Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Side 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2022 LISTIR Gestir virða fyrir sér verk þriggja samískra listamanna í norræna skálanum á tvíæringnum í Feneyjum sem að þessu sinni hefur verið breytt í samíska skálann. Listamennirnir eru Pauliina Feodoroff, Maret Anne Sara og Anders Sunna. AFP/Vincenzo Pinto Gestir virða fyrir sér verkið Gervihnött, sem er hluti af sýningunni Fullveldi eftir bandaríska listamanninn Simone Leigh. Hún er fyrsta svarta konan sem er fulltrúi Bandaríkjanna og breytti hún bandaríska skálanum í afrískt hús. AFP/Vincenzo Pinto Inngangurinn í brasilíska skálann hef- ur vakið athygli í Feneyjum. AFP/Vincenzo Pinto Gestir virða fyrir sér Snúninginn eftir Yunchul Kim í kóreska skálanum á tvíær- ingnum í Feneyjum. Tvíæringurinn stendur út nóvember. AFP/Vincenzo Pinto Listamaðurinn Latifa Echakhch sýnir verkið Tónleikarnir í svissneska skálanum á Feneyjatvíæringnum. Áttatíu lönd eru með skála á tvíæringnum. AFP/Vincenzo Pinto Sögulegur tvíæringur Feneyjatvíæringurinn hefst í dag, 23. apríl, ári síðar en ætlað var út af kórónuveirunni, og fer nú fram 59. sinni. Árið 1995 var einn listamað- ur af hverjum tíu kona, en nú hefur það snúist við og einn af hverjum tíu er karl. Úkraína hef- ur stolið senunni í Fen- eyjum, en rússneski skálinn er tómur. Úkraínski listamaðurinn Pavlo Makov flúði undan innrás Rússa og sýningar- stjóri hans, Maria Lanko, á eftir með listaverkið, Gosbrunn örmögnunar, fyrir tvíæringinn í einkabíl. Á tvíæringnum er líka sérstakt Úkraínutorg. AFP/Vincenzo PintoVeiðivefur í samstarfi við

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.