Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Page 15
24.4. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 líklega til Noregs og verð á hátíð hér á Íslandi. Ég er með eins manns atriði; blöndu af tónlist og gríni, eða eiginlega gríntónlist. Mikið af því sem ég sem í dag er þannig blanda.“ Hvaðan færðu hugmyndir að gríninu? „Úr lífinu sjálfu. Ég geri ekki mikið grín að Íslendingum, en kannski smá. Ég segi frá líf- inu hér með augum útlendingsins. Ég geri að sjálfsögðu grín að sjálfum mér, en oftast er ég með eitthvert eitt þema. Ég vil að efnið sé áhugavert, satt og fyndið. Ef ég næ þessu þrennu er ég ánægður,“ segir Nick og segist hafa þróað sinn eigin stíl í gegnum lífið sem leikari, spunaleikari og talsetjari teikni- mynda. „Það er tækni í uppistandi alveg eins og spuna, þótt tækni sé minna notuð í uppistandi því það er persónulegra. Uppistand er snúið en ég er aldrei með sviðsskrekk. Ég fæ kannski smá fiðring rétt áður en ég stíg á svið en um leið og ég er kominn á svið er ég ekkert stress- aður,“ segir Nick og segist ekki oft hafa mis- tekist með uppistand. „Það er ekki góð tilfinning þegar enginn hlær en maður lærir á því,“ segir hann og brosir. Hefurðu alltaf verið fyndinn? „Ég held ég hafi alls ekki alltaf verið það. Þegar ég byrjaði í spunahópum voru vinir mín- ir frá unglingsárum hissa og sögðu: „Er Nick kominn í grínið? Það getur ekki verið!“ Ég held að margir hafi séð mig sem feimna tón- listarmanninn.“ Svo koma dásamlegu sumrin Fannst vinum og fjölskyldu ekkert skrítið að þú skyldir allt í einu setjast hér að? „Ísland er virt land og fólki finnst það kúl. Fólk veit núna miklu meira um Ísland en áður. Nú er það sveipað töfraljóma. Fólki fannst það ekki skrítið en var kannski hissa. Það skildi ekki að ég væri að fara úr leiklistinni í LA og til Ís- lands. Ég held að flestir hafi dáðst að mér að taka þetta skref, að elta drauma mína. Ég á í ást- arsambandi við Ísland. Ég fann minn töfrastað,“ segir Nick og segist enn eiga eftir að sjá mikið af landinu þótt hann hafi farið víða og spilað. „Ég held ég verði hér út ævina, nema ef svo færi að ég fengi risahlutverk í LA. Kuldinn hér truflar mig ekki en myrkrið er aðeins farið að segja til sín. En svo koma dásamlegu sumrin. Það er óbærilega heitt í Los Angeles á sumr- in,“ segir Nick og nefnir að vinir hans hér og félagslífið skipti hann mestu máli. „Mér var svo vel tekið hér í grín- og tónlistarsenunni. Ég vil bara vinna mína vinnu og hanga með vinum mínum, sem eru allir hér innan seilingar, annað en í LA. Ég gerði mér grein fyrir því eftir að ég flutti hingað að ég þarfnast fólks. Til að halda geðheilsunni verð ég að vera innan um fólk. Ég þarnast þess og elska það og ég fann það hér.“ Þú fannst þinn töfrastað. „Já, svo sannarlega. Ég fann minn töfra- stað.“ „Ég held ég verði hér út ævina, nema ef svo færi að ég fengi risahlutverk í LA. Kuldinn hér truflar mig ekki en myrkrið er aðeins farið að segja til sín. En svo koma dásamlegu sumrin,“ segir leikarinn og grín- istinn Nick sem er sestur að á Íslandi. Morgunblaðið/Ásdís Fátt finnst Nick skemmtilegra en að standa á sviði og spila tónlist. Ljósmynd/Ásta Magg Uppistand er ástríða hjá Nick en hann byrjaði í spuna. Ljósmynd/Flappers Comedy Club Þættirnir 24 nutu mikilla vinsælda á árunum 2005 til 2010. Nick lék þar Yuri Suvarov, forseta Rúss- lands. Hér má sjá Nick sem Yuri ásamt leikaranum Gregory Itzin sem lék forseta Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.