Fréttabréf Stómasamtakanna - 01.11.2013, Qupperneq 4
Matstæki fyrir stómabega
Hvaða stómavörur henta?
í byrjun þessa árs kom Geirþrúður Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Icepharma,
á fúnd hjá Stómasamtökunum til að kynna nýtt matstæki fyrir stómaþega, ,3ody
Check“ frá Coloplast. Tilgangurinn með þessu er sá að stómaþegar geta kannað,
með því að svara nokkrum einföldum spumingum, hvaða stómavörar frá Coloplast
henta þeim best.
Þetta er gert með því að fara inn á heimasíðu Coloplast, sem er colopIast.dk,
smella á linkinn stomi og velja BodyCheck. Þar er svarað átta spumingum um
líkamslögun, húðina, staðsetningu og lögun stóma. Ef danskan skyldi eitthvað
vefjast fyrir fólki er hægt að skoða skýringamyndir áður en merkt er við rétt svar. I
lokin kemur svo svarið hvaða stómavörur henta hverjum fyrir sig best - eða jafnvel
að verið sé að nota réttu vörumar.
Vel hefur verið vandað við gerð matstækisins því um 300 stómahjúkrunar-
fræðingar víðs vegar að úr heiminum hafa komið að þessu matstæki. Við slógum á
þráðinn til Geirþrúðar og spurðum hana hvort ekki stæði til að þýða þetta mat yfir á
íslensku.
„Það er á áætlun að þýða matstækið á íslensku í samvinnu við stómahjúkmnar-
fræðinga og stómaþega. Það er mikið verk því það em 650 mismunandi ráðlegg-
ingar í gagnagmnninum. Afar mikilvægt er í þessu sambandi að velja rétt orð yfir
þau íslensku hugtök sem notuð em, svo að allir tali sama mál. Reynslan hefur
nefnilega sýnt að þetta nýtist ekki einungis stómaþegum til einkanota heldur einnig
sem samskiptatæki milli hjúkmnarfræðinga annars vegar og hjúkmnarfræðinga og
þeirra stómaþega sem eiga um langan veg að fara til að sækja sér aðstoð. Þá er ekki
síður mikilvægt að hugtökin séu skýr til að koma í veg fýrir misskilning. Ég geri
mér vonir um að þýðingin geti hafist í febrúar eða mars á næsta ári,“ segir
Geirþrúður.
Stómasamtök íslands.
Stofnuð 16. október 1980.
Formaður: Jón Þorkelsson, símar 565 2434 og 696 4395, jon@hyggir.is
Aðrir í stjórn: Sigurður Jón Olafsson ritari, Eva Bergmann,
Inger Rós Jónsdóttir fulltrúi ungliða og Kristján Freyr Helgason gjaldkeri.
Sími samtakanna er 847 0694. Vefsíða: www.stoma.is Netfang: stoma@stoma.is
Stómasamtök Islands eiga aðild að Krabbameinsfélagi Islands og Öryrkjabandalaginu.
Fréttabréf Stómasamtakanna.
Ritstjóri: Sigurður Jón Ólafsson, sími 551 6366, sjo@centrum.is
Brot og pökkun: Asta Lilja Kristjánsdóttir