Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2022
Þ
ingmenn eiga sífellt örðugra með að
gera sig gildandi á sínum vinnustað.
Það er auðvitað afleitt fyrir þá, og alls
ekki eingöngu við þá sjálfa að sakast.
Í draumaríki slíkra, þá ganga þing-
menn óbeinna erinda þeirra sem
kjósa þá. Frá fyrstu stigum heimastjórnar og vel fram
eftir öldinni var persónulegt vald ráðherra og þing-
manna miklu tilþrifameira en síðar varð. Þá var einnig
mjög algengt að ráðherrar gengju beinna erinda fyrir
kjósendur sína. Og það var svo sannarlega ekkert ljótt
eða spillt við það. Og það var þó ekki splunkunýr veru-
leiki með heimastjórn, fullveldi og loks lýðveldi.
Okkar mesti maður, fyrr og síðar, Jón Sigurðsson
forseti, var „eins og útspýtt hundskinn“ um kóngsins
Kaupmannahöfn að sinna stóru og smáu fyrir landa
sína, eins og bréfin til hans og frá bera með sér. Vandi
núverandi löggjafarmanna er sá að þeir hafa misst frá
sér löggjafarþáttinn að mestu leyti. Gengið hefur verið
miklu lengra í þá átt en EES-samningur gekk út frá og
sjálf frumforsenda hans, margkynnt og ítrekuð, neit-
unarvald, raunverulegt en ekki plat, hefur ekki verið
virt og hafa embættismenn sem að því snúa algjörlega
brugðist sínu hlutverki. Gauragangurinn þegar átti að
lauma landinu inn í ESB var notaður til að ganga
miklu lengra en efni stóðu til og það ekki afturkallað
þegar innleiðingin sprakk á limminu. Ríkisstjórnin
sem tók við 2013 brást algjörlega verki sínu með sama
hætti sem hún vanrækti að skrúfa 100 skattahækkanir
til baka.
Ritskoðunarmiðlar kenndir
við samfélag
Þeim sem lifa í ömurlegum og þó einkum fátæklegum
heimi „samfélagsmiðla“, sem bréfritari þekkir þó ein-
ungis af afspurn, fer óneitanlega fljótt aftur, þar sem,
ef marka má lýsingar, að lægsti samnefnarinn í þeirri
samveru, verður smám saman helgastur staður í þeim
véum.
Fyrir kemur að rekist er á menn, sem ástæða þótti
áður til að taka alvarlega, en eru komnir á efri ár og
eiga ekki lengur neina aðra viðmiðun en að fá það sem
kallað er læk, og þá í stærstum stíl frá undirmálsliði,
sem þeir sjálfir hefðu aldrei, í sinni betri tíð, gert neitt
með hvort líkaði betur eða verr. Að vonum flýtur hratt
undan raunverulegri tilveru fólks sem festist viljandi
eða óviljandi í viðmiðunum sem ekki hafa gildi af neinu
tagi. Tölvurisarnir sem liðið tengir sig við færa allt
sem að fólkinu snýr til sinnar bókar og hún er ekkert
smásmíði. Þeir þekkja smekk þess betur en það sjálft.
Þeir beina að því efni sem tryggir einhæfan áhuga án
þess að um sé beðið. Og fyrir fáeinum misserum tóku
þeir sér rétt til að ritskoða, og ákvarða hvort fólk með
aðrar skoðanir t.d. í stjórnmálum, eða fólk sem hafnaði
furðukenningum eins og að kynjum hefði fjölgað um
20 eða svo, samkvæmt ákvörðun sérvirtinga í þeim
„fræðum,“ gæti tjáð sig. Nú reynir athafnamaður að
leggja fé í Twitter, sem er ritskoðunarapparat af
verstu gerð, til þess að tryggja að slíkri ritskoðun
verði hætt. Það glittir í skímu í myrkrinu.
Fyrir fáum árum vottaði
enn fyrir lýðræðislegu valdi
Fyrsti ráðherrann var með „allt vald“ á sinni hendi.
Að minnsta kosti hið pólitíska vald, sem var ekki langt
gengið þá. En ráðherrann varð þó að gæta þess
hvernig hann færi með það og þar kom til kasta þings.
Nú leggjast þingmenn undantekningarlítið gegn því
að nokkur maður með lýðræðislegt umboð fái að fara
með vald! Þingmennirnir!!? Embættismannastéttin í
ráðuneyti þess fyrsta var fámenn og landritarinn einn
var næstur honum. Þar með komu fáeinir skrifstofu-
menn. Þingmenn höfðu þann starfa sinn með öðru og
sat þing skamma hríð hverju sinni. Launin tóku mið af
því og voru lengst af óveruleg. Jafnt og þétt, allar
götur síðar, hefur verið sneitt af völdum kjörinna ráð-
herra, og hafa þeir margir tekið fullan þátt í því, og
jafnvel þótt það flott.
Umræðan í þjóðfélaginu hefur iðulega verið öfug-
snúin um að með öllum slíkum skrefum hafi lýðræð-
isþáturinn verið efldur á kostnað „valds ráðherra“.
Enginn veit þó hvernig það gat hafa gerst. Umræðu-
stjórarnir hafi færst inn í fjölmenna háskóla, þar sem
alls konar gervivísindi eru talin fræði. Það verður til
þess að ýmsir leyfa sér að líta svo á að sífellt fjölgi
hálfmenntuðum á kostnað hinna, og örugglega fáum
til gagns. Alls konar nefndir umboðslausra eru settar
á fót og þar verður þróunin sú, að þótt það lið beri
ekki minnstu ábyrgð á nokkurri afstöðu sem þeir
taka, þá hafi hinir örfáu umboðsmenn almennings,
sem eftir eru, samkvæmt óskiljanlegum galdrakver-
um skyldu til að lúta vilja hinna umboðslausu, sem bú-
ið er að raða saman eftir skrítnu regluverki sem kallar
þá til valda!
Vandinn er einnig að verða sá að dómstólar hafa nú
orðið litla samúð með stjórnarskrá landsins, svo ekki
sé talað um „óljósan“ anda hennar, sem er þó þúsund-
falt betra hjálpræði en það sem hinir umboðslausu en
valdasæknu seilast í. Og við aðstæður eins og þessar
er auðvitað hætt við að þar ráði kannski þeir mestu
sem verst kunna með að fara
Vörslumenn íslensks öryggis
bregðast
Því var lætt inn að það skyldi ekki bannað að Ísland
gæti ef það kysi haft hliðsjón af annarra niðurstöðum
ef það í hverju falli hentaði þeim. Eftir þessum trygg-
ingum létu menn sig hafa það að opna glufuna, enda
tryggja fyrirvararnir að varanleg hætta er ekki á ferð.
Þessi fyrirvari var gerður og til þess rík ástæða.
Þannig stendur á að stjórnarskrá landsins heimilar
ekki innleiðingu á bindandi reglu að þessu leyti. Þess
vegna var sérstaka áréttað að að í slíku fælist ekki
binding. Vaxandi er íhlutun Mannréttindadómstóls,
sem íslenskir dómendur með minnimáttarkennd úr
hófi ráða ekki við að hafi verið haft með sem sýnishorn
en ekki úrskurðaratriði. Sérstaklega hefur legið fyrir
að Ísland hafi undanþágu frá EES-reglum eftir því
sem það kýs. (ESB má bregðast við hlutfallslega ef
það kýs og ekkert á móti því.) En stjórnmálalegir
ónytjungar sem verða sífellt meira ráðandi í íslensk-
um stjórnmálum telja sér skylt að sinna hlutverki aft-
anísossa ESB varðandi reglusetningu, þótt það gangi
þvert gegn lögum og stjórnarskrá landsins. En þegar
til stykkisins kemur ráða sífellt færri íslenskir lög-
lærðir lengur við grundvallaratriði í sinni tilveru og
sjónarmið lögfræðinga sem stúderað hafa í lögfræði-
legum handverksskólum á vegum og á kostnað ESB,
og hafa keypt þar endi allrar lögfræði af þeim toga,
um að allar niðurstöður skuli helgast af því sem „sam-
runaferillinn“ gerir kröfu til.
Hinir kláru fyrirvarar, sem sífellt var vitnað til, þeg-
ar leiðin til undirokunar var vörðuð, eru skyndilega
orðnir aukaatriði sem óþarft sé að horfa til eða muna
eftir.
Seminaristarnir, sem smám saman eru taka yfir
dómstólana, láta sér vel líka, og eru löngu komnir nið-
ur fyrir þann manndóm að telja sig hafa eitthvað með
það að gera að gæta sjónarmiða stjórnarskrárinnar.
Stjórnarská er ekki höfð „til hliðsjónar“ heldur er hún
varðan sem setur endimörk. Stangist ákvörðun eða
athöfn þar á, verður því ekki breytt með loðmullu rök-
leysunnar, eins og svo oft hefur verið reynt.
Þjóð sem hefur þjáðst
Ísland okkar daga er fámennt ríki. Öldum saman var
það fátækt og reynslan virtist sýna að ekki mætti
ganga út frá að þar mætti brauðfæða nema nokkra
tugi þúsunda. Íslendingar höfðu hvergi nema í hjarta
sínu rökin fyrir því að landið gæti orðið sjálfu sér
nægt og jafnvel ekki þegar best léti, með frambærileg
lifskjör við önnur og öflugri ríki. Fólksfjöldi, sem lagði
grunn að herveldi, sjóveldi og landrými sem nýta
mætti til fulls hafði auðvitað forskot á aðra og hlaut að
Það er betra en ekki
að þekkja óvininn
’
Seminaristarnir, sem smám saman eru
taka yfir dómstólana, láta sér vel líka,
og eru löngu komnir niður fyrir þann mann-
dóm að telja sig hafa eitthvað með það að
gera að gæta sjónarmiða stjórnarskrárinnar.
Stjórnarská er ekki höfð „til hliðsjónar“
heldur er hún varðan sem setur endimörk.
Reykjavíkurbréf22.04.22