Íslandi og fætt var snemma á fyrri hluta síðustu ald- ar. Það átti ekki bara hlut að því að breyta Íslandi efnahagslega og hefja það úr örbirgð í allsnægtir, heldur barðist það við staðnaðar hugmyndir og hugarfar sem stóð í vegi jafnréttis og framfara á svo mörgum sviðum samfélagsins. Þannig var það með Elínu Pálmadóttur sem látin er í hárri elli og var blaðamaður númer 1 á félagatali okkar í BÍ. Félagatalið endurspeglar hversu lengi hver og einn hefur starfað við blaða- mennsku og verið félagi í Blaða- mannafélaginu. Elín braut blað þegar hún réð sig blaðamann fyrst á Vikuna í upphafi sjötta áratug- arins og þegar hún færði sig síðan yfir á Morgunblaðið árið 1958. Þær voru fáar konurnar sem gerðu blaðamennsku að ævistarfi á þeim tíma og enn færri sem gerðu það að skilyrði fyrir ráðn- ingu að ganga í öll störf til jafns við karlmenn, eins og hún gerði þegar hún var ráðin á Morgun- blaðið. Um það segir Elín í bók sem Blaðamannafélagið gaf út í tilefni af 110 ára afmæli félagsins 2007 og inniheldur viðtöl við elstu blaðamenn landsins á þeim tíma: „Hitt skilyrðið var að ég fengi að ganga í alveg sömu fréttastörfin sem strákarnir, en á þessum árum var það venjan að konur hefðu að- allega með höndum svokallaða innblaðsvinnu, önnuðust þýðing- ar, kvennasíður, dagbók og þess háttar.“ Með þessu gerðist Elín braut- ryðjandi jafnréttis á þessum vett- vangi og mikilvæg fyrirmynd þess að konum væru allir vegir færir á þessu sviði sem öðrum. Þegar Elín hóf störf á Morgunblaðinu var blaðamennska karlastarf og að- eins örfáar konur sem störfuðu að blaðamennsku. Nú 60 árum seinna er nánast jafnræði með kynjunum í félaginu. Á löngum ferli voru viðfangs- efni hennar á vettvangi blaða- mennskunnar býsna fjölbreytt og margbrotin eins og hún kemur inn á í fyrrnefndu viðtali. Hún skrifaði um nánast öll umfjöllunarefni á löngum ferli, en þekktust er hún sennilega fyrir fréttir og umfjall- anir um eldgos, sem hún sérhæfði sig í, og jökla- og hálendisferðir, en auk þess skrifaði hún árum saman vikulegan skoðanadálk í Morgunblaðið undir heitinu Gár- ur. Undirritaður starfaði með El- ínu árum saman á Morgunblaðinu. Hún hafði afskaplega mikinn metnað fyrir hönd blaðsins og blaðamennskunnar sem þar var stunduð, en var jafnframt einstak- lega ljúf í viðkynningu og laus við merkilegheit í garð ungra ný- græðinga í faginu. Hin síðari ár kom hún stundum í föstudagskaffi hér á skrifstofu BÍ, sem er vett- vangur fyrir eldri blaðamenn og þá sem hættir eru störfum til að hittast og ræða það sem efst er á baugi hverju sinni. Þá hafði hún miklar áhyggjur af þeirri þróun að mörk á milli óháðrar blaða- mennsku og hagsmunatengdrar upplýsingagjafar væru að verða sífellt óljósari. Henni fannst það til dæmis ófært að blaðamenn og upplýsingafulltrúar gætu verið í sama félagi. Þannig varðveitti hún alla tíð lifandi áhuga fyrir góðri og vandaðri blaðamennsku og vildi veg hennar sem mestan. Guð blessi minningu Elínar Pálmadóttur. Hjálmar Jónsson. Kveðja frá Zontaklúbbi Reykjavíkur. Í dag kveðjum við konur í Zontaklúbbi Reykjavíkur heiðurs- félaga okkar, Elínu Pálmadóttur, sem lést eftir langa og farsæla ævi. Zontahreyfingin er alþjóðlegur félagsskapur kvenna í stjórnunar- störfum, stofnaður í Bandaríkjun- um. Var Elínu boðið í Zontaklúbb Reykjavíkur sem fulltrúi blaða- manna 1973 og var virkur félagi í nánast fimmtíu ár. Þegar Elín hóf störf í klúbbnum voru heyrnar- málefni aðalviðfangsefni hans. Öll sú mikla vinna skilaði sér með stofnun heyrnarstöðvar í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur, sem síðar varð að þeirri merku stofnun Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Þegar fram liðu stundir breyttust áherslur og reglur hjá Zonta- hreyfingunni og nú skyldu við- fangsefni snúast um réttindi kvenna - á heimaslóðum og einnig þar sem þörfin var mikil úti í heimi. Það átti vel við áhugasvið Elínar, því eitt af áhugamálum hennar voru réttindi kvenna. Þrátt fyrir mikið annríki á fjöldamörgum sviðum sinnti Elín klúbbnum vel og vildi hag hans sem bestan. Hún kom iðulega á fundi beint af öðrum mannamót- um og hafði margt til málanna að leggja. Áhugasvið hennar voru víðfeðm eins og vel er þekkt, allt frá ferðum með Jöklarannsóknar- félaginu til starfs hjá Sameinuðu þjóðunum. Af þessari reynslu sinni miðlaði hún okkur zontakon- um óspart og setti mikinn svip á fundi okkar. Elín var glæsilegur fulltrúi klúbbsins, hvort sem var hér eða á erlendri grund. Hún sótti fundi í umdæmi okkar, Noregi, Danmörk og Litháen, þegar tími vannst til, og sagði vel frá þegar heim kom. Elín hlaut æðstu heiðursviður- kenningar bæði hérlendis og í Frakklandi, en það land var henni mjög kært frá því hún var þar í námi og við störf sem ung. Lengi mun nafn hennar lifa sem rithöf- undur, en þekktar eru bækur hennar um franska Íslandssjó- menn. Eftirminnilegt var að ganga um Franska safnið á Fá- skrúðsfirði fyrir nokkru, þar kom glöggt fram hjá leiðsögufólki hvað Elín átti mikinn þátt í að safnið yrði að veruleika. Við fráfall Elínar hefur Zonta- klúbbur Reykjavíkur misst kæran félaga. Við minnumst hennar með þakklæti og hlýju. Fjölskyldu hennar sendum við samúðar- kveðjur. Sigríður Dagbjartsdóttir. Aldamótaárið las ég bókina Fransí Biskví eftir Elínu Pálma- dóttur. Að lestri loknum las ég hana aftur og hringdi svo í Elínu. Með dyggri aðstoð hennar var sett upp safn á Fáskrúðsfirði um veru franskra sjómanna við Íslands- strendur og bókin góða helsta heimildin. Safnið átti eftir að vaxa og dafna og brennandi eldmóður Elínar og áhugi kom sér vel. Reglulega kom hún austur fær- andi hendi og sagði gestum safns- ins frá af leiftrandi áhuga. Elín var hamhleypa í heimilda- öflun sinni, hún ferðaðist bæði inn- anlands og um norðurströnd Frakklands til að hitta fólk sem mundi veiðar Frakka hérlendis, heyrði óteljandi frásagnir sem margar birtust á síðum Morgun- blaðsins og síðar í bókinni Fransí biskví sem gefin var út fyrir nokkrum árum, endurbætt og aukin. Klárlega besta heimild um Íslandsveiðar Frakka. Árið 2004 rak á fjörur okkar löngu gleymda franska óperu, Le Pays, sem fjallar um franskan sjó- mann við Íslandsstrendur sem lendir í strandi og vingast við ís- lenska heimasætu. Óperan var frumsýnd á Frönskum dögum og Elín tók glöð að sér að vera sögu- maður, til að auka á upplifun söngvaranna fór hún með þau á sögusvið óperunnar, Horn austan við Hornafjörð. Í vinabæjarheimsókn Fá- skrúðsfirðinga til Gravelines í Frakklandi fyrir um áratug kom ekki annað til greina en bjóða El- ínu með. Hún var hrókur alls fagn- aðar og þekkti þarna svo að segja hverja þúfu enda komið oft á slóð- ir Íslandssjómannanna. Þá greiddi það götu hópsins daglega hve vel Elín var kynnt og heima í öllum málum. Með þakklæti minnist ég Elín- ar Pálmadóttur vinkonu minnar sem var vakin og sofin yfir sögu franskra sjómanna hérlendis og í Frakklandi. Albert Eiríksson. Kynni af Elínu Pálmadóttur eru dýrmæt í mínum huga. Elín var alvöru almennileg, afar góð, raunar stórmerkileg manneskja. Þungavigtar þegar á reyndi, fær í að skynja og leitast við að skilja þau mál sem á borð hennar bárust eða hún tók til rannsóknar. Stund- um með ærinni fyrirhöfn, ætíð góðum vilja, fljót og snögg en samt vandvirk og nákvæm eins og unnt var hverju sinni. Hik var vart til í hennar fari, en hafi svo verið er nokkuð ljóst að hún lét, þegar vit var í, vaða og gafst þá ekki upp. Elín kom oft heim til okkar á vinnufundi með mömmu þegar ég var unglingur, og árum seinna hittumst við aftur, á Morgun- blaðinu við Aðalstræti og útibúi þess í næstu götu. Ég næstum að byrja í blaðamennsku, hún þaul- reynd. Það gladdi mig að fá óvænta hvatningu frá henni – hún tók eftir blæbrigðamun í skrifum fastra dálka. Einhvern veginn tókst með okkur ágætur kunn- ingsskapur, smám saman vinátta held ég að sé óhætt að segja. Það varð alveg ljóst í Kringlunni eftir flutninga blaðsins þangað, árum fyrir Hádegismóa. Svo hélst ákveðinn þráður, við hittumst einhvern tíma í París, hennar gömlu borg, en þar var ég um tíma við nám og tilfallandi skrif fyrir Moggann. Líka man ég heim- sókn til hennar í vesturbæ Reykja- víkur, við mættum þrjár stöllur af Mogganum og Elín bauð móderne veitingar þetta sólríka síðdegi, djúpsteiktar rækjuflögur sem fyrst brunnu við vegna þess að sel- skapið hafði svo margt að segja. Þá var ekta Elín sem ekki blikkaði auga, heldur tók annan skammt úr skápnum, sem auðvitað heppnað- ist. Svo tekið sé ofurlítið hvunn- dagsdæmi um að láta ekki smott- erí trufla en halda sínu striki. Síðar ræddum við oft saman í síma, gegnum árin í raun, ég svo brött að spyrja fregna öðru hvoru – aldrei stóð á svörum. Elín var önnum kafin þótt langur og farsæll Moggatími væri að baki, hún rat- aði í ný ævintýri og tókst á hendur hvert verkefnið af öðru. Því Elín hélt áfram skrifum, samdi frábær- ar bækur sem halda lesandanum, með jarðbundnum texta og raun- sæjum eins og hún sjálf. Hún hætti ekki að skrifa meðan heilsan leyfði. Á Mogganum kallaði hún stundum lágt til mín að koma inn á kontórinn sinn, ég var þá blaða- maður á menningarblaðinu, þar skorti ekki verkefni, og fékk mig til að segja það sem mér fannst vera. Hún tók niður gleraugun hugsi og hummaði já já. Svo leit hún á mann og skipti annaðhvort um umræðuefni eða gaf ráð líkt og læknir resept. Það var þá hollt að fylgja þeim, öruggur bandamaður talaði. Raunar hafði Elín ráð undir rifi hverju. Hvernig losna ætti við svæsna kvefpest, hita vatn í te á síðkvöldi í hótelherbergi eða þá hið góða ráð, ekki lofa næstu umfjöll- un, yfirhöfuð neinu fannst mér, út í loftið. Þótt oft komi maður í manns stað, er ekki alltaf svo. Þetta vissi Elín allt saman, hafði á sinni blaða- mannsævi löngu áttað sig á grund- vallaratriðum. Nú kveðjum við framúrskar- andi blaðamann og rithöfund. Elín er ógleymanleg, skemmtileg og hreint út sagt eldklár. Með þakklæti, virðingu og bestu kveðjum til systra hennar og annarra ástvina. Þórunn Þórsdóttir. Heiðurskonan Elín Pálmadóttir er látin. Ég kynntist Elínu vegna vináttu hennar við föðursystur mína Gerði Helgadóttur mynd- höggvara. Þær vinkonur munu hafa hist að því er ég best veit í París. Í bók Elínar um Gerði er mynd af Íslendingum saman á kaffihúsinu Café Select við Mont- parnasse-búlevarðinn sem voru, ásamt Elínu, Gerður, Thor Vil- hjálmsson rithöfundur, Valtýr Pétursson listmálari og Guðmund- ur Elíasson myndhöggvari. Ég held mér sé óhætt að segja að Elín hafi átt stóran þátt í að kynna Gerði fyrir Íslendingum og lagt sitt af mörkum til að verk eftir hana væru keypt hér á landi. Eftir því sem ég kynntist Elínu betur leit ég svo á að hún væri eins konar sendiherra Gerðar á Íslandi. Gerð- ur var ákaflega þakklát fyrir að eiga Elínu fyrir vinkonu. Elín gerir í bók sinni um Gerði ævi hennar góð skil. Hún er vel skrifuð og dregur fram mjög skýrt persónu Gerðar og ævi hennar frá því er hún var barn á Norðfirði að leika sér í fjörunni og í smíða- skemmu afa síns og þar til hún deyr þjökuð af krabbameini aðeins 47 ára gömul. Hún leitaði m.a. heimilda í bréfum Gerðar og föður hennar sem lýsa svo vel innilegu sambandi þeirra, hvað Gerður var að fást við á hverjum tíma og sigr- um hennar og ósigrum. Án bók- arinnar vissum við minna um Gerði í dag. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Elínu og allar þær stundir sem við áttum saman þegar við töluðum um Gerði, líf hennar og list eftir að Gerður dó. Ég votta aðstandendum Elínar innilega samúð. Jón Snorrason. Morgunblaðið/Kristinn Ben. Heimaey Svona var umhorfs í Heimaey á þriðja degi Vestmannaeyjagossins þegar Elín kom út eftir mikið gjóskugos um nóttina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.