Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.4. 2022
HÖNNUN
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
S
ennilega hefði aldrei hvarflað
að undirrituðum að ráðast í
húsgagnasmíði að eigin
frumkvæði, hvað þá að byrja alger-
lega frá grunni. Þegar hugmyndin
kom upp var hins vegar slegið til
og úr varð sérlega skemmtilegur
eftirmiðdagur.
Kveikjan var úr smiðju ítalska
hönnuðarins Enzo Mari, sem á sín-
um tíma gerði handbók um hvernig
smíða mætti húsgögn með því að
nota aðeins nagla og staðalstærðir
af timbri, engin þörf væri fyrir
flókna smíðavinnu og fínan hönn-
un.
Mari var ekki síður þekktur fyr-
ir yfirlýsingar sínar um stöðu
hönnunar í heiminum, sem hann
taldi að miklu leyti óþarfa og sóun
á vinnu og efni, en fyrir sína hönn-
un.
Mari var fjölhæfur hönnuður og
var í hópi sem lét mikið að sér
kveða á uppgangsárum ítalsks iðn-
aðar og hönnunar eftir seinna stríð
og vildi að hönnun væri fyrir al-
menning, en ekki bara útvalda.
Hann var þekktur fyrir dagatal,
sem nota má ár eftir ár, og bakka
úr stálbita. Hann hannaði fyrir
fyrirtæki á borð við Danese, Oli-
vetti, Alessi og Artemide og
kenndi hönnun í Mílanó, heima-
borg sinni, á sjöunda áratugnum.
Mari hannaði ýmis húsgögn sem
einfalt er að smíða. Þar má nefna
nokkrar gerðir af stólum, bekki,
rúm, skápa og hillur. Fyrir valinu
varð stóll sem hefur þann kost að
aðeins þarf eina stærð af timbri til
að smíða hann, borð sem eru fimm
cm á breidd og 2,5 cm á þykkt, í
allt í kringum 11 metra á lengd.
Borðin sem við fundum í spýtna-
hrúgunni reyndust vera gamalt
mótatimbur, en vel með farið og
heilt. Viðurinn hins vegar nokkuð
grófur þannig að það gæti verið
hætta á flísum fyrir berleggjaða ef
þeir eru mikið á iði.
Í upphafi voru borðin söguð nið-
ur eftir málunum sem gefin eru
upp í teikningunni. Síðan voru ein-
ingarnar settar saman, fyrst setan
og bakið og síðan fæturnir. Í teikn-
ingunni eru ekki gefin nákvæm
mál fyrir utan breidd og hæð baks
og setu. Þessi skortur á nákvæm-
um málum og upplýsingum um
horn og halla veldur ákveðnu óör-
yggi í fyrstu, sérstaklega fyrir þá
sem eru vanir nákvæmum leiðbein-
ingum lið fyrir lið með ósamsettum
mublum frá Ikea, en verður síðan
frelsandi.
Við ákváðum því að stilla halla á
baki, setu og fótum eftir auganu.
Fyrir vikið er ef til vill ívið meiri
halli á aftari fótunum á stólnum en
ella, en það kemur ekki að sök
þegar sest er í hann.
Samsetningin á stólnum var dá-
lítið púsluspil og eins að ákveða í
hvaða röð ætti að setja hann sam-
an. Til dæmis kom í ljós á loka-
metrunum að ætti að festa skástíf-
ur undir setunni eins og gert er
ráð fyrir á teikningu var ekki hægt
að koma að hamri þannig að við
festum þær framan á en ekki aftan
á. Greinilega hefði verið betra að
festa þær fyrr í smíðinni til að
koma í veg fyrir þetta vandamál.
Þessi breyting frá teikningunni –
sú eina – skipti hins vegar engu
máli upp á stöðugleika stólsins eða
útlit. Fyrir tvo var verkið einfalt
og fljótlegt, en hægur vandi væri
fyrir einn að smíða stólinn.
Autoprogettazione nefndi Mari
leiðarvísi sinn að því að smíða ein-
föld húsgögn og mætti leggja út
með orðunum að hanna sjálfur.
Jafnvel má líta á hvert húsgagn
sem æfingu. Hver og einn getur
síðan haldið áfram með hugmyndir
Maris og þróað þær. Um leið gefa
þær möguleika á að átta sig á
hvernig iðnhönnun virkar.
Enzo Mari lést 19. október 2020
á sjúkrahúsi í Mílanó af óbeinum
völdum kórónuveirunnar eins og
það er orðað. Hann var 88 ára
gamall. Kona hans, Lea Vergine,
lést daginn eftir, einnig af völdum
veirunnar. Hún var 82 ára.
Aðeins tveimur dögum eftir and-
lát Maris var sýning með verkum
hans opnuð í Triennale-safninu í
Mílanó. Á sýningunni voru 250
hlutir sem Mari hannaði. Alls
hannaði hann um 1.500 hluti, sem
hann ánafnaði Mílanóborg með því
skilyrði að þeir yrðu ekki sýndir í
40 ár. Í sýningarskránni er viðtal
við Mari: „Ég er þess fullviss, eins
og frekar bjartsýnt barn, að það
mun taka 40 ár áður en kemur ný
kynslóð sem er ekki spillt eins og
kynslóð okkar daga,“ sagði Mari í
viðtalinu. „Ég er ákaflega vongóð-
ur um að í náinni framtíð komi
kynslóð ungs fóks sem mun bregð-
ast við og taka til baka stjórnina á
dýpri merkingu hlutanna.“
Stuðst við andlátsfrétt um Enzo
Mari í The New York Times.
Leiðbeiningar Enzos Maris að stólnum eru ekki flóknar.
Stóllinn fullgerður, einfaldur
og traustur. Með hjálp teikn-
inga Enzos Maris mætti hæg-
lega mubblera sumarbústað-
inn á skömmum tíma.
Ljósmynd/Þorgeir K. Blöndal
Tvær fjalir og
100 naglar
Húsgagnasmíði hljómar ekki eins og áhlaupaverk, hvað þá eitthvað sem
hægt er að klára á einum eftirmiðdegi. Og þó. Í spýtnahrúgu fannst gamalt
mótatimbur og í kassa slatti af nöglum. Og þremur og hálfum tíma síðar
með aðeins hamar og sög að vopni var kominn stóll.
Karl Blöndal kbl@mbl.is