Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.04.2022, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 24. APRÍL 2022
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík
Sími 554 6969
lur@lur.is • lur.is
LÁTTU ÞÉR
LÍÐA VEL
GÆÐI Í GEGN
MADE INDENMARK
Lama er dönsk gæði og dýnurnar
okkar stuðla að góðum nætursvefni.
7 svæði með sérsniðnum stuðningi sem tryggir þér
hámarksþægindi á höfði, öxlum, mjóbaki
og mjöðmum - alla nóttina.
Með Lama, þriggja seríunni, hefur þú möguleika á
að fá rúm sem passar við þarfir þínar.
Hægt er að fá þau með eða án stillanlegum botni.
Í boði eru fjórir litir á áklæði og margar tegundir
fóta og rúmgafla.
Veldu rúm sem faðmar líkama þinn
og veitir þér einstakan stuðning
og þægindi.
Örbók ljóða, sem Charlotte Bronte orti þegar hún var 13
ára, er nú komin fram og var sýnd í New York. Bókin
sást síðast í nóvember 1916 þegar hún var seld á uppboði
í sömu borg fyrir 520 dollara. Nú er hún á sölu á al-
þjóðlegu fornbókahátíðinni í New York og eru settar á
hana 1,25 milljónir dollara.
Brotið á bókarhandritinu er minna en spilastokkur.
Handritið er 15 síður, ber ártalið 1829 og hefur að geyma
safn tíu óbirtra ljóða. Á titilsíðu stendur að hér sé á ferð
„Rímnakver eftir Charlotte Bronte, selt af engum og
prentað af henni sjálfri“.
Vitað var af bókinni og er hún nefnd í ævisögu Eliza-
beth Gaskell um Bronte frá árinu 1857. Bronte ólst upp í
miklu fáfengi í heiðaþorpinu Haworth í Jórvíkurskíri á
Englandi. Hún og yngri systur hennar Emily og Anne
styttu sér stundir með því að semja flóknar sögur, sem
gerðust í ímyndaðri veröld. Allar þrjár urðu þær þekktir
rithöfundar.
AFP/Timothy A. Clary
Örkver Bronte til sölu
Komið er fram örkver eftir Charlotte Bronte sem hefur ekki sést í rúma öld.
„Ég vil alveg hiklaust selja brim-
ið hér á Eyrarbakka og hreinlega
markaðssetja það,“ var haft eft-
ir Ása Markúsi Þórðarsyni í
Morgunblaðinu 28. apríl 1992.
„Brimið er eins og Gullfoss,
þettar er náttúrufyrirbæri, sí-
breytilegt og aldrei eins og það
kemur ekki svo útlendingur hér
að hann fari ekki niður á sjógarð
að horfa á brimið.“
Rifjaði Ási Markús upp í viðtal-
inu að hann hefði fengið enskan
mann í heimsókn, sem hefði
þanið út brjóstkassann á móti
hafgolunni í fjörunni fyrir neðan
Eyarbakka og sagt við konu sína:
„Þetta er sko á við skoskt viskí.“
Vildi Ási Markús markaðs-
setja brimið með því að gera
upptöku með Björk og Syk-
urmolunum þar sem brimið
væri undirtónn og birta auglýs-
ingu í Times þannig að þegar
blaðið væri opnað blasti við
mynd af briminu og brimhljóð
kæmi úr litlum örgjörva í aug-
lýsingunni.
Brimið á Eyrarbakka er vissu-
lega tilkomumikið og ljóst að
straumur ferðamanna þar hefur
snaraukist frá því fréttin birtist.
Brimið er þó ekki enn farið að
skáka Gullfossi.
GAMLA FRÉTTIN
„Brimið er
eins og
Gullfoss“
Voldugt brim skammt frá Eyrarbakka. Er brimið eins og Gullfoss?
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Gollrir
Skuggavera
Vladimír Pútín
Forseti Rússlands
Dobbi
Húsálfur