Austurglugginn


Austurglugginn - 06.06.2002, Blaðsíða 5

Austurglugginn - 06.06.2002, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. júní AUSTUR • GLUGGINN - 5 Með sól í hjarta og söng á vörum Unnið að uppsetningu listaverks í Ljómatjarnargarðinum. Alis voru sett upp níu iistaverk ígarðinum og verða þau þar fram á haust. Hin efnilega hljómsveit Ritalin. Uppskeruhátíð var haldin í Grunn- skóla Egilsstaða og Eiða síðast- liðinn föstudag og var margt um dýrðir. Börkur Vígþórsson skólastjóri sagði að hátíðin hefði verið vel heppnuð. „Við byrjuðum í skólan- um og þar fluttu menn leikatriði og tónlistaratriði. Síðan lá leiðin út í Tjamargarð en þar em níu listaverk sem unnin voru af 80 Listahátíðin „Á seyði“ verður opnuð formlega í Skaftfelli, menningarmiðstöð Seyðisfjarðar, 14. júní klukkan 17:00. Af því tilefni verður opnuð myndlistar- sýning á verkum Georgs Guðna og Peter Frie. Fjölmargir viðburðir em á dagskrá listahátíðar að þessu sinni, ýmsar sýningar, Karlinn í tunglinu - menningardagur bama 29. júní, Lunga 17. - 21. júlí, Norskir dagar 13. - 17. júní og margt fleira. Bláa kirkjan Einna hæst ber tónleikaröðin Bláa kirkjan sem er hluti af lista- hátíðinni fimmta árið í röð. Bláa kirkjan em sumartónleikar og eru þeir haldnir á hverju miðviku- dagskvöldi frá 19. júní til 31. ágúst. Tónleikamir hafa vakið mikla athygli fyrir metnaðarfulla dagskrá en aðstandandi hljómleikanna frá upphafi, Muff Worden, hefur lagt sig fram við að fá fræga og merkilega tónlistarmenn til að koma fram. Orðstír Bláu kirkjunn- ar er reyndar orðinn slíkur að tónlistarmenn sækjast eftir því að fá að koma fram. I hljómleika- röðinni verður eitthvað við allra hæfi, í fallegu umhverfi. Muff Worden Muff Worden, stjómandi Bláu kirkjunnar, fæddist á austurströnd Bandaríkjanna. Faðir hennar var olíuverkfræðingur en móðirin ópemsöngkona. Fjölskyldan bjó víða vegna starfa föðursins, meðal annars í Kína, Italíu og Skotlandi. Sjálf talar hún mörg tungumál og segist að auki geta búið til ekta pasta og sósu eins og Italir gera hana. krökkum úr skólanum, en heildar- ijöldi nemenda er 285 böm. Sýningin var formlega opnuð og við afhentum Bæjarstjóra verkin til varðveislu í sumar og mun bærinn sjá um viðhald á þeim,“ sagði Börkur. Uppskemhátíðin fylgir í kjölfar Þemadaga sem haldnir vom 27. til 31. maí. Þar var öllum krökkum skólans frá 3.-9. bekk skipt upp í Muff er menntuð í söng og tónlistarsögu frá háskólanum í Pensylvaniu. Hún bjó í Boston í 10 ár og vann fyrir sér með söng og tónlistarkennslu en áhuginn var víða og hún fór meðal annars til Skotlands til að kynna sér ættfræði sína ásamt skoskri tónlist, sögu og menningu. Fyrir nokkrum árum hafði vinkona hennar sem bjó á Seyðis- firði samband við hana og sagði henni að hér vantaði tónlistar- kennara í afleysingar. Muff kom hingað og heillaðist algerlega af 10-12 manna hópa óháð aldri. Síðan gátu þau valið hvort þau vildu leggja stund á Ijölmiðla, tónlist, leiktækjagerð, leiklist eða listaverkagerð, sem langflestir kusu. Eftir að hafa afhent listaverkin sem em geysilega skemmtileg og prýða nú Tjamargarðinn fóru krakkamir upp á íþróttavöll þar sem þau kepptu í boðhlaupi og síðan var teitinu slúttað með grilluðum pylsum í skólanum. „Þrátt fyrir ekki alveg nógu gott veður emm við öll með sól í hjarta eftir þessa daga,“ sagði Börkur. Ákaflega góður andi virðist ríkja í skólanum og leystu krakk- arnir þau verkefni er þeim voru falin á þemadögunum á virkilega vandvirkan og skemmtilegan hátt. Sérstaklega þótti blaðakonu Austurgluggans mikið til hljóm- sveitarinnar Ritalin koma en hún er skipuð drengjum úr skólanum sem kunna svo sannarlega að rokka. Ekki er nokkur spurning á að þeir sem þar að koma eiga eftir að verða stjömur framtíðarinnar í þungarokki ef þeir halda áfram á sömu braut. ko hrikalegu og mögnuðu landslagi, hreina loftinu og kyrrðinni og hefur verið á Seyðisfirði síðan. Hún starfar nú sem söngkennari við tónlistarskólann, söngkona, atvinnutónlistarmaður og fram- kvæmdastjóri Bláu kirkjunar. Auk þess spilar hún í Ceilidh bandi á Seyðisfirði. Hún heldur líka áfram að rannsaka sögu og tónlist Skotlands, Islands, Hjaltlands, Orkneyja, Vestureyja, Færeyja og Irlands. KÞ Vikuna 27.-31. maí var þemavika hjá Egilsstaðaskóla. Þema vik- unnar var Heimabyggðin og hreyfing. Nemendum 3.-9. bekkjar var blandað saman í fimm hópa og þau unnu frá mánudegi til fimmtu- dags. Á föstudeginum var svo uppskeruhátíð þar sem krakkamir nutu afraksturs vikunnar. Verkefn- in sem hægt var að velja um vom: Leiktæki, listaverk, leiklist, tónlist og fjölmiðlar og fréttir. Auk þess var hreyfivika sömu vikunna og var hreyfmg á hverjum degi nema föstudag. Boðið var uppá að fara í sund, ratleik, þrautir, o.fl. Leiktækjahópurinn gerði ýmis- legt undir stjóm Hjalta Þorkells- sonar. Listaverkahópurinn gerði mörg listaverk í Ljómatjamargarðinum og verða verkin þar fram á haust. Leiklistarhópurinn samdi leikrit undir stjóm Elvu Clausen, Bimu Bjömsdóttur, Eygló Hrannar Ægisdóttur og Sigríði Friðnýju Halldórsdóttur. Tónlistarhópurinn var undir stjóm Ástu Bryndísar Schram og Michelle Lynn Mielnik og það var stofnuð ein hljómsveit að nafni KRK. Fjölmiðla og fréttahópurinn gerði blað og gaf út á þriðjudegi til fimmtudags. Þau unnu einnig að heimildarmyndbandi og tóku myndir af hinu og þessu og allt undir stjóm Laufeyjar Eiríksdóttur og Vigdísar M. Sveinbjömsdóttur. Eiðakrakkamir unnu þema um fugla, umhverfi og útivist. Steinar Pálmi Agústsson, fjölmiðlahópi. 9.bekk EGS.Skóla Sláttur fyrir eldri borgara í sumar er eldri borgurum og öryrkjum í Fjarðabyggð gefinn kostur á að fá lóðir sínar slegnar. Þessi þjónusta er einungis hugsuð fyrir þá sem nauðsynlega þurfa á aðstoð að halda við slátt á lóðum sínum. Þjónusta þessi stendur til boða þrisvar yfir sumarið frá 10. júní til 9. ágúst og er gjald fyrir hvert skipti 2.500 kr. Tekið verður á móti pöntunum á bæjarskrifstofunum og í síma 470-9000. Pantanir verða að berast fyrir 17. júní n.k. Verktakar sem í sumar hyggjast bjóða upp á slátt fyrir einstaklinga eru beðnir um að hafa samband við undirritaðan sem fyrst. Forstöðumaður umhverfismálasviðs Fjarðabyggðar 470 9000 & mummi@fjardabyggd.is Listahátíðin „Á seyði": Muff stjórnar Bláu kirkjunni fimmta árið í röð Muff Worden, söngkona og framkvœmdastjóri Bláu kirkjunnar.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.