Morgunblaðið - 05.07.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.07.2022, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2022 Það heyrist oft að við séum rík og ég held að það sé að ýmsu leyti rétt. Við erum í raun fámenn þjóð og vel efn- um búin á svo mörgum sviðum og kostir okkar eru margir. Við erum rík að náttúru- auðlindum, við erum að upplagi friðsæl þjóð, vel staðsett á jörðinni og almennt eru Íslend- ingar skynsamir og mörgum góðum kostum búnir. Við erum líka á margan hátt lán- söm þjóð. Þrátt fyrir að vera bæði rík og lánsöm, þá gengur ekki allt upp hjá okkur. Fjárhagslegu ríkidæmi er misskipt og víða má sjá að græðgin verður aldrei södd. Lán og blessun okkar finnst mér í raun fyrst og fremst felast í því að vera Íslend- ingar og búa við frið. Þrátt fyrir góða kosti blasa vanda- málin víða við. Það er áhugavert að fylgjast með umræðu og þróun ým- issa mála í okkar góða þjóðfélagi. Vandamálin sem fjölmiðlar fjalla um í fréttum og viðtölum við fólk, nánast á hverjum degi, virðast óteljandi og í sumum tilfellum jafnvel óleysanleg. Ég hef velt fyrir mér hver rót þeirra vandamála er sem við glímum við og mest er fjallað um og hafa far- ið vaxandi síðustu ár. Hvað hefur far- ið úrskeiðis og hafa stjórnvöld á ein- hvern hátt brugðist okkur landsmönnum? Mikil íbúafjölgun hér á landi und- anfarin ár hefur óhjákvæmilega haft í för með sér röskun og breytingu á aðstæðum af ýmsum toga án þess að ráðist hafi verið í nauðsynlegar að- gerðir til mótvægis. Eins og meðfylgjandi samantekt sýnir var íbúafjölgun hér á landi í nokkru jafnvægi frá árinu 1942 til 2002. Íbú- um fjölgaði eftir síðustu aldamót og á 10 ára tímabili frá árinu 2002 til 2012 fjölgaði þeim um 33.000, eða að með- altali 3.300 manns á ári. Aftur á 10 ára tímabili, frá 2012 til 2022, varð fjölgunin um 56.675 eða um 5.667 manns á ári. Ef við skoðum hvernig íbúafjölgun hefur þróast síð- ustu 100 ár og skiptum því í 5 x 20 ára tímabil, þá er niðurstaðan þessi: 1922-1942, fjölgun um 27.205 eða að meðaltali 1.360 á ári 1942-1962, fjölgun um 58.380 eða að meðaltali 2.919 á ári 1962-1982, fjölgun um 51.417 eða að meðaltali 2.572 á ári 1982-2002, fjölgun um 54.393 eða að meðaltali 2.720 á ári 2002-2022, fjölgun um 89.673 eða að meðaltali 4.484 á ári Við íbúafjölgunina bætist ferða- mannastraumur sem fór vaxandi með öflugu markaðsátaki eftir gosið í Eyjafjallajökli 2010. Með aukinni fjölgun íbúa og ferðamannastraums virðist sem stjórnvöld hafi ekki stað- ið vaktina nægilega vel. Í vaxandi mæli hefur álag aukist á flesta inn- viði og þjónustu og í því sambandi nægir að nefna mikið aukið álag á heilbrigðiskerfið. Við munum eftir því að lengi vel var talað um að heil- brigðiskerfi okkar væri eitt það besta í heimi. Nú er svo komið að ekki er hægt að anna þörfum fólks á mörg- um sviðum og biðlistar eftir þjónustu hafa aldrei verið lengri. Heilbrigð- isstarfsfólk brennur út og flýr úr störfum sínum vegna álags og ástandið fer versnandi. Álag á lög- gæslufólk eykst stöðugt vegna auk- inna og fjölbreyttari vandamála. Glæpatíðni og afbrot hafa aukist og mörg vandamál sem löggæslufólk glímir við tengjast áfengis- og eitur- lyfjaneyslu. Þörf fyrir félagsþjónustu af ýmsu tagi hefur vaxið verulega meðal ann- ars með tilheyrandi kostnaðarauka og álagi fyrir sveitarfélögin og starfs- fólk þeirra. Skólakerfið og starfsfólk þess hefur heldur ekki farið varhluta af því álagi sem hratt vaxandi íbúa- fjölgun hefur í för með sér. Mennta- stofnanir ná ekki að sinna þörfum námsmanna svo sem varðandi iðn- nám o.fl. Fátækt er vaxandi vanda- mál í þjóðfélaginu og almannatrygg- ingakerfið sinnir ekki hlutverki sínu gagnvart öryrkjum og mörgum eldri borgurum nægilega vel. Fleira mætti nefna, svo sem húsnæðisskort, sem er orðinn viðvarandi vandamál og engan veginn hefst undan að leysa. Spár gera ráð fyrir umtalsverðri íbúafjölgun næstu ár og spurning hvernig stjórnvöld ætla að bregðast við því. Friðsæla landið okkar er að breyt- ast, hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Stjórnvöld hafa sofið á verðinum og ekki áttað sig á afleið- ingum þess að mikil íbúafjölgun í landinu gerir kröfur um að fjár- munum sé ráðstafað í takt við auknar þarfir. Við erum rík þjóð, en erum við of mörg? Eftir Jón Norðfjörð » Þrátt fyrir að vera bæði rík og lánsöm, þá gengur ekki allt upp. Fjárhagslegu ríkidæmi er misskipt og víða má sjá að græðgin verður aldrei södd. Jón Norðfjörð Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. nordfjord@simnet.is Okkur Íslendingum er tamt að hrósa happi vegna góðs heilbrigð- iskerfis og telja okkur njóta eins besta heil- brigðiskerfis heims og það í þokkabót án þess að þjónustan setji okk- ur í stóran efnahags- legan vanda þegar heilsan bilar. Eftir reynslu mína af sam- skiptum við Lækna- vaktina, Austurveri, set ég stórt spurningarmerki við þessa almennu mynd af heilbrigðiskerfinu. Reynslan af Læknavaktinni á dögunum var slík að mér dettur helst í hug ein- kunnargjöfin: Pestarbæli í alræð- iskerfi illskunnar. Ég leitaði á náðir þessarar stofn- unar með dóttur mína á fertugsaldri. Ég hafði alla ástæðu til að ætla að hún væri fárveik ein heima hjá sér þó að hún hefði ekki háan hita. Við móð- ir hennar urðum mjög áhyggjufull þegar okkur varð ljóst ástand hennar upp úr hádegi þennan dag. Við leit- uðum strax þeirra úrræða sem okkur voru fær. Bráðaþjónustan vildi ekki taka við henni, ekki var unnt að fá heimsókn læknis og heilsugæslan í hverfinu hafnaði fleiri heimsóknum þennan daginn en benti á að Lækna- vaktin tæki við þeim sjúklingum eftir kl. 17 sem ekki tækist að komast að hjá ofangreindum aðilum. Mér var ráðlagt að koma um hálf- tíma áður en þjónustan hæfist til þess að komast hjá margra klukku- tíma bið ef kannski hundrað manns væru komnir á undan í röðina. Slík bið var sannarlega ekki vænleg fyrir heilsu dóttur minnar þannig að við mættum góðum hálftíma áður en þjónustan hófst. Ég studdi dóttur mína inn í Austurver og að lyftunni upp til Læknavaktarinnar, sem var greinilega merkt. Hvernig sem ég hnoðaðist á takkanum gat ég ekki kallað lyftuna til mín þannig að ég studdi sjúklinginn upp stigaganginn og létti þegar ég kom með hana upp á pallinn. Við vorum fyrst á staðinn. Prýðileg biðstofa blasti við í gegnum glervegg. Þarna myndi biðin verða bærileg. Dyrnar reyndust hins vegar harð- læstar og sama hvernig ég ólmaðist á þeim fékk ég ekkert nema illskulegt augnaráð starfskonu í afgreiðslunni innan við hinar læstu dyr. Ég barði hraustlega í hurðarglerið þannig að buldi vel í, sem varð til þess að þessi kona, greinilega alls óskyld Florence Nightingale, opnaði rifu á hurðinni og sagði að henni hentaði ekki ónæð- ið af sjúklingum á biðstofunni. Við yrðum bara að bíða þarna á stigapall- inum, þar sem dóttir mín hafði lagst út af og hristist og skalf í hóstaköstum. Alveg til- gangslaust var að höfða til hins betri manns hjá þessum opinbera starfs- manni. „Hér verður engin undantekning gerð,“ svaraði heilbrigð- isstarfsmaðurinn kulda- lega, alveg ósnortinn af sjúklingnum sem lá þarna fyrir hunda og manna fótum. Í hálftíma lá dóttir mín fárveik á hörðum, óhreinum flísunum, meðan þröngur stigagangurinn fylltist af mismun- andi veiku fólki, sem hóstaði smitefn- unum hvert framan í annað. Ósköp leiðinlegt hefði verið og jafnvel trufl- andi að fá þennan „auma lýð“ inn í biðstofuna. Hér hafa starfsmenn for- gang en ekki þeir sem vegna veik- inda neyðast til að leita þeirrar þjón- ustu sem almenningur greiðir fyrir að fullu, bæði með beinum greiðslum og sköttum sínum. Heilbrigðisþjónustan er ekki ölm- usa sem þóttafullir starfsmenn veita, – starfsmenn sem gleyma því að hlut- verk þeirra er að þjóna en ekki drottna. Heilbrigðiskerfinu veitir greinilega ekki af því að samkeppni verði aukin innan þess eins og var hér áður fyrr þegar heimilislæknar kepptust við að veita sem besta þjón- ustu svo sjúklingar leituðu til þeirra og þeir nutu vinsælda sinna og þjón- ustulundar. Til að allrar sanngirni sé gætt má geta þess að þegar dóttir mín loks komst í hendur lækninum, konu, fékk hún prýðilega og fagmannlega umönnun. Margir dugandi læknar, eins og þessi kona, finnast eflaust innan heilbrigðiskerfisins. Þeir myndu njóta sín betur í samkeppn- isumhverfi, – tossarnir síður. Hin dauða hönd ríkisrekstrar er jafn slæm í heilbrigðisþjónustunni eins og í öðrum þjónustugreinum. Engin einkarekin heilbrigðisstofnun myndi láta viðskiptavininn liggja í skítnum utandyra enda yrði hún fljótlega jafn illa farin og skjólstæðingarnir. Þar að auki myndi aukin samkeppni leiða til sparnaðar og meiri framfara í þessu sem öðru. Pestarbæli illskunnar Eftir Valdimar Jóhannesson Valdimar H Jóhannesson » „Hér verður engin undantekning gerð,“ svaraði heilbrigðis- starfsmaðurinn kulda- lega alveg ósnortinn af sjúklingnum sem lá þarna fyrir hunda og manna fótum. Höfundur er á eftirlaunaaldri. Á árunum 1952-1954 var skipstjóri dæmdur og sviptur starfsrétt- indum í tvö ár vegna bókunar á einu orði í dagbók skipsins sem talið var rangt. Gilda sömu lög fyrir heilbrigðisstarfsfólk um rangar (ósannar) bókanir í sjúkraskrá? Eru sambærileg ákvæði í lögum er varða ranga skrán- ingu í sjúkraskrá sjúklinga á Íslandi? Samkvæmt upplýsingum er veittar voru á fundi með fulltrúum frá emb- ætti Landlæknis eru sjúklingar sjálf- ir ábyrgir fyrir bókunum um þá í sjúkraskrá. Sjúklingar eiga rétt (ber skylda til ef þeir vilja koma að at- hugasemdum) á að leita eftir upplýs- ingum hjá heilbrigðisstarfsfólki um hvað hafi verið skráð í sjúkraskrá eft- ir heimsókn sjúklings. Það skal tekið fram að samkvæmt lögum um skrán- ingar í sjúkraskrá hefur heilbrigð- isstarfsmaður 24 klukkustundir frá lokum viðtals við sjúklinginn til að skrá upplýsingar sem starfsmaðurinn telur þörf á. Í upplýsingum frá embætti Land- læknis kemur fram að telji sjúklingur eftir að hafa fengið upplýsingar frá heilbrigðisstarfsmanni að bókun sé ekki rétt getur hann sent inn skrif- lega athugasemd til starfsmannsins um það sem hann telur ekki rétt eftir sér haft. Heilbrigðisstarfsmanni ber að bóka athugasemd sjúklingsins í sjúkraskrá. Þess ber hins vegar að geta að þar er um að ræða orð gegn orði en ekki leiðréttingu á talinni rangri skráningu í sjúkraskrá. Því eru athugasemdir sjúklings vegna ósannra bókana í sjúkraskrá lítils virði þar sem annað heilbrigðisstarfsfólk sem vitnar í bókanir (skráðar heimildir í sjúkraskrá sjúklingsins) horfir fram hjá at- hugasemdum sjúklings- ins og tekur niðurstöður (skráningu) heilbrigð- isstarfsmanns sem sannleikann. Sjúklingur er því varnarlaus gagnvart röngum bókunum heil- brigðisstarfsfólks í sjúkraskrá hans en rangar bókanir eru mjög algengar og sumar hættu- legar eins og undirritaður hefur reynslu af. Af hálfu Landlæknis er neitað um eyðingu sjúkraskrár sem inniheldur fjöldann allan af röngum (fölskum) bókunum sem hafa orðið til alvarlegs heilsutjóns fyrir sjúklinginn. Neitunin er byggð á íhaldssemi þar sem þeir hjá embætti Landlæknis óttast hol- skeflu af kröfum um eyðingu rangra skráninga í sjúkraskrár landsmanna. Þar með eru landsmenn réttlausir gagnvart þessu og verða að sætta sig við stórhættulegt orðalag í bókunum er getur varðað öryggi þeirra. Sennilegt er að fáir sjúklingar geri sér grein fyrir hve margar ósannar skráningar eru í sjúkraskrá þeirra. Undirritaður telur sig ekki geta verið þann eina sem orðið hefur fyrir bók- unum á ósönnum atvikalýsingum í sjúkraskrá, því ef svo væri mætti kalla það einelti. Það skal tekið fram að þegar und- irritaður kallaði fyrst eftir afriti af upplýsingum í sjúkraskrá kom í ljós að margir tugir rangra upplýsinga voru skráðir og sum tilvikin hættuleg heilsunni, eins og í ljós hefur komið, með alvarlegu heilsutjóni. Því miður er það svo að það sem einkennir heilbrigðiskerfið er að röng sjúkdómsgreining heilbrigðisstarfs- manns sem bókuð er í sjúkraskrá er lesin af næsta heilbrigðisstarfsmanni sem leitað er til og án nokkurra rann- sókna er vitnað í röngu skráninguna. Þannig heldur röng sjúkdómsgrein- ing áfram jafnvel árum saman þar til fyrir tilviljun er leitað til sérfræðings sem framkvæmir rannsókn og kemst að því að margra ára barátta sjúk- lingsins við veikindi er af völdum (eitraðs) lyfs sem ávísað hafði verið með leyfi heilbrigðisyfirvalda og not- að í áraraðir en reyndist hættulegt eitur fyrir sjúklinginn. Heilsu sjúk- lings var fórnað fyrir vankunnáttu eða annarlega hagsmuni heilbrigð- iskerfisins því sjúklingur var aldraður (aldur yfir meðalaldri landsmanna). Sú afstaða fulltrúa embættis Land- læknis að þeir geti ekkert gert í svona málum er yfirlýsing um tilgangsleysi embættisins. Almennur skilningur landsmanna er að embætti Landlæknis sé æðsta yfirvald í þágu landsmanna allra en ekki varnaraðili fyrir heilbrigðis- starfsfólk. Embættið ætti að hafa eft- irlit með því að heilbrigðisþjónustan sé eins fullkomin og unnt er. Sú spurning hefur vaknað hver eit- urlyfjabaróninn sé sem heimilar notk- un á slíku eiturlyfi sem þarna er um að ræða. Eru landsmenn hugsanlega tilraunadýr fyrir lyfjaframleiðendur? Vegna eitrunaráhrifa margra lyfja sem á markaðnum eru þarf að efla eftirlit með notkun þessara varasömu lyfja. Það þarf öflugt eftirlit og virkt svo koma megi í veg fyrir alvarlega spillingu á heilsu sjúklinga. Það má ekki spara kostnað við rannsóknir á hugsanlegum eituráhrifum lyfja sem ávísað er af læknum eins og gert hef- ur verið og virðist sá sparnaður eink- um beinast að eldra fólki. Sjúkraskrá og emb- ætti Landlæknis Eftir Kristján S. Guðmundsson » Sjúkraskrár geta verið hættulegar vegna rangra bókana starfsfólks. Kristján Guðmundsson Höfundur er fyrrverandi skipstjóri. Verið velkomin í sjónmælingu Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið virka daga 9.30–18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.