Morgunblaðið - 22.04.2022, Qupperneq 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2022
30 ÁRA Sunna ólst upp í
Reykjanesbæ en býr í Garði.
Hún vinnur á leikskólanum í
Innri-Njarðvík. Helstu áhuga-
mál hennar eru útivera, dýr og
eldamennska.
FJÖLSKYLDA Unnusti
Sunnu er Kristófer Rafn
Hauksson f. 1997, vinnur sem
bifvélavirki hjá Hertz. Synir
þeirra eru Fannþór Óðinn, f.
2017, Myrkvar Týr, f. 2020, og
Fjölnir Rafn og Úlfur Jarl, f.
2021. Foreldrar Sunnu eru
Ragnar Einarsson, f. 1959, bú-
settur í Kópavogi, og Svan-
fríður Aradóttir, f. 1959, búsett
í Njarðvík.
Sunna Björg Ragnarsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þér hættir til að leita langt yfir
skammt og það á við núna í því máli sem þú
þarft aðallega að fást við. Vertu þolinmóður.
20. apríl - 20. maí +
Naut Það er ástæðulaust fyrir þig að halda
aftur af þér, þótt einhverjir í kringum þig séu
í fúlu skapi. Mundu að sjaldan veldur einn þá
tveir deila.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú ert forstjórinn í þínu eigin lífi.
Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum
annarra þá virðingu sem þú vilt þér til
handa.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Hlutirnir eru annaðhvort svartir eða
hvítir í dag. Haltu fólki í þeirri fjarlægð sem
þú vilt því engan varðar um þína einkahagi.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú þarft ekkert að setja upp hunds-
haus þótt ekki séu allir sammála því sem þú
segir. Tjáskiptaörðugleikar og misskilningur
verða áberandi næstu vikur.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það er að mörgu að hyggja þegar
samningar eru gerðir. Sveigjanleikinn gerir
þér kleift að ná takmarki þínu.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú ert með mörg járn í eldinum og þarft
þess vegna að hafa þig allan við svo að ekk-
ert fari nú úrskeiðis. Ljúktu við allt sem fyrir
liggur áður en þú byrjar á nýjum verkefnum.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú átt auðveldara með að
koma þínum málum á framfæri, ef þú temur
þér glögga framsögn. Ekkert er eins leiðin-
legt og að sjá málstað sinn misskilinn.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Það er ósköp notalegt að finna
það að aðrir geta glaðst yfir velgengni
manns. Ef þú ræktar sjálfan þig ertu miklu
færari um að gefa af sjálfum þér.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Áætlanir þínar varðandi fast-
eignaviðskipti eða málefni fjölskyldinnar eru
að öllum líkindum óraunhæfar. Vertu
óhræddur við að segja hug þinn og fara eftir
sannfæringu þinni.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Einbeittu þér að því sem þú ert
að fást við og leyfðu engum að trufla þig á
meðan. Gefðu þér tíma til að hafa samband
við þá sem málið varðar.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú þarft að skipuleggja tíma þinn
vandlega, ef þú ætlar að ráða við þá dagskrá
sem þú hefur sett þér. Leyfðu öðrum að
hjálpa þér.
viðkemur Akureyri og Akureyr-
ingum, hvar sem þeir eru í heim-
inum, og hefur fengið frábærar við-
tökur. Ég get fullyrt að
Akureyri.net hefur fest sig í sessi
sem vandaður, vinsæll og virtur fjöl-
miðill.“
Tvisvar var Skapti tilnefndur til
Blaðamannaverðlauna fyrir viðtal
ársins, á Morgunblaðsárunum.
Hann var í stjórn Samtaka íþrótta-
fréttamanna 1983-1998 og formaður
1992-1998. Hann var formaður
handknattleiksdeildar Þórs á Akur-
ember. „Ég gat ekki sleppt því að
byrja 13. fyrst það var föstudagur.
Eigandi lénsins hafði boðið mér það
til brúks strax eftir að mér var sagt
upp á Mogganum en ég var ekki
tilbúinn þá. Ég ákvað að slá til
þarna, rúmum tveimur árum seinna,
að áeggjan góðra vina. Stofnaði fé-
lagið Eigin herra ehf. ásamt æsku-
vini mínum og við keyptum lénið.
Við eigum fjölmiðilinn saman, ég er
ritstjóri, ljósmyndari og fram-
kvæmdastjóri – eini fasti starfsmað-
urinn. Miðillinn fjallar um allt sem
S
kapti Hallgrímsson er
fæddur 22. apríl 1962 á
Akureyri, ólst upp á Odd-
eyri, var í Oddeyrarskóla
og fór þaðan í Mennta-
skólann á Akureyri þaðan sem hann
varð stúdent úr máladeild 1982.
Hann var nokkur sumur í sveit hjá
frændfólki sínu á bænum Hóli í
Fljótsdal, N-Múl., frá 7 til 12 ára
aldurs. „Það var ómetanlegur tími
eftir á að hyggja, mjög lærdóms-
ríkur.“
Skapti hóf að skrifa um íþróttir á
Akureyri fyrir Morgunblaðið 16 ára,
fyrsta veturinn í MA, og fékkst við
það alla fjóra veturna þar. Hann var
ráðinn sumarmaður á íþróttadeild
Morgunblaðsins strax eftir stúd-
entspróf og fastráðinn starfsmaður
blaðsins um haustið. Hann flutti til
Akureyrar á ný í desember 1985 og
kom á fót Akureyrarskrifstofu
Morgunblaðsins. Hann flutti suður
aftur snemma árs 1987, var þá beð-
inn um að taka við stjórn íþrótta-
deildar Morgunblaðsins. Hann
sinnti því starfi í rúman áratug og
var titlaður fréttastjóri íþrótta síð-
ustu árin. „Ég sneri mér að öðrum
verkefnum á Morgunblaðinu eftir að
ég óskaði eftir að hætta sem frétta-
stjóri íþrótta 1998; starfaði aðallega
á ritstjórn sunnudagsblaðsins. Fjöl-
skyldan flutti til Akureyrar á ný
2002, en ég tilheyrði áfram ritstjórn
sunnudagsblaðs Morgunblaðsins en
vann fyrir allar deildar – bæði sem
blaðamaður og ljósmyndari.
Ég hafði starfað fyrir Morgun-
blaðið í tæp 40 ár haustið 2018, þar
af 36 ár fastráðinn, þegar mér var
óvænt tilkynnt í stuttu símtali að
starfskrafta minna væri ekki óskað
lengur. Skera þyrfti niður í rekstri
og því var eina blaðamanni fyrir-
tækisins utan höfuðborgarsvæðisins
sagt upp. Því er ekki að neita að
uppsögnin var þungt högg.“ Skapti
vann næstu tvö ár í lausamennsku
við skriftir og ljósmyndun. „Stærsta
verkefnið var fyrir Minjasafnið á
Akureyri við sýninguna Tónlistar-
bærinn Akureyri.“
Skapti endurvakti vefmiðilinn
Akureyri.net í nóvember 2020, nán-
ar tiltekið föstudaginn 13. nóv-
eyri 2002-2005 og varaformaður
Akureyrar – handbolta, sameigin-
legs liðs Þórs og KA, 2005-2007.
Skapti tók í mörg ár þátt í kjöri á
knattspyrnumanni ársins í Evrópu
fyrir Íslands hönd, fyrst fyrir
France Football, sem veitti Gullbolt-
ann, Ballon d‘Or, og svo í kjöri sem
European Sports Media (ESM) og
UEFA, Knattspyrnusamband Evr-
ópu, komu á fót. „Stjórnendur
íþróttablaðsins Kicker í Þýskalandi
eru þar í forsvari fyrir það kjör og
buðu mér að kjósa, þótt ég væri ekki
lengur starfsmaður íþróttadeildar
Morgunblaðsins. Ég hafði skrifað í
mörg ár fyrir Kicker, einnig fyrir
France Football í Frakklandi og
enska tímaritið World Soccer.“
Skapti hefur skrifað nokkrar bæk-
ur. Þær eru: Leikni framar líkams-
burðum – Saga körfuknattleiks á Ís-
landi í hálfa öld, fyrir
Körfuknattleikssambandið, Bikar-
draumar, saga bikarkeppninnar í
knattspyrnu fyrir KSÍ, Ævintýri í
Austurvegi, um frumraun Íslands í
lokakeppni heimsmeistaramóts í
knattspyrnu og Græni hatturinn.
„Ég skrifaði textann og tók hluta
ljósmynda; bók sem ég gerði ásamt
nokkrum vinum, ljósmyndurum, í
tilefni 10 ára afmælis tónleikastað-
arins Græna hattsins á Akureyri.“
Vinnan er það fyrsta sem Skapti
nefnir þegar kemur að áhugamál-
unum. „Það hefur enda nánast eng-
inn tími gefist til að sinna öðru en
henni síðan í nóvember 2020! Íþrótt-
ir eru reyndar mikið áhugamál líka,
ekki síst knattspyrna, og ég er svo
heppin að eiginkonan og dæturnar
Skapti Hallgrímsson blaðamaður – 60 ára
Á EM í knattspyrnu Fjölskyldan stödd í Marseille í Frakklandi sumarið
2016. Frá vinstri: Sara, Skapti, Arna, Sigrún og Alma.
Blaðamaður frá vöggu til grafar
Með foreldrum og systkinum Frá vinstri: Ásgrímur Örn, Guðfinna Þóra,
Heba, Hallgrímur, Skapti og Sólveig á áttræðisafmæli Hebu í febrúar 2018.
Blaðamaðurinn Skapti ræðir við fót-
boltastjörnuna Jürgen Klinsmann.
Til hamingju með daginn
Garður Tvíburarnir Fjölnir
Rafn Kristófersson og Úlf-
ur Jarl Kristófersson
fæddust 25. nóvember
2021 á Landspítalanum.
Fjölnir Rafn vó 2.890 og var
49 cm langur. Úlfur Jarl vó
3.080 g og var 50 cm lang-
ur. Foreldrar þeirra eru
Sunna Björg Ragnarsdóttir
og Kristófer Rafn Hauks-
son.
Nýir borgarar