Morgunblaðið - 22.04.2022, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
EMPIRE
VARIET Y
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
STÓRKOSTLEG NÝ FJÖLSKYLDUMYND
ÚR TÖFRAHEIMI HARRY POTTER.
75%
U S A TO D AY
89%
92%
» Titti Johnson og
Helgi Felixson frum-
sýndu heimildarmynd
sína, Út úr myrkrinu, í
Bíó Paradís í fyrradag.
Hún fjallar um sjálfsvíg
hér á landi og er myndin
til þess gerð að vekja
umræðu um þá skelfi-
legu staðreynd að allt að
50 manns svipta sig lífi á
ári hverju og mörg
hundruð gera tilraun til
sjálfsvígs.
Heimildarmyndin Út úr myrkrinu frumsýnd í Bíó Paradís
Hátíðarstund Helgi og Titti, höfundar myndarinnar, með Agli Þorsteinssyni og Agnesi Matthíasdóttur.
Gestir Guðný Gabríela Aradóttir og Anton Emil Albertsson.
Í bíó Sigrún Ágústsdóttir, Sigríður Silvía Jakobsdóttir og Anna Axelsdóttir. Á frumsýningu Halldóra Bergþórsdóttir og Birna Dís Bjarnadóttir.
Popp Helgi R. Óskarsson, Bjarney Harðardóttir og Sveina Jónsdóttir.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Styrkir voru veittir í vikunni úr
Tónlistarsjóði Rótarý á Íslandi fyr-
ir árið 2022 og hlutu þá í ár Alex-
ander Smári Edelstein píanóleikari
og Sólveig Vaka Eyþórsdóttir
fiðluleikari. Munu þau koma fram
á stórtónleikum nú á sunnudag kl.
16 með fjölda annarra listamanna
úr tónlistar- og sviðslistahópnum
Austurópi. Tónleikarnir fara fram
í Tónlistarmiðstöð Austurlands á
Eskifirði. Tónleikunum verður
jafnframt streymt og er hægt að
kaupa sig inn á vvenue.events/
rotary.
Styrkir úr sjóðnum hafa verið
veittir frá árinu 2005 og eru með
veglegustu styrkjum sem tónlistar-
nemendur í meistaranámi eiga
kost á, segir í tilkynningu og að
umsækjendur þurfi að vera komn-
ir í meistaranám og stefna á að
gera tónlist að ævistarfi. Fyrsti
styrkþegi sjóðsins var Víkingur
Heiðar Ólafsson en alls hafa 30
nemendur hlotið styrk.
Alexander Smári er 23 ára og
stundar meistaranám í píanóleik
við Tónlistarháskólann í Maast-
richt í Hollandi. Sólveig Vaka
stundar meistaranám í fiðluleik
við Hochschule für Musik und
Theater Felix Mendelssohn Bart-
holdy í Leipzig í Þýskalandi og
hafði áður lokið bakkalárprófi frá
sama skóla.
Alexander og Sól-
veig hlutu styrki
Sólveig Vaka
Eyþórsdóttir
Alexander Smári
Edelstein
Matur
SMARTLAND
MÖRTUMARÍU