Morgunblaðið - 22.04.2022, Síða 22

Morgunblaðið - 22.04.2022, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2022 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Ásskógar Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Leikfimi með Milan kl. 10. Sögustund og spjall kl. 14. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Sími: 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11. Opin Listasmiðja kl. 9-12:.Thai Chi kl. 9-10. Hádegismatur kl. 11:30- 12:30. Bíósýning kvikmyndahóps Hæðargarðs kl. 13. Opin Listasmiðja kl. 13:00-15:45. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Garðabær 9. Pool-hópur í Jónshúsi 9.30 Dansleikfimi í Sjálandi 10. Gönguhópur frá Jónshúsi 13.-15. Félagvist í Jónshúsi 13.-16. Smiðjan opin, allir velkomnir Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á könnunni. Leikfimihópur frá kl. 10. Hið vinsæla prjónakaffi frá kl. 10- 12. Kóræfing kl.13:00. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 8.30 til 11.30 - opin handavinnustofa. Kl. 9. til 11.15 - Boc- ciaæfing. Kl. 9 til 11.30 - postulínsmálun. Kl. 13. til 15.30 - tréskurður. Kl. 13. til 15.30 - opið í pílukast. Kl. 20. til 22. - félagsvist .Gullsmári 13 Föstudagur: Opin handavinnustofa kl.9-12. Qigong heilsueflandi æfingar kl.10. Fluguhnýtingar kl.13. Gleðigjafarnir kl.13:30. Hraunsel Billjard kl. 8-16. Línudans kl.10. Bridge kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Handavinna - opin vinnustofa frá kl. 10. Bridge kl. 13. Hádegismatur kl. 11:30 – 12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður. Samfélagshúsið Vitatorg Heitt á könnunni - Föstudagshópur í handverksstofu kl. 10.30-11.30. Vinnustofa - lokaður hópur kl. 12.30-14. Opin handavinnustofa kl. 13-16. BINGÓ er svo á sínum stað inni í matsal kl. 13.30-14.30 og síðan er vöfflukaffið strax að loknu BINGÓI kl.14.30-15.30. Allar nánari upplýsingar í síma 411-9450. Allir hjartan- lega velkomnir til okkar :) Seltjarnarnes Starfsfólk félags og tómstundastarfs eldri bæjarbúa óskar ykkur öllum gleðilegs sumars. Kaffikrókur í dag á Skólabraut frá með morgun- !$#"nu ✝ Vilhjálmur Þorláksson verkfræðingur fæddist á Sval- barði í Þistilfirði 27. júlí 1933. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Garðabæ 4. apríl 2022. Hann var sonur hjónanna Þorláks Stefánssonar bónda, f. 1892, d. 1969, og Þur- íðar Vilhjálmsdóttur kennara, f. 1889, d. 1980. Vilhjálmur var stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1953, lauk fyrrihlutaprófi í verkfræði frá Háskóla Íslands 1956 og prófi í byggingarverk- fræði frá TU í Berlín 1961. véltæknifræðings í Berlín – Ze- hlendorf, og Charlotte Helene Schmidt Piesker. Þau eign- uðust fjögur börn, Þuríði flug- freyju í Garðabæ, f. 1956, Svein framkvæmdastjóra í Lundi Sví- þjóð, f. 1958, Hilmar kerf- isfræðing í Garðabæ, f. 1964, og Kára, verkamann í Reykja- vík, f. 1968. Barnabörnin eru fimm, Vilhjálmur Styrmir, f. 1984, Sveinn Orri, f. 1988, Lára, f. 1990, Hringur, f. 1993, og Elín, f. 1991. Barna- barnabörnin eru fjögur, Char- lotte Angelika, f. 2013, Car- olina Þuríður, f. 2018, Matthías, f. 2020, og Soffía, f. 2022. Eftirlifandi kona Vilhjálms er Ásbjörg Forberg, f. 1939, dóttir hjónanna Bjarna For- berg Olavsson og Ágústu Hans- ínu Petersen Forberg, og hefðu þau fagnað 30 ára brúðkaups- afmæli þann 11 apríl. Útförin fer fram frá Garða- kirkju í dag, 22. apríl 2022, og hefst athöfnin klukkan 13. Hann vann sem verkfræðingur hjá öðrum frá 1961, Vegagerð ríkisins, Byggingariðjunni hf., Teiknistofu Bárðar Daníels- sonar, Iðngörðum hf., og lauk þeim starfsferli sem byggingarstjóri Álversins í Straumsvík 1969 – 1972. Var síðan sjálfstætt starf- andi verkfræðingur, stofnaði ásamt öðrum Tækniþjónustuna sf. Hann lauk störfum 2015. Fyrri kona Vilhjálms var Lára Hjálmarsdóttir (Lore Else Charlotte Schmidt), f. 1933, d. 1987. Hún var dóttir hjónanna Helmut Willy Gustav Schmidt, Vilhjálmur kom inn í líf okkar systranna fyrir 33 árum sem eig- inmaður móður okkar. Fljótt fundum við hversu mikill öðlingur hann var og varð hann okkur sem faðir með tímanum. Börn okkar systranna sem eru 15 talsins og barnabörnin okkar 14 tóku honum sem afa og gegndi hann því hlut- verki með sóma og bárum við öll ómælda virðingu fyrir honum. Öll höfðum við gaman af sögum hans því fróður var hann með eindæm- um og hafði hann mikla frásagn- arhæfileika. Ómæld gleði skein úr augum barnanna þegar þau hittu ömmu og afa. Við munum öll sakna hans sárt og ávallt minnast hans með hlýju. Elskuleg móðir okkar hefur nú misst sinn sálu- félaga og er söknuður hennar mik- ill. Elsku Vilhjálmur, við munum aldrei gleyma þér og þeim mikla manni sem þú hafðir að geyma. Hvíl í friði, elsku vinur, og Guð geymi sálu þína. Þínar Ágústa, Erla Dís og Elsa. Ég kynntist Vilhjálmi tengda- föður mínum ekki fyrr en árið 2005 þegar ég og Þuríður dóttir hans vorum að draga okkur sam- an. Þau kynni voru góð og hafa verið svo alla tíð síðan. Hann var afskaplega ljúfur og þægilegur maður, fróður og hæfilega forvit- inn um hagi annarra. Honum var mjög annt um fjölskyldu sína, eins og stórt bréfasafn hans í vörslu konu minnar sýnir. Hann skrifaði mjög reglulega til foreldra sinna þegar hann fór að heiman, fyrst í Menntaskólann á Akureyri, þá í Háskóla Íslands, Technische Uni- versität í Berlín árið 1956 og þeg- ar hann og fjölskylda settust að á höfuðborgarsvæðinu árið 1961 að loknu náminu í Þýskalandi. Í bréfunum kennir margra grasa. Hann segir frá daglegu lífi sínu og samferðamanna, heilsufari og öðru slíku. Þar fréttu foreldr- arnir af trúlofun hans og jafn- öldru, Lore Schmidt frá Zehlen- dorf í Berlín. Hún hafði ætlað sér að vera 1-2 ár á Íslandi og var í vist hjá Þuríði Pálsdóttur óperu- söngkonu. Hún endaði á að setjast að á Íslandi eins og að ofan segir með fjögur börn og eiginmann, tvö eldri fædd í Berlín en yngri syn- irnir á Íslandi. Hún dó úr krabba- meini árið 1987 og kynntist ég henni því ekki. Hún þurfti að breyta nafni sínu og hét Lára Hjálmarsdóttir á Íslandi. Það má ráða af frásögnum og eins af kynnum mínum af yngri systur hennar Christine að hún hafi verið stórbrotin og skemmtileg kona. Fjölskyldan bjó fyrst á nokkrum stöðum í Reykjavík en flutti síðan í Garðabæ árið 1966, fyrst á Lind- arflöt og svo í Espilund 4, þar sem Vilhjálmur hefur búið alla tíð síð- an. Bréfin sýna að Vilhjálmi hafi líkað dvölin í Berlín vel en þau bjuggu hjá föðurfjölskyldu Lore í Zehlendorf. Þar voru foreldrar hennar, tvær systur, mágur og föðurforeldrar. Það var stoltur faðir sem ritaði foreldrum sínum 12. nóvember 1956 að í dag væri fædd Þuríður Vilhjálmsdóttir. Þetta var á viðsjárverðum tímum í Evrópu, innrás Sovétríkjanna í Ungverjaland og vopnum búnir hermenn út um allt í Berlín, sér- lega á mörkum austur- og vest- urhlutans. Tengdaforeldrar Vil- hjálms höfðu boðið Stefáni bróður hans að dvelja hjá þeim yfir jólin. Hann var við nám í Stuttgart og lá beinast við að taka lest til Berlínar en hann og fjórir félagar hans, sem voru einnig á leið til Berlínar, kusu að fljúga þó svo að það væri töluvert dýrara. Þeim stóð ógn af sovésku hermönnunum og hugn- aðist ekki að ferðast í gegnum sov- éska hernámssvæðið. Vilhjálmur var farsæll í störf- um sínum sem verkfræðingur, fyrst í mörg ár sem starfsmaður hjá öðrum en hóf síðan að starfa á eigin vegum. Hans sérsvið var byggingastjórn og var hann bygg- ingastjóri margra stórbygginga, jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem úti á landi. Allar hans byggingar þykja traustar og lausar við vandamál svo sem raka og myglu. Hann stóð fyrir byggingu ein- býlishúsa sinna í Garðabæ og þarf vart að taka fram að þar er hvorki að finna raka- né mygluskemmdir eins og er að finna í mörgum hús- um sem voru byggð á þessum ár- um. Ég þakka góð kynni. Vigfús Ásgeirsson. Mín fyrstu kynni af Vilhjálmi voru í desember 1980, við Vil- hjálmur áttum gott samtal saman og ég hlustaði á þar sem hann ræddi við aðra. Það var gaman að hlusta á hann þar sem Vilhjálmur var mjög fróður, ef hann vissi ekki hlutina þá sagði hann það. Tengdamóðir mín Ásbjörg For- berg hefur alltaf verið mér góð og kær en hún var fráskilin þegar ég kom inn í fjölskylduna. Ásbjörg og Vilhjálmur giftu sig fyrir 30 árum en þá var hann orðinn ekkill, hjónaband þeirra var alltaf traust og gott, þau voru miklir vinir og gerðu nánast allt saman. Það var mikið lán fyrir þau bæði að leiðir þeirra lágu saman, tengdamamma eignaðist úrvalseiginmann og Vil- hjálmur eignaðist hana Ásbjörgu sem sína eðaleiginkonu og bestu tengdamömmu sem hugsast get- ur. Ég og Vilhjálmur fórum sam- an eina helgina til að lagfæra gólf- ið í bústaðnum þeirra sem þau áttu við Apavatn. Vilhjálmur mat- reiddi ofan í okkur því hann var mikill kokkur og sá nánast alltaf um matinn fyrir þau Ásbjörgu. Auðvitað var rauðvín með matn- um, hjónabandssæla og irish coffee í eftirrétt, það mátti ekkert vera að breyta út af venjunni þótt um vinnuferð væri að ræða. Vilhjálmur átti gott með að koma sér beint að kjarna málsins og skilja aðalatriðin frá aukatrið- unum, mér er minnisstætt þegar ég tók við forstjórastöðu Innnes og jafnframt var ég kjörinn for- maður FA skömmu síðar. Rætt var um það hvort álagið gæti verið of mikið og þá spurði Vilhjálmur mig „hvernig sefurðu?“ Ég sagði honum að svefninn væri góður og ég hvíldist vel, þá sagði hann stutt og laggott „gott þá er þetta í fínu lagi“. Vilhjálmur nam byggingaverk- fræði í Berlín í Þýskalandi þegar hann var ungur maður, hann og tengdamamma fóru oft þangað og til nærliggjandi staða í frí. Það var mjög fróðlegt að hlusta á Vilhjálm lýsa því hvernig var umhorfs í þessari merku borg á hans náms- árum, og ekki stóð á svörunum þegar mann þyrsti í að vita meira. Við töluðum oft um það að fara öll saman til Berlínar en ekkert varð af því. Það er óhætt að segja að það var mikið áfall að fá þá frétt að Vilhjálmur væri fallinn frá og táknrænt að ég var staddur í Berl- ín þegar sú frétt barst mér og óhætt að segja að hugurinn leitaði til fyrirheitanna góðu. Vilhjálmur var heill og góður maður sem gekk mér í tengdaföð- urstað og nánast í föðurstað konu minnar. Börnin okkar töluðu alltaf um hann sem afa og barnabörnin sem langafa. Með þessum orðum kveð ég og bið góðan Guð að varðveita hann Vilhjálm okkar með von í hjarta um að við getum tekið samtalið aftur saman síðar og bið um styrk fyrir tengdamömmu jafnt sem aðra í fjölskyldunni. Magnús Óli Ólafsson. Elskulegi afi okkar, sorgin er mikil. Við gleymum aldrei hversu ljúfur, yndislegur og gáfaður þú varst, líka svona mikill sögumaður og við munum svo sannarlega sakna þess að heyra allar frábæru sögurnar þínar. Þú varst mikill náttúru- og dýraunnandi og þú áttir það til að lesa fyrir okkur alls konar bækur og er það stór og fal- leg minning sem við munum aldrei gleyma. Spilakvöldin okkar verða ekki þau sömu án þín en við mun- um halda þeirri hefð áfram til þess að minnast þín. Minningarnar og gleðistundirnar með þér gleymast seint og ávallt verða þær í hjarta okkar. Þín barnabörn. Björn Kristinn, Jóhann Helgi, Ólafur Friðrik, Sigríður Erla, Vilhjálmur Forberg og Þorbergur Björn. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum afa, orð fá ekki fyllilega lýst því. Ein sterkasta minningin sem ég á úr æsku minni af afa er til- hlökkunin sem ég fann alltaf þeg- ar við lentum á Keflavíkurflug- velli, þegar við fórum í heimsóknir til Íslands, og fórum niður rúllu- stigann. Í þá daga var stór gluggi á jarðhæðinni þar sem maður gat séð ástvini sína sem biðu þar. Þarna stóð hann, veifaði til mín og brosti. Eftir það sem virtist fyrir lítinn dreng heil eilífð að bíða eftir tösk- unum gátum við loksins farið út í gegnum hliðið og faðmað afa. Þetta er eitthvað sem ég hugsa um enn í dag í hvert skipti sem ég kem heim, glugginn er löngu far- inn en ég sé hann alltaf standandi þarna þegar ég fer niður rúllustig- ann. Hann kallaði mig alltaf nafna, foreldrar mínir nefndu mig í höf- uðið á honum og hef ég alltaf verið mjög stoltur af því. Síðar þegar ég eignaðist mín eigin börn fékk yngri dóttir mín nafnið Þuríður til heiðurs dóttur og móður afa. Afi gaf sér tíma til að vera með nafna sínum, minningar af okkur að spila mikado í stofunni heima hjá honum eða að stafla eldiviði í arininn fyrir kvöldmatinn koma strax upp í hugann. Stundum fékk ég að kíkja með afa á skrifstofuna, þar sem var mjög stór prentari sem hann notaði til að prenta út teikningar og hann leyfði mér að taka pappírinn úr honum svo ég gæti teiknað mínar eigin myndir. Afi kenndi mér að róa á litla bátn- um sínum á Apavatni þar sem hann og amma Lára höfðu byggt sér fallegan sumarbústað saman og mér fannst ég svalur eins og afi minn þegar við sátum saman á pallinum og rifum í okkur harð- fiskinn. Afi var til staðar fyrir mann þegar á reyndi, þegar pabbi minn veikist skyndilega og ljóst var að það væri engin von um að hann myndi lifa það af hringir Hilli frændi í afa til að láta hann vita. Stuttu seinna mætir afi til okkar á Landspítalann til að hughreysta okkur. Hann kom oftar í heimsókn eft- ir þetta og reyndist okkur bræðr- um og móður mjög vel. Afi var vel upplýstur og hafði áhuga á mörgu, hann las bæði ís- lensk og þýsk rit, hann gat sagt manni það nýjasta af kóngafólkinu og af alþjóðamálum en sögurnar úr gömlu sveitinni á Svalbarði og lífinu þar þótti mér merkilegust. Þessi staður mótaði hann og gerði að þeim manni sem hann var. Hann var duglegur, vinnusamur, eldklár og skemmtilegur. Börnin hans fjögur hafa öll þessa kosti í sér enda þau öll alveg einstaklega vel gerð og afi var auðvitað mjög stoltur af sínu fólki alla tíð. Þakklátastur er ég fyrir að stelpurnar mínar tvær fengu að hitta og kynnast langafa sínum. Við komumst loksins heim síð- asta sumar og gátum fagnað með honum á síðasta afmælinu hans. Það er sérstaklega ánægjulegt að síðasta haust fórum við Lotta saman í aukaferð til Íslands og heimsóttum afa. Lotta mun alltaf eiga þessar minningar og stelp- urnar munu varðveita myndirnar sem teknar voru. Að lokum treysti ég því og trúi að fólkið okkar sem á undan er farið hafi tekið vel á móti þér, elsku afi, og að þér líði vel. Við sjáumst öll aftur einn dag- inn. Sofðu rótt, elsku afi minn. Þinn nafni, Vilhjálmur S. Símonarson Julia Castagnoli. Charlotte Angelika Vilhjálmsdóttir Carolina Þuríður Vilhjálmsdóttir Vinur og samstarfsfélagi minn við uppbyggingu ISALs er fallinn frá. Ég kynntist Vilhjálmi er ég bættist í hóp Construction Man- angement Alusuisse (CMA) snemma árs 1969 en staðarskrif- stofu Alusuisse var skipt í bygg- ingar, vélar og rafmagn. Kom í minn hlut að sjá um vélbúnað og yfirstjórn með stækkunum og vél- búnaði. Áttum við oft ánægjulegar samverustundir á byggingar- nefndarfundum hér heima og er- lendis í Zürich. Naut ég góðs af mikilli reynslu Vilhjálms í bygg- ingarverkfræði og bar aldrei skugga á samstarf okkar sem var m.a. lenging kerskála I og svo stækkun og bygging kerskála II. CMA var leyst upp að því loknu en mér bauðst að starfa áfram og hjá ISAL sem nýbyggingastjóri. Naut ég iðulega aðstoðar Vil- hjálms sem var nú með verkfræði- stofu og má segja að með hans hjálp var ég bara með 5 manns í starfi á skrifstofu og var Þuríður dóttir hans ritari minn um tíma. Við lengdum kerskála II og sett- um upp hreinsitæki, byggðum 50.000 t. súrálsgeymi, stækkuðum steypuskála og svo fjölda smærri verkefna og sá Vilhjálmur um byggingarverkfræðihlutann. ISAL sá sjálft um raftengingu. Þá hjálpaði Vilhjálmur mér með að skapa vinnu á svæðinu fyrir Vest- mannaeyinga en um 100 manns fengu að búa hjá ISAL í gosinu 1973. Við þróuðum nýja aðferð við húsbyggingar til lækkunar bygg- ingarkostnaðar á tímum gossins á Heimaey. Þessi aðferð var þróuð í Straumsvík en sló ekki í gegn þó allt að helmings vinnusparnaður næðist en það var einum of mikið fyrir bruðlmarkaðinn og hönnuð- ina þá. Stofnuðum við fimm fé- lagar hlutafélag um þetta og nefndist Hagbyggir hf. Sögðu gárungarnir að við hefðum dembt öllum byggingaraðferðum í eina. Er ég hvarf frá ISAL hittumst við sjaldnar og sjaldnar nema helst á ráðstefnum og fundum. Minningin um hagsýnan og úrræðagóðan vin lifir og samhryggist ég innilega fjölskyldu hans. Pálmi Stefánsson efnaverkfræðingur. Vilhjálmur Þorláksson Elskulegur eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, KJARTAN MOGENSEN landslagsarkitekt, Norðurbrún 20, Reykjavík, lést á heimili sínu þann 16. apríl. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 2. maí kl. 15. Halldóra Ólafsdóttir Erik J. Mogensen Asbjørnsen Marit Strand Asbjørnsen Helga Kristín Mogensen Gunnlaugur Úlfsson Anna Ingeborg Pétursdóttir Mitchell Stephen Weverka Snorre, Haakon, Úlfur, Kjartan Leó, Jackson Ólafur og Audrey Anna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.