Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Síða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Síða 29
fjölmiðlum verið lokað og fjöldi manns verið dæmdur og sektaður í krafti laga, sem gera það að glæp að „ófrægja“ rússneska herinn. Sekt fyrir veggmynd Ovtsjinnikov er einn af þeim. Grá- skeggjaði eftirlaunaþeginn var sektaður um 35 þúsund rúblur (tæpar 60 þúsund krónur) eftir að hann teiknaði litla stúlku í fánalit- um Úkraínu með þrjár sprengjur yfir höfði sér á byggingu í Borovsk. Það var einnig málað yfir þá mynd og Ovtsjinnikov málaði dúfu í hennar stað. Rúmlega 150 manns hafa gefið honum peninga til að hjálpa honum að borga sektina. Ovtsjinnikov er þekktur fyrir list sína í Borovsk og nágrenni. Ein af teikningum hans er helguð frelsun bæjarins frá nasistum 1942 og er á vegg herkvaðningarstofnunarinnar í bænum. Ein af nýlegri veggmyndum hans af tveimur konum sem haldast í hendur og eru með borða með fána- litum Rússlands og Úkraínu í hárinu hefur enn sem komið er ver- ið látin ósnert. Eyðilögð vinátta „Þessi vinátta hefur verið eyðilögð, við getum bara fyllst fortíðarþrá,“ sagði hann og bætti við að myndin væri eftirgerð af veggspjaldi frá Sovéttímanum. Það hefur lengi verið pólitískur broddur í myndum hans. Árið 2003 rakst hann á bók með nöfnum fórn- arlamba sovéskrar kúgunar í Ka- luga-héraði þar sem Borovsk er að finna. Þar voru þeir skráðir sem annað hvort höfðu verið skotnir eða sendir í gúlagið. „Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds,“ sagði hann. Hann hóf herferð fyrir því að mörg fórnarlömbanna hlytu upp- reisn æru og yrðu lagalega sýknuð af öllum glæpum að þeim látnum, en var hafnað á öllum stigum. Faðir í fangabúðum Árin 2015 og 2016 málaði hann portrett af fórnarlömbum kúgunnar á veggi í Borovsk og ávallt voru teikningarnar fjarlægðar eða eyði- lagðar. Sögur fórnarlambanna komu við kviku Ovtsjinnikovs. Faðir hans, Alexander, var dæmdur í 10 ára vist í þrælkunarbúðum 1937 fyrir að ýta undir hugmyndir „keisara- sinna og trotskíista“. Hann var sendur í hinar illræmdu fangabúðir í Kolíma og sneri aftur til Borovsk 1956. Ovtsjinnikov hefur áhyggjur af að rússneskt samfélag liðist í sund- ur vegna nýs „klofnings“ og óttast að landið gæti verið á leið í „mjög slæma átt“. Hann muni halda áfram og trúi á mátt listarinnar til að stuðla að friði. „Ég teikna til að sýna hvernig ég skil hlutina […] og kannski hafa áhrif á aðra,“ sagði hann. „Þetta er fyrir þá sem hafa ekki áhuga á póli- tík […] sem vita ekkert og sitja bara fyrir framan sjónvarpið.“ AFP 24.4. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Sindrastóll Hönnuður: Ásgeir Einarsson (1927-2001) Sindrastóllinn er bólstraður með íslenskri lambagæru. Verð frá: 229.000 kr. Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is SJÓNVARP Þættirnir American Song Contest eða Bandaríska söngvakeppnin, sem eru svar Banda- ríkjamanna við Eurovision og eru sýndir á NBC, eiga erfitt uppdráttar hjá bandarískum sjónvarpsáhorfend- um. Tæplega þrjár milljónir manna fylgdust með fyrstu útsendingunni, en aðeins 1,5 milljónir með fimmta þættinum á mánudag þegar riðla- keppni lauk. Næstum fjórum sinnum fleiri, eða 5,6 milljónir, horfðu á hæfileikakeppnina American Idol á sama tíma á stöðinni ABC. USAvisjón nær ekki flugi Kelly Clarkson og Snoop Dogg kynna þættina. AFP/Rodin Eckenroth BÓKSALA 13.-19. APRÍL Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Natríumklóríð Jussi Adler-Olsen 2 Kvöld eitt á eyju Josie Silver 3 Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu Olga Tokarczuk 4 Helkuldi Viveca Sten 5 Upplausn Sara Blædel/Mads Peder Nordbo 6 Líf og fjör í Ólátagarði Astrid Lindgren 7 Kuggur 17 – kátt er í Köben Sigrún Eldjárn 8 Systirin í storminum Lucinda Riley 9 Kuggur 18 – skordýra- þjónusta Málfríðar Sigrún Eldjárn 10 Alls konar íslenska Eiríkur Rögnvaldsson 1 Vetrarfrí Hildur Knútsdóttir 2 PAX 5 Draugurinn Åsa Larsson/Ingella Korsell/ Henrik Jonsson 3 Verum ástfangin af lífinu Þorgrímur Þráinsson 4 Akam, ég og Annika Þórunn Rakel Gylfadóttir 5 SKAM 2 Julie Andem 6 Dóttir hafsins Kristín Björg Sigurvinsdóttir 7 Eldurinn Hjalti Halldórsson 8 Sterk Margrét Tryggvadóttir 9 Ég á þig Hrönn Reynisdóttir 10 Ljósberi Ólafur G. Guðlaugsson Allar bækur Ungmennabækur Bókin Tíu dagar (í helvíti), fyrsta skáldsaga Magnúsar Lyngdal Magnússonar, er komin út hjá bókaforlaginu Bjarti. Á kápu segir að hér sé komin „fyndin og um leið áleitin saga um sjálfs- skoðun og krísu, en jafnframt þá glímu sem sérhver nútímamaður þarf að heyja við sjálfan sig“. Sagan fjallar um miðaldra endurskoðanda, sem vaknar upp við vondan draum í fangaklefa á þriðjudagsmorgni. Hann veit ekki hvernig hann lenti þarna inni, hvað hann gerði, hvort hann hefur framið glæp eða jafnvel drepið ein- hvern, svo enn sé vitnað í káputexta. Kjörbúðarkonan eftir japanska rithöfundinn Syaka Murata er komin út hjá Angústúru í þýð- ingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. „Þegar Keiko Furukura fær hlutastarf með námi í kjör- búðinni Smile Mart finnur hún tilgang í lífinu. Þar skilur hún reglurnar – þær eru skráðar í handbók búðarinnar – og á auðvelt með að falla inn í starfsmannahópinn. En nú er hún orðin 36 ára og fólki finnst tími til kominn að hún taki næstu skref: finni sér maka og merkilegra starf. Keiko tekur málin í sínar hendur með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum,“ segir á bókarkápu. Murata hefur hlotið fjölda verðlauna og fyrir Kjörbúðarkonuna hlaut hún Akutagawa-verðlaunin. Sjálf vann hún í hlutastarfi í kjör- búð í 18 ár. Bókin hefur verið þýdd á 37 tungumál. Hjá Angústúru er einnig komin út bókin Júlían er hafmeyja eftir Jessicu Love. „Allt breytist daginn sem Júlían sér þrjár töfrandi konur í lestinni sem virðast vera hafmeyjur. Það eina sem kemst að í huga hans er að verða sjálfur hafmeyja. En hvað mun ömmu finnast um það?“ segir á bókarkápu. Hér er á ferð myndasaga og er þetta fyrsta bók höf- undar. Bókin hlaut góðar viðtökur þegar hún kom út á ensku og sagði í dómi í The New York Times að hún væri heillandi, hugljúf og fyndin. Bókin Bíbí í Berlín er komin út hjá Háskóla- útgáfunni. Hér er um að ræða sjálfsævisögu Bjargeyjar Kristjánsdóttur og gekk Guðrún Valgerður Stefánsdóttir frá útgáfunni og skrif- ar inngang. „Sjálfsævisaga Bíbíar veitir næsta sjaldgæfa innsýn í hugarheim og reynslu fatl- aðrar manneskju sem var hornreka í íslensku samfélagi á 20. öld, hugarheim sem flestum er hulinn,“ skrifar Guðrún Valgerður þar. Bíbí eða Bjargey Kristjánsdóttir var uppi frá 1927 til 1999. Hún var kennd við kotbæ foreldra sinna, Berlín, sem var rétt utan við Hofsós, segir á bókarkápu. NÝJAR BÆKUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.