Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Side 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2022 P áskahelgin gekk vel fyrir sig og vor í lofti. Fór hiti jafnvel upp í 10°C sums staðar og ís- vélar landsins víða við þolmörk af- hendingaröryggis bragðarefa. Páskafrí ríkisstjórnarinnar var þó engin kyrrðarstund, en þar gekk talsvert á vegna Bankasýslumálsins og sagt að stjórnarsamstarfið hafi sjálfsagt aldrei verið brothættara. Á þriðjudag var tilkynnt að rík- isstjórnin hefði ákveðið að leggja Bankasýsluna niður þar sem fram- kvæmd síðara útboðs Bankasýsl- unnar á hlutum í Íslandsbanka hefði ekki staðið undir væntingum og gagnsæi ekki nóg. Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, varaformaður VR, harmaði fjölda- uppsagnir Sólveigar Önnu Jóns- dóttur, formanns Eflingar, á öllu starfsliði verkalýðsfélagsins. Hún telur að þær kunni að reynast skað- legar fyrir verkalýðshreyfinguna í heild. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var hins vegar öllu þögulli og kvaðst ekki geta tjáð sig um hóp- uppsagnir á skrifstofu Eflingar vegna lögvarðra hagsmuna. Margir þolendanna eru félagar í VR, sem vakti spurningar um hvort VR hygg- ist skjóta því til félagsdóms. Mikill viðbúnaður var við Eiðis- granda vegna manns, sem stakk sér til sunds í hafið. Hann hafði hins vegar komið aftur í land án þess að nokkur yrði þess var. Skjálftavirkni á og út af Reykjanes- skaga dalaði talsvert eftir væna hrinu á páskadagsmorgun. . . . Íslandsmótið í fótbolta hófst í vor- blíðu í Fossvogi þegar FH sótti Ís- lands- og bikarmeistara Víkings heim, en fimleikafélagið mátti lúta í lægra haldi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir utanríkisráðherra greindi frá því að Ísland myndi styðja aðildar- umsókn Finna að Atlantshafs- bandalaginu afráði finnsk stjórnvöld að fara þá leið. Deilur innan Eflingar og í verkalýðs- hreyfingunni héldu áfram og var yf- irlýsing Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að hópuppsagnir og skipulags- breytingar ættu að spara 120 millj- ónir króna á ári ekki til þess fallin að lægja öldurnar, en gagnrýnendur hennar sökuðu formanninn um áróð- ur og yfirgang. Maður strauk úr gæsluvarðhaldi þegar hann var fluttur í Héraðsdóm Reykjavíkur, þrátt fyrir mikinn við- búnað lögreglu. Hans var ákaft leit- að og biðlaði fangelsisstjóri opin- berlega til hans um að koma heim. Ágengni lögreglu við leitina að strokufanganum þótti þó fullmikil þegar sérsveitarmenn tóku ungling í misgripum í strætó, sem gert hafði þau mistök að vera svipaður á litinn og sakborningurinn. Sá storkaði hins vegar réttvísinni með því að senda kveðjur á félagsmiðlum. Einar Þorsteinsson, oddviti Fram- sóknar í Reykjavík, boðar stórsókn í byggingu íbúðarhúsnæðis komist flokkur hans í meirihluta í kosning- unum, sem fram fara eftir tæpar þrjár vikur. Hans segir borgina hafa brugðist borgurunum að því leyti. Meirihlutinn í Reykjavík krefur rík- ið svara um þjóðarleikvang í Laug- ardal og kveðst vera orðinn nokkuð óþreyjufullur. Íþróttafólk er sama sinnis enda hefur Laugardalshöll verið úr leik í eitt og hálft ár vegna vandræða borgarinnar við útboð um viðgerðir þar. Forseti Íslands blandaði sér óvænt í umræðuna um nýjan þjóðarleikvang og telur það afar brýnt að drífa í því. . . . 500 félagar í Eflingu knúðu fram að boða skyldi til félagsfundar um fjöldauppsögn formannsins á öllu starfsliði félagsins. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði að sér væri það ljúft og skylt að boða til fundar, en ekki er ljóst hvenær tími gefst til þess. Enga kreppu er að merkja af sölunni hjá Domino’s en þar stefnir í besta flatbökuár frá upphafi. Embætti landlæknis brást ekki við þeim tíð- indum með sérstökum hætti. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði spillingu, gáleysi eða hvort tveggja búa að baki Bankasýslumálinu. Oddný Harðardóttir, stalla hennar og fyrrverandi fjármálaráðherra, sem í fyrndinni mælti fyrir um lögin um Bankasýsluna, tók hraustlega undir það, en virðist hafa annan skilning á lögunum nú en þá. Netárásum á fjármálainnviði hefur fjölgað mikið á undanförnum árum, en eftir árás Rússa á Úkraínu er tal- in þörf á enn frekari árvekni. Smærri sveitarfélögum gest illa að áformuðum reglum innviðaráðherra við mat á getu þeirra til þess að upp- fylla lögbundin verkefni. Telja þau að með því eigi að véla um samein- ingu sveitarfélaga samkvæmt til- skipunum að sunnan. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæð- inu heldur áfram að hækka og fór upp um 3,1% í marsmánuði. Stöku lundi er farinn að sjást í Vest- mannaeyjum, en nokkrar áhyggjur eru uppi um að fuglaflensan geti herjað á lunda þegar öll hersingin kemur og sest upp. . . . Sumardagurinn fyrsti rann upp með mildu veðri. Vöxtur í Árborg hefur haft þær af- leiðingar að Selfossveitur eiga orðið örðugt með að afhenda heitt vatn í nægum mæli. Það gæti m.a. tafið fyrir byggingu á lóðum, sem þegar hefur verið úthlutað. Ekki reyndist samstaða í miðstjórn Alþýðusambandsins (ASÍ) um að fordæma hópuppsagnir formanns Eflingar, en umbrot í verkalýðs- hreyfingunni snúast mikið um upp- rennandi atlögu róttækari arms hennar að Drífu Snædal forseta ASÍ á komandi þingi sambandsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra kvaðst ekki víkja sér undan pólitískri ábyrgð á Bankasýslumál- inu með því að setja söluferli á hlut- um í Íslandsbanka af stað. Hann sagði umræðuna hins vegar hafa far- ið um víðan völl og ekki allt rétt í henni þótt framkvæmdinni hefði augljóslega verið ábótavant í sumu. Aðgerðir hófust við að ná upp flugvél- arflaki af botni Þingvallavatns, en flug- vélin fórst í upphafi febrúar og fjórir með henni. Flakið fannst á 48 m dýpi. Sjálfstæðismenn í Reykjavík kynntu málefnaskrá sína. Þar er mest áhersla lögð á lausn húsnæð- iskreppu, samgöngumála og fjöl- skylduvanda, en jafnframt að borg- arfulltrúum verði fækkað. Maður var dæmdur í 8 ára fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir skot- árás, manndrápstilraun og fleira á Egilsstöðum í fyrra. Flugfélagið Play fór í fyrstu áætl- unarferð sína til Bandaríkjanna, en höfuðborgin Washington var fyrst í röðinni. Næst hefst flug til Boston og í sumar til New York-borgar. . . . Svandís Svavarsdóttir matvæla- ráðherra segist ætla að bæta við 1.500 tonnum í strandveiðipottinn, svo hann yrði 10.000 tonn af þorski á þessu tímabili. Aldrei hefur verið ráðstafað stærri hluta af leyfilegum heildarafla í þorski til strandveiða. Samfylkingin í Reykjavík kynnti kosningaáherslur sínar og var þar mest lagt upp úr lausn á húsnæð- iskreppu, samgöngumálum og fjöl- skylduvanda, en ekki að borg- arfulltrúum verði fækkað. 24 flugfélög ráðgera að fljúga til Keflavíkurflugvallar í sumar. Í ljós kom að Íslendingur, sem var handtekinn á Spáni í liðnum mánuði er áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson, sem jafnframt er unnusti söngkonunnar Svölu Björg- vins. Hann á sakaferil að baki. Eftir óvenjulangan vetur hefur komið í ljós að vegir eru víða illa farnir eftir umhleypingarnar allar og mjög mikið af holum, fleiri en Vegagerðin nær að telja og hefur því biðlað til almenn- ings um að tilkynna þær. Helgi Valdimar Sigurðsson frá Skollagróf í Hrunamannahreppi vann til Morgunblaðsskeifunnar á Hvanneyri. Sigurður Guðmundsson, athafna- maður og fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri, lést í Zambíu, 53 ára að aldri. Vetur kvaddur og þótt fyrr hefði verið Tíðindi vikunnar voru vafalaust þau að ríkisstjórnin ákvað að leggja Bankasýslu ríkisins niður. Á skrifstofum hennar í Borgartúni 3 vinna þrír starfsmenn, þrisvar sinnum fleiri en á skrifstofum nágranna þeirra í verkalýðsfélaginu Eflingu. Morgunblaðið/Kristinn Magnúss 17.4.-22.4. Andrés Magnússon andres@mbl.is w w w. i t r. i s S ý num hver t ö ð r u tilli t s s emi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.