Morgunblaðið - 05.07.2022, Síða 13

Morgunblaðið - 05.07.2022, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2022 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Allar almennar bílaviðgerðir Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyr- irskipaði í gær her sínum að sækja áfram fram í orrustunni um Donbass, eftir að Rússar náðu að hertaka Lís- ítsjansk á sunnudaginn. Lúhansk- hérað er nú nær allt á valdi Rússa, sem hafa sett allan sinn kraft á síð- ustu vikum í að hertaka Donbass-hér- uðin tvö. Þá ráða þeir yfir um 60% af Donetsk-héraði, einkum í suðri, en gert er ráð fyrir að Rússar muni nú herða á sókn sinni þar. Markmið þeirra fyrst um sinn verður að hertaka borgirnar Krama- torsk og Slóvíansk, en fyrri tilraunir Rússa til að sækja að þeim úr norðri frá borginni Isíum sigldu allar í strand. Fall Lúhansk-héraðs gefur Rússum hins vegar færi á að sækja einnig að borgunum úr norðaustri. Serhí Haídaí, héraðsstjóri Lúh- ansk-héraðs, sagði í gær að Úkraínu- her væri enn að berjast í bænum Bi- logorívka, skammt undan Lísítsjansk, en tilgangur þeirrar varnarbaráttu væri að kaupa tíma fyrir herinn til þess að reisa sér varnarvirki. Volodimír Selenskí, forseti Úkra- ínu, ávarpaði þjóð sína að kvöldi sunnudags, líkt og hann hefur gert á hverju kvöldi frá því að innrásin hófst. Hann hét því að Úkraínumenn myndu snúa aftur til Lísítsjansk og vinna aftur á sitt vald þau landsvæði sem hefðu tapast. „Og ef yfirherstjórn okkar dregur lið til baka frá vissum stöðum víglín- unnar, þar sem óvinurinn hefur mesta yfirburði, og þetta á sérstaklega við um Lísítsjansk, þýðir það einungis eitt: við munum snúa aftur, þökk sé herbrögðum okkar, og þökk sé aukn- um aðgangi að nútímahergögnum,“ sagði Selenskí meðal annars í ræðu sinni. Hann hét því að Úkraína myndi ekki gefast upp og sagði að Rússar þyrftu að íhuga hvað þeir hefðu þurft að fórna miklu fyrir lítinn ávinning, sem brátt myndi verða enginn. Benti Selenskí á að Úkraínuher væri nú að ýta Rússum hægt og bítandi frá Kar- kív-héraði og Kerson-héraði. Þá væri Snákaeyja, þar sem Úkraínumenn drógu fána sinn að húni í gær, gott dæmi um staðfestu Úkraínu. „Sá dag- ur mun renna upp að við segjum það sama um Donbass.“ Ræða endurreisnaráætlun Fulltrúar ýmissa ríkja og alþjóða- stofnana hófu í gær ráðstefnu í borg- inni Lugano í Sviss, sem ætlað er að búa til áætlun um endurreisn Úkra- ínu að stríði loknu. Á ráðstefnunni verður reynt að setja niður helstu grundvallaratriði um hvernig þeirri endurreisn skuli háttað, sem og hvaðan fjármagnið eigi að koma, og hefur verið rætt um að áætlunin verði á svipuðum nótum og Marshall-aðstoðin sem Banda- ríkjastjórn setti á fót eftir lok síðari heimsstyrjaldar. Denys Smíhal, forsætisráðherra Úkraínu, ávarpaði ráðstefnuna í gegnum fjarfundabúnað og sagði að það væri sameiginleg ábyrgð allra lýðræðisríkja að hjálpa til við upp- bygginguna að stríði loknu. Áætlaði hann að uppbyggingin myndi kosta um 750 milljarða banda- ríkjadala, eða sem nemur um 100.000 milljörðum íslenskra króna, og var það miðað við þá eyðileggingu sem stríðið hefur valdið til þessa. Sagði Smíhal að hann vildi að þær eigur Rússa, sem vestræn ríki hafa lagt hald á, yrðu notaðar til þess að borga fyrir endurreisnina eftir stríð. Heitir því að Úkraínumenn snúi aftur AFP/Genya Savilov Stríð Íbúi í Kramatorsk hjólar framhjá hluta af eldflaug sem lenti í jörðu. - Rússar náðu valdi á Lísítsjansk á sunnudaginn - Lúhansk-hérað nær allt á valdi Rússa - Selenskí segir að Úkraínumenn muni aldrei gefast upp - Ráðstefna um enduruppbyggingu hafin í Lugano Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Maðurinn sem handtekinn var vegna skotárásar í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn sl. sunnudag var í gær leiddur fyrir dómara. Er hann grunaður um að hafa myrt þrjá í árás sinni, 17 ára pilt og stúlku og 47 ára karlmann. Að auki er hann sagður hafa reynt að myrða fjóra til viðbót- ar, fólk á aldrinum 16-50 ára. Sjálfur er ódæðismaðurinn 22 ára danskur ríkisborgari og segir lögreglan hann hafa staðið einan að árásinni. Hann hefur nú verið úrskurðaður í gæslu- varðhald í 24 daga, eða til 28. júlí nk. Danska lögreglan segir allt benda til þess að fórnarlömb árásarinnar hafi verið valin af handahófi, enda eigi þau fátt ef nokkuð sameiginlegt. Þá er sem stendur ekkert sem bend- ir til þess að skotárásin verði flokkuð sem hryðjuverk, árásarmaðurinn hafi staðið einn að henni og án að- stoðar frá öðrum. Ódæðismaðurinn er þó sagður hafa birt myndefni á samfélagsmiðlum sem sýna skot- vopn og vopnaskáp, m.a. kraftmikinn riffill. Var það gert fyrir skotárásina. Skotið á tveimur stöðum Lögreglu barst tilkynning um skothríð í verslunarmiðstöðinni Field’s í Kaupmannahöfn klukkan 17.35 að staðartíma. Talið er fullvíst að ódæðismaðurinn hafi á tveimur stöðum hleypt af skotvopni. Mann- fjöldi var þá inni í miðstöðinni og leit- aði fólk skjóls m.a. í verslunum, inni á salernum og geymslurýmum. Skamman tíma tók að handtaka byssumanninn og var það án átaka. Þeir fjórir sem fluttir voru á sjúkrahús með skotáverka eru, að sögn dönsku lögreglunnar, alvarlega slasaðir og í lífshættu. Ekki hefur verið greint nánar frá líðan þeirra eða áverkum. Þá greina danskir fréttamiðlar frá því að nokkur fjöldi fólks hafi hlotið minni háttar áverka þegar það forðaði sér á hlaupum út úr verslunarmiðstöðinni. Mette Frederiksen, forsætisráð- herra Danmerkur, sagði Dani alla nú slegna óhug og sorg. Ódæðið í Field’s hafi á örskotsstundu breytt björtum sumardegi í algert myrkur. „Saklaust fólk. Viðskiptavinir, fjölskyldur, ungt fólk á leið á tón- leika – myrt á grimmilegan hátt. Þrennt var drepið. Þar af tvennt ein- ungis 17 ára. Öll ævin blasti við þeim. Tilgangsleysið er óbærilegt,“ sagði forsætisráðherrann í yfirlýsingu sem hún birtir á samfélagsmiðlum. „Hugur minn hefur frá árásinni verið hjá ykkur sem misst hafið ást- vin. Ykkur ættingjunum. Ykkur sem eruð særð. Ykkur sem voruð nærri þessum hræðilega verknaði. Ykkur starfsfólki Field’s. Og hjá ykkur öll- um sem hafið orðið fyrir áhrifum þessarar árásar. Ég vil þakka ykkur öllum sem sýnt hafið hugrekki og dug síðustu 24 klukkustundirnar. Ykkur sem hafið sýnt hlýju. Lög- reglunni færi ég sérstakar þakkir og heilbrigðisstarfsfólki. Megi mannúð og samstaða vera það sem á eftir kemur,“ sagði hún enn fremur. Björtum sumardegi breytt í algert myrkur - Skotárásin í Field’s er ekki rannsökuð sem hryðjuverk AFP/Thibault Savary Sorg Fólk lagði í gær blóm við verslunarmiðstöðina Field’s í Kaupmannahöfn. Þrír létust í skotárás þar á sunnudag. Svartan skugga bar yfir þjóðhátíð- ardag Bandaríkjamanna í gær, þeg- ar byssumaður hóf skothríð á hátíð- arskrúðgöngu í Highland Park, einu af úthverfum borgarinnar Chicago í Illinois. Að minnsta kosti sex manns létust og 24 voru fluttir á sjúkrahús. Lögreglan í Highland Park og Chicago leitaði enn byssumannsins þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi. Íbúum var ráðlagt að halda sig innandyra, þar sem hann væri enn talinn hættulegur. Vitni sögðust hafa heyrt um tutt- ugu skot, en árásin hófst um tíu mín- útum eftir að skrúðgangan lagði af stað. Frestuðu yfirvöld í Highland Park og nálægum borgum öllum frekari hátíðahöldum í kjölfar árás- arinnar. Lögreglustjóri borgarinnar, Chris O’Neill, lýsti byssumanninum sem ungum hvítum karlmanni á aldrinum átján til tuttugu ára með sítt svart hár. Hann var síðar nafngreindur sem hinn 22 ára Robert E. Crimo III. Maðurinn notaði riffill við voða- verkið. Brad Schneider, þingmaður demókrata í fulltrúadeildinni, var viðstaddur skrúðgönguna þegar at- vikið átti sér stað, og sendi hann fjöl- skyldum og aðstandendum þeirra sem urðu fyrir skoti í árásinni sam- úðarkveðjur. Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í kjölfar skotárásarinnar að hann ætlaði að gera allt sem í hans valdi stæði til að berjast gegn ofbeldi með hertri byssulöggjöf og kallaði hann byssu- ofbeldi faraldur. Árásin í gær var ein af fjölmörgum sem hafa átt sér stað í Bandaríkj- unum á þessu ári en um 40 þúsund manns láta lífið þar í landi árlega vegna byssuofbeldis. Sex létust í skot- árás á skrúðgöngu - Árás á þjóðhátíð Bandaríkjamanna AFP Skotárás Fáni á vettvangi dreginn að húni enda þjóðhátíðardagur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.