Morgunblaðið - 22.04.2022, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2022
_ Burnley styrkti verulega stöðu sína
í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í
knattspyrnu í gærkvöld með því að
sigra Southampton, 2:0. Burnley er
enn í fallsæti en er nú aðeins stigi á
eftir Everton. Connor Roberts og Nat-
han Collins skoruðu mörk liðsins,
bæði í fyrri hálfleiknum.
_ Margrét Einarsdóttir, markvörður
úr Haukum, hefur verið kölluð inn í
hóp kvennalandsliðsins í handbolta
fyrir leikinn mikilvæga gegn Serbum á
laugardaginn. Hún fór með liðinu utan
í gær og Arnar Pétursson þjálfari er
því með sautján leikmenn með í för,
þar af þrjá markverði. Þetta er hreinn
úrslitaleikur um hvort Ísland eða Serb-
ía kemst í lokakeppni EM í desember
en serbneska liðinu nægir jafntefli úr
leiknum.
_ Lið Þróttar úr Vogum, sem leikur í
fyrsta sinn í 1. deild karla í fótbolta í
ár, samdi í gær við Pablo Gallego,
landsliðsmann frá Níkaragva, um að
leika með liðinu. Þróttarar hafa einnig
samið við enska bakvörðinn Michael
Kedman sem lék með Fylki í úrvals-
deildinni seinni hluta tímabilsins
2020.
_ Serbneski handknattleiks-
markvörðurinn Jovan Kukobat hefur
samið við Aftureldingu um að leika
með liðinu næstu þrjú árin. Kukobat,
sem er 33 ára og spilaði fyrst hér á
landi árið 2012, lék með Víkingi í vetur
en áður með bæði KA og Þór, sem og
sameiginlegu liði Akureyrar þar á und-
an.
Eitt
ogannað
KÖRFUKNATTLEIKUR
Annar úrslitaleikur kvenna:
Njarðvík: Njarðvík – Haukar (1:0) ..... 19.15
Umspil karla, undanúrslit, þriðji leikur:
Egilsstaðir: Höttur – Álftanes (2:0).... 19.15
HANDKNATTLEIKUR
8-liða úrslit karla, fyrsti leikur:
Kaplakriki: FH – Selfoss ..................... 19.30
Ásvellir: Haukar – KA ......................... 19.30
ÍSHOKKÍ
Heimsmeistaramót karla, 2. deild B:
Laugardalur: Georgía – Búlgaría ....... 16.30
Laugardalur: Ísland – Mexíkó ................. 20
KNATTSPYRNA
Mjólkurbikar karla, 2. umferð:
Njarðvík: Njarðvík – KFG ....................... 18
Seltjarnarnes: Grótta – KM ................ 19.15
Boginn: Þór – Samherjar..................... 19.15
Varmá: Afturelding – Vængir J. ........ 19.15
Í KVÖLD!
Subway-deild karla
Undanúrslit, fyrsti leikur:
Njarðvík – Tindastóll ........................... 79:84
_ Staðan er 1:0 fyrir Tindastól og annar
leikur á Sauðárkróki á sunnudagskvöldið.
Úrslitakeppni NBA
1. umferð:
Boston – Brooklyn............................ 114:107
_ Staðan er 2:0 fyrir Boston.
Toronto – Philadelphia............ (frl.) 101:104
_ Staðan er 3:0 fyrir Philadelphia.
Milwaukee – Chicago ....................... 110:114
_ Staðan er 1:1.
57+36!)49,
Fjölnir náði undirtökum í einvíginu
við Þór frá Akureyri í undan-
úrslitum umspilsins um sæti í úr-
valsdeild karla í handknattleik með
sigri í leik liðanna í Grafarvogi í
gær, 28:24. Liðin mætast aftur á
Akureyri á sunnudaginn og þar
getur Fjölnir tryggt sér sigur í ein-
víginu. Vinni Þórsarar, verður
oddaleikur í Grafarvogi á þriðju-
dagskvöldið.
Björgvin Páll Rúnarsson var
markahæstur Fjölnismanna með
átta mörk en Josip Kezic skoraði
níu mörk fyrir Þór og Tomislav
Jagurinovski, landsliðsmaður
Norður-Makedóníu, skoraði sex.
_ ÍR lenti í óvæntu basli með
Kórdrengi í Austurbergi og þurfti
framlengingu til að vinna sigur,
37:34. Andri Heimir Friðriksson
skoraði tíu mörk fyrir ÍR og Viktor
Sigurðsson átta en Egill Björg-
vinsson skoraði átta mörk fyrir
Kórdrengi sem enduðu 22 stigum á
eftir ÍR í 1. deildinni í vetur.
Fjölnir lagði Þór og ÍR-ingar
sluppu með skrekkinn
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Dalhús Elvar Otri Hjálmarsson skorar fyrir Fjölni en Tomislav Jag-
urinovski, Josip Kezic og Viðar Ernir Reimarsson fylgjast með.
Gíslasdóttir sneri aftur frá Bröndby.
Hópurinn virðist sterkari en í fyrra
og fróðlegt að sjá hvert Birni og Sif
tekst að fara með liðið.
Náðu besta árangrinum í fyrra
Þróttur náði sínum besta árangri í
fyrra þegar liðið hafnaði í þriðja sæti
og komst í bikarúrslitin í fyrsta
skipti. Þróttarliðið hefur vaxið og
dafnað undir stjórn Niks Cham-
berlains á undanförnum árum og
leikur nú sitt þriðja tímabil í deild-
inni.
Nik hefur byggt lið sitt upp á ung-
um og efnilegum stúlkum sem hafa
öðlast mikla reynslu í deildinni und-
anfarin tvö ár, og fengið sterka er-
lenda leikmenn með þeim. Meðal
annars tvær sem nú eru komnar í
bandarísku atvinnudeildina.
Þróttur hefur styrkt hópinn með
tveimur unglingalandsliðsstúlkum
og fengið Maríu Evu Eyjólfsdóttur
frá Fylki. Erlendu leikmennirnir í ár
eru stærsta spurningarmerkið og
gera eflaust útslagið um hvort liðið
verður áfram í baráttu í efri hlut-
anum eða gefur eftir. Danielle Marc-
ano er komin frá HK og ástralska
landsliðskonan Gema Simon er
væntanleg til félagsins.
Arna og Karen fóru suður
Eftir margra ára velgengni seig
lið Þórs/KA niður í miðja deildina
árið 2019 og hefur verið í nokkru
basli þar síðan. Liðið hélt sér naum-
lega uppi 2020 og gerði ekki meira
en að halda sér frá fallsvæðinu í
fyrra. Í ár ætti það að vera nógu
sterkt til að halda sér í miðri deild en
ekki nægilega sterkt til að fara ofar.
Jón Stefán Jónsson og Percy
Mclachlan tóku við liðinu af Andra
Hjörvari Albertssyni.
Nú er burðarásinn Arna Sif Ás-
grímsdóttir farin í Val og Karen
María Sigurgeirsdóttir fór í Breiða-
blik og það er talsverð blóðtaka. Á
móti kemur að Sandra María Jessen
og Andrea Mist Pálsdóttir eru
komnar aftur heim eftir atvinnu-
mennsku erlendis og eru liðinu dýr-
mætur liðsauki. Framherjinn Tiff-
any McCarty kom frá Breiðabliki og
bandaríski miðvörðurinn Brooke
Lampe á að fylla skarð Örnu Sifjar.
Hvað gera Björn og Sif?
- Selfyssingar virðast með betri hóp en í fyrra - Þróttur ekki með eins sterka
útlendinga? - Þór/KA fékk Söndru og Andreu heim úr atvinnumennskunni
Morgunblaðið/Eggert
4 Barbára Sól Gísladóttir er komin
aftur á Selfoss frá Bröndby.
Í öðrum hlutanum af spá Morgunblaðsins fyrir Bestu deild kvenna í fót-
bolta 2022, þar sem tuttugu sérfræðingar og aðrir áhugasamir sem starfa
hjá eða skrifa fyrir miðla Árvakurs greiddu atkvæði, birtum við liðin sem
enduðu í sætum fjögur til sex.
Selfoss fékk 130 stig í fjórða sæti, Þróttur fékk 126 stig í fimmta sæti og
Þór/KA 112 stig í sjötta sæti. Þar fyrir neðan urðu ÍBV með 78 stig, KR
með 46, Afturelding með 44 og Keflavík með 43 stig.
Sæti 4-6 í Bestu deild kvenna
Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR og
Arnar Pétursson úr Breiðabliki
sigruðu í hinu árlega Víðavangs-
hlaupi ÍR sem fram fór í miðborg
Reykjavíkur um hádegið í gær. Þau
urðu þar með Íslandsmeistarar
2022 í fimm kílómetra götuhlaupi.
Andrea kom fyrst kvenna í mark
á 17:09 mínútum. Í öðru sæti var Ír-
is Anna Skúladóttir úr FH á 17:24
mínútum og Íris Dóra Snorradóttir,
einnig úr FH, varð þriðja á 18:31
mínútum.
Arnar varð langfyrstur í mark af
körlunum á 15:24 mínútum. Í öðru
sæti var Kristinn Þór Kristinsson
frá Selfossi á 16:03 mínútum og í
þriðja sæti var Jökull Bjarkason úr
ÍR á 16:06 mínútum.
Alls tóku 425 manns þátt í hlaup-
inu í öllum aldursflokkum. Yngstu
keppendurnir fæddust árið 2013 en
tvö þau elstu árið 1947. Karlarnir
voru 249 og konurnar 176. ÍR hefur
haldið Víðavangshlaupið frá árinu
1916.
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Sigurvegarar Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir koma í markið í
miðborg Reykjavíkur í gær sem Íslandsmeistarar í 5 km götuhlaupi.
Andrea og Arnar fyrst
í Víðavangshlaupi ÍR
BESTA DEILDIN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Selfoss, Þróttur og Þór/KA sigla
nokkuð lygnan sjó um miðja Bestu
deild kvenna í fótbolta á komandi
keppnistímabili ef spá Morgunblaðs-
ins gengur eftir. Þar er þeim raðað í
fjórða, fimmta og sjötta sæti.
Þau verða þá ekki langt frá loka-
niðurstöðu sinni á Íslandsmótinu
2021 þegar Þróttur hafnaði í þriðja
sæti, Selfoss í fimmta sæti og Þór/
KA í sjötta sæti.
Miðað við stigafjöldann gætu Sel-
foss og Þróttur gert atlögu að þriðja
sætinu í deildinni en Akureyrarliðið
ætti að halda stöðu sinni í hópi sex
efstu nokkuð örugglega.
Þess ber að geta að úrslita- og
fallkeppni í deildinni sem samþykkt
var á síðasta ársþingi tekur gildi á
næsta tímabili, 2023, en þá fara efstu
sex liðin eftir átján umferðir í úr-
slitakeppnina en neðstu fjögur í fall-
keppnina.
Hefur vantað herslumuninn
Selfyssingar hafa undanfarin tvö
ár endað í fjórða og fimmta sæti og
vantað herslumun til að jafna besta
árangurinn sem liðið náði árið 2019,
sem og 2015, þegar það endaði í
þriðja sæti deildarinnar. Liðið var
bikarmeistari 2019 og hefur því
fundið lyktina af því að slást um titl-
ana.
Björn Sigurbjörnsson tók við
þjálfun Selfoss í vetur en hann hefur
verið aðstoðarþjálfari Kristianstad í
Svíþjóð undanfarin ár. Eiginkonan
fylgdi honum, engin önnur en lands-
liðskonan þrautreynda Sif Atladótt-
ir, sem á örugglega eftir að hafa
gríðarlega mikil áhrif á liðið, innan
sem utan vallar.
Selfoss hefur fengið taílensku
landsliðskonurnar Miröndu Nild frá
Kristianstad og Tiffany Sornpao
markvörð frá Keflavík og keflvísku
tvíburana Írisi Unu og Kötlu Maríu
frá Fylki ásamt því að Barbára Sól
Morgunblaðið/Árni Sæberg
5 Álfhildur Rósa Kjartansdóttir er
fyrirliði Þróttarliðsins.
Morgunblaðið/Ómar
6 Sandra María Jessen er komin
aftur í Þór/KA frá Leverkusen.