Austurglugginn - 06.06.2002, Síða 6
6 - AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 6. júní
Aðalfundur Rauda krossins á Egilsstödum:
Nýr formadur kiörinn
Frá aðalfundinum í Valaskjá/f
Aðalfundur Rauða kross íslands
var haldinn á Egilsstöðum í lok
síðustu viku og sátu fundinn á
annað hundruð fidltrúar frá 42
deildum.
Helst bar til tíðinda á fundinum
að Akureyringurinn Ulfar Hauks-
son var kjörinn nýr formaður
Rauða krossins en hann tekur við
af Önnu Þrúði Þorkelsdóttur, sem
hverfur úr stjóm eftir 30 ára starf
sem sjálfboðaliði Rauða krossins.
Úlfar var kjörinn með dynjandi
lófataki á aðalfundi þar sem einnig
voru samþykktar stefnuyfirlýsing-
ar í þremur málaflokkum, um
skyndihjálp, málefni útlendinga og
málsvarastarf.
Fundurinn þótti vel heppnaður í
alla staði og vöktu „opin hús“ sem
haldin vom í húsnæði Mennta-
skólans á Egilsstöðum á laugar-
daginn talsverða athygli. Þar
kynntu margar deildir og fulltrúar
aðalskrifstofu ýmis verkefni.
Bjöm Hafþór Guðmundsson,
bæjarstjór Austur-Héraðs flutti
ávarp á setnignarathöfninni í
Valaskjálf. „Við erum stolt af
löndum okkar sem láta ekki sitt
eftir liggja og lina þjáningu bræðra
og systra sinna,“ sagði Bjöm
Hafþór um sjálfboðaliða RKÍ.
Bæjarstjórinn talaði um hreppa-
ríg sem enn reyndist Austfirðing-
um því miður fjötur um fót og
væri í raun ekkert annað en for-
dómar eftir búsetu. „Við emm stolt
af því að hafa ykkur sem gesti
okkar“, sagði Bjöm að lokinni
ræðu sinni.
Nemendur og kennarar í Tón-
listarskólanum á Austur-Héraði
fluttu vandaða tónlist á milli
atriðanna við ágætar undirtökur
viðstaddra.
Einn liður í setningarathöfn
aðalfundarins var veiting viður-
kenninga til sjálfboðaliða og
deilda.
Viðurkenningar vom veittar
fyrir ýmiss störf innan Rauða
krossins svo sem ungliðastarf,
stuttmyndagerð, vinalínuverkefni,
ökuvinaverkefni og ýmislegt
annað.
Fáskrúðsfirðingurinn Sigríður
Jónsdóttir var meðal þeirra sem
hlaut verðlaun fyrir gott starf. Hún
var formaður Rauða krossdeildar
Fáskrúðsfjarðar í áratug og hélt
meðal annars fundi félagsins á
heimili sínu til langs tíma.
Austurglugginn spurði Önnu
hvað stæði upp úr eftir áralangt
starf með Rauða krossinum.
„Þetta var bara svo rosalega
skemmtilegt að vera með fólkinu
og fmna hversu þakklátir allir vom
fyrir það sem maður var að gera,“
sagði Anna.
Með minnisstæðustu atburðum
á löngum starfsferli sínu segir
Anna vera starf með eldri
borgumm. „Við vomm með opið
hús fyrir eldra fólkið og það var
mjög skemmtilegt. Við fómm
einnig með böm í eina viku í
Staðaborg og þá datt okkur í hug
að fara með eldra fólkið í svipaða
ferð sem var alveg ótrúlega
skemmtileg. Fólkið sem í ferðina
fór var kallað Staðarborgargengið
eftir á. Það var spilað bingó á
hverju kvöldi og farið í Heydala-
kirkju þar sem var messað fyrir
okkur. Seinasta daginn var haldið
ball í félagsheimilinu fyrir eldra
fólk á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði
og Breiðdalsvík sem var alveg
meiri háttar skemmtilegt og alls
konar uppákomur, grín og glens,“
sagði Anna. ko
Úlfar Hauksson nýkjörinn for-
maður Rauða kross Islands.
„Nú ætla éq að gera
það sem ég vil"
Anna Þrúður Þorkelsdóttir flytur hér áhrifamikið setningarávarp á aðal-
fundinum. Á hana hlýða aðrir mælendur setningarathafnarinnar, frá
vinstri: Gunnlaugur Dan Ólafsson varaformaður RKI sem einnig /ætur af
störfum, Júlía Siglaugsdóttir formaður Héraós- og Borgarfjarðardeildar
RKÍ, og Björn Hafþór Guðmundsson bœjarstjóri Austur-Héraðs.
Anna Þrúður fráfarandi formaður
samtakanna hyggur nú á sjálf-
boðaliðastarf til Suður-Afríku.
Hún fæddist í Fljótsdal árið 1936
og á litríkan og baráttuglaðan feril
að baki. Hún er fúll af smitandi
lífsgleði og hefúr alltaf talið sig
Austfirðing í húð og hár.
Austurglugginn greip Önnu
Þrúði glóðvolga á milli atriða á
setningarathöfn fundarins og
spurði hana örfárra spuminga.
Austurglugginn (agl): Hvemig
stendur á því að þú hafnaðir í starfi
formanns Rauða kross íslands?
Anna: Ég hef alltaf verið mikil
hugsjónamanneskja og er alin upp
við austfirska gestrisni og greiða-
semi sem hafði árhrif á mig.
Agl: Finnst þér þú vera að
koma heim þegar þú kemur hingað
austur?
Anna: Já. Þrátt fyrir að ég hafi
bara verið fjögurra ára þegar ég
flutti héðan á ég enn mjög sterkar
rætur hér og á hér skyldmenni.
Foreldrar mínir vom bæði Jökul-
dælingar og hétu Þorkell Bjöms-
son sem var kenndur við Hnefils-
dal og Anna Eiríksdóttir frá
Skjöldólfsstöðum. Mér finnst
yndislegt að koma hingað og þetta
er fallegast hluti landsins - að
sjálfsögðu. Ég er ofboðslega stolt
af því að vera Austfirðingur því
þeir eru bæði stoltir en taka sig
heldur ekki of hátíðlega.
Agl: Nú ert þú að fara til
Suður-Afríku til að sinna hjálpar-
starfi, hvemig kom það til?
Anna: Ég er alltaf til í allt.
Flestar konur á mínum aldri em
settar í mggustól og þeim sagt að
bíða í 30 ár eftir að þær deyi en ég
ætla ekki að gera það.
Agl: Hvað ætlarðu að gera
þegar þú hefúr lokið hjálpar-
starfinu?
Anna: Það veit ég nú ekki.
Þetta verður ekki minna en ár sem
ég dvelst úti. Kannski flyt ég bara
hingað á Austurland þegar því er
lokið. Hér er nóg af eyðijörðum og
ég kem þá kannski með eitthvað af
bömum frá Afríku með mér og
sest hér að.
Agl: Jæja best að sleppa þér.
Gangi þér vel og farðu varlega í
Afríku.
Anna: Ég er búin að fara svo
varlega allt mitt líf að nú ætla ég
bara að gefa skít í þetta og gera
það sem ég vil (hlær hátt).
KO
Sigríður Jónsdóttir heldur hér á gullnælu merkta Rauða krossinum og
viðurkenningarskjali fyrir störf sín í Fáskrúósfjarðardeild Rauða krossins.
Eiginmaður hennar, Kári Jónsson, stendur fyrir aftan hana.