Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Blaðsíða 12
Á Patreksfirði býr María Ragnarsdóttir
ásamt manni sínum Skildi en börnin
þrjú eru löngu flutt að heiman.
Barnabörnin eru nú orðin níu talsins; þar af
fæddust sjö þeirra á fímm ára tímabili, það
yngsta nú eins árs. Maja, eins og hún er ávallt
kölluð, er einn eigenda ferðaþjónustufyrir-
tækisins Westfjords Adventures. Fyrir
nokkrum árum kláraði hún leiðsögumanna-
nám í EHÍ en áður var hún grunnskólakenn-
ari. Frá árinu 2016 hefur Maja lóðsað ferða-
menn víða um Vestfirði, en kórónuveiran setti
að vonum strik í reikninginn og þá voru góð
ráð dýr.
„Fyrirtækið gekk ágætlega en svo kom Co-
vid en útlitið er nú aftur bjart. Skemmti-
ferðaskipin hafa verið að venja komur sínar á
Patró og eru margir ferðamenn af skipunum
að bóka í ferðir í sumar. Þetta eru ferðir á
Látrabjarg og Rauðasand; göngutúrar, hjóla-
túrar, jeppaferðir og fjallgöngur. Við stelp-
urnar erum bjartsýnar,“ segir Maja og nefnir
að eingöngu konur vinni hjá fyrirtækinu.
„Undanfarin tvö ár dró ég mig út vegna
Covid því fyrirtækið hafði ekki efni á að
borga öllum laun þannig að ég fór aftur að
kenna og svo fór ég til Ítalíu.“
Fór að geta bjargað mér
Maja segist í raun alltaf hafa haft áhuga á
Ítalíu og ítölsku og stökk á tækifærið þegar
það gafst.
„Ég ákvað svo loks að slá til og fór haustið
2019 til Ítalíu. Ég bjó þá í litlu sjö hundruð
manna þorpi sem heitir Bagno di Romagna og
er í Emilio Romagna-héraði. Þarna var ég ein
í sjö vikur og kunni nánast ekkert í ítölsku
þegar ég fór út. Ég fór í tungumálaskóla fyrir
útlendinga og ég lærði mjög mikið. Ég fór að
geta bjargað mér. Íbúar þorpsins, sem eru
jafnmargir og íbúar Patreksfjarðar, vissu af
tungumálaskólanum og hafði verið sagt að
tala bara við okkur á ítölsku,“ segir Maja.
„Ég var í skólanum frá níu til eitt og svo
var smá heimalærdómur. Ég bjó á hosteli en
hafði séð fyrir mér að búa inni á gamalli
ítalskri konu sem ég spjallaði við á kvöldin,“
segir hún og hlær.
Maja átti reyndar seinna eftir að fá þann
draum uppfylltan en við komum að því síðar.
Það var enginn í sjokki
Maja segir suma vini og ættingja hafa verið
hissa á því að hún, útivinnandi níu barna
amman, væri að þvælast í tungumálanám til
Ítalíu.
„Ég held að ef ég væri einhleyp myndi fólk
ekki hugsa út í það en af því ég er gift voru
sumir svolítið hissa. Ég fékk stundum spurn-
inguna: „Ertu bara að fara ein?“,“ segir hún.
„Eftir þetta fyrsta námskeið fékk ég bakt-
eríuna. Þetta var mjög skemmtilegt en mér
leiddist líka stundum og ég saknaði fjölskyld-
unnar,“ viðurkennir Maja.
„Það voru alls kyns skemmtilegheit sem
skólinn bauð upp á. Ég fór á matreiðslunám-
skeið, í trufflutínslu og svo var ég dugleg að
skoða mig um, fara í fjallgöngur og hjólatúra.
Þetta var í fyrsta sinn sem ég var svona lengi
í burtu frá fjölskyldunni en ég hef samt alltaf
verið óskaplega sjálfstæð og farið mínar eigin
leiðir. Þetta kom mínu fólki ekkert rosalega á
óvart. Ég er með ADHD og hvatvís og fram-
kvæmi yfirleitt það sem mér dettur í hug. Það
var enginn í sjokki,“ segir hún og hlær.
„Ég geri mér alveg grein fyrir að ég er
kannski ekkert að fara að leiðsegja á ítölsku
en draumurinn er að vera með sérsniðnar
ferðir fyrir Íslendinga til Ítalíu, ferðir fyrir
litla hópa,“ segir hún.
„Ég fór nú alveg til Ítalíu að ferðast í fyrra
þrátt fyrir Covid, bæði til að ferðast og líka til
að skoða eignir en okkur langar einhvern tím-
ann að kaupa þarna húsnæði.“
Ekta ítölsk gömul kona
Nú þegar veiran hefur verið á undanhaldi
ákvað Maja að skella sér aftur á fleiri ítölsku-
námskeið og fór hún aftur til Ítalíu nú fyrr í
vetur.
„Í þetta sinn ákvað ég að fara á annað
svæði og fór til þorps sem er rétt hjá Napólí.
Þar var ég í þrjár vikur og var í tungumála-
skóla í Napolí og tók lest á milli. Svo var ég
mikið að þvælast ein um borgina, fór í skoð-
unarferðir til Pompei og gekk upp á Vesúví-
us,“ segir Maja og segir að Napólí sé allt
öðruvísi en annað sem hún hafði séð á Ítalíu.
„Mér fannst hún algjörlega æðisleg. Hún er
á köflum skítug en alls ekki alls staðar. Þarna
er rosaleg saga og margar fallegar byggingar.
Hún er hættuleg á sumum stöðum og maður
þarf að passa sig. Ég var ekki mikið að fara í
lestir ein á kvöldin,“ segir hún og segist hafa
ákveðið síðar að flytja sig um set.
Bærinn Montepulciano í Toskana-héraði
varð fyrir valinu.
„Þetta er æðislega fallegur miðaldabær og
þar fór ég í frábæran skóla. Þar bjó ég inni á
gamalli konu og þar rættist sá draumur að
hafa einhvern til að tala við. Ég er nú ekkert
unglamb en hún talaði við mig eins og smá-
stelpu og passaði upp á að ég borðaði nóg.
Það var bara: „Maja, mangia mangia!“ Hún
Fiorella var ekta ítölsk gömul kona,“ segir
hún og hlær.
„Við vorum mikið að spjalla saman á kvöld-
in og það var frábært. Hún er ekkja sem leig-
ir út herbergi í samstarfi við tungumálaskól-
ann.“
Annað tungumál í Napólí
Menningin og fólkið er það sem heillar Maju
mest við Ítalíu.
„Maturinn er oft góður, en misgóður. En
menningin er svo fjölbreytt og fólk svo ólíkt
eftir svæðum. Fólkið fyrir sunnan er mjög
ólíkt fólkinu sem býr norðar. Þau eiga eitt-
hvað sameiginlegt og fólkið er mjög gestrisið
en það er miklu meiri blóðhiti í fólkinu í suðr-
inu. Maður heldur oft að fólk sé að rífast því
það baðar meira út höndum en það er ekkert
að rífast,“ segir Maja og segir einnig mikinn
mun á tungumálinu eftir svæðum.
„Það eru mállýskur í öllum héruðum. Ég
skil ekki ítölskuna sem er töluð í Napólí. Það
er nánast annað tungumál. Meira að segja í
Toskana þar sem ég hélt að væri töluð ríkis-
ítalska, er sérstök mállýska. Það sem kom
mér mest á óvart er þessi mismunur á milli
staða. Ítalía er ekki bara Ítalía.“
Skilyrði að spjalla á ítölsku
Maja er dugleg að finna ýmsar leiðir til að
geta talað ítölsku og hefur í tvígang fengið
Ítala inn á heimili sitt með því skilyrði að þau
tali við hana málið.
„Á meðan ég var ekki úti fékk ég ítölsk
ungmenni hingað heim. Í gegnum
workaway.info er hægt að hýsa fólk sem fær
þá mat og húsnæði gegn viðvikum eins og
þrifum eða matreiðslu. Ég auglýsti hins vegar
eftir fólki sem myndi greiða með því að tala
við mig ítölsku, kenna mér um ítalska menn-
ingu og elda annað slagið ítalskan mat. Í fyrra
skiptið kom kona sem var í mánuð og í seinna
skiptið kom ungt par. Þeim líkaði svo vel að
þau ílengdust á Íslandi og eru enn hér á landi
að vinna.“
Hvað er fram undan, fleiri ferðir til Ítalíu?
„Nú er ferðasumarið fram undan en í haust
fer ég aftur út. Ég ætla næsta vetur og þá lík-
lega til mið Ítalíu. Þá fer ég á framhalds-
námskeið og vonandi verð ég komin af stað
með ferðir fyrir Íslendinga. Þetta er svo gam-
an. Ég er bara rétt að byrja!“
Þú hefur kannski verið ítölsk í fyrra lífi?
„Já, ég hef oft hugsað það; ég er frekar há-
vær og tala oft með öllum líkamanum,“ segir
hún og hlær.
„Svo á ég þrjú börn og níu barnabörn og er
eins og ítalska amman. Þau kalla mig núna
nonna Maja!“
Þau kalla mig núna nonna Maja!
María Ragnarsdóttir veit
fátt skemmtilegra en að
rölta um í ítölskum bæjum.
Ljósmyndir/María
Ítalar ferðast mikið um á vespum.
Þröngar götur á Ítalíu eru svo sjarmerandi.
Víða á Ítalíu er landslagið eins og í draumi og litlu þorpin eins og úr ævintýrasögum.
María Ragnarsdóttir lætur
drauma sína rætast og notar
hvert tækifæri sem gefst til að
fara til Ítalíu að læra ítölsku.
Barnabörnin níu kalla hana í
dag nonna Maja, en nonna
þýðir amma á ítölsku.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
FERÐALÖG
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2022