Austurglugginn


Austurglugginn - 06.06.2002, Síða 1

Austurglugginn - 06.06.2002, Síða 1
Vel heppnaður sjómannadagur Hátíðahöld í tilefni sjómanna- dagsins voru glæsileg í ár að vanda og má ætla að margir hafi blotnað rækilega hvort heldur var að innan eða utan. A þessari skemmtilegu mynd hér til hliðar, sem Aðalheiður Borgþórsdóttir tók, etja Seyð- firðingar kappi í koddaslag yfir höfninni. Einnig fór fram limbó- keppni frambjóðenda í nýafstöðn- um bæjarstjómarkosningum og reyndust frambjóðendumir mis- sveigjanlegir. Agætis veður var á flestum stöðum á Austurlandi, þó heldur bjartara eftir því sem sunnar dróg. Fleiri svipmyndir frá hátíðar- degi sjómanna á Austurlandi birtast í miðopnu blaðsins að þessu sinni. Breytt landslag Nú er orðið nokkuð ljóst hvemig sveitarstjómir verða skipaðar hér eystra á næsta kjörtímabili. I flestum stærstu sveitarfélögunum er búið að ganga frá myndun meirihluta og ljóst er að hið pólitíska landslag hefur breyst talsvert. Ef skoðuð em kosninga- úrslit í sveitarfélögum með yfir 400 íbúa, kemur í ljós að hvergi verður sami meirihluti við völd og á síðasta kjörtímabili. A þremur þessara staða koma einnig nýir menn í stöður sveitar- eða bæjar- stjóra. A Homafírði hafa D-listi og B- listi myndað meirihluta og Albert Eymundsson verður áfram bæjar- stjóri. I Djúpavogshreppi hlaut N- listi hreinan meirihluta og þar er staða sveitarstjóra laus. í Búða- hreppi hlaut B-listi hreinan meirihluta og Steinþór Pétursson verður sveitarstjóri áfram. I Fjarðabyggð hafa L-listi og B-listi myndað meirihluta og Guðmundur Bjamason verður þar bæjarstjóri áfram. A Seyðisfírði mynda B-listi og T-listi meihluta og þar er staða bæjarstjóra laus. A Austur-Héraði hafa D-listi og L-listi myndað meirihluta og þar er sömuleiðis laus staða bæjarstjóra. I Fellahreppi hafa B-listi og F- listi gert drög að samstarfs- samningi og þar verður Jens P. Jensen áfram sveitarstjóri. A Vopnafirði hlaut K-listinn hreinan meirihluta og Þorsteinn Steinsson verður sveitarstjóri áfram. Samherji, Síldarvinnslan og SR Mjöl: Hlutafjárkaup upp á þrjá milljarða Eins og sagt var frá í síðasta tölu- blaði Austurgluggans festu Síldar- vinnslan hf. og Samherji hf. kaup á stómm hlut í SR Mjöli í síðustu viku. Fyrir kaupin áttu fýrirtækin tvö um fimm prósent hvort í SR Mjöli. Samherji bætti við sig um átta prósenta hlut en Síldarvinnslan bætti við sig þrefalt meira, eða tuttugu og ljögurra prósenta hlut. Samtals eiga fyrirækin því 42% hlut í SR Mjöli en talið er að kaupin hafi kostað um tvo milljarða króna. Síldarvinnslan og Samherji hafa haft náið samstarf sín á milli til nokkurra ára, eiga meðal annars saman fyrirtæki í fiskeldi og í markaðs- og sölumálum. Þau hafa einnig haft samstarf við SR Mjöl í sölu á mjöl og lýsi. Undanfama mánuði hefur Samherji styrkt þetta samband sitt við Síldarvinnsluna enn frekar með beinum kaupum á hluta- bréfum í fyrirtækinu. Fyrir átti Samherji rúm 10% í Síldar- vinnslunni með óbeinum hætti í gegnum 55% eignarhlut í Snæfugli sem aftur á tæplega 19% hlut í Síldarvinnslunni. A tímabilinu frá byrjun febrúar til loka maí keypti Samherji beinan eignarhlut í Síldarvinnslunni upp á rúm 16% alls, fyrir um eirm milljarð króna. Eftir þessi kaup á Samherji nærri 27% hlut í Síldarvinnslunni beint eða óbeint, en stjómar í raun 35% hlutaíjár vegna meirihlutaeignar sinnar í Snæfugli. Stærstu hluthafar Síldarvinnsl- unnar eftir þessi síðustu kaup Samherja em Snæfugl ehf. með tæp 19%, Burðarás ehf. með rúm 18%, Samherji með rúm 16% og Samvinnufélag Utgerðarmanna (SÚN) með tæp 16%. Aðrir hluthafar eiga mun minni hluti. Burðarás er í eigu Eimskipafélag íslands en þar á bæ hafa menn gefið það út að þeir vilji selja hlut sinn í ýmsum fyrirtækjum, þar á meðal Síldarvinnslunni. Samvinna og hagræding I samtali við Austurgluggann sagði Björgólfur Jóhannsson for- stjóri Síldarvinnslunnar að til- gangur með kaupum á hlutafé í SR Mjöli væri meðal annars að tryggja hag fyrirtækisins í þeirri hagræðingu sem framundan væri í vinnslu á uppsjávarfiski. I viðtali við Austurgluggann tók Finnbogi Jónsson, stjómarfor- maður Samherja, í sama streng. „Megin markmiðið er að auka samstarf og að ná auknu hagræði, bæði í veiðum og vinnslu,“ sagði Finnbogi. Ástæður þess að Samherji hefði keypt hlutafé í Síldarvinnslunni sagði Finnbogi fyrst og fremst vera þá að „Síldarvinnslan er mjög gott og áhugavert félag sem býr að öflugu og góðu starfsfólki og ekki síður stjómendum.“ En stendur til að kaupa enn stærri hlut? „Við höfum ekkert á móti því að eiga meira í Síldarvinnslunni“, sagði Finnbogi. Of margar verksmiðjur? Fyrirtækin þrjú, Samherji, Síldar- vinnslan og SR Mjöl, reka alls tíu fískimjölsverksmiðjur á Islandi með einum eða öðmm hætti. Samherji á verksmiðju í Grindavík og helmings hlut í annarri á Þórshöfn á móti Hraðfrystihúsi Þórshafnar. Síldarvinnslan á verk- smiðju í Neskaupstað og 75% hlut í Barðsnesi sem aftur rekur verk- smiðju í Sandgerði. SR Mjöl á og rekur verksmiðjur á Siglufirði, Raufarhöfn, Seyðisfirði, Reyðar- firði og Keflavík og helmings hlut í verksmiðju á Homafirði á móti Skinney-Þinganesi. Auk þess hefur SR Mjöl verið að styrkja eignar- hlut sinn í ýmsum útgerðum und- anfarin ár til að tryggja aðgang að hráefni. Hagræðing í rekstri þessara þriggja fyrirtækja yrði væntanlega ekki síst með því formi að fækka verksmiðjum. Af verksmiðjunum tíu em þrjár á Suðumesjunum, ein á Suðausturlandi, þrjár á Mið- austurlandi, tvær á Norð- austurlandi og ein á Norðurlandi. Staðsetning, ásigkomulag og eign- arhald verksmiðjanna myndi vænt- anlega ráða mestu um hverjar yrðu hugsanlega lagðar niður og hverjar styrktar. Að sögn Björgólfs Jóhanns- sonar forstjóra Síldarvinnslunnar hf. er með kaupunum „verið að horfa til þess að vera í fararbroddi í hagræðingu á vinnslu á upp- sjávarfiski og þetta mun leiða til fækkunar verksmiðja. En áhrifin verða ekki mikil á Austurlandi." BÞ Dekurstofa Stebbu S.477 1569 & 896 2058 » SPARISJÓÐURINN Alhliða verktakastarfsemi -fyrirþigogþína Sparisjóður NorðQarðar Haki ehf. Neskaupstað Fjarðabyggð s. 892 5855 Legsteinar Minnisvarðar iSfk Sími: 472 9977 Fax: 472 9877 www.alfasteinn.is / alfasteinn@alfasteinn.is >"ús koncf. ■1»] 'M ❖ m B4KARllÐ PSTAö Opíð 7-17 s: 477 1306

x

Austurglugginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.