Austurglugginn


Austurglugginn - 06.06.2002, Qupperneq 11

Austurglugginn - 06.06.2002, Qupperneq 11
Fimmtudagur 6. júní AUSTUR • GLUGGINN - 11 Á afmæli konu minnar Jóhanna Sigurðardóttir, drottning að Mánabergi. Til hamingju með að hafa haldið andlegri og Hkam- legri reisn öll þau 46 ár sem þú hefur eytt með undirrituðum eigin- rnanni. Með ást og virðingu, Guðjón Sveinsson. Þessi orð voru rituð á fyrstu síðu í sérinnbundnu eintaki af ljóðabók- inni A afmæli konu minnar, eftir Breiðdælinginn Guðjón Sveins- son. Ekki var aðeins um ljóðabók að ræða heldur fylgdi geisladiskur með þar sem hljóma lög og textar sem Guðjón hefur samið í hinum margvíslegustu útgáfum, ásamt lögum og ljóðum annarra skálda. Guðjón kann ekki á hljóðfæri og þegar hann semur tónlist sína er það einfaldlega með því að „raula“ lögin inn á einfalt upptökutæki. Ekki er vitað um annan lagahöf- und hér á landi sem fer svipaðar leiðir í lagasmíðum sínum og Guðjón enda viðurkennir hann fuslega að vera langt frá því að vera eins og fólk er flest. Hinn glaðlegi rithöfundur bauð Austur- glugganum að kíkja í heimsókn til sín á dögunum og ræða um ljóðin, lögin, lífið og tilveruna. Guðjón er ákaflega innilegur maður, hann hefur sterkan málróm og hlær með öllum líkamanum. Aðspurður um hvemig standi á því að nú sé hann farin að gefa út tónlist og hvað sé á þessum geisladiski segir Guðjón, „það mætti kalla þetta viðhafnarútgáfu og ég tók upp á þessu í tilefni af sjötugsafmæli konu minnar. Jó- hanna er afskaplega hlédræg og ekki gefln fyrir veisluhöld. Það var því reynt að fara með allan undir- búning eins og mannsmorð og hún mátti ekkert frétta af þessu, hún var nú samt búin að komast að því að ég væri eitthvað að bralla,“ segir Guðjón glettnislega. Afmæli Jóhönnu var haldið á Seltjamamesi þann 18. maí síðast- liðinn og var það í fyrsta sinn sem fimrn böm hjónanna og 18 bama- böm þeirra vom öll samankomin og því ríkti mikil gleði. Viðbrögð Jóhönnu við afmælisgjöf eigin- manns síns vom að vonum mikil. „Mér er sagt að hún hafi bæði hlegið og grátið samtímis, og þá var nú tilganginum náð,“ segir Guðjón einlægur. Guðjón Sveinsson hefur gefið út yfir 30 bækur á lífsleiðinni og er eini maðurinn á Austurlandi sem er á rithöfundalaunum frá hinu opinbera í dag. „Eg hef skrifað mikið fyrir böm og fullorðna og smásögur og svo er ég náttúrulega alltaf að yrkja,“ segir hann. Þá er ekki úr vegi að spyrja hvar tónlistin kemur inn í alla þessa sköpun? „Eg held að þetta sé bara framlenging á ljóðunum. Eg held að það fylgi flestum ljóðum lag og þetta sé bara spuming um hvort að það sé einhver viðstaddur til þess að taka á móti því. Þetta kemur allt í einu yfir mig og ef fyrsta lína lagsins passar ekki við ljóðið þá hætti ég við. Það hefur komið fyrir að ég hendist upp á nóttunni til þess að raula eitthvað lag, kannski syngur einhver í gegnum mig eins og dmkkið er í gegnum sumt fólk,“ segir Guðjón hugsi og heldur áfram „það er nefnilega meiri skyldleiki með ljóðlist, tónlist og málaralist, heldur en með til dæmis ljóðlist og texta. Þegar ég sé málverk heyri ég tónlist en ég get samt ekkert málað sjálfur. Tónlistin hefur blundað í mér frá því að ég var krakki. Eg hafði afskaplega gaman af söng og lá jafnt yfir ljóðasöng og dægurlaga- tónlist. Eg hef sjálfsagt eitthvað verið að raula frá eigin brjósti þegar ég var að koma með kýmar á kvöldin sem strákur því það var yfirleitt glott á fólki þegar heim kom sem ég skildi ekkert i. Mér var seinna sagt að ég hafi sveiflað höndum og gengið upp og niður á milli þess sem ég hneigði mig fyrir ímynduðum áheyrendum," segir Guðjón og skellihlær. Meðal laga á geisladiskinum sem fylgdi bókinni er fallegt lag eftir Atla Heimi Sveinsson sem Guðjón var beðinn um að semja texta við í tilefni 70 ára afmælis Skógræktarfélags íslands. Kvæðið var síðan flutt þann 27. júní árið 2000 af Hamrahlíðakómum undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttir í Stekkjargjá á Þingvöllum. Guðjón langaði til þess að hafa þetta lag á disknum og hafði því sambandi við Þorgerði og Atla Heimi, en var ekki vongóður um að þau myndu taka vel í bón hans. „Ég hringdi í Þorgerði og var afskaplega kvíð- inn þegar ég bar upp erindi mitt en hún sagði bara si svona, ‘það er alveg sjálfsagt mál’ og mér var svo létt að ég mun lifa á þessu það sem eftir er“. Guðjón segir að ekki hafi reynst erfiðara að sannfæra Atla Heimi, „ég útskýrði fyrir honum að þetta væri vegna afmæli konu minnar og hann sagði einfaldlega ‘minn er heiðurinn’. Ég sagði honum að heiðurinn væri minn, ‘nei minn’ sagði hann og við þrættum um það hvor okkar ætti heiðurinn og sættumst á það að lokum að við væram báðir ánægðir með þetta. Atli Heimir er bráðskemmtilegur og ljúfúr maður og það er margt afskaplega gott fólk sem hefur komið inn í þetta sem ég get ekki þakkað nægilega“. Fjölskylda Guðjóns leikur stórt hlutverk á diskinum og syngja dóttir hans, tengdadóttir, og bróðurdóttir eiginkonu hans ein- Guðjón aó störfum á skrífstofu sinni söng á disknum, sem er mjög fjöl- breytilegur. „Ég reyndi að nota ijölskylduna eins og mögulegt var,“ segir Guðjón. Um uppsetn- ingu og útlitshönnun bókarinnar sá dóttursonur og nafni skáldsins, Guðjón Bragi Stefánsson og er framsetningin ákaflega smekkleg og vel heppnuð. En hver er aðdragandi þess að skáld gefur út tónlistargeisladisk? „Einhvem veginn hittist það á að einhver gaf mér diktafón til að lesa inn hugmyndir og ég fer að raula inná þetta við þessi ljóð mín,“ segir Guðjón sem síðan leitaði til Torvald Gjerde sem er organisti af norskum ættum sem býr á Breið- dal. „Ég hringi í Torvald og spyr hvort hann geti komið við hjá mér vegna þess að ég verði hreinlega að fá þetta út úr heiminum áður en ég bilast. Hann kemur með strikuð blöð fyrir nótur og ég set diktafón- inn á stað. Eftir að ég hafði spilað fyrir hann nokkur lög stoppa ég tækið og lít á Torvald en hann hreyfist ekki heldur stárir bara fram á borðið. Ég var að því kominn að stökkva út þegar hann skyndilega vaknaði til lífsins og sagði ‘það er eitthvað þama’. Seinna stakk Torvald upp á að ég gæfi út disk, og þar sem ég hafði áður gefið út ljóðabók sem hét í garði konu minnar, stakk hann upp á að þessi héti A afmæli konu minnar. Torvald á mjög mikið í þessum disk og setti út og stjómaði mörgum laganna," segir Guðjón en meðal flytjenda era stöðfirskur bamakór og karlakvart- ett af Austur-Héraði. Óperasöngkonan Elín Ósk Óskarsdóttir syngur, ásamt eigin- manni sínum Kjartani Ólafssyni, Einsemd við ljóð og lag Guðjóns á geisladiskinum. „Hún Elín Ósk er í miklu uppáhaldi hjá mér og þegar ég samdi lagið var ég með hana í huga og var búinn að ákveða að reyna að fá hana til þess að syngja það. Hún var ákaflega hrifin af laginu og þegar hún hafði æft það söng hún það fyrir mig í símann, og hún gerði það akkúrat eins og ég vildi að hún myndi syngja það,“ segir Guðjón með ánægjuglampa í auga. Æfi Guðjóns hefur ekki verið laus við áföll og árið 1982 gekkst hann undir erfiða höfuðaðgerð í kjölfar þess að hann fékk æxli við heiladingulinn. „Ég hélt ég mundi ekki skrifa meira. Skammtíma- minnið fór alveg hjá mér og ég fékk mikinn verkkvíða og þarf að taka lyf enn þann dag í dag til þess að halda mér gangandi“. En þrátt fyrir að útlitið væri ekki bjart tókst honum að komast á réttan kjöl og hefur sjálfur séð um að gefa út verk sín undanfarin ár. A sumardaginn fyrsta síðastlið- inn hlaut Guðjón viðurkenninguna Vorvindar fyrir framlag sitt til bamamenningar. Viðurkenninguna veitir Islandsdeild IBBY sam- takanna sem era alþjóðleg samtök áhugamanna um bamabækur. Anna Heiða Pálsdóttir doktor í bókmenntafræðum er formaður Islandsdeildar samtakanna og hafði hún þetta að segja um Guðjón. „Við voram að verðlauna hann um daginn fyrir 35 ára ævistarf í þágu bamamenningar. Ég hef til dæmis lesið eftir hann Ort rennur æskublóð sem er í raun hans meistarastykki og er ofboðs- lega góð bók. Bókin er homsteinn í bamabókmenntum síns tíma og er góð þroskasaga drengs sem fer til útlanda og vísar til íslenskrar sjómennsku. Guðjón skrifar mikið um sjómennsku og íslenskt sveitalíf og hefur kynnt sjómannslífið mjög mikið með verkum sínum.“ Austfirðingar hafa tækifæri til þess að kynnast A afmæli konu minnar af eigin raun þann 29. júní næstkomandi er haldin verður hátíð á Staðarborg og munu þar fjölmargir sem koma fram á geisladiskinum syngja og skemmta. Þegar Guðjón er spurður út í hátíðina segir hann brosandi, „ég veit ekki nákvæmlega hvemig þetta verður og skipti mér ekki meira af þessu. Tilefhi þessarar útgáfu er sjötíu ára afmæli konu minnar og þetta er ekki gert til þess að græða heldur til gamans og það var aldrei meiningin að mikið yrði úr þessu“. Austurglugginn þakkar hinum kraftmikla listamanni fyrir spjallið og lokar á eftir sér dyrunum að fallegu rauðu húsi á Breiðdalsvík í fullvissu um að þar muni ástin og sköpunargleðin áfram þrífast um ókomin ár. Verkmenntaskóli Austurlands Býður upp á nám á eftirtöldum brautum: ^\ta®GríGfi] fjitastasKiiJft B ®d aa líísiGrtFstbcrsjtiaíi iMiGtatel&irsiífltMTC ♦ Félagsfræðabraut ♦ Náttúrufræðibraut ♦ Viðbótarnám við starfsnám við stúdentsprófs Q©drj- ®u @ÍSiní§GnJ.liGníJ©fefSi[y]íia5*s ♦ Byggingaiðnir ♦ Félagsliðabraut ♦ Grunnnám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum ♦ Hársnyrtibraut ♦ Málmiðnbraut ♦ Rafiðnir ♦ Sjúkraliðabraut ♦ Sjávarútvegsbraut ♦ Vélstjórabraut 1. stigs Aðstaða til verklegrar kennslu er nýleg og mjög góð. Félagslíf nemenda er blómlegt. Við skólann er glæsileg heimavist. í Neskaupstað er íþróttaaðstaða mjög góð, nýuppgerð sundlaug, nýbyggt íþróttahús og frábært skíðasvæði í Oddsskarði. Öflugt tónlistarlíf er í Neskaupstað og góður tónskóli. Innritum í Verkmenntaskóla Austurlands ertil 12. júní. Verið velkomin Sími 477 1620 Veffang:va.is Netfang:va@va.is Guðjón og Jóhanna eiginkona hans sem hann tileinkuói nýjustu bók sína. Myndir: JKA

x

Austurglugginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.