Fréttabréf Stómasamtakanna - 01.02.1997, Side 4
Nýjung í þjónustu
Stómavörur í Lyfju
Þegar lyfjaverslunin Lylja hóf starfsemi
sina 11. apríl 1996 að frumkvæði tveggja
lyfjafræðinga var ákveðið að hafa m.a.
vörur fyrir stómaþega á boðstólum.
Guðríður Þorsteinsdóttir hjúkrunar-
fræðingur var ráðinn til fyrirtækisins fyrst
og frentst til að annast þjónustu við
stómaþega. Hún hefiir góða þekkingu á
stómavörum og þörfum stómaþega því hún
vann í 25 ár á Borgarspítalanum
(Sjúkralnisi Reykjavíkur) m. a. við
aðhlynningu stómaþega. Guðríður er fyrsti
hjúkrunarfræðingurinn hér á landi sem
ráðinn er til starfa í lyfjaverslun.
I Lyfju eru eingöngu stómavörur ffá
breska fyrirtækinu ConvaTec en
meginlduti stómaþega notar vörur frá því.
Kosturinn við Lyfju er sá að þar er opið
alla daga vikunnar frá kl. 9 á morgnana til
kl. 10 á kvöldin. Þar er því hægðarleikur
einn að nálgast þessar vörur utan
hefðbundins vinnutíma. Guðríður er við
alla virka daga kl. 9-18, nema á
þriðjudögum kl. 12-18. Utan þess tíma sér
annað starfsfólk um afgreiðslu á
stómavörum.
Tíðindamaður Fréttabréfsins leit við
hjá Guðriði á dögunum og spurði hana
hverjir hefðu notfært sér þennan þátt í
þjónustu Lyfju. Hún sagði að það væru
aðallega nýútskrifaðir stómaþegar en
einnig er eitthvað um að eldri stómaþegar
kæmu. Þar fyrir utan væri alltaf eittlivað
um heimsendingarþjónustu úti á land.
Hún kvað ekkert óeðlilegt þótt eldri
stómaþegar liéldu sig við Hjálpartækja-
bankann því þeir sem væru góðu vanir þar
vildu síður breyta til. Það er liins vegar
ótvíræður kostur að afgreiðslutími Lyfju er
langur en það er að sögn Guðríðar ekki
nema sjálfsögð þjónusta að stóinaþegar
geti nálgast þær vörur sem þeir þurfa á
þeim tíma dagsins sem hentar þeim best. í
Lyfju er einnig mjög góð aðstaða til að
sinna stómaþegum.
Starfssvið Guðríður er að sjálfsögðu
ekki bundið við stómaþega. Hún veitir
einnig ráðgjöf um hjúkrunarvörur almennt,
m.a. þvagleka- og stoðvörur.
Guðríður vann lengi á Borgar-
spítalanum m.a. við að undirbúa sjúklinga
undir stómaaðgerð og annast þá á eftir eins
og þegar hefúr komið fram. Þar vann hún
undir handleiðslu Elísabetar Ingólfsdóttur
sem var fyrst allra hérlendis til að læra
stómahjúkrun. „Það var ómetanlegu skóli
að vinna með henni,“ sagði Guðríður að
lokum.
Rítstjóri: Sigurður Jón Ólafsson, Grettisgðtu 28B, 101 Reykjavík, sími 551 6366.
Uppsetning, ljósritun og pökkun: Krabbameinsfélagið.
INTERNATIONAL
0ST0MY
ASSOCIATION
Fréttabréf Stómasamtakanna
Útgefandi: Stómasamtök íslands (ISILCO),
Skógarhlíð 8, Reykjavík. Sími 562 1414.
Pósthólf 5420, 125 Reykjavík.