Morgunblaðið - 22.04.2022, Page 32
FERMINGAR
TILBOÐ
GÓÐUR
STUÐNINGUR
VIÐMJÓBAK
ÝMIR
HÁGÆÐA SJÖ SVÆÐASKIPT
POKAGORMAKERFI
Styður mun betur við líkamann en venjuleg
gormakerfi. Pokagormarnir eru meðmis-
þykkum vír eftir því hvar þeir eru staðsettir
í dýnunni.Mjúkir við axlasvæði, stífir við
mjóbakssvæði,millistífir í miðjunni.
330 gormar per fm2. Tvíhert stál.
VERÐ ÁÐURSTÆRÐ VERÐ NÚ
120×200
140×200
150×200
99.900 kr.
114.900 kr.
129.900 kr.
89.900 kr.
104.900 kr.
119.900 kr.
Öll verð með PU botni og fótum.
ATH. fleiri stæðir í boði.
V
e
rð
b
ir
t
m
e
ð
fy
ri
rv
a
ra
u
m
in
n
sl
á
tt
a
rv
il
lu
r
o
g
/e
ð
a
b
re
yt
in
g
a
r.
FRIGG, ÓÐINN OG IÐUNN:
Öll verð eru með PU botni og fótum. ATH.fleiri stæðir í boði.
STÆRÐ VERÐ ÁÐUR VERÐ NÚ
120×200
140×200
150×200
139.900 kr.
159.900 kr.
179.900 kr.
119.900 kr.
139.900 kr.
159.900 kr.
IÐUNN
GÓÐ SJÖ SVÆÐASKIPT
HEILSUDÝNA SEM STYÐUR RÉTT
VIÐ LÍKAMANN
Cool efnablandan aðlagast líkamanumog
gefur betri öndun.Góðþrýstijöfnunog réttur
stuðningur tryggir betra blóðflæði ogbetri líðan,
þú færðdýpri ogbetri svefn.
FRIGG
HÁGÆÐA SJÖ SVÆÐASKIPT
HEILSUDÝNAÁ FRÆBÆRUVERÐI
Með5 svæðaskiptu pokagormakerfi.Góður
mjóbaksstuðningur. Mýkra og betra axlasvæði.
Þrýstijöfnunarefni í bólstrun. Vandaðar
kantstyrkingar. Fullkomin nýting á svefnfleti.
ÓÐINN
HÁGÆÐA SJÖ SVÆÐASKIPT
HEILSUDÝNAÁ FRÆBÆRUVERÐI
Með5 svæðaskiptu pokagormakerfi.Góður
mjóbaksstuðningur.Mýkra ogbetra axlasvæði.
Þrýstijöfnunarefni í bólstrun.Vandaðar
kantstyrkingar.Fullkominnýting á svefnfleti.
– MILLISTÍF
– STÍF
25%
AFSLÁTTUR
AF FYLGIHLUTUM
VIÐ DÝNUKAUP
VERÐ SEM
KOMA Á
ÓVART
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu
Hljómsveitirnar Dúkkulísurnar og Tappi Tíkarrass koma
fram á tónleikum á Húrra í kvöld, 22. apríl, kl. 19. Báðar
sveitir voru áberandi í íslensku tónlistarlífi á níunda
áratugnum. Dúkkulísurnar störfuðu af krafti frá árinu
1982 til ársins 1987 og hafa starfað með hléum eftir
það. Tappi Tíkarrass var ein þeirra sveita sem komu
fram í heimildarmyndinni Rokk í Reykjavík árið 1982 og
lagðist sveitin í dvala ári síðar en reis upp frá dauðum
árið 2015 og er í dag skipuð upphaflegum liðsmönnum
hljómsveitarinnar. Sveitin hefur sent frá sér tvær plöt-
ur eftir upprisuna og verður í kvöld flutt blanda af
gömlu og nýju efni.
Dúkkulísur og Tappi á Húrra
FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 112. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Tindastóll lagði deildarmeistara Njarðvíkur að velli,
84:79, í fyrsta undanúrslitaleik liðanna á Íslandsmóti
karla í körfuknattleik sem fram fór í Njarðvík í gær-
kvöld. Sauðkrækingar eru því komnir með undirtökin
og fá tækifæri til að komast í 2:0 á sínum heimavelli en
liðin mætast þar á sunnudagskvöldið. »26
Tindastóll byrjar á sigri í Njarðvík
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hjónin Ásmundur Kristjánsson og
Guðrún Hildur Rosenkjær hafa rek-
ið fyrirtækið Annríki á Suðurgötu 73
í Hafnarfirði frá 2011. Þau sérhæfa
sig í íslenskum þjóðbúningum og
skarti, hafa eignast gott safn bún-
inga á liðnum árum, hafa í raun
sprengt húsnæðið utan af sér og vilja
stækka við sig, en hafa ekki enn
fundið heppilegt rými. „Okkur lang-
ar til þess að tengjast safnastarfsem-
inni í Hafnarfirði með einhverjum
hætti, því í raun rekum við fræðaset-
ur og sýnum þjóðbúningana á gínum
á föstudögum,“ segir Guðrún Hildur.
Ásmundur er vélvirki og gull-
smiður og sérhæfir sig í gerð þjóð-
búningaskarts. Guðrún Hildur er
klæðskeri og kjólameistari auk þess
að vera sagnfræðingur í meist-
aranámi. Hún vann áður í 15 ár við
þjóðbúningasaum og -kennslu hjá
Heimilisiðnaðarfélaginu og hefur
sökkt sér ofan í söguna. „Þetta er
mikill menningaraarfur, ekki bara
föt, og sagan er ótrúlega merkileg,“
segir hún. Stór hluti starfsins felist í
að endurgera muni, sem aðeins séu
til á söfnum eða hafa varðveist í rit-
uðum heimildum. Í því sambandi
nefnir hún svonefndan Viðeyjarbún-
ing, sem Magnús Stephensen seldi
úr landi á sínum tíma. Þau hafi tvisv-
ar farið til London til þess að kynna
sér hann nákvæmlega með end-
urgerð í huga, fyrst 1999 og síðan
2015.
Rannsóknir og fræðsla
Í meistaranáminu rannsakar Guð-
rún Hildur sögu búninganna og er
komin aftur á fyrri hluta 18. aldar.
Hún segir að rannsóknirnar skili sér
í vinnunni en til þess sé leikurinn
gerður. Þau reki saumastofu, þar
sem þau saumi nýja búninga, og
haldi námskeið víða um land. „Starf-
ið er mjög fjölbreytt og allt sem við-
kemur þessari annríkisveröld er hjá
okkur í Annríki. Reksturinn hefur
gengið mjög vel og í raun þurfum við
meiri mannskap til þess að geta sinnt
öllu sem við viljum sinna.“ Þau hafi
lengst af staðið ein í þessu en séu nú
með saumakonu sér til aðstoðar.
Búningarnir hafa safnast upp frá
fyrsta degi í húsnæði þar sem Vél-
smiðja Hjalta Einarssonar var stofn-
uð á sínum tíma. Guðrún Hildur seg-
ir að margir 20. aldar búningar séu
til í landinu. Þau hafi fengið gefins
búninga og keypt aðra, en í safninu
eru búningar frá um 1750 til nú-
tímans. „Elstu búningarnir í safninu
eru í raun nýir því þeir eru end-
urgerðir frá 18. öld.“
Búningarnir segja mikla sögu.
Guðrún Hildur segir að draumurinn
sé að opna safn með áþreifanlegum
munum, þar sem hlutirnir séu ekki
lokaðir á bak við gler heldur geti
gestir handleikið þá og fengið
fræðslu um þá. „Vilji fólk vita eitt-
hvað um munina erum við ónísk á
tímann og til í að halda fyrirlestra
um þá.“ Hún bendir á að Þjóðminja-
safnið eigi ógrynni gamalla búninga
en þeir séu í geymslu. Heimilisiðn-
aðarsafnið á Blönduósi sé með
marga búninga frá 20. öld til sýnis án
mikilla upplýsinga. „Við brúum bilið
með því að fræða gesti og gangandi
um söguna og viljum útvíkka þá
starfsemi, en þurfum stærra hús-
næði til þess að geta látið drauminn
rætast.“
Annríki og menning
- Sérhæfa sig í íslenskum þjóðbúningum og skarti
Morgunblaðið/Eggert
Annríki Hjónin Ásmundur Kristjánsson gullsmiður og Guðrún Hildur
Rosenkjær, búningahönnuður, kjólameistari og sagnfræðingur.
Merkileg saga Í safni hjónanna eru búningar frá um 1750 til nútímans.
Skraut Gerð búninga og skarts
krefst mikillar færni og vinnu.