Morgunblaðið - 05.07.2022, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.07.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 2022 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framkvæmdir við svokallaðan Heilsuhring við Kópavogstún í Kópavogi eru á lokastigi. Stefnt er að því stígurinn og tækin verði að mestu tilbúin næstkomandi fimmtudag þegar þúsundir ungra knattspyrnustúlkna mæta á Símamótið í Kópa- vogi enda gistir hluti þátttakenda og foreldra ein- mitt á Kópavogstúni. Heilsuhringurinn hefur margfalda tengingu við hringi, að sögn Friðriks Baldurssonar garðyrkju- stjóra Kópavogsbæjar. Í fyrsta lagi verður liðlega 900 metra stígur með áfangastöðum þar sem upp- haf og lok verða við Lýðheilsu- og geðrækt- arhúsið á Kópavogstúni. Í öðru lagi er settur upp hringur með ýmsum líkamsræktar- og leik- tækjum fyrir börn og fullorðna. Í þriðja lagi vísar heitið til kvenfélagsins Hringsins sem byggði og rak Hressingarhælið sem nú hefur fengið nýtt hlutverk sem lýðheilsu- og geðræktarhús. Upplýstur stígur með merkingum Heilsuhringurinn verður malbikaður og upp- lýstur með merkingum á 100 metra fresti og án- ingarstöðum á leiðinni. Hann liggur frá geðrækt- arhúsinu, fram hjá gamla Kópavogsbænum, sem er friðlýstur eins og Hælið, á stíginn sem liggur meðfram Hafnarfjarðarveginum og síðan á nú- verandi stíg sem liggur um túnið og meðfram sjónum og á nýjan hliðarstíg upp að geðrækt- arhúsinu. Til stendur að gera annan stíg, svip- aðan að lengd, þar sem gengið verður eftir malar- og kurlstígum og síðan gönguleið eftir fjörunni. Stígurinn er mjög í anda heilsuhringsins sem liggur í kringum Kópavogskirkjugarð og er mikið notaður, að sögn garðyrkjustjórans. Ný garðlönd fyrir almenning voru sett upp við geðræktar- húsið. Verið er að ganga frá tækjunum í líkamsrækt- arhringnum, gróðursetja og fegra umhverfið. Eftir eru einhverjar framkvæmdir við stíginn sem unnið verður áfram að í haust og næsta sum- ar. Meðal annars verður stígurinn sem liggur meðfram Hafnarfjarðarveginum breikkaður eða tvöfaldaður og það mun nýtast Heilsuhringnum. Heilsuhringur að klárast - Rúmlega 900 metra göngustígur með áningarstöðum gerður á Kópavogstúni - Líkamsræktar- og leiktæki sett upp á hringlaga svæði við geðverndarhúsið Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Tækjahringur Starfsmenn verktaka leggja þökur við svæðið. Í dag verða blóm og tré gróðursett og gengið frá svæðinu. Búist er við fjölda gesta á Kópavogstúni vegna Símamótsins í knattspyrnu. Marek Piotr Wegrzyn hlaut 12 mánaða fangelsi fyrir innflutning á 950 ml af amfetamínbasa með 35% styrkleika, en maðurinn flutti efnið hingað til lands í glerflösku með flugi frá Varsjá í apríl. Um 2,1 kg af amfetamíni með 14% styrkleika hefði verið hægt að framleiða með vökvanum. Maðurinn játaði afdráttarlaust sök í málinu og var dæmt í málinu samkvæmt því og í samræmi við rannsóknargögn. Ekkert kom fram við meðferð málsins um það hvort maðurinn væri eigandi efnanna eða hvort hann hefði tekið þátt í skipu- lagningu innflutningsins. Flutti inn 950 ml af amfetamínbasa Tilvísun féll niður Í kafla úr bók Eiríks Rögnvalds- sonar, Alls konar íslenska, sem birt- ist í Morgunblaðinu í gær, vitnar Ei- ríkur í bók eftir Ara Pál Kristinsson, en tilvísun við þá tilvitnun féll niður. Umræddur texti, sem hér fylgir, er úr bókinni Málheimar, bls. 64, sem Háskólaútgáfan gaf út 2017: „Eitt málbrigði sem opinber skjöl birtast á og sem útlendingum er kennt í formlegu námi í viðkomandi tungumáli; það er „hlutlaus samnefn- ari“ í samfélaginu […]. Fyrst og fremst er þetta markmið bundið ritmáli.“ Nýr aðili að kaupa Ranghermt var í frétt í blaðinu í gær að sami aðili, og áður gerði tilboð í gömlu varpskipin Ægi og Tý, hefði nú gert annað kauptilboð. Um nýjan aðila er að ræða sem Ríkiskaup eru í viðræðum við. Beðist er velvirðingar á rangherminu. LEIÐRÉTT Sumarútsalan er hafin 30-60% afsláttur af útsöluvörum Garðatorg 6 | sími 551 5021 | aprilskor.is Ten Points Pandora 27.990 kr. 19.593 kr. Ten Points Pandora 24.990 kr. 17.493 kr. Ten Points Pandora 27.990 kr. 19.593 kr. Ten Points Maria 27.990 kr. 19.593 kr. Ten Points Pandora 27.990 kr. 19.593 kr. Ten Points Maya 18.990 kr. 13.293 kr. Ten Points Pandora 26.990 kr. 18.893 kr. Ten Points Malin 16.990 kr. 11.893 kr. Vefverslun | aprilskor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.