Austurglugginn - 15.01.2004, Side 2
2
AUSTUR • GLUGGINN
Fimmtudagur 15. janúar
r?
stuttar
FRÉTTIR
Innbrot á
Egilsstöðum
Brotist var inn í fyrirtækið
Bón og Púst á Egilsstöðum
fyrir síðustu lielgí. Þaðan var
stolið hljómflutningstækjum
og fl. Innbrotið er í rannsókn
hjá lögreglunni á Egilsstöðum.
Innbrotið í Olís Fellabæ sem
framið var 4. janúar síðastlið-
inn er nú upplýst. Játning ligg-
ur fyrir og er hluti þýfis kom-
inn í leitimar.
Lögregla vonar að innbrotið
við Kárahnjúka um áramótin
verði upplýst innan tíðar.
Einn var tekinn grunaður
um ölvun við akstur á Egils-
stöðum um helgina.
Byggðastofnun
kaupir eignarhluti
í 2 fyrirtækjum á
Austurlandi
Af 23 sprotafyrirtækjum
sem Byggðastofnun kaupir
hlut í eru tvö á Austurlandi.
Saxa smiðjufélag ehf. Stöðvar-
firði og Þvottatækni ehf. A
Seyðisfirði. Hlutur Byggða-
stofnunar verður 10 milljónir í
hvoru fyrirtæki. Að sögn Að-
alsteins Þorsteinssonar, for-
stjóra Byggðastofnunar, hafa
hlutafjárkaup í nokkrum fyrir-
tækjum átaksins þegar verið
afgreidd. Breytilegt er hversu
mikinn eignarhlut Byggða-
stofnun fær í þeim fyrirtækjum
sem keypt verður í en miðað
var við í reglum að eignarhlut-
ur yrði aldrei yfir 30% af
heildarhlutafé einstakra fyrir-
tækja.
Hníslar í hrein-
kálfum
Fram er komin áður óþekkt
tegund sníkjudýra, svokallaðra
hnísla, sem finnast í spörðum
hreindýrakálfa hér eystra.
Þetta er niðurstaða rannsóknar
sem Berglind Guðmundsdótt-
ir, líffræðinemi frá Þvottá í
Álftafirði, hefur unnið að síð-
ustu mánuði. Hún safnaði
spörðum hreindýrskálfa á
Austurlandi og greindi sníkju-
dýr sem lifa í meltingarfærum
dýranna. Rannsókn Berglindar
hefur nú verið útnefnd til Ný-
sköpunarverðlauna Forseta Is-
lands, sem afhent verða á
Bessastöðum 15. janúar næst-
komandi. Rúv sagði frá
Úrelda sláturhús
Um 55 milljónir króna verða
settar í úreldingu sláturhús-
anna á Breiðdalsvík og við
Fossvelli í Jökulsárhlíð, en
landbúnaðarráðuneytið hefur
alls varið um 170 milljónum í
þennan málaflokk á landsvísu.
Sigurjón Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Sláturfélags
Austurlands, segist vera sáttur
við þessa úthlutun, þó vissu-
lega sé ekki skemmtilegt að
þurfa að leggja niður þessa tvo
vinnustaði á Austurlandi. Pen-
ingarnir verða notaðir til að
borga upp skuldir við opinbera
sjóði sem áttu veð í húseign-
unum á Fossvöllum og Breið-
dalsvík. RÚVsagðifrá
FRÉTTIR
Framkvæmdir
hafnar við
þriðju göngin
niður í Fljótsdal
Björgunarskipið Hafbjörg. Nýtt skip kemur von bráðar.
Nýtt björgun-
arskip austur
Framkvæmdir við þriðju göngin
sem liggja inn að stöðvarhúshvelf-
ingu Kárahnjúkavirkjunar við Val-
þjófstaði i Fljótsdal eru hafnar.
Þetta eru frárennslisgöng stöðvar-
hússins en áður hafði fyrirtækið
hafið framkvæmdir við aðkomu-
göng stöðvarhússins og kapal-
göng. Það er verktakafyrirtækið
Fosskraft sem vinnur verkið en
fyrirtækið er að vinna við þrjú
göng til stöðvarhússins á sama
tíma en hver göng verða um einn
kílómetri að lengd.
Framkvæmdirnar
ganga vel
Aðkomugöngin eru komin
lengst á veg eða rúma 300 metra
og kapalgöngin eru orðin rúmir
250 metrar, frárennslisgöngin orð-
in nálægt 30 metrum. Göngin eru
mis víð að þvermáli: Kapalgöngin
þrengst 4 metrar, síðan aðkomu-
göngin 7,5 metrar, og ffárennslis-
göngin 9 metrar í þvermál.
Framkvæmdirnar við öll göngin
þrjú ganga vel að sögn Jónasar
Jónmundssonar sem er í staðar-
stjórn Fosskrafts við Valþjófsstað.
Bergið inni í íjallinu er heilllegt og
hreint og vel gengur að sprengja
göngin i það. Nokkur hávaði berst
um Fljótsdalinn við þessar spreng-
ingar að sögn bænda þar, sérstak-
lega var þetta áberandi þegar verið
var að byrja á göngunum og
sprengja fyrir gangastöfnunum.
Fólk á þessum slóðum jafnvel það
sem býr næst vinnusvæðinu segir
að þessi hávaði minnki mikið og
hverfi nánast í fjallið eftir að
göngin eru orðin 2-300 metra
löng.
Brýtur upp kyrrðina
Að sögn bónda í nágrenninu
brýtur þetta upp kyrrðina sem ríkt
hefur í dalnum hingað til. „Það
þýðir ekkert að vera að velta sér
upp úr því. Hávaðinn og skjálft-
arnir minnka eftir því sem innar
kemur í fjallið og hverfur fljót-
lega.”
Nú er búið að reisa vinnubúðir
fyrir um 120 manns á Hvamms-
eyrinni við Valþjófsstað. Reiknað
er með að vinnubúðirnar muni
rúma 200-250 manns þegar þær
verða kláraðar nú í mars. Nú eru
að vinna á svæðinu 100-120
manns en verða rúmlega 200 þeg-
ar flest verður.
sigad@agl.is
Búið er að ganga frá kaupum á
nýju björgunarskipi austur en
skipið mun leysa af björgunarskip-
ið Hafbjörgu sem skipt hefur
sköpum í öryggismálum sæfar-
enda hér um slóðir allt frá því að
hún kom árið 1996. Nýja skipið
kostar um tíu milljónir króna og
reiknað er með því að það verði
komið til íslands i mars eða apríl.
Öryggisnetið þétt
Hafbjörg mun að öllum líkind-
um fara á Vopnafjörð þegar nýja
skipið verður haffært en það verð-
ur staðsett á Norðfirði. Karl Jó-
hann Birgisson, formaður Björg-
unarbátasjóðs Austurlands, segir
að þetta hafi gríðarlega þýðingu
hvað varðar öryggismál sjófar-
enda. „Koma þessa nýja báts þétt-
ir öryggisnetið í kringum landið
sem er markmið björgunarbáta-
sjóðanna,” sagði hann.
Aðbúnaður mun betri
Nýja skipið er af gerðinni Arun
og er breskt en svona bátar eru
notaðir umhverfis Bretlandseyjar
og hafa gefið góða raun. Að sögn
Bjarna Guðmundssonar, um-
sjónarmanns Hafbjargar, verður
mikill munur að fá nýjan bát. „í
fyrsta lagi gengur þetta skip mun
meira. Hafbjörgin gengur tíu til
ellefu milur en nýja skipið gengur
fimmtán til sextán mílur. í öðru
lagi er betra pláss fyrir mannskap
og betri aðbúnaður að öllu leyti.”
Nýja skipið er búið tveimur 435
hestafla vélum en til samanburðar
eru vélarnar sem knýja Hafbjörg-
ina áfram 280 hestöfl samanlagt.
jonknutur@agl. is
Valt á Vegagerðarhlaðinu
Vörubíll með tengivagn og mal-
arhlass valt, nánast á hlaði vega-
gerðarinnar í Fellabæ fyrir helgina.
Um þessar mundir er mikil hálka á
vegum á Austurlandi og nokkuð
um útafkeyrslur og smáárekstra af
þeim sökum að sögn lögreglu í
fjórðungnum.
Vörubíll með gámavagn lenti
þversum á veginum við Hallorms-
stað og fólksbíll sem á eftir kom
gat ekki stoppað og lenti á vagnin-
um. Engin slys hafa orðið á fólki í
þessum hálkukafla og skemmdir á
ökutækjum tiltölulega litlar “þetta
hefur mest verið smá nudd” að
sögn lögreglu.
Ökumaðurinn slapp
ómeiddur
Bíllinn sem valt við vegagerð-
ina í Fellabæ var með tengivagn og
var að flytja möl sem tekin er við
Rangá hjá Flúðum í húsgrunn við
Miðvang á Egilsstöðum þar sem á
að fara að byggja blokk með 24
leiguibúðum. Loftpúði undir bíln-
um sprakk við Urriðavatnsendann
og ætlaði bílstjórinn að reyna að
keyra bílinn yfir í Egilsstaði til að
losa af honum hlassið svo hægara
yrði um viðgerð. Við hús Vega-
gerðarinnar fóru að hringja við-
vörunarbjöllur vegna loftleysisins,
bílstjóri bílsins stoppaði vegna
þessa, en þá skipti engum togum
að bíllinn rann viðstöðulaust út á
hlið niður fyrir veginn og valt þar á
hliðina. Ökumaðurinn sem enn var
í bílnum slapp ómeiddur.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um varð nánast neyðarástand
vegna hálku á Héraði fyrir helgi
sem tafði mjög umferð stórra bíla
sem eru að vinna við ýmsar fram-
kvæmdir á svæðinu og akstri upp í
Kárahnjúka var hætt um tíma
vegna hálkunnar.
Vegfarendur verða
að fara varlega
Enn er töluverð hálka og slabb á
vegum í fjórðungnum enda tíð um-
hleypingasöm og svo sem ekkert í
veðurkortunum sem bendir til ann-
ars en að hálkan verði til staðar á
vegunum enn um stund. Lögreglan
biður vegfarendur að fara varlega
og athuga að það er hált á svellun-
um.
sigad@agl.is
Vörubill með malarflutningavagn valt við vegagerðina I Fellabæ. Vegfarendur ættu að athuga það að ætla má að nokkur
hálka sé um allan fjórðung fyrst svo hált er i túnfæti Vegagerðarinnar i Fellabæ.