Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Qupperneq 10
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2022
línu sem nefnist Skapandi greinar. þá rifjuðust
orð Ingólfs afa upp en hann sagði alla tíð:
„Klara mín, þú verður að fara í háskóla, þú átt
fullt erindi í nám.“ Svo ég hugsaði með mér
hvort það væri ekki bara svolítið mér fannst
fallega táknrænt að sækja um nám við Bifröst
og leita listrænnar handleiðslu sérfræðinga
háskólans. Ég sótti um og komst inn.
Ég vildi sá listrænum fræjum í upp-
byggilegan og frjóan farveg framtíðarútgáfu
en Skapandi greinar á Bifröst er sérsniðin að
slíkri útgáfu. Námið er þverfaglegt og áhersla
á sjálfbærni sem sjálfstæði en Anna Hildur
Hildibrandsdóttir er fagstjóri skapandi greina
og framúrskarandi sérfræðingur.“
Konfektskál skapandi greina
„Það eru miklar kröfur gerðar til okkar í námi,
um sjálfstæð vinnubrögð og skapandi frum-
kvæði. Við lærum framleiðslu menningarefnis,
verkefnastjórnun og höfundaréttalög, fram-
komu í fjölmiðlum, fjármál og rekstur, kvik-
myndagerð á farsíma, stafræna markaðsfræði
og umhverfisvernd, upplýsingatækni og sjálf-
stæð vinnubrögð. Árgangurinn minn er hæfi-
leikafólk úr ólíkum listgreinum, fallegur og
breiður hópur.
Strax á fyrstu önninni sat Klara námskeið
sem kallast Vinnusmiðja: Hlutverk mitt í líf-
inu. „Þar var ég beðin um að móta mér skýra
stefnu, ég mætti ráða því alveg hvað ég gerði
en ég yrði að vera ákveðin í því. Ég sagði að ég
vildi beina sjónum mínum að tónlistarútgáfu
og það hef ég gert. Í þetta nám hef ég sótt
styrk minn í þetta verkefni.“
Klara er afar þakklát þeim sem hafa leið-
beint henni í náminu og nefnir auk Önnu Hild-
ar þær Henný Maríu Frímannsdóttur, Sigríði
Arnardóttur, Guðnýju Guðjónsdóttir, Karólínu
Stefánsdóttur og Rán Tryggvadóttur. „Þetta
nám er konfektskál skapandi greina.“
Tónverkin fá að óma í nýrri mynd
Í náminu hefur Klara einbeitt sér að endur-
útsetningu og endurútgáfu tónverka afa síns.
„Við heyrum þessi gleymdu tónverk ekki jafn
oft í dag og ekki í þeim útsetningum sem þau
voru gefin út í þá. Stórlega vanmetinn þáttur í
öllum tónsmíðum er útsetningarfræðin sjálf. Við
horfum svolítið hjá töfrum útsetningar og það er
ekki hvað síðri kategóría. Og það var það sem ég
fékk í hendur þegar ég var farin að greina mel-
ódíurnar sem voru á nótnablöðunum þá fór ég að
velta fyrir mér hvort það væri ekki gaman að
leyfa þessum tónverkum að óma í nýrri mynd
þannig að þau verði listamanninum til sóma og
nýrri kynslóð um leið. Þannig vindur þetta upp á
sig meðan ég er í náminu og ég fer að fara
lengra með melódíurnar.“
Klara stofnaði þá til samstarfs við úkraínska
píanóleikarann Boris Sevastyanov, sem er frá
Karkív, á alþjóðlegum samskiptavef tónlistar-
fólks á netinu. Hún segir það dæmigert fyrir
það landamæraleysi sem ríki í tónlistarheim-
inum í dag. „Ég var mjög hrifin af hans flutn-
ingi og hans stíl. Ég bara lagði þetta á borðið
fyrir hann,“ segir hún.
„Það hefur verið einstaklega gaman að
vinna með Boris. Ég sagði við hann að mig
langaði að sjá þessi verk í „instrumental“
píanóbúningi því píanóið var hljóðfærið hans
Ingólfs. Hann tekur tónverkið til sín, metur
það og flytur það með sínum hætti.
„Þau eru ófá aðdáunartárin sem ég hef fellt
hérna við tölvuna hjá mér. Ég ber gífurlega virð-
ingu fyrir honum. Þetta er svo fallegur flutning-
ur hjá honum. Hann skekkir ekki lögin heldur er
melódían svolítið eins og loftlaus blaðra sem er
blásin út og stækkuð með útsetningunni. Það er
útsetning. Laglínan sjálf, er óbreytt, hrynjandina
í tónverkinu en innsetning hljóðfæra og aukin
tóndýpt kemur til.“ Þau Klara hafa nú gefið út
níu tónverk saman og þannig er lagið Reykjavík-
urdætur meðal nýútsettra verka í flutningi
Úkraínumannsins nú útkomið á Spotify.
Skynjaði aukna spennu í Úkraínu
Þau Klara og Boris ráku samstarf allt þar til
tveimur dögum áður Rússar réðust inn í
Úkraínu. „Í svona samstarfi myndast list-
ræn nánd sem tengist ekki inn á daglegt líf
fólks og aðstæður heldur inn á orðalausa og
fallega tíðni,“ segir Klara. Þau hafi ekki rætt
aðstæðurnar í heimalandinu enda byggi
samband þeirra á faglegu tónlistar-
samstarfi.
„En vissulega fann ég fyrir öllu því sem
ósagt var. Ég fann spennuna stigmagnast,
ekki í hans orðum en ég fann að það var eitt-
hvað í aðsigi. Þetta var gífurlega sérstök at-
burðarás að skynja upptök styrjaldar héðan
frá Eyrarbakka í gegnum þessa listrænu,
orðalausu tíðni,“ segir Klara og minnist þess
að hafa verið farin að skynja þessa auknu
spennu í kringum áramót.
„Ég innti hann eftir því hvort fjölskyldan
væri örugg og hann sagði þá að átökin færðust
stöðugt nær. Hann sagði við mig að þau fjöl-
skyldan hefðu fyrir löngu tekið þá ákvörðun að
standa með sínu heimalandi og sinni þjóð og
vera um kyrrt.“ Hann hafði hlotið þjálfun und-
anfarin átta ár í úkraínska frelsishernum og
gegnir sínu hlutverki þar.
Ber virðingu fyrir styrk þjóðarinnar
„Mér hefur ekki þótt við hæfi að vera alltaf að
hafa samband við þau en ég bið fyrir þeim.
Maður hefur séð styrkinn og einlægnina í
gegnum opinber ummæli hans á netinu. Ég
ber mikla virðingu fyrir styrk úkraínsku þjóð-
arinnar, yfirvegun þeirra og stillingu. Úkra-
ínumenn eru listræn þjóð og það er einstakur
þjóðarbragur úkraínskri listtúlkun sem ég
hrífst af. Ég er heilluð af þessum menning-
arheim, menningu þessarar sjálfstæðu þjóð-
ar,“ segir hún.
„Það fyrsta sem ég bað Boris um að út-
setja var litla vögguvísan Mín kindin mjó,
sem var tileinkuð mér, og það lagði grunn-
inn að því sem koma skildi í okkar sam-
starfi. Þessi vögguvísa ferðaðist frá
tónlistarsafninu hér heima, heim til mín á
Eyrarbakka, til Brasilíu í grunnspilun og
þaðan til Úkraínu þar sem hún er útsett
sem píanóballaða.
Í framhaldinu leitaði ég uppi ítalskt kvik-
myndatónskáld, Enzo De Rosa, og bar upp þá
spurningu hvort tónverkið væri hæft til sin-
fónískrar útsetningar. þetta tónverk ætti
möguleika á að vera útsett sem sinfónía. Enzo
sagði já. Verkið tók þrjár vikur en mér að
óvörum kallaði Enzo til færeysku söngkonuna
Elin Brimheim Heinesen sem flytur sjálfa
þjóðvísuna í lok lagsins.“
Gróskumikil, litrík og auðug
Klara hefur mikinn áhuga á hugmyndum um
hringrásarhagkerfi og sjálfbærni innan tón-
listargeirans. Það hvernig Kindin mín mjó
var ekkert nema nótur á blaði og ferðaðist
síðan um heiminn er dæmi um þessa hring-
rásaraðferð. „Við eigum að opna íslenska tón-
listararfinn og kynna þessi verk fyrir flytj-
endum samtímans.“ Hún segir að við getum
lært mikið af tónskáldum fortíðarinnar „sem
ófu melódíur án þess að hafa nokkur tæki sér
við hlið“.
Klara vonast til þess að þetta starf geti orð-
ið öðrum rétthöfum hvatning til þess að dusta
rykið af gömlum tónverkum. „Ef ég get þetta
af hverju ættu ekki aðrir að geta það? Af
hverju voru þessi tónverk samin ef ekki til
þess að leyfa einhverjum að heyra þau? Ís-
lensk lista- og menningarsaga er gríðarlega
gróskumikil, litrík og auðug. En þetta verður
hver að gera með sínu nefi og finna sinn takt í
þessum efnum.“
Klara býr með yngri syni sínum, Guðmundi
Galdri, á Eyrarbakka. Þaðan hefur hún unnið
að þessu útgáfustarfi í kyrrð og ró. „Rólegt líf
er stórlega vanmetið og stærstu kraftaverkin
gerast í kyrrð,“ segir hún.
„Þetta hefur verið ríflega tveggja ára
ferli og það sem ég hef lært á þeim tíma. Ég
er einstaklega lánsöm hafa fengið þetta
tækifæri. En það er auðvitað allt vinna í
lífinu, ég hef ekkert fengið upp í hend-
urnar.“
„Ég vildi sá listrænum fræjum í
uppbyggilegan og frjóan farveg
framtíðarútgáfu,“ segir Klara.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
’
Þá fór ég að velta fyrir
mér hvort það væri ekki
gaman að leyfa þessum tón-
verkum að óma í nýrri
mynd þannig að þau verði
listamanninum til sóma og
nýrri kynslóð um leið.
Klara og Ingólfur afi hennar voru miklir vinir.
Lagið Reykjavíkurdætur, sem Ellý Vil-
hjálms flutti á sínum tíma og gerði frægt,
er líklega þekktasta tónsmíð Ingólfs
Sveinssonar. Klara, eldri dótturdóttir
hans, segir þá Ólaf Gauk Þórhallsson hafa
verið mikla félaga í tónlistinni.
„Í kringum 1960 voru þeir svolítið mikið
í því að senda inn lög undir dulefnum í
Danslagakeppni Útvarpsins, en komu síð-
ar undir nafni í úrslitum. Þeir senda meðal
annars inn tónverkið Reykjavíkurdætur
sem afi samdi og bar upphaflega heitið
Austurbæjardætur. Hann samdi það upp-
haflega til ömmu minnar og systra hennar,
sem áttu heima á Njálsgötu og síðar á
Snorrabraut.
Óli samdi textann Reykjavíkurdætur og
þeir breyta titlinum. Magnús Ingimarsson
útsetti síðan lagið, það kemst í úrslit í
danslagakeppninni og SG útgáfa gaf það,
ásamt fleiri verkum, út á plötu árið 1966 í
flutningi Ellýjar Vilhjálms og hefur lagið
verið sívinsælt síðan.“
Annað þekkt tónverk úr smíðum Ingólfs
er Það vex eitt blóm fyrir vestan en það
samdi hann við ljóð eftir Stein Steinarr.
Á safnadeild RÚV fann Klara 19 af eldri
verkum Ingólfs í flutningi nokkurra
merkra söngvara. Á hljómplötu Rósu
dóttur hans er síðan að finna sex lög eftir
Ingólf. Platan er frá 1972 og ber einfald-
lega titilinn Rósa. Klara og Heiðveig systir
hennar hafa lagt á ráðin um að endur-
útgefa þessa plötu móður þeirra og afa.
Tónsmíðar Ingólfs